Ísafold - 10.12.1884, Side 4
192
Hitt og þetta.
Kristjánsborgarbrennan. Málalið Estrúps,
hœgrimenn, sem gera sjer mat úr hverju sem
þeir geta til þess að treina lífið í stjórn hans,
sem er mestallri þjóðinni til ama og andstreymis,
og hefir lengi verið—þessi nytsemdarlýður færði
sjer Kristjánsborgarbrennu þannig í nyt, að fyrst
og fremst hjuggu þeir til og ljetu blöð sín flvtja
meðal annars þann óhróður um oddvita
vinstrimanna, Berg fólksþingisforseta, að hann
hefði látið sjer liggja í ljettu rúmi að bjargað
væri úr brunanum öðru en einhverjum munum,
er hann átti sjálfur, með því að hann átti bú-
stað í höllinni sem þingforseti; og þar næst
þutu þeir upp til handa og fóta og ljetust ætla
að reisa höllina aptur að vörmu spori með
samskotum, hvað sem hver sagði, af dyggð og
hollustu við konung, er þeir látast hafa til að
bera framar öllum öðrum, þótt sannleikurinn
sje raunar Bá, að þeir eru honum manna óþarf-
astir, með því að þeir hafa slegið hring um
konung í því skyni að varna honum að sjá og
heyra annað en þeirra skaðræðis-kreddur, sem
hljóta að gera konungsvaldið illa þokkað og
ryðja braut afdráttarlausri þjóðveldisstjórn,—al-
veg eins og lagsmenn þeirra gerðu í Norvegi,
þar til loks að Oscar konungur rauf þá tálar-
skjaldborg og kom sjer í sátt við þjóð sína, nú
í sumar. 8vo þegar þeir voru minntir á, aö
höllin kom konungi ekkert við fremur en ýmsum
öðrum, eða öllu síður, með því að hún var alls
eigi hans eign heldur rikisins, og lítið sem ekk-
ert notuð af honum, heldur mest af ríkisþing-
inu og hæstarjetti, er þar áttu sitt eina hús-
næði, en konungur margar hallir aðrar til af-
nota; aö meira að segja að lausir munir þeir, er í
höllinni voru og eldurinn eyddi eða skemmdi,
svo sem húsgögn og húsbúnaður ýmis konar,
svo og úthýsin öll, þar á meðal hesthús kon-
ungs með hestum og vögnum: að þetta var allt
sömuleiðis ríkisins eign, er konungur hafði að
eins til afnota sína tíð ; og aö það er fyrir því
eingöngu á valdi ríkisþingsins og stjórnarinnar
hvort höllina skuli endurreisa eða ekki og hvern-
ig það skuli gjört, — þá snúa þeir hollustunni
meðal annars upp í að senda konungi á-
vörp þess efnis, að þjóðin samhryggist honum
„yfir máta og ofurheitt“ út af hallarmissinum
(missir þess sem hann átti ekkert í!). J>etta gekk
hjólliðugt, það er að segja meðal hægrimanna;
annar skynberandi landslýður þar ljet þó ekki
teyma sig út í slíkan hjegóma. Embættismenn
ljeku á röndum. J>eir vita, að þá er veður til
að róa, þegar svo ber undir. Upphefð og kross-
ar : nýir krossar á auð brjóst og æðri krossar
á þau sem krossuð eru undir; aldrei of mikið af
þeim dýrmætu hnossum.
Æ, að ísland skyldi ekki geta verið með !
Jú, ísland var með: Beykjavík var með, í
sjálfrar sín nafni og alls landsins !
Ávarpið fór með póstskipinu.
Mikið hestverð. Vanderbilt, auðmaðurinn
mikli í Ameríku, seldi í sumar hryssu, er hann
hafði átt í nokkur ár og hjet Maud S., fyrir
40,000 dollara eða hjer um bil 150,000 kr. Hon-
um bafði raunar verið boðnar fyrir hana nærri
því 400,000 kr., en þá vildi hann ekki selja, af
því að kaupandi ætlaði að hafa liana til að
láta hana reyna sig fyrir peninga. Hún hljóp
einu sinni í sumar enska mílu á 2 minútum og
9s/4 sekúndu; það samsvarar 1 danskri mílu á
10 mínútum. J>að er eflaust hinn mesti 3 hest-
flýtir, sem dæmi eru til. Sá sem keypti hana
af Vanderbilt heitir Róbert Bonner, vellauð-
ugur maður. og átti undir heila tylft af fræg-
ustu hlaupahestum í Ameríku. Pyrir einn þeirra
hafði hann gefið 36,000 dollara. — Hesthúsið,
sem Maud er höfð í, ein saman, er að sögn
engu viðhafnarminna en hefðarlegustu manna-
hýbýli, og önnur meðferð hennar þvi samsvar-
andi.
AUGLÝSINGAR
ísamleldu máli m. smáletri kosta 2 a. (^akkaráv. 3a.) hverl orí 15 stala frekast
m. öðru letri eða setninj 1 kr. Ijrir ^umlung dálks-lengdar. Borgun ít i hönd.
Til almcimings!
Læknisaðvörun.
J>ess hefir verið óskað, að ég segði álit mitt
um „bitter-essents“, sem hr. C. A. Nissen hefir
búið til og nýlega tekið að selja á íslandi og
kallar Brama-lifs-essents. Ég hefi lcomizt yfir
eitt glas af vökva þessum. Ég verð að segja,
að nafnið Bramma-lifs-essents er mjög vill-
andi, þar eð essents þessi er með öllu ólíkr
inum ekta Brama-lífs-elixir frá hr. Mans-
feld-Búllner & Lassen, og því eigi getr
haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn egta.
þar eð ég um mörg ár hefi haft tækifæri til, að
sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að
raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld-
Búllner & Lassen er kostabeztr, get ég
ekki nógsamlega mælt fram með” honum
einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu
meltingarlyfi.
Kaupmannahöfn 30. júli 1884.
E. J. Melchior,
læknir.
Einkenni ins óekta er nafnið C. A.
NISSEN á glasinu og miðanum.
Einkenni á vorum eina egta Brama-
lífs-elixir eru firmamerki vort á glasinu, og á
merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og
gullhani, og innsigli vort MB & L i grænu
lakki er á tappanum.
Mansfeld-Búllner & Lassen,
sem einir búa til inn verðlaunaða
Brama-lífs-elixir.
KAUPMANNAHÖFN. [415r.
Af fjalli (Stardal) vantar : dökkgráan fola á
■ fimmta vetr, ótaminn, mark: biti apt. v.;
og er beðið aðhalda honum til skila til eigand-
ans Áma landfógeta Thorsteinson, eða þá að
Stard., Hrísbrú., eða þormóðsd., eftir sem ástendr.
Barnalærdómskver Eelga Hálfdánarsonar
fæst hjá mér undirskrifuðum og hjá þeim bóksöl-
um á íslandi, sem ég hef viðskifti við, sér í lagi
hjá póstmeistara Ó. Finsen i Reykjavík og bóksala
Kristjáni Ó. þorgrímssyni sama staðar. Kverið
kostar innbundið i sterkt band 60 aura, í materiu
45 aura. [372r.
Gyldendals bókaverzlun i Kaupmannahöfn.
Til minnisvarða yfir Hallgr. Pjetursson hefi
jeg, siðan siðusta auglýsingu, tekið við :
frá Sauðanessókn , . . ..............40 kr.
— hra Chr. J. Mattíassyni á Hliði ... 4 —
— Guðm. Runólfsson i Svalbarði ... 3 —
— Sigurði Jónssyni á Deild..............2 —
— ungfrú Mariu Matthíasson á Hliði . . 2 —
S1 kr
Bessastöðum 1. desbr. 1884. Grímur Thomscn.
Nýprentað:
Endurlausn Zíons barna
eptir
meistara Jón Vídalín.
Kostaríkápu 90 aura (IV+ 108 bls. 80). Fæst
hjá útgefandanum, Jóni B. Straumfjörö verzlun-
armanni (Zimsens búð), cand. theol. Morten
Hansen (í barnaskólahúsinu), og Sigurði Krist-
jánssyni prentara.
! Óíieyrt!
Ilöf'uðbækr, ágætlega sterkar með
registri hvort heldr lausu eða föstu,
bæði þykkri og þynnri, í folio og 4to.
Einstaklega hentugir, sterkir og vand-
aðir klaðar —
Als konar hentugar Yerzlunarbækr
i folio, 4to., 8vo og i2mo.—alt þetta sel
ég við svo vægu verði, að enginn kaup
maðr getr keypt svo ódýrt í Khöfn.
mg- Kaupnicnn ættu að skoða
þetta sem fyrst.
Kr. Ó. |>orgríinsson.
Gullsmiður Jóhannes Eyjólfsson tekur að
sjer alls konar smíði og aðgjörðir á hlutum úr
gulli og silfri, og leysir það af hendi fljótt og
vel, og með vægu verði. Hann hefir verksmiðju
sína og er að hitta í húsi leturgrafara Árna Gísla-
sonar á Skólavörðustíg í Reykjavík.
Til bjargar mjer og mínum þegar brann hjá
mjer í fyrra haust (aðf. nótt 10. okt.), sem og
til að endurreisa bæinn í vor, hafa mjer gefizt,
auk mikils í fatnaði og matbjörg, 212 kr. 75 a.
í peningum, mest fyrir tilstuðlun hins alkunna
höfðingja, óðalsbónda Cbr. J. Matthiesen á Hliði,
er lagði til sjálfur og útvegaði samtals 157 kr
75 a., þar af 20 kr. frá utanhreppsmönnum (próf.
sira Jóni þórðarsyui á Auðkúlu og faktor Chr.
Zimsen í Hafnarf. 10 kr. hvorum), en hitt inn-
anhrepps, eptir tillögum hans sem hreppsnefnd-
aroddvita, og gengust samnefndarmenn hans
fyrir samskotunum með honum: Erlendur á
Breiðabólstað safnaði 27 kr. 25 a. (Elías í Akra-
koti gaf 10 kr.), Jón á Deild fjekk loforð fyrir
16 kr. 75 a., og Magnús Oddsson (ásamt Magn-
úsi þorsteinssyni) safnaði 11 kr. — Bærinn er nú
að öllu leyti vel upp byggður, og var af flestum
gefendum fram tekið, að jeg mætti ekki veð-
setja bæinn eptirleiðis öðrum en hreppnum
(Bessast.) fyrir lán til bjargar mjer og mínum.
þessa rikulegu hjálp og líkn í neyð minni
bið jeg Drottinn að umbuna öllum hlutaðeig-
endum. Skógtjörn á Álptancsi 1. des. 1884
Híerónýmus Híerónýmusson.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar.