Ísafold - 15.10.1884, Side 1
íemur úl á mlÍTikníijsmoijaa. Veí
irjangsins (5Ö arka) 4 kr.: erlendis
5 tr. Borgisl ijrir miojan júlíminu.
ISAFOLD.
llppsöji (skrifl.) faundin vií áramót, ó-
jild nema komin sje lil útj. Ijrir L oki.
Aljreiöslostoia i Isafoldarprentsm. 1. sal.
XI 41.
Reykjavik, miðvikudaginn 15. októbermán.
1884.
161. Innlendar frjettir. Útlendar frjettir.
162. Stjórnin og þingið.
164. Auglýsingar.
Forngripasafntð opið hvern mvd. og ld. kl. 1 — 2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3
Póstar fara frá Rvík 20. (v.), 21. (n.) og 22. okt. (a.).
Póstskip fer frá Rvílc 19. okt.
Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4—5
Veðurathuganir i Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen
Okt. Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
ánóttuum hád. fm. | em. fm. | em.
M. 8. 0 + 2 30.3 30,3 N h b 10 b
F. 9. -í- 5 + 2 30.4 30.3 0 b 0 b
F. 10. 6 O 30,3 30.2 0 b A h b
L. 11. 3 + 3 30,2 30.2 A h d A h d
S. 12. + 2 + 6 29.9 29,8 A hv d A h d
M. 13. + 4 + 7 29.9 29.9 V h b S h d
f>. 14- + 4 + 5 29,6 29,8 Sv h b |Sv h b
Fyrri hluta vikunnar var hjer fagurt og stillt
veður; síðari partinn brá til rigninga, nú sem stend-
ur er útsynningur, en þó hægur, með skúrum.
Reykjavík. 15. október t884.
Brauð veitt. Borg í Borgarfirði 8. október
prestaskólakandíd. Arna Jónssyni.
Auk hans sóttu síra Kristján Bldjárn |>órar-
insson á Völlum i Svarfaðardal, síra Lárus 01.
þorláksson í Mýrdalsþingum og síra Snorri
Norðfjörð í Hítarnesþingum.
Kennaraembættin við latínuskólann. Sett-
ur kennari við skólann Björn Jensson hefir 17.
f. m. fengið veitingu fyrir embættinu, 4. kenn-
araembætti. Hinn 26. s. m. cand. philol. Geir
T. Zoega settur 5. kennari.
Póstskipið Laura kom hjer í fyrra kvöld,
eptir 16 daga ferð frá Höfn.
Landlæknir Schierbeck kom með þessu
póstskipi. Hann fórhjeðan 1. júlí til Khafnar,
á læknafundinn þar meðal annars.
Hin enska verzlun í Reykjavík. Bigend-
ur verzlunar þessarar, þeir J. Weidner og Co.
í Newcastle, ætluðu að senda gufuskip hingað
til Reykjavíkur um síðustu mánaðamót eptir
fje á fæti, um 1200 fjár, er verzlunarstjóri þeirra
alþm. Gunnl. E. Briem, hafði pantað og keypt.
Skip þetta kom ekki, og nú með þessu póst-
skipi kom vitneskja um, að þeir fjelagar höfðu
loks ályktað í vísdómi sínum að hætta alveg
við að senda það hingað nokkurn tíma á þessu
hausti, og hafa þannig viðskiptamenn sína hjer
að ginníngarfifli.
Bn tilhæfulaust er það með öllu, er íleygt
var lijer um bæinn, þegar póstskip var nýkom-
ið, að Weidner eða þeir fjelagar liafi verið
orðnir gjaldþrota.
Pjárkaup Slimons. Fjárkaupaskip Slimous,
Craigforth, er búið að fara tvær ferðir í haust
til austur- og norðurlandsins eptir íje á fæti.
Tók í fyrri ferðinni 2000 fjár á Seyðisfirði og
Akureyri. í hinni síðari 3200 á Borðeyri.
Hra Ooghill kom hingað í gær norðan af
Borðeyri.
Sýning íslenzkra hannyrða, er frú
Sigríður Magnússon í Cambridge stendur
fyrir á allsherjarheilsusýningunni í Luudúnum,
lítur út fyrir að muni hafa góðan árangur,
eptir því sem skrifað er frá Englandi. Mikið
af því sem er á sýningunni, prjónles og önnur
islenzk vinna, var þegar pantað, og komnar tölu-
verðar pantanir um meira. Yrði þá þetta, eins
og til var ætlazt, vegur til að fá ágætan mark-
að á Englandi fyrir íslenzka tövinnu og hann-
yrðir.
Með síðasta póstskipi mun von á fullkomn-
ari skýrslu um sýninguna; henni verður eigi
lokið fyr en undir miðjan nóvbr.
Spítalinn nýi í Reykjavík — er uú upp
kominn og læknaskólinn fluttur þangað og
sjúklingar, frá gamla spítalanum, sem er seld-
ur fyrir 8000 kr. hinum skozka fatakaupmanni
Tierney, er hjer hefir komið við og við til
verzlunar.
J>að er snoturt hús, þessi nýi spítali, en æðismá-
smíðislegur, svona kannske á borð við íbúðar-
hús í vænna meðallagi. Fjórtán herbergis-hol-
ur, að meðtöldum þak-klefum á efsta lopti.
J>að hlýtur að þurfa bæði heppni og lag til
að hrinda svo af sjer aðsókn sjúklinga, að slík
kytra reynist ekki von bráðar mikils til oflítil,
þegar hún á nú að rúma læknaskólann líka, og
eitt herbergið þar á ofan ætlað almenningi til
að lauga sig í.
Spítalinn hefir kostað að sögn kringum 20,000
kr. Líklega eru reikningarnir ókláraðir enn.
Ug ekki hefir orðið vart við að hann hafi verið
tekinn út, úr höndum smiðsins, — heldur en
Bæjarbryggjan mikla, er bæjarstjórnin hefir
snarað í um 10,000 kr., en sem er svo vís-
dómslega gerð, að það verður hvorki lent við
hana um flóð nje fjöru, og sjór gengur upp
eptir henni endilangri, ef ekki er nærri livíta-
logn, og er þá ekki fyrir aðra en vatnsstíg-
vjelaða að nota hana.
Safarmýrargarðurinn—er óbúinn enn, segir
í brjefi þar að austan. Hann hefir ekkert ver-
ið lengdur í sumar. Af þeim 637 dagsverkum,
sem unnin hafa verið að þeirri jarðabót í sum-
ar alls, auk vinnu verkstjóra, Olafs búfræðings
Ólafssonar, hafa 427 farið til endurbóta á því
sem gjört var i fyrra.
J>að mun þykja nokkuð mikið, og er þó raun-
ar ekkert tiltökumál, þegar betur er að gáð.
Vjer vitum, hvað mikið árlegt viðhald torfbygg-
ingar þurfa, hversu vandaðar sem þær eru, og
ekki þurfa jarðabætur síður mjög mikið viðhahl
ef þær eiga ekki að ganga fljótt úr sjer. J>eim
sem ímynda sjer annað, er bezt að byrja aldrei á
neiiium jarðabótum.
Svo mátti heita, að garðurinn hefði staðið
sig mikið vel i fyrra vetur. Hann hafði að
eins sigið nokkuð, sem eðlilegt var, einkanlega
á 1. ári, með því líka að efnið var hlautt og
grundvöllurinn gljúpur. |>að höfðu að eins
komið í hann tvö smáskörð. Hann ætti eigi
að síga nœrri því eins mikið eptirleiðis; nú
voru undirstöðurnar orðnar sígnar; enda er
hann töluvert hærri nú en í fyrra. J>að sem
fer einna verst með hann, er troðningur af
skepnum. J>ær troða hann allan út, til stór-
skemmda. Væri nauðsynlegt að afstýra því með
einhverju móti. Líklega er ekki öðrum ráðum
til að dreifa en að eigendur þeirra gjöri sjer
sem mest far um að varna þess, að þær sjeu
nærri garðinum ; það er eðlilegt að þær vilji
renna eptir honum, með því að það er einlæg-
ur sökkvandi beggja megin við hann.
Afgangurinn af vinnunni í sumar, eða 210
dagsverk, föru til viðhalds á gömlum íhleðsl-
um ; mun það ekki vera meira en vant er und-
anfarin ár. Meðan þossum íhloðslum er við-
haldið, þarf garðurinn strangt tekið ekki að ná
lengra en komið er — 1500 faðmar, eptir um
600—; en hvað lengi það verður, er bágt að
segja, því lítið er orðið þar til af stungu, efni i
þær, og það sem til er mjög slæmt.
Mikið hefir garðurinn bætt, og er óhætt að
fullyrða, að litlu hefði orðið náð úr Saf-
armýri í sumar, hefði hann ekki verið, í þeim
ókjörum, sem úr loptinu fóru; það var nógu
lítið samt.
Utlendar frjettir,
Khöfn 37. sept. 1884.
Fkakkland. Fátt hefir orðið sögulegt í
viðureign Frakka og Kínverja frá því síðast.
f>að mun nú vera farið að dofna í Kínverj-
um hljóðið. f>eir þóttust hvergi hræddir
framan af. þeim er vel sýnt um pentlist,
og sendir stjórnin myndir af bardögunum
út meðal lýðsins, til þess að sýna hvernig
gengur. Jeg hefi sjeð eina af þessum mynd-
um, af bardaga í Tonkin, þar sem Kínverj-
ar fóru miklar ófarir fyrir Frökkum; en á
myndinni eru Frakkar látnir vera fjarska-
lega daufir í bragði, niðurlútir og aumingja-
legir, og sumir á flótta, en Kínverjar hinir
víglegustu, vaða með hjör á lopti fram að
fjallbyssukjöptunum innan um eldinn og
kúlurnar, og sakar hvergi, en strádrepa
fjandmenn sína. Herskipaforingi Kínverja
við Min-fljótið hafði hjer um bil eins mik-
inn skipakost eins og Frakkar, og tók hann
ekki minna í mál en að gjöreyða skipum
þeirra. Courbet lagði upp í fljótið og rjeði
á skip Kinverja laugard. 23. ágúst. Eptir
fyrstu skothríðina leizt foringja Kínverja
eigi á blikuna, forðaði sjer í land, og kvað