Ísafold - 10.12.1884, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.12.1884, Blaðsíða 2
190 um hann, eptir því sem amtmaðurinn nyrðra skýrir frá, þótt ótrúlegt sje, þar sem svo greinilega er að orði komizt. En ætli að mundi stór vanþörf á að lögreglustjórarnir í suður- og vesturamtinu fengi viðlíka áminn- ingu? Eeykjavikurbúar geta um það borið fyrir sitt leyti. Fiskiveiðasamþykkt. ísfirðingar hafa fengið nýja samþykkt um fiskiveiðar á opn- um skipum, staðfesta af amtmanni lð. nóv., er gildir frá 1. jan 1885, í stað samþykktar innar frá 16. ágúst 1879. f>ar er bannað að eiga lóðir í sjó frá kl. 9 á kvöldi til 3 um nætur á tímabilinu frá 1. des. til 1. apríl, og sömuleiðis bannað að slægja eða afhöfða nokkra fiskitegund á sjó úti á tímabilinu frá 1. október til 1. apríl. Svo má og enginn byrja sjóferð til fiskiróðra með lóðum fyrir kl. 3 að morgni á tímabilinu frá 1. desbr til 1. apríl, nema uppsátur hafi fyrir norðan Eit. Allt að viðlögðum 10—100 kr. sektum að hálfu í fátækrasjóð, en hálfu til gæzlu- nefndar og uppljóstarmanns. Eptir meistara Jón Yídalín er nú nýprentuð ein af tækifærisræðum þeim, er geymzt hafa í handriti, en aldrei verið gefnar út, þótt merkilegt sje. það er sannast að segja, að hvar sem er annarstaðar en hjer á landi mundi óhugsandi að rit eptir slíkan höfuðskörung kennimann- legrar stjettar lægi óprentuð mannsaldur eptir mannsaldur, jafnvel öld eptir öld. Hjer hefir verið hafður sami siður við þann mikla meistara meðal íslenzkra rithöfunda eins og við hvern óvalinn bókasmið: gefið út það eitt, sem arðsvon var að, húslestrar- bækurnar, en hitt látið rotna niður í rusla- kistum eða týnast. Sá sem loks hefir orðið til að reyna að afmá þá þjóðarminnkun, er fátækur maður og umkomulaus, nógu fátækur til þess að vera afhuga öllum gróða. Hann gaf út fyrir nokkrum árum (1878) ræðu Jóns Vídalíns Um lagarjettinn, og hefir nú látið prenta aðra, er nefnist »Endurlausn Zíons barnan, og er framflutt sem líkprjedikun (af prje- dikunarstól) yfir biskupsfrú Guðríði Gísla- dóttur árið 1707, en er raunar all-löng hug- vekja (um 100 bls.) um endurlausnina. Til þess að gefa mönnum hugmynd um, hvað varið er í þessa hugvekju, er nóg að herma hjer orð eins hins hélzta guðfræð- ings, sem nú er uppi hjer á landi, er hann hafði yfirfarið ræðuna nýprentaða. #Jeg vil« mælti hann, »heldur þennan eina bæk- ling en tíu pund af öðru guðsorði. Hjer leynir sjer ekki meistarahöndin. Hjer eru, eins og vant er hjá Vídalín, þau gull- korn, sem hvergi finnast annarstaðar«. Landskjálpti. Á Húsavik og’ víðar nyrðra varð vart við allmikinn landskjálpta 2. nóv. Urðu nokkrar skemmdir á húsum á Húsavík, bæði á timburhúsum og torfbæj- um. Skipstrand. í hinu mikla aftaka- roki aðfaranótt 15. nóv., er náð hefir yfir allt suður- og vesturland, og liklega víðar, braut kaupskip á Isafirði, »Gertrude Saraw«, eign Clausensverzlunar, alfermt íslenzkum vörum. Menn komust af, en litlu sem engu bjargað öðru. Sömu nóttina hlekktist á öðru skipi þar á höfninni, »Maagen«, eign Asgeirsverzlunar: varð að höggva fram- sigluna og því óhaffært vetrarlangt. Manntjón af slysföruin. í sama veðrinu,föstudagskölð lá.nóv., varðþaðstór- slys vestur í Dölum, að skriöa hljóp á bæ, Hlíðartún í Sökkólfsdal, og varð að bana öllum þeim sem inni voru, nema einni stúlku, er á lífi var þegar síðast spurðist, én með miklum meiðslum. Slysið vitnaðist ekki fyr en eptir 2 sólarhringa, að ferða- mann bar að bænum. Frambærinn stóð óhaggaður, en baðstofan hruninn. Ferða- maðurinn varð engra manna var á bænum og fann skepnur allar í svelti 1 peningshús- unum. Var síðan farið til og grafin upp baðstofan. Fannst þar lík húsbónda og barna hans þriggja, unglinga 10—20 vetra, og hið 5. lík af manni, er hafði verið þar til gistingar, Jónasi að nafni, vir Stykkishólmi er var á heimleið úr betrunarhússvist íBvík. Með lífi fannst húsfreyja og dóttir hennar. Húsfreyja ljezt eptir sólarhring. Maður drukknaði 29. f. m. á reið um fjör- ur inn með Skilmannahrepp, Einar bóndi Guðmundsson á Heggstöðum í Andakll; var á heimleið úr kaupstað á Skipaskaga, tals- vert ölvaður að sögn; hefir því orðið til á fjörunum og sjór fallið á hann. Póstskipið, Laura, komst á stað 2. þ. m. aö morgni. Margir farþegjar: kaupmennirnirEgg- ert Gunnarsson, Jón Guðmundsson frá Flatey, Pjetur Thorsteinsen frá Bíldudal, Sigurður Magn- ússon úr Rvík o. fl. Utlendar frjettir. Kaupmannahöfn 7. nóv. Italía. Hjer mun kólera nú hafa unn- ið það, sem henni entist megn til, því nú er hennar ekki lengur getið. Um hitt er mjög talað, hversu pestin hefir vakið yfir- völd allra borga til nýs áhuga og nýrra fyr- irtækja til hreiulætisauka og hollustu í borg- um á Italíu. Hjer hefir lengst um mjög á brostið. Sigurð Breiðfjörð hefir ekki grunað hvert sannmæli honum hraut af vörum, þeg- ar hann kvað : »Að finna sóða í Sikiley« o. s. frv. Úr því vjer nefndum svo þessa ey, skal þess geta, að miklir skaðar urðu af hvirfilbyl 8. október í Kataníu og byggðinni umhverfis. Eitthvað um 400—500 nianna lemstruðust eða meiddust, og 30 biðu bana. Aðrir skaðar metnir á nær'4 milj. kr. Eugland. Englendingar eiga mörg járn í eldi um þessar mundir, en vilja ekki að orðshátturinn rætist á neinu þeirra. E- gyptaland (Gordon), kosningarlögin, ný deila við Búa í Afríku suður og Kongó-fundurinn í Berlín;—hjer er það helzta talið. Hvern- ig hverju lýkur, verða seinni sagnir að flytja. Hjer skal að eins minnast á, að fólkið er í miklu uppnámi út af kosningalögunum, eða mótstöðu Tórýmanna f gegn þeim. A sum- um málfundum, t. d. nýlega í Lundúnum, þar sem 100,000 manna voru saman komnir, var höggið svo hátt reist, að fullu afnámi lávarðadeildarinnar skyldi það sæta, ef hún dirfðist að gera nýmælin apturreka í annað sinn. Nýlega var Gladstone og með honum fleiri af ráðherrunum í gildisveizlu, eða fje- lagsgildi þeirra manna af Viggaliðum, sem kallast »þjóðernis-og frelsisvinir«. þann dag varhyrningarsteinnlagður undir skálaþeirra. Gladstone lágu þunglega orðin til lávarð- anna af Torýliði, þó hann hefði ekki beint í heitingum við þá. í þann streng tóku fleiri af hans sessunautum. En Egiptaland? Hjeðan bíða Englend- ingar tíðinda. Wolseley er á leiðinni með lið sitt suður, og mun kallað, að Gordon verði úr helju heimtur, ef svo tekst vel til. Hann er nú kominn sjálfur suður í Dongóla, og er þá vart meira en 60—70 mílur eptir, ef yfir öræfi skal farið; en byrðingum hans tefst lengur og því bakvarðaliði, sem þeim fylgir. þeir voru komnir, er síðast heyrðist, að bæ við Níl, sem Vadý Halfa heitir. Bát- ana verður að draga móti gljúfurstreymi og fossföllum á sumum stöðum, þó lág sje. Slíkir fossar eru 4 eða 5 á leiðinni, og eru til mesta farartálma. Nú er yfir tvo þeirra komið.—Af öllum þeim missögnum, sem af Gordon hafa borizt, mun því trúandi, að hann hafi stökkt umsátrarliði »spámannsins« á brott um tíma, og haft þá svigrúm til að ná Berber, 45 mílum norðar, úr höndum Araba. það mun hafa verið á leiðinni aptur suður, aðStewartyfirliði,hinntraustasti fylg- isforingi Gordons, komst fyrirsátursmönnum í hendur, og mun hafa orðið líf sitt að láta, ásamt mörgum öðrum, er í fylgd hans voru á skipi. Síðan mun umsátur hafa færzt aptur að Kartum, og meiri her en fyr, eða svo má helzt ráða af síðustu fregnum. Látinn er í gær einn af ágætismönnum Breta, Henry Fawcett, póstmálastjóri, rúm- lega fimmtugur. Hann var einn af hinum atkvæðamestu þingmönnum Englendinga og einarðasti frelsisvinur. Var þó blindur : missti sjón sína af slysi, á þrítugsaldi. Hon- um eru ýmsar umbætur að þakka á póst- sendingum og eptir hann liggja merkileg rit í landshagsfræði. Áuicríka. Höfuðtíðindin frá Bandaríkj-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.