Ísafold - 05.11.1884, Page 1
feniur úl á miðvikudajsmorsna. Ilerí
árganjsias (50 arka) 4 ár.: erlendis
Skr. Borgisl [jnr miBjan júl'mánuð.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) kndii yíJ áramól, 5-
gild nema komin sje lil útg. Ijrir 1. okt.
Mjreiíslustoia i Isafoldarprentsm. 1. sal.
XI 44.
Reykjavik, miðvikudaginn 5. nóvembermán.
1884.
173. Innlendar frjettir. Vegabætur og vegabótafje I.
174. Hinn nýji spítali í Reykjavik.
176. Auglýsingarjettnr p»jóóólfs. Hitt og þetta.
Auglisingar. __________________
Brauð nýlosnað: Stóruvellir 21/10 • • 710 + 5°o.
Forngripasafntð opið hvern mvd. og ld. kl. 1—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2 3
Póstar fara frá Rvík 8. nóv. (v.), 10. (n.) og II. (a.).
Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4—5
Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen
Okt. Nóv. Hiti (Cels.) Lþinælir Veðurátt.
ánóttu|umhád. fm. em. fm. em.
M. 29. - 5 -7- 2 29,2 29 N h b 0 b
F. 30. - 6 -7~ 2 29,2 28,5 A h b Na hv d
F. 31. - 3 -7- I 28,8 29 N h b N h b
L. 1. - 2 0 ’-9.« 29,2 N h b 0 b
S. 2. - 2 — 3 29.4 29,6 N h b N h b
M. 3. - 6 -f- I 29.5 29.5 A h d Sv h d
Þ. 4. - 7 + 1 29.3 29,1 N h b N hv b
Umliðna viku hefir optast blásið frá norðri,
opt hvass til djúpanna, þótt logn hafi verið hjer
eða hægur kaldi; talsverður snjór falliö til
fjalla og 3. snjóaði hjer talsvert fyrri part dags
(fyrsti snjór hjer í haust). I dag 4. mjög hvass
til djúpanna.
* * *
Mér hefir nýlega verið sýndur kafli úr veð-
urathugunum herra Thnrlaciusar í Stykkishólmi
þetta árið, og er fróðlegt að sjá, hversu mikill
munur getur verið á veðri hjer og ’ þar sama
daginn, þótt fjarlægðin eigi sje meiri. Jeg skal
tilfæra nokkur dæmi. 13. júlí í sumar sem leið
var hjer logn, olurlítill kaldi á útsunnan (sv);
í Stykkishólmi var austanátt og norðaustan
hvass um kvöldið með regni; 14. júli hjer logn,
í Shólmi hvass á norðaustan; 19. ágúst hjer
blæja logn um kvöldið, þá hvass á sunnan í
Shólmi; 1. sept. hjer logn allan daginn, þá hvass
allan daginn í Shólmi á norðaustan; 2. sept.
hjer hægur norðan kaldi og bjartasta sólskins-
veður og heiðskýrt kvöld, þá allan daginn hvass
á norðaustan með regni að kvöldi í Shólmi.
Aptur á móti er mjög lítill og opt alls eng-
inn mismunur á því, hvernig loptþyngdarmælir
vísar hjer og í Shólmi; t. a. m. 14. júlí hjer að
morgni2,99 þar 30; að kvöldi lijer 29,9 þar 29,9.
25. júlí hjer 30 þar 30.
Reykjavík 5. nóv. 1884.
Hítardalskirkja lögð niður. Landshöfð-
ingi hefir með brjefi 29. sept. samþykkt, að
Hítardalskirkja skuli lögð niður og sóknin
sameinuð Staðarhraunssókn. Kirkjuna skal
selja við opinbert uppboð, til niðurrifs, en ekki
til þess, að kaupandi hennar megi láta hana
standa og hafa hana til veraldlegra afnota.
Ferðakostnaður í landamerkjamálum. Út
af fyrirspurn frá einum sýslumanni hefir lands-
höfðingi úrskurðað 27. sept., að sýslumönnum
beri borgun fyrir ferðakostnað í landamerkja-
málum samkvæmt aukatekjuregiugjörð 10. sept.
1830, 16. gr., auk 3 kr. gjalds þess, er ákveðið
er í 14. gr. landamerkjalaganna handa dóm-
endum á dag; en meðdómendum beri þar á
móti ekki önnur borgun en þessar 3 kr.
Dáinn 12. sept. á sóttarsæng Stefán bóndi
Eiríksson í Arnarnesi í Hornafirði, alþingis-
maður, sýslunefndarmaður og hreppstjóri, um
eða yfir sjötugt. Hann komst á þing 1859 og
sat á hverju alþingi síðan, fyrir Austur-Skapta-
fellssýslu, í efri deild síðan þingið varð löggef-
andi. Hann var enginn atkvæðamaður á þingi;
lagði þó nokkuð til flestra mála, með góðgirni,
stillingu og samvizkusemi. En í hjeraði mun
sæti hans vandskipað ; svo þötti hann röggsamur
í sveitarstjórn, ráðagóður og ráðhollur; dánu-
maður og höfðingi í lund.
Manntjón af slysförum. Fimmtudag 30.
f. m. drukknuðu 2 menn af bát í fiskiróðri frá
|>órði skipasmið Jónssyni í Gróttu á Seltjarn-
arnesi, sonur hans einn, þórður að nafni, pilt-
ur um tvítugt, og vinnumaður frá Bygggarði,
er Guðni hjet. J>eir voru 5 á, og varð hinum
3 bjargað af kili, af Gísla bónda Björnssyni á
Bakka við Rvík. Slysið varð á uppsiglingu;
skautið haft fast og því siglt um koll.
J>etta er annað skipið, er J>órður skipasmið-
ur hefir misst á sama árinu. Hitt fórst frá
honum 21. marz í vetur, með 7 mönnum.
Hinn 23. ágúst í sumar drukknaði í Gilsfirði
einn af lærisveinum á búnaðarskólanum í 0-
lafsdal, Benidikt Benidiktsson frá Hjarðardal í
Dýrafirði. Hann var að baða sig þar í sjó á-
samt öðrum pilti; stríður aðfallstraumur tók
þá og bar frá landi, en hvorugur var syndur.
f>að vildi þeim til lífs, er af komst, að mann
bar þar að, er gat vaðið út og náð honum í
tíma.
Vegabætur og vegabótafje,
I.
J>að var vissulega vel hugsað og vel til
fallið, að alþingi ljet það vera sitt eitt hið
fyrsta verk, er það fjekk fjárráðin í hendur
að búa til ný vegalög og betri en þau sem
áður voru, og að veita þegar allríflegan
styrk úr landssjóði til vegabóta.
Styrkur þessi var fyrst 15000 kr. um allt
fjárlagatímabilið, 1876—77, síðan 15000 á
ári árin 1878 og 1879, en upp frá þvf 20,000
kr. á ári. Hefir þannig verið veitt til vega-
bóta alls 165,000 kr., síðan 1876, og mun
véra búið að verja af því framundir hálft
annað hundrað þúsund krónum.
Oss sem nú erurn uppi, virðist þetta fjár-
framlag dáindis-ríflegt, svo litlu sem af er
að taka.
Getur og vel verið, að niðjar vorir að
mannsaldri liðnum eða sfðar, sem hafa vega-
bótafjeð ef til vill tífalt á við þetta,—að þeir
munu ekki fást svo mikið um, hvað vjer höf-
um verið smátækir.
En það er annað, sem þeim mun finnast
til um, og það er meðferðin á vegabótafjenu
fyrstu árin framan af.
f>að verður óskemmtilegur dómur. Vjer
getum farið nokkuð nærri um aðalatriði
hans.
J>að var sök sjer, munu þeir segja, þótt
fjárframlagið væri ekki meira en þetta fyrstu
búskaparárin, hefði fjenu verið vel og
skynsamlega varið. En það var öðru nær.
Stjórn og framkvæmd vegabótastarfanna var
frámunalega ráðleysisleg.
J>að var kunnáttuleysið, sem mest bagaði.
Forfeður vorir kuunu hvorki að leggja niður
fyrir sjer, hvar bezt væri að hafa veginn eða
hvernig hann ætti að vera lagaður, nje
heldur höfðu þeir vit á, úr hvaða efni vegur-
inn átti að vera éða hvernig saman settur.
J>ó tók hitt út yfir, að það var algéngt, að
hafa til vegavinnu liðljettinga, er ekki gátu
fengið annað að gera, og kunnu ekki hót til
verka. Menn höfðu naumast hugmynd um
það í þá daga hjer á landi, að vegavinna er
iðn, sem nema þarf eins og hvað annað, eins
og t. d. smíðar.
J>að er eins og þeir hafi ekki haft neitt
veður af því, að vankunnáttan gerir eigi ein-
ungis verkið hálfu ver af hendi leyst, og
margopt ónýtt, heldur jafnvel það af því,
sem nýtilegt er, hálfu dýrara, af því að sá
sem verkið kann og er vanur því, afkastar
helmingi meiru en viðvaningurinn; er því
aldrei gerður sá munur á kaupgjaldi fá-
kunnandi liðljettings og velkunnandi verka-
mauns, að liðljettingurinn verði ekki miklu
dýrari.
Af verkstjórninni kunna gamlir menn sög-
ur, sem er bæði illt og broslegt að heyra.
Skammt frá sjálfum höfuðstaðnum, undir
handarjaðrinum á yfirstjórn landsins, stóð í
mörg ár fyrir vegagjörð maður, sem flestir,
er til þekktu, voru forviða á, að hafður
skyldi vera til þess. Enginn einstakur
maður mundi hafa látið sjer detta í hug
að setja hann fyrir verksmiðju, ef því
hefði verið að skipta, eða yfir höfuð að láta