Ísafold - 26.11.1884, Blaðsíða 4
188
stillt, að hertoginn verði af tign og ríki í
Brúnsvík. Hitt má honum verða nokkur
hugnun, að hann erfir allt lausafje Vilh. her-
loga. Sumir segja, að það fari nær 100
milj. ríkismarka (nál. 90 milj. kr.).
Frakklaud. Frakkar hafa sigrazt, í
október, á Sínlendingum í 3 eða 4 bardögum
í Tonkin við landamærin og á Formósu.
Sínlendingar höfðu sent, að því Frakkar ætla,
einvalalið sitt til innrása í Tonkín. Herdeild-
ir Frakka hjelduskjótt til funda, en Sínlend-
ingar veittu viðstöðu í, virkjum við landa-
mærin. Eitt þeirra heitir Kep, og þar lágu
600 fallnir af Sínlendingum, er þeir höfðu
frá horfið. í annað skipti munu Frakkar
hafa átt við meiri afla að berjast. það var
við kastala, sem Chú heitir. Hjer fjellu
eða urðu óvígir af Sínlendingum eitthvað
um 3,000 manna. Meðal fallinna var hers-
höfðinginn sjálfur. Líka útför fengu Sín-
lendingar við hafnarborg á Formósu, sem
Tamsui heitir, ávesturströndinni. f>eir eiga
og þar að hafa látið 3000 manna, fall-
inna og særðra. Sókninni rjeð sá sjóliðsfor-
ingi, sem Lespés heitir. Courbet treystir
sém bezt allar varnir við Kélung. f>að er
auðsjeð, að Frakkar vilja ná sem beztu haldi
á eylandinu. f>að er sem Frakkar búist
við þrái og seiglu af hálfu Sínlendinga, og
þeim þyki þörf á að herða sóknina, því nú
ætla þeir sem fyrst að senda nýjan liðsauka,
eða 10,000 hermanna á austurvegu. f>að
sam kynlegast er við þennan ófrið, er það,
að hvorugir hafa sagt hinum stríð á hendur.
Köleru er nú slegið niður á Suður-Frakk-
landi, en hún er komin á hinar nyrðri slóð-
ir. Fyrst talað um hana í litlu fiskiþorpi,
sem Yport heitir, skammt frá Havre, síðar í
Nantes (sunnar), og þar hafa dáið 5 á sól-
arhring síðustu dagana, en nú er sagt, að
hennar kenni í París, þó lítið orð gerist af.
Belgía. Malou, formaður ráðaneytisins,
hefur sagt af sjer embætti, og honum fylgdu
2 aðrir. Til þess bar, að frelsisvinir höfðu
borið hærra hlut við kosningarnar til sveita-
ráðanna, en óeira fólksins í borgunum óx
dag frá degi. f>eir ráðherrar, sem í hinna
stað komu, eru taldir með hófsmönnum, og
munu vilja halda miðlunarleið, þó vandhæfi
sje á, og ósýnt að fyrir nokkuð komi. (Niðurl.)
AUGLÝSINGAR
ísamfelda máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orí 15 stala frekast
m. öðru letri eía setning 1 kr. fjrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd.
Seint í f. m. rak hjer af sjó ritja af veturgömlum
sauö, mark: hálftaf fr. h.,biti sneitt apt. v. F.igandi
vitji andvirðisins til mín, að'etrádragnum auglýsing-
ar kostnaði. .y
Bæjarskerjum ,6/„ 84. Páll Pálsson,
DET K0NGEL. 0CTR0YEREDE BRANDASSURANCE-COMPAGNI
I KAUPMANNAHÖFN
tekr I ábyrgð fyrir eldsvoða bæði hús, búsgögn og vörubirgðir als konar
gegn föstu og mjög lágu brunabótagjaldi.
Umboð fyrir nefnt brunabótafélag hefir á íslandi
39or.] cl- cT. cB'Z'VpÍW V&'ZzítWl í eH&ljfljdvífl.
fennan og næsta mánuð út sel ég allar birgðir mínar af glysvarningi
og leikföngum fyrir innkaupsverð mót borgun út í hönd.
— Mikið af höttum verðr selt með sömu kjörum.
— Með póstskipinu hefi ég fengið miklar birgðir af fata-efni, duffelum o.
s. frv. — alt nýtt og eftir nýjustu tízku.
— Manschet-skyrtur, kragar, flibbar, manschettur, slips, húmbugg, nærföt úr
ull og líni, niiklar hirgðir og ódýrasta verð.
397*] f /■ fÖV£
Til almnnnings!
Læknisaðvörun.
J>ess hefir verið óskað, að jeg
segði álit mitt um „bitter-essents“,
sem hr. C. A. Níssen hefir búið til,
og nýlega tekið að selja á íslandi
og kallar Brama-lífs-essents. Jeg
hefi komizt yfir eitt glas af vökva
þessum. Jeg verð að segja, að
nafnið Brama-lifs-essents er mjög
villandi, þar eð essents þessi er með
öllu ólíkur hinum egta Brama-lífs-
elixir frá hr. Mansfeld-Búllner & Las-
sen, og því eigi getur haft þá eig-
inlegleika, sem ágæta hinn egta.
J*ar eð jeg um mörg ár hefi haft
tœkifæri til, að sjá áhrif ýmsra
bittera, en jafnan komizt að raun
um, að Brama-lífs-elixir frá Mans-
feld-Búllner & Lassen er kostabezt-
ur, get jeg ekki nógsamlega mælt
fram með honum einum, umfram
öll önnur bitterefni, sem ágætu
meltingarlyfi.
Kaupmannahöfn 30. júlí 1884.
E. J. Melchior,
læknir.
Einkenni hins óekta er nafnið
C. A. NISSEN á glasinu og mið-
anum.
Einkenni á vorum eina egta Brama-
lifs-elixir eru firmamerki vort á glas-
inu, og á merki-skildinum á miðan-
um sjest blátt ljón og gullhani og
innsigli vort MB & L í grænu lakki
er á tappanum.
9lÍUaivö|c'fð-eBi'i iiw&'i 8c Caoocvv,
sem einir búa til hinn verðlaunaða
Brama-lifs-elixir.
KAUPMANNA HÖFN.
Til sölu
hjá undirsbifuðum: saltað þorskur, þyrskl-
ingur og ýsa (úrgangsfiskur), saltaður stein-
bítur, velverkaður ; pundið kostar 10 aura.
Hafnarfirðí 17. nóv. 1884.
P- Fgilsson.
Hjá undirskrifuðum fæst keypt: Gerpúlver.
cítrónuolía, steytt krydd, allskonar litir; blank-
sverta, gljáefni í stífelsi, reykelsi, eau de Col-
ogne, handsápur (toiletsápur), pómaði, ofnblý-
ant. Ennfremur ágæt vín: sherry, portvín
svenskt banco, bitter o. fl.
Allt beztu vörur með mjög góðu verði.
Reykjayik, 25. nóv. 1884— Sigtryggur Sigurdsson
i húsi Olafs gullsm. Sveinssonar í Austurstræti.
Nýkomið! Nýkomið!
UUarsjölin smáu 2,00 og 2,50.
Lífstykki 1,50
*Hvitsykur
Fína mjölið
Egta grjón allt með
Gular ertur bezta verði.
Haframjöl
Grænsápa
Brjóstsykurinn ljúfi.
Orísku vínin góöu:
Acliaier (sherry) 3,00.
Kalliste (portvín) 2,55.
ítombola (hvítt vín) 2,50.
Mavrodaphne (nýtt grískt portvin) 3,00.
Pínt cognac 2,00.
Skömmu eptir að póstskip er farið, mun
koma nákvæmari vöruskýrsla, samfara dálítilli
skemmtisögu
er heitir
Kvöldvaka í sveit
fyrir
fólkið.
Yinsamlegast
porl. Ó. Johnson.
Í^rímerki kaupir, býttar og selur G. Zechmeyer,
J Niirnberg (Baiern). Brjefaviðskipti á þýzkn,
frönsku, ensku og ítölsku. (H 13486 b).
A Akranesi fæst til íbúðar og jafnvel til sölu i
vor, 1883, nteinhúSy með kálgarði og uppsátri í
góðri lendingu. f»eir, sem þessu vilja sinna, geta
samið við Árni Magnússon á Sjóbúð á Akranesi
yrfir lok niarzmánaðar 1885.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja Isafoldar.