Ísafold - 29.10.1884, Síða 3
171
inu éru fyrst þurrir melar nokkra stund; |
síðan taka við ægisandar marflatir norður
fyrir Svartá. þegar sandar þessir eru þurr-
ir og hvasst er, eru þeir því nær ófærir fyrir
sandroki, jafnvel i undanhaldi. A þessum
söndum fengum við eitthvert hið versta veð-
ur, sem jeg hefi verið úti í, enda var hvass-
viðrið óvanalega ofsalegt, náði það niður til
byggða, svo að menn urðu víða að hætta
við heyvinnu á bæjum við Mývatn og ofar-
lega í Bárðardal. þegar við sáum mósvart-
an sandroks-bálkinn fyrir framan oss, kvið-
um við fyrir að fara inn í myrkrið; en
hjer var einn kostur nauðugur. Jeg man
aldrei til að jeg bafi verið úti í jafn vondu
veðri; blind-ösku-frostbylur á vetrardegi er
hátíð hjá slíku. Svo vildi heppilega til, að
við höfðum béint undanhald, annars hefði
verið gjörsamlega ófært um sandana; við
vorum í regnkápum og mölin og grjótið
buldi á þeim; við urðum að byrgja skiln-
ingarvitin sem bezt, svo þau fylltust eigi
af sandi-; ekkert sást fyrir moldviðri, en
hestarnir runnu undan rokinu sem fætur
toguðu ; en ef reynt var að víkja þeim of-
urlítla ögn til hliðar upp í vindinn, prjón-
uðu þeir og urðu sem óðir.
Frá vaðinu á Jökulsá upp að Svartá vor-
um við að eins 2 stundir. Svartá kemur
upp á söndunum suður og vestur af Vaðöldu;
hún er mjög stutt, en vatnsmikil; í henni
er bergvatn og kemur hún úr stórum kerum
í sandhvylft; í kerum þessum bullar vatnið
alstaðar upp um botninn ; ekki er þar gras
nema fáeinir skúfar af hrossanál og nokkr-
ar hvannir.
Eyrir norðan Svartá fór sandrokið að
minnka, en þá tóku við vikurhrannirnar úr
Oskju; er vikurinn svo stórgjör, að hann
fýkur ekki, nema dálítið af dusti, sem er
innan um.
Vestur af Vaðöldu rákum við oss á mikið
vatn á söndunum; hafði eg áður sjeð norð-
austur-enda þess af Herðubreiðartöglum og
síðar suðvesturendann af Trölladyngju.
þegar jökulfararnir fóru þar um 1880, voru
hjer þurrir sandar ; en nú er þar svo mikið
vatn, að það er að minnsta kosti eins stórt
eins og helmingurinn af Mývatni. A vorin í
leysingum er vatnið miklu stærra, það sá-
um við á vikurröstunum við það, og þá er
úr því afrennsli til norðausturs út í Jökulsá;
þá tekur vatnið upp allt bilið milli Dyngju-
fjalla og Vaðöldu og nær langt suðvestur
með fjöllum. Vatn þetta hefir myndazt af
jökulkvíslum, sem hlaupið hafa fram á sand-
ana nálægt Kistufelli ; það er fremur grunnt
og kolmórautt af jökulleir. Frá vatninu
riðum við upp að Dyngjufjöllum; koma
þat nokkrar kvíslir niður úr fjöllunum og
renna til suðausturs í vatnið; á undan vikur-
| gosinu 1875 voru töluverðir hagar við þessar
kvíslir, en eyddust þá gjörsamlega; nú sjest
að eins einstaka víðirhrísla hjer og hvar
upp úr vikrinum.
þessir hagar björguðu Birni Gunnlaugs-
syni, er hann villtist í Ódáðahrauni 1838.
Hjeldum við síðan norður yfir hraunhall-
ana út af Óskju ; var vegur þar mjög illur
yfirferðar; klöngruðumst við svo upp á
hálsrana þann, sem gengur norðaustur úr
Dyngjufjöllum. Hann er allur eldbrunninn
og hraun hafa þar ollið upp úr ótal sprung-
um. Komumst við um kvöldið á norðurbrún
ranans og tjölduðum þar í hraunsandi, gáf-
um hestunum hey, og bundum þá svo. Kalt
var um nóttina í tjaldinu og óþægilegt, því
roksandurinn kitlaði oss alstaðar innan
klæða og augu og eyru voru hálf-full af
dusti, en hvergi vatn til að þvo sjer úr.
Um morguninn 23. ágúst riðum við fram
með norðausturhlíðum Dyngjufjalla. Hr
landslag þar mjög einkennilegt: fjöllin sjálf
og ótal ranar og tindar út úr þeim er allt
úr gulmórauðu móbergi; fjallagnýpurnar í
skringilegustu myndum og fellin eins og
sundurskotnar borgarrústir, gígir óteljandi og
allt sundurtætt af jarðeldum. Yar vondur
vegur allt vestur að Jónsskarði; þar gengur
lægð upp 1 gegnum undirhlíðar Dyngjufjalla
sem við höfðum riðið upp á. Frá Jóns-
skarði og niður að Svartárkoti er góður
vegur, fyrst sandur, svo helluhraun út með
Frambruna; svo er það hraun kallað, sem
fallið héfir úr Trölladyngju norður að Suð-
urárbotnum og svo niður í Bárðardal. Frá
þessari leið sjest yfir miðhluta Ódáðahrauns
og er það því nær lárjett sljetta, með fjalla-
hring allt í kring : Sellandafjall, Bláfjall og
Búrfellsfjallgarður í norðri, Herðubreiðarfjöll
og Hvammfjöll að austan, en Dyngjufjöll
að sunnan. Biðum við á 3 stundum frá
Dyngjufjöllum niður í Suðurárbotna. Suð-
urá kemur upp í sandkílum og vellur vatn-
ið upp í mörgum pollum eða pyttum; tölu-
vert land hefi blásið hjer upp, en miklir
hagar og góðir eru neðar niður með Suðurá.
Kl. 11 um kvöldið komum við að Halldórs-
stöðum í Bárðardai og höfðum þá riðið
mjög hart seinni hluta dags.
Var þá lokið ferðum mínum um Ódáða-
hraun.
Fiskmeti til skepnufóöurs.
f>að mun vera tíðkað í öðrum löndum
víða, jeg veit t. d. í Norvegi, að hafa sitt
hvað af fiskmeti til skepnufóðurs, einkum
það er þykir lítt. hafandi til manneldis.
þorskhausar t. d. munu ekki hafðir til
manneldis í Norvegi, sumstaðar að minnsta
»
kosti. En þar á móti hefi jeg lesið það,
að þeir sjeu almennt gefnir þar kúm, til
fóðurdrýginda.
Jeg vil minnast hjer á eina fisktegund,
sem töluvert hefir aflazt af hjer á Breiðafirði
hin seinni árin, og víðar, það jeg veit til, og
sem er lítt hæf til manneldis, en ágæt til
skepnufóðurs.
f>að er háfurinn.
Jeg held það væri óskaráð að menn færu
að nota hann almennt til skepnufóðurs. f>að
gæti orðið góð drýgindi að honum í hey-
skorti eða heyleysisárum.
Jeg veit ekki hvort mönnum er almennt
kunnugt rjett aðferð að verka hann í því
skyni, og skal því lýsa henni hjer.
þegar búið er að hirða lifrina og taka frá
innýflin, skal skera hausinn af um þanirnar,
kljúfa síðan búkinn eptir miðjum hrygg og
láta hanga saman á sporðinum. Síðan skal
kasa háfinn í 14—16 daga; hengja hann að
því búnu upp til þerris á sporðinum á rá,
svo að sinn helmingurinn sje hvoru megin
á ránni. f>egar hann er orðinn fullþurr,
skal hlaða honum í hjall, helzt þar sem er
nokkur dragsúgur, og geyma hann þar.
Til gjafar sker maður háfinn í 2 eða 3
strengsli, rífur af roðið framan frá og aptur
að sporði, stingur síðan endanum upp í
kjaptvikið á kúnni og fer hún þá að smá-
tyggja það. Eptir nokkra daga þykir flest-
um kúm þetta góð fæða og verða jafnvel
gráðugar í háfinn.
Jeg get borið um það af óyggjandi reynslu,
að háfurinn er svo góður til mjólkur, að
hver mjólkandi kýr græðir sig um mörk í
mál, ef hún fær 1 háf í mál. f>ótt jeg trað-
gæfi kúnni á undan í bæði mál og færði
henni þar að auki bætir á mjöltum, þá
græddi hún sig samt um fulla mörk í mál,
þegar jeg fór að gefa henni háfinn. Auk
þess varð mjólkin talsvert kostugri.
f>að er hæfilegt að gefa kúnni 1 háf í
mál; varasamt að láta það vera meira, eínk-
um sje háfurinn stór og feitur, því þá vill
koma óbragð af mjólkinni.
Auk þess er háfurinn ágætur til holda
fyrir allan nautpening.
Jeg gaf hann meira að segja lömbum
líka veturinn 1882 — 83 og sparaði þar
með fullan þriðjung af vanalegri heygjöf.
Jeg ljet 4 lömb vera um 1 háf í mál.
Mjer þykir þetta nokkurs virði, og vil
ráða sem flestum, einkum sjávarbændum,
að taka upp háfsgjöf handa skepnum, eink-
um nautpeningi.
Breiðafirði sumarið 1884.
Sjávarbóndi.