Ísafold - 12.11.1884, Blaðsíða 4

Ísafold - 12.11.1884, Blaðsíða 4
180 til að hagnýta sjer hann að neinu ráði. f>ar sem hans þurfti helzt við, og hægast var að ná til hans og nema af honum, gat hann ekki komizt að, af því að þar voru hinir innlendu vegagjörðasnillingar fastráðn- ir fyrir og þurftu að afla sjer fjár og frama eitt sumarið enn. Niðurstaðan varð þá sú, að hann var sendur út á landshorn og lát- inn dunda þar við lítinn vegarspotta, með fá- einum hræðum.er Joru fengnar að föngum til, sinn maðurinn hvern daginn,þegar þeir höfðu ekki annað að stunda, og sem ekki skildu hinn útlenda mann. í stað þess að fá hon- um valið lið, svo margt, sem efni leyfðu, saman safnað úr öllum landsins fjórðung- um, til þess að leiðbeiningin yrði sem bezt notuð og kunnáttan dreifðist sem allra-víð- ast undir eins, eptir því sem kostur var á. Hinum norska vegfræðing—hann hjet Hov- denak—bæði blöskraði og sárnaði þessi ráðs- ménnska svo mjög,að hann vildi eigi gefa kost á sjer optar hingað til lands til slíkra hluta. Hann var ötull maður, vel að sjer og sam- vizkusamur, og undi því mjög illa, að för hans hafði borið hálfu minni ávöxt en til var ætlazt, þótt öðrum væri um að kenna. Fjarri fór því samt sem áður, að för hans yrði árangurslaus. þessir vegarspottar, sem hann gerði, báru langt af því, sem sjezt hafði áður hjer á landi. þeir voru lausir við óþarfa-hlykki og mishæðir, með vel- gjörðum rennum á báðar hliðar. Voru því hálfu greiðfærari fyrir það og vörð- ust miklu betur skemmdum. En það sem mest var í varið, var það, að þessi fyrsti norski vegfræðingur, er hjer vann að vega- gjörð, tók fyrir sig þegar í upphafi að hafa vegina eigi brattari en svo, og þannig gerða að öðru leyti, að vel mætti koma þar við vagni. Aður hafði h'tið verið hugsað um að forðast miklar brekkur. Menn vor- kenndu ekki mikið lungunum í skepnunum. Og að hugsa til að hafa hjer vagnvegi, þótti þá slíkt stórræði, að það væri eigi takandi í mál. því hefir orðið að gera að nýju nær alla vegi, sem lagðir voru hjer á landi fyrstu 10—12 árin framan af. (Niðurlag). AUGLÝSINGAR í samfeldu máli m. smáletii kosta 2 a. (Jakkaráv. 3 a.) hverl orí 15 stala trekasl m. ö3ru lelri eía setoinj 1 kr. fjnr jmmlnnj dálks-lenjiar. Borjun út i hönd. pareð innköllnn skulda með rjettarfari er óþcegileg og kosnaðarsöm fyrir hlutaðeigendur þá vil jeg hjermeð leyfa mjer ennþá einusinni að skora á þá sem ekJci hokið skuldum sínum til verzlunar »The Icelandic Trad. Co«. að borga þoer sem fyrst og bið jeg þá sem eru hjer i Beykjavík og í nágrenninu að gjöra það i þessum mánuði áður enn nœsta póstskip fer, svo komist verði hjá málaferlum. Innskript í reikning minn hjá kaupmönn. um hjer í bœnum er gild borgun. Beykjavík 11. nóvember 1884. G. E. Briem. Fram að komu næsta póstskips verður i Glasgow selt saltkjöt og tólgur í tunnum og smávigtum. Reykjavík u/n 84. G. E. Briem. Nœstkomandi viku, frá 12. —18. yfir- standandi nóvembermán. verða, móti pen- ingum, seldar í Glasgow hjer í bœnum ýms- ar útlendar vórur með niðursettu verði, þar á meðal: hvít Ijerept og ýms önnur álnavara, nœrfatnaður kvenna ýmislegur, karlmanns- fatnaður og reiðfrakkar, milliskyrtur og hálsbúnaður, línlök og ullarteppi, hvít glugga- tjöld, baðhandklœði og klútar, silki- og bóm- ullartvinni, heklugam, bómullargarn og ull- arband, hvítir bendlar, svört bönd, teygju- bönd og kantabönd, línsterkja, hveiti i smá- pökkum (corn flour), nBrusepulveu, ýmislegt niðursoðið, hvítt sykur niðurhöggvið í tunn- um fyrir 30 aura pundið, í 20 punda vigt 32 aura p., púðursykur hvitt 28 — 30 a. p., te- gras 1 kr. p., sútað leður, þakskrúfur, báts- hakar, og keipar, saumavjelar, nálar, hnapp- ar og tölur, ritföng ýmísleg. Enn fremur er til sölu : Haframjel, hrísgrjón, klofnar ertur, hvítar baunir, bygg og aðrar fóðurtegundir, járnrúm með dýnum, Ijáblöð, önglar, netagam, járn- katlar, pönnur, blikkvörur ýmsar, leirvörur og glervörur, jám, stál, jámþynna, amboltar, smiðakol, leirrörfrá 4 —18" í þvermál, múr- steinn eldfastur, kalk, munntóbak, neftóbak, kandissykur, gamalostur, nMarmelade«, Pick- lesn og fl. — Reykjavík u/n 84. G. E. Briem. Lögtak. Uborguð bæjargjöld fyrir árið 1884 verða tekin lögtaki, sjeu þau eigi greidd innan 8 daga. Bæjarfógetinn í Reykjavík 5. nóvember 1884. E. Th. Jónassen. Undirskrifaður býðst til að útvega harmoníum af ýmsri gerð frá þýzkalandi, Frakklandi og Ameríku fyrir lægra verð, en menn hafa átt kost á hingað til. Myndir af harmonium hefi jeg til sýnis. Reykjavík hinn M/„ 84. Björn Kristjánsson. Eg nndirskrifaður leyfi mjer að gjöra kunnugt að jeg get útvegað íslenzkum sjúklingum, hvort sem þeir þjást af langvinnum eða skammvinnum sjúk dómi, aðgöngu að sjúkrahúsinu i Edinburgh, svo þeir fái þar læknahjálp hjá háskólakennurunum i læknisfræði, meðul, aðhjúkrun og fæði, meðan þeir eru á sjúkrahúsinu, án nokkurrar borgunar. Sjúk- lingurinn þarf aðeins að snúa sjer til mín, þegar hann kemur i Leith eða Granton. Ef sjúklingur- inn hefir verið undir hendi íslenzks iæknis áður en hann fór frá íslandi, þá ætti hinn að hafa skýrslu frá honum um nppruna, eðli og ýms atvik sjúkdómsins. þó er þetta ekki alveg nauðsynlegt, þvf að menn geta fengið aðgöngu að sjúkrahúsinu án nokkurs læknisvottorðs. Sjúklingurinn getur ver- ið á sjúkrahúsinu, þangað til hann annaðhvort er heilbrigður eða hann er talinn ólæknandi. Seafield Villa ,M 2. H. 0. Fischer. Leith. Fræðandi og skemmtandi. Við undirskrifaðir leyfum okkur að tilkynna hin- um heiðruðu bæjarbúum, ásamt ferðamönnum er koma til Reykjavíkur, að við munum sýna, ef nægileg aðsókn verður, kl. 8 hvert laugardags- og sunnudagskvöld fyrst um sinn fallega Panorama eða myndasýningu í hinum nýja sal hjá kaupmanni þorláki Ó. Johnson. Helztu myndirnar sem sýndar veröa eru: frá Edinborg, París, írlandi, ítaliu (þar á meðal rústirnar af Pompeii), Afríku, Ameríku (Niagarafossinn), egipzka stríðið seinasta (brend Alexandría), ýmsar skemmtilegar og hlœgilegar myndir fyrir bórn t. d. litli Tumi, er átti að taka mynd af. Einnig ýmsar myndir frá íslandi svo sem: ýúngvelli, Almannagjá, fossinn í Almanna- gjá, Strokk að gjósa, Gullfoss, Brúará, Hvítá í Borgarfirði, Leirá, Hvítárvelli, Barna- foss, Hvalfjarðarbotn, Reykjavík (ýmsar mynd- ir), höfnina x Reykjavík.^forngripasafnið að innan o. fl. Jafnvel þó salurinn, sem myndirnar eru sýndar i sje ekki stór, hefir hann þó það til sins ágætis, að hann stendur ekki í sambandivið neinar veitingar, er svo margir hafa á móti, og vonum við þvi, að þessar kvöldskemtanir verði vel sóttar. Á hverju kveldi verða sýndar 50 myndir, og má það heita ódýr skemtuu að sjá hveija mynd fyrir 1 eyri. Bílætin verða seld af herra bóksala Kr. Ó. J>or- grimssyni og kaupmanni þorl. Ó. Johnson frá kl. 12 —7 (snnnud. 4—7) sama dag sem myndirnar eru sýndar. Bilætið fyrir fullorðinn 50 aura dag hvern. do. fyrir börn 25 — — Virðingarfyllst porl. 0. Johnson. Sigfús Eymundarson. Barnalærdómskver Helga Hálfdánarsonar fæst hjá mér undirskrifuðum og hjá þeim bóksöl- um á íslandi, sem ég hef viðskifti við, sér l lagi hjá póstmeistara Ó. Finsen i Reykjavík og bóksala Kristjáni Ó. þorgrímssyni sama staðar. Kverið kostar innbundið i sterkt band 60 aura, i materíu 45 aura. Gyldendals bókaverzlun í Kaupmannahöfn. tGs* Nærsveitamenn eru beðnir að vitja ísafoldar á afgreiðslustofu hennar, sem er í ísafoldarprentsmiðju, við Bakarastíginn, 1. sal. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.