Ísafold - 14.01.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.01.1885, Blaðsíða 2
J>að getur því ekki verið rjett, enda benda fyrirmæli laganna í allt aðra átt. það virðist liggja í augum uppi, að annað- hvort beri kjörstjórninni að nota að eins hinn lögboðna hálfrar stundar frest til að taka á móti atkvæðum, eða þá að halda því áfram fram að fundarlokum. Að hætta því einhvern tíma þar á milli, ef til vill á kjörstjórunum hentugasta tíma, ekki sem kjörstjórum heldur sem kjósendum, það getur ekki verið rjett; það getur ekki skoðast öðru vísi en sem gjörrræði og það háskalegt gjörræði. Og þó að kjörstjórnin segi einhvern tíma í miðjum klíðum: «Nú tek jeg ekki á móti fleiri atkvæðum«, þá er það engin bót í máli. Hún getur gjört það einmitt þegar hún er nýbúin að fá sinn vilja hvað kosningarúrslitin snertir. Jeg segi nú engan veginn, að svo hafi verið við þettatækifæri. Jeg ber svo gott traust til þessara heiðruðu herra, sem í kjörstjórninni eru, að mjer þykir síður en eigi líklegt, að þeir hafi farið þannig að. Én fortekið það alveg getur enginn maður. Og svo er hitt, að ef þetta er látið viðgangast, þetta gjörræði, sem jeg kalla, er þá samt ekki hægt að hugsa sjer þá kjörstjórn, er ekki mundi horfa í að fara svona að, þ. e. nota sjer það, að hún veit, hvernig atkvæði standa, til þess að hafa óleyfileg áhrif á úrslitin ? Af framantjáðum rökum álít jeg mjer hafa verið ranglega bægt frá að kjósa. Og þar sem að mitt atkvæði gat hafa haft áhrif á kosningarúrslitin, að því er einn mann snertir, er kjörstjórnin lýsti rjett kjörinn, með því að annar hafði að eins 1 atkvæði færra en hann, þá fæ jeg ekki betur sjeð en að kosningin eigi að metast ógild að því er hann snertir. Jeg skal geta þess til frekari skýringar, að jafnvel þótt jeg álíti þann heiðraða borgara, er fjekk þessu 1 atkvæði fleira, mikið vel til kjörinn að sitja í bæjarstjórn, og hafi sjálfur miklar mætur á honum, þá ætlaði jeg ekki að kjósa hann, heldur hinn, sem fjekk atkvæðinu færra, af því að jeg áleit hann þó betur kjörinn. Jeg get þessa að eins til frekari skýringar, en ekki af því, að jeg álíti það koma málinu við strangt tekið, eins og líka kjörstjórn- in gat ekkert þar um vitað og átti ekkert þar um að vita fyrirfram. Hitt er nóg, að kjörstjórnin hlaut að sjá, að þetta eina atkvæði gat haft áhrif á úrslitin. því meiri ástæða var fyrir hana að bægja því ekki frá. þar sem kosningin fór, það jeg veit frekast, löglega fram að öðru leyti, þá virðist sjálfsagt, að hún eigi að standa ó- högguð að þessu eina atriði fráskildu: kosning þessa eina manns, er hafði fæst atkvæði. því þó að vel geti verið, að fleiri hefðu gefið sig fram, ef mjer hefði eigi verið frá vísað og kosningarúrslitin hefðu þanniggetað orðið önnur hvað fleiri snerti, 1 til að minnsta kosti,—hefðu gefið sig fram rjett á eptir mjer eða litlu á eptir, svo að ekki yrði hlje á, því annars hlutu fundarslitin að taka fyrir að þeir kæmust að—, þá virðist það ekki eiga að koma til greina, þar sem það kom ekki fram, að neinum slíkum væri til að dreifa. Jeg leyfi mjer þvi virðingurfyllst að fara þess á leit við hina heiðruðu bæjarstjórn, að hún taki þetta mál til íhugunar á lögboðinn hátt og lýsi ógilda bœjarfulltrúakosninguna 3. þ. m. að því er framangreint atriði snertir : kosningu þess, er hlaut fœst atkvæði (51 atkv.). — Úr því að jeg hefi á annað borð gert kjörfundinn 3. þ. m. að umtalsefni, vil jeg leyfa mjer að benda hinni heiðr- uðu bæjarstjórn á annað atriði, sem að vísu ekki snertir gildi kosninganna, en sem mjer virðist að bœjarstjórnin eigi þó ekki að láta afskiptalaust. það mun vera almenn skoðun og hafa fulla stoð í löggjöfinni, að kjörstjórninni beri að leiðbeina kjósendum, að því leyti hvernig þeir eigi að koma fram og haga sjer við kosningarnar, einkum lítilsigldum almúgamönnum, sem eru óvanir þess konar athöfnum, og að þessi leiðbeining og yfir höfuð öll viðskipti kjörstjórnarinnar við kjósendur eigi að vera kurt- eisleg. Jeg segi fyrir mitt leyti, að því hefi jeg líka jafnan vanizt, bæði hjer og erlendis.- Jeg vil nú engan veginn segja að þessi skylda hafi verið vanrækt við þetta tækifæri, sízt af formanni kjörstjórnarinnar. En hvað kurteisina snertir sjerstaklega, þá get jeg ekki dulizt þess, að hún virðist hafa verið fremur af skornum skammti úti látin af einum kjör- stjóranum að minnsta kosti. þessi mikilsvirti kjörstjóri, Magnús Stephensen yfirdómari og settur amtmaður, sem hafði mjög orð fyrir kjörstjórninni, þótt ekki væri hann formaður hennar, mun hafa haft meðal annars þau svör við einn kjósanda, sem kom með skrifaðan kosningarseðil og gat nefnt viðstöðulaust í rjettri röð nöfnin á hon- um, þegar kjörstjóri þessi krafðist þess harðlega, óvíst með hvaða rjetti: «Jceja, hann kann þó sína lexím. Annað var það, að þegar kom fyrir á öðrum kjörseðli nafn eins velmetins borgara úr flokki handiðnamanna, en sem einhverjir, sem á kjörfundi voru staddir, voru svo ókurteisir að hlæja við, þá svaraði þessi sami kjörstjóri: »Hann er skú ekki verri en hinir, sem þið eruð að kjósat (eða þeir eru að kjósa).—Fleira mætti til tína af líkum anda mælt, o. s.frv.; en þetta ætla jeg muni nægja til að gefa mönnum hugmynd um, hvernig þessi kjörstjóri hefir leyft sjer að koma fram, og vona jeg að hinni heiðruðu bæjarstjórn muni þykja sjer skylt að taka hjer í taumana á þann hátt, er henni hæfilegt þykir til þess kjósendur þurfi ekki að óttast að verða fyrir viðlíka viðurgjörningi eptirleiðis. Reykjavík 10. janúar 1885. Virðingarfyllst ritstjóri. Til bæj'arstjórnarinnarjí Reykjavík. Prentað í prentsmiðju ísafoldar sem fylgiblað við ísafold 1885 (XII 2), að eins banda Reykjavíkurbúum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.