Ísafold


Ísafold - 12.11.1884, Qupperneq 2

Ísafold - 12.11.1884, Qupperneq 2
178 Enn um hinn nýja spítala í Reykjavík. --»«-- Með því að formaður sjúkrahúsnefndar- innar hefir í sfðasta bl. Isafoldar gjört nokkrar athugasemdir við grein mína um spítalann í næsta blaði þar á undan, verð jeg að biðja yður, herra ritstjóri, fyrir nokk- ur orð út af þessum athugasemdum. í fyrri grein minni hefi jeg sagt, að hinn nýi spítali rúmaði 12—14 sjúklinga, ef lækna- skólinn ætti að vera þar, en 18, ef lækna- skólinn væri þar eigi, og þessi ætlun mín á að styðjast við stærð herbergjanna. I spítalanum eru þessi herbergi: a) 2 herbergi, er rúma c. 2060 teningsfet af lopti hvort, og ætla jeg þau geti tekið 3 sjúklinga hvort eða bæði.......6 sjúkl. b) 4 herbergi, c. 1670 teningsfet hvert, og sem jeg ætla að geti tekið 2 sjúklinga hvert .........8 — —Erlendis mundu þessi herbergi, eptir teningsmáli þeirra, naum- ast notuð fyrir meira en 2 sjúkl- inga þau fyrnefndu, og hin fyrir 1. — c) 1 herbergi.sem ér c. 1570tenings- fet og skulum við líka ætla það ............................2 — d) 1 herbergi, sem er c. 950tenings- ingsfet, handa....... .......... 1 — Samtals 17 sjúkl. Enn fremur eru á efra loptinu 4 lítil herbergi ; en eitt þeirra verða þjónustukonur spítalans að hafa, og annað vérður að hafa til að geyma í fatnað sjúklinga m. m. (rekkjuvoðir, kodda- ver o. fl. spítalanum tilheyrandi). Setjum svo, að hin 2 herbergin verði höfð sitt handa hvorum sjúklingi. En nú verður einnig að taka það til greina, að sjúklingarnir eru sumir karlmenn og sumir konur; að hafa verður opt 2 rúm handa þeim mönnum, sem stórskurðir (óperatíónir) hafa verið gjörðir á, til þess að skipta um, er búið er að binda um sárin; að sjúklingar, sem hafa næman sjúkdóm, geta eigi legið í sama herbergi og aðrir sjúklingar; að hreinsa þarf vandlega herbergi þau, er slíkir sjúklingar hafa verið í, áður en þau verða notuð handa öðrum sjúklingum. Er þá auðsætt að það á vió full rök að styðjast, að spítalinn getur eigi rúmað fleiri en 18 sjúklinga, þótt læknaskól- inn sje eigi hafður þar. Teningsrúm það, sem sjúklingarnir þá fá hjer, er hjer um bil helmingur þess rúms, sem sjúklingum er ætlað erlendis, og hjer við bætist, að í hinum nýja spítala hjer er er ekki sjeð fyrir nægilegri loptbreytingu, en í öðrum spítölum er þess vandlega gætt, að hún sje nóg og góð. Læknaskólinn hlýtur að hafa 2 herbergi; hann verður að hafa rúm handa bókasafni sínu, anatomiske Prœparater (beinagrindur og þess konar), materia medica, verkfærum o. fl., sem nú skemmist allt og spillist, er það liggur í óreglu. Að allt þetta skuli vera í einu herbergi, sem er að eins c. 1670 ten- ingsfet að stærð, og 8 lærisveinar eða fleiri njóta kennslunnar í sama herberginu, nær engri átt, og getur eigi verið tilætlun alþingj is. Auk þess getur hæglega svo staðið á, að tveir kennendur verði að hafa sömu stundina til kennslunnar, t. a. m. sinn með hverri deild. Munurinn á sjúklingatölunni, sem fram kemur við það, að formaðurinn dregur álykt- anir út úr reikniugi mínum, eptir því sem hann segir, stafar af því, að hann hefir rugl- azt í reikningunum. í grein formannsins segir svo á 174. bls.23. 1. að neðan : nLandlæknirinn .... játar, að í þeim herbergjum, sem skólanum eru ætluð, sje rúm fyrir 6 sjúklinga« o. s. frv. Hjer á að standa: »rúm fyrir 4 eða 6 sjúklinga« í staðinn fyrir: »fyrir 6 sjúklinga#, það er að segja: 4, ef herbergin sem læknaskólinn hefir eru af hinum minni, en 6, ef herbérg- in eru hin stærstu. Enn fremur segir í greininni: »Nú hefir læknaskólinn . . . geta tekið 4 sjúklinga»; en þar á að vera: »Lœknaskólinn hefir eigi hinstærstuherberg- in, sem geta rúmað 3 sjúklinga hvort, held- ur hin minni, sem rúma að eins 2 sjúklinga hvort»; og þegar 4 eru dregnir frá 18, þá eru eptir 14, eins og jeg hef sagt. |>ar sem formaðurinn segir á sömu bls. 1. 17. a. n., að stærstu herbergin í spítalanum eptir því ættu að geta tekið 4 sjúklinga, þá held jeg að það sje hugsunarvilla hjá honum. Sje þessi villa lagfærð, þá kemur það fram sem jeg sagði, að spítalinn hefir 2 stór berbergi, sem læknaskólinn notar eigi, er hvért rúm- ar 3 sjúklinga, og 4 herbergi jafnstór því, sem læknaskólinn hefir, er hvert rúmar að eins 2 sjúklinga. það, sem okkur ber á milli viðvíkjandi hinum herbergjunum, sem forstöðumaðurinn telur að rúmi 6 sjúklinga, en jeg að eins 5, í það er minna varið. Jeg verð því að halda fast við þá skoðun mína, að þegar jeg tel, að spítalinn rúmi 18 sjúklinga án læknaskólans, þá hafi jeg tekið það svo fylliléga til greina, sem hægt er, að hjer er kaldara loptslag en viðast annarstaðar erlendis þar sem spítalar eru; en lengra en þetta held jeg ekki að maður geti fært sig niður hvað teningsrúmið snert- ir, eigi spítalinn að geta heitið nokkurn veg- inn samsvarandi kröfum tímans, og þégar herbergin á að nota bæði nótt og dag. Auk þess eiga bæði spítalar og skólar að vera fyrirmynd húsa einstakra manna í öllu því, sem lýtur að heilsu manna, og því verður það og lítilmótleg afsökun, þegar formaður- inn segir, að »ekki verði meiri vandræði með skolpið frá spítalanum en frá öðrum húsum í bænum«. Að því er baðherbergið snertir, þá verð jeg enn að ætla, að haganlegast hefði verið að hafa það í kjallaranum, eins og jeg hefi áður stungið upp á, svo að vatninu mætti hélla inn og út gegnum rennu, og þar væri ketill til að hita vatnið í; því að þeir, sem einkum þurfa baðanna við, eru nhysterisken og mervösei, og þeir geta hæglega gengið niður stigann niður í kjallarann. Við hinar stærri óperatíónir, er jeg hefi gjört hjer, hefi jeg ekki verið fullkomlega ugglaus að láta einungis lærisveina lækna- skólans vaka yfir sjúklingnum, einkum hina yngri meðal lærisveinanna; jeg þorði ekki að fara úr fötum hálfsmánaðar tíma á eptir, og var þó spítalinn þá ekki stein- snar frá húsi mínu. Nú er spítalinn of langt frá læknunum, er líkt stendur á, og sjá allir, að það muni geta dregizt í tímann að ná í lækni ekki skemmri veg í kolniða- myrkri t. d. Skárra væri þó, ef einhver hinna elztu lærisveina læknaskólans hefði fastan bústað í spítalanum, eins og jeg hefi stungið upp á; þá mætti og spara húsa- leigustyrkinn handa þeim úr landssjóði. Viðvíkjandi loptbreytingunni (ventilation), þá samþykkti spítalastjórnin uppástungu mína, að reyna loptpípur langs með reykj- arpípunum í tveimur skorsteinunum og með knjámynduðum pípum inn í veggina. þessi ventilatíón var ætlað að mundi kosta nokkur hundruð krónur ; en í stað þess eru að eins settarhinar knjámynduðupípur, sem kosta nálægt 10—20 krónum. Að hinar aðrar uppástungur mínar hafa verið til greina teknar, kannast jeg við; enda hef jeg eigi kvartað viðvíkjandi þeim. þcgar ræða skal um, hversu stór spítalinn hljóti að vera, svo að vel sje, verður að gæta þess, að það leiðir af ásigkomulagi landsins og samgöngunum, að opt mundu sjúklingar koma margir með sömu ferðinni. Heldur eigi megum vjer sleppa því, hversu áríðandi spítalinn er til að stemma stigu fyrir út- breiðslu næmra sjúkdóma, ef spítalinn væri nógu stór til þess að halda megi hinum fyrstu sjúklingum nægilega aðskildum frá öðrum. En á hinn bóginn getur skýrsla for- mannsins um aðsóknina að spítalanum eigi komið til greina hjer. Hið gamla sjúkra- hús var svo óþrifalegt og því svo óhagan- lega fyrir komið, að þeir sem efni höfðu til að borga fyrir sig, gátu eigi fengið af sjer að leggjast þar; en þegar hinir efnaðri vildu eigi leggjast þar og hinir fátæku gátu það eigi, þá er engin furöa, þótt aðsóknin yrði Iítil.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.