Ísafold - 15.10.1884, Page 4
164
að sannfæra þingið ogþjóðina um, að kostn-
aður sá, sem framkvæmd slíkra laga hefir
í för með sjer, muni borga sig bæði fljótt
og vel, og ef sú sannfæringartilraun tekst
vel, þá verður líka þingið, sem hefir eða að
minnsta kosti ætti að hafa aðalfjárráðin,
auðunnið til að leggja fram kostnaðinn ; en
slíkar sannfæringartilraunir stjómarinnar
virðast nú ekki ætíð hafa tekizt sem bezt.
Sumum hefir virzt að stjórnin að undan-
förnu hafi optar og með meira fylgi stungið
upp á fjárframlögum til launaviðbótar em-
bættismönnum, heldur en til eflingar þjóð-
legri menntun og atvinnuvegum þjóðarinnar.
því þó að talsvert hafi verið lagt til þessa
hin síðari árin, þá er það einmitt síðan að
þingið fjekk hlutdeild í fjárráðunum, og slík
fjárframlög virðast optar hafa verið meira
þinginu að þakka heldur en stjórninni.
það er mörgum minnisstætt, að hið helzta
lagafrumvarp stjórnarinnar á hinu fyrsta
löggjafarþingi voru var um laun nokkurra
íslenzkra embættismanna, og var það byggt
á þeim aðalgrundvelli, að koma launum
þeirra f sem mest samræmi við laun jafn-
hliða émbættismanna í Danmörku, eða vel
það handa sumum. það var nú vísdóms-
lega hugsað af stjórninni, að ekki mundi
seinna vænna í þessu, efni; þingið mundi
naumast leiðitamará þegar lengra liði, enda
þá enn viðvaningur að fara með fjármál
landsins. Að þingið hafi sjeð sig um hönd
síðar, má sjá á tilraunum þeim, er það hefir
gjört til að fá þessi svo kölluðu háu laun
lækkuð aptur. (Niðurlag síðar).
AUGLÝSINGAR
samleldu máli m. smálelri kosla i a. (þakkaráv. 3a.) hvert orí 15 slafa írekast
in. óðru letri eða setning 1 kr. fjrir þnmiung dálks-lengdar. Borgun át i höad.
Með því aðverzlun Símonar Johnsens hætt-
ir við árslok, er skorað á alla þá, er skulda
tjeðri verzlun, að greiða skuld sína hið allra
fyrsta eða innan nœstkomandi nóvembermán-
aðarloka, í peningum viirum eða innskript.
Beykjavík 30. september 1884
339r.] H. St. Johnsen.
FUNDIZT hefir á götum bcejarins gult
sauðskinn með vetlingum og ýmsum hlutum
söðlasmiði viðkomandi, og getur rjettur eig-
andi vitjað þessa hjer á skrifstofunni.
Bcejarfogetinn í Beykjavík 1884.
E. Th. Jónassm.
LESTBABSTOFA fjelagsins «Ingólfs« er
opin á hverjum degi frá kl. 11 f. m., í Hotel
Island.
G UFUBÁ TSFJELA GSF UND UBINN,
sem auglýstur var í síðasta blaði, vcrður hald-
inn í BOBGABASALNUM, í Hegningar-
hiisinu, á 'morgun, 16. okt. KL. 12 Á
HÁDEGI.
C. F. Siemsens verzlun
hefir til sölu góðar birgðir af allskonar b e z t u
matvöru, svo sem rúgmjöl, bankabygg, baunir,
rúg, bygg, hveitimjöl, kaffi. kandís, hvita-
sykur, púðursykur, export-kajfi, rúsínur, kór-
ennur, sveskjur, hafragrjón, sagómjöl, kar-
töflumjöl, kanel, pipar og aðrar kryddjurtir
o. s. frv., o. s. frv., sterinkerti, jólakerti;
manúfaktúrvöru, alls konar band og tvinna,
klúta af ýmsum sortum, saumnálar, títu-
prjóna, tréfia, slips, hanzka;
leirílát, glerílát, lampa, lampaglös, »be-
holdere«. kúpla og kontrakúpla, deigla, oliu-
brúsa i 4 stærðum o. s. frv., o. s. frv.;
kaffikvamir, pönnur, kjötaxir, eldtangir,
eldskúffur, vönduðustu smíðatól, vefjarskeið-
ir f-, járn i stöngum og plötum, blý, stál
kopar, zink-plötur og aðrar málmvörur, finar
og grófar;
munntobak, rjól, reyktóbak og vindla ým-
iskonar og afbragðsgóða;
glysvaming, fallega presentjer-bakka, góð
úr og ódýr ;
alls konar öngla, netagam, sjóskóleður,
kaðla;
skrifspjöld, pappir, umslög, blek—sjerlega
gott t
litunarefni, farfa, krit, fernis, terpentinu
o. s. frv., o. s. frv. tjöru og bik;
smiðakol, ofnkol, furubrenni, bœkibrenni,
og alls konar aðrar vörur.
Steinolíu er von á með síðasta póstskipi,
af þessari góðu tegund, sem menn þekkja.
Bvík 8. okt. 1884. (j. Emil Enbehagen.
T H E
„CITY OF LONDON“,
BRUNA.BÓTAFÉLAG í þuNDÚNU^.
Höfuðstóll £ 2,000,000 = 36,000,000 kr.
Tekr i ábyrgð fyrir eldsvoða bæði búsgögn,
vörubirgðir, hús, skip á höfn o. s. frv., o. s. frv
eins iðnaðarstofur og verksmiðjur, gegn föstu,
lágu brunabótiigjaldi, fyrir milligöngu félagsins
aAvCum-toíkvm-a-fvno ]vj viv 'ilotimo'.(í i,
Joh. L. Madsen.
Skrifstofa: Ved Stranden 2, St„ andspænis
Hólmsins-brú.
Umboðsmaðr í Reykjavík: cð. (91. XÖVC.
A.ths. Brunabætr greiðast örlátlega og fljótt.
Félagið er háð dönskum lögum og dómstólum.
fe til lögsóknar kemr, með varnarþingi í Kaup-
mannahöfn. [3!7r*
Kommóður! Borð!
Hvergi fást eins vandaðar og ódýrar komm-
oður eins og hjá Magnúsi Th. Sigfússyni Blön-
dal. Komið og skoðið þœr. Einnig tek jeg að
mjer alls konar timbur- og snikkaraerfiði, fínt
og gróft.og aðgjörð á þilskipum, allt með mjög
lágu verði. Hafnarfirði 25. september 1884.
M. Th. Sigftisson Blöndahl.
þegar mjer á yfirstandandi sumri barst sú sorg-
arfregn til eyrna, að minn elskaði bróður- og fóst-
ursnnur Sigurður skólakennari Sigurðsson
hefði með sorglegum atburði suögglega verið burt-
kallaður frá þessum heimi ræður að líkindum, að
mjer hafi orðið raissirinn sár og tilfinnanlegur, þar
sem jeg f hinum framliðna ekki einungis missti
hjartkæran frænda heldur svo gott sem elskulegan
son, sem nú var orðin von elli minnar og sem
ætíð hafði verið mjer og náungum sínum ekki síð-
ur til gleði en til sóma; en i þessum söknuði
mínum og náunga hins framliðna hefir mjer orðið
til huggunar, að hið stutta líf hins andaða var í alla
staði heiðarlegt , og að hann leyfði sjer góða minn-
ingu, og þess utan að embættisbróðir hans herra
skólakennari Björn Ólsen hefir svo heiðarlega látið
sjer farast við hinn framliðna, með því hann ekki
einungis hefir gjört heiðarlega útför hans, heldur
og hefir tekið til fósturs þann eina son, sem hinu
andaði átti eptir sig, og gengið honum í hins bezta
föðurs stað. Allan þennan vott tryggðar og vin-
áttu við hinn framliðna þakka jeg hinum heiðraða
velgjörðamanni í nafni mfnu, föður hans og ná-
unga, og bið jeg og vona, að hann sem er faðir
hinna föður- og munaðarlausu, umbuni hinum veg-
lynda velgjörðamanni alla þessa umönnun hans fyr-
ir vorum sárt saknaða elskaða frænda, sem dauð-
inn þannig svipti oss, eptir vorri skammsýni of
snemma, en eptir hans speki á hentugasta tíma.
Litla-Kálfalæk í Hraunhreppi 25. sept. 1884.
Sigmundur Olafsson.
Austurvöllur.
Nú undir veturinn gjörist mönnum við vart um,
að það er fyrirboðið að beita skepnum á Austurvöll.
Hestar og kindur, sem bittast fyrir innan grind-
urnar, verður teknar fastar og verður að greiða I
kr. fyrir hverja skepnu í útlausnargjald, auk áfall-
ins kostnaðar.
peir sem eiga leíð um Austurvöll eru beðnir að
íoka á eptir sér þegar þeir fara út og inn um grind-
urnar, og ganga eigi yfir grasið eða kasta steinum
á völlinn.
G. Emil Unbehagen
leigjandi Austurvallar nú sem stendur.
TIXi SÖIjU á afgreiðslustofu ísafoldar:
Gröndals Dýrafræði.................2,25
Gröndals Steinafræði...............1,80
íslandssaga þorkels Bjarnasonar . . 1,00
Ljóðmæli Gríms Tbomsens .... 1,00
Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarss. 0,90
Undirstöðuatriði búfjárræktarinnar,
eptir sama........................0,50
Erslevs landafræði, önnur útgáfa . . 1,25
Dönsk lesbók handa byrjöndum (S. H.) 1,00
Páls Melsteðs mannkynssögu-ágrip,
2. útg............................2,50
Bænakver og -sálma, eptir Ólaf Indriðason,
bundið 0,25
Hættulegur vinur.....................0,25
Landamerkjalögin.....................0,12
Almanak þjóðvinafjelagsins 1885 . . 0,50
Um uppeldi barna og unglinga eptir
Herbert Spencer . . ,.............1,00
Ómissaiuli við ensku-náin er Ensk
lestrarbók með málfirœðiog ensk-íslenzku
orðasafniá 3,50,og íslenzkt-enskt orða-
safn ál,50,eptir Jón A. Hjaltalín. Bcek-
nrnar fást í Reykfiavík hjá Sigurði prent-
ara Kristjánssyni.
Ritstjúri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsniiðja ísafoldar.