Ísafold - 28.01.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.01.1885, Blaðsíða 3
15 maður á hinum gamla málshætti: mundus vult decipi (heimurinn vill tælast láta). Og fyr en sá tími kemur, að náttúrufræðisleg menntun verður miklu algengari meðal al- mennings en nú gerist, mun þetta naumast breytast til muna, hvorki að því er snertir hina ástæðulausu tortryggni, er almenning- ur sýnir við slík tækifæri gegn viðvörunum frá þeim mönnum, er eiga eptir eðli hlutar- ins að bera bezt skynbragð á slíka hluti, nje heldur að því er snertir hinn furðulega töfra- mátt, er dregur þá, sem eru ófróðir í nátt- úruvísindum, að öllu því sem er óþekkt og með einhverjum dularblæ (kynjalyf). Lítum vjer á sögu þessara kynjalyfja, þá virðist sem það ætti þó heldur að vekja ó- trú á þeim, að þau þjóta upp hundruðum saman ár frá ári á hinum mikla markaði iðnaðar-viðburðanna, mjög ólík að samsetn- ingu, en eiga þó optast að duga við hvers- kyns sjúkdómum; hverfa síðan aptur að fám árum liðnum. Má þá eigi fara nærri um, þegar nýtt kynjalyf kemur upp, að það muni hafa farir fyrirrennara sinna? Svo vjer minnumst með fám orðum á Brama-lífselixírinn, þá er aðalefnið í honum tinctura aloes, með dálitlu af safrani o. s. frv. Hann er eptir því hægða-meðal, sem má hafa til að hleypa á bæði menn og skepnur (hesta), eins og tinct. aloes. Vel hraust fólk, sem á vanda til að hafa erfiðar hægðir, getur því eins vel notað Brama-lífselixfr til að fá hægðir, eins og tinct. aloes, nema hvað Brama-lífselixírinn er miklu dýrari en hitt meðalið. En sje Brama-lífselixírinn brúk- aður af handahófi, og ekki farið eptir aldri (ungbörn !), kynferði og ýmsu öðru, þá get- ur þessi »bitter« sakað og jafnvel leitt til bana. Jeg hefi haft hjer á landi til læknis- meðferðar mörgum sinnum fólk, sem blóð hefir gengið niður af eptir nautn Brama- lífselixírs. Brama-bitteriun er í mínum augurn, og í augum sjerhvers heiðarlegs og menntaðs læknis, — það er jeg viss um—, ekki einungis gagnslaus samsetningur, held- ur jafnframt hættulegur, ef hann er notaður eptir skrum-leiðarvísir þeim, er fylgir hon- um; svo bætist þar á ofan, að það er ósvíf- ið verð á honurn, miklu, miklu meira en á kraptmeiri og hentugri samsetningum í lyfjabúðum. Bitter þessi er nú brúkaður hjer á landi ekki einungis af þeim, sem eitthvað gengur að, heldur einnig af heilbrigðu fólki, bæði til sælgætis og hressingar. það er nú sorglegt í sjálfu sjer, að menn skuli vera að brúka þess konar æsandi drykki, sem eru allsendis óþarfir; en hitt er enn sorglegra, að verið er að yfirborga þá, og að [stórfje skuli vera fleygt út úr landinu til þess að auðga vægð- arlausa fjárplógsmetin, sem gera í þokkabót gys að einfeldningunum, sem þeir hafa að ginningarfíflum. það væri þó skárra af illu til, að því er snertir efnahag landsins að minnsta kosti, ef þeir sem þykir gott að drekka bitter, ljetu sjer geðjast að einhverj- um innlendum tilbúningi af því tagi, enda væri hægt að hafa á honum þennan Brama-keim, sem nú er í mestu gengi, eða eitthvað í þá áttina; og eins mætti, ef það væri nauðsynlegt ímyndunaraflsins vegna, prýða flöskurnar með myndum af hug- smíðuðurn forynjum o. s. frv. þá væri mað- ur þó meiri föðurlandsvinur, ef maður drykki þess konar bitter. „Othello". það er nú þegar liðið ár síðan ritdómur Eiríks Magnússonar í Cambridge um þýð- ingu mina á »Othello« var prentuð í þjóð- ólfi. þessi ritdómur þótti mjer svo rangur og ósvífinn, bæði hvað þýðinguna snerti og gagnvart þeim, sem stjórn Bókmenntafje- lagsins (í Rvík) kaus til að dæma um hana og sjá um prentun hennar, að jeg (sem meinað var að verja mig og líka vildi geta komizt hjá þvi) vonaði, að ritnefndarmenn- irnir mundu bera hönd fyrir höfuð sitt og mitt og svara öfgum og óskapagangi Eiríks. En þessir menn : Benedict Gröndal, Björn Magnússon Ólsen og Stgr. Thorsteinson, hafa þagað til þessa. Við þessa þögn þeirra get eg með engu móti unað, enda skil jeg ekki, hvernig þeir skuli geta álitið sjer særni- legt sjálfum að þegja; mjer gengur það til, að mjér er sárt um, að eitthvert mitt vand- aðasta ritsmíði skuli þannig vera rotað varn- arlaust með sleggjudómum gagnvart lesend- um, sem lítið eða ekkert vita um hvað verið er að tala ; en ritnefndarmenn ættu ekki að liggja undir því ámæli, að þeir hafi brugð- izt skyldu sinni viðBókmentafjelagið, og bæði ráðið til að prenta slæmt ritsmíði á kostnað þess, og 8Íðan vanrækt að lesa rjett próf- arkir leiksins. því þótt þeir hafi álitið rit- dóm Eiríks varla svara verðan, áttu þeir þó að geta þess álits síns, enda hefði það verið nóg. En hafi þeir þótzt sjá um seinan, að þýðingin hefði verið betur óprentuð — sem almenningi líklega má helzt detta í hug — þá eru þeir svo gáfaðir menn og góð- ir drengir, að þeir bæði hefðu getað svarað og átt að svara því, sem þéir álitu sannast og rjettast. Ójafnaður í ritdómuin er alstaðar illurogeinhverhinverstasiðaspilling, en verst ferhann hjá lítilli þjóð, sem á aðveraaðrísa upp úr ófrelsi og fákænsku. þessum línum vona jeg að nefndir herrar ritdómsmenn þýðingar minnar á »Othello« 8vari með nokkrum orðum. Að öðru leyti legg jeg þýðingu þessa eins og önnur ófull- komin verk mín undir dóm þeirra manna, sem nú, og einkum síðar meir, kunna bezt að meta, hvað það hefir verið, að brjóta fyrst þann ís, að þýða nokkra hina helztu sorgarleiki Shakspeare’s á ísl. tungu. Matth. Jochumsson. Hitt og þetta. Getur kvennfólk varðveitt leyndarmál ? það er |>rásinnÍ8 boriö á móti l>ví. En hjer er saga, sem sýnir, að takast má það. — Viö leikhúsið i 1‘arís var eigi alls fyrir löngu og er ef til vill enn leikmær ein, Margrjet Martignac að nafni, sem náttúran hafði húið ríkulega fágætum fegurðar - þokka og harla prýðilegu vaxtarlagi. þar á ofan hættist það sem enn var meira í varið: það var eins og hún gæti aldrei elzt, rjett eins og hún hefði nærzt á eplum Iðunnar alla daga; liún var allt af jafn-ungleg og blómleg. Má nærri geta, að mörgum muni hafa litizt á hana; en hins vegar má að því vísu ganga, að hún hafi eigi verið öfundlaus, sízt af kvennþjóðinni. Margra bragða var í leitað til þess að komast fyrir, hvað gömul hún væri. Eu svo opinská sem hún var ella og kát og fjörug* þá þagði húu eins hg steinn um það atriði. Var enginn maður svo fróður, að hann vissi til sanns um aldur hennar. þegar hinar þernurnar í liofi danzgyðjunnar sáu hana ýmist líða eins og eng- il eða flögra eins og fiörildi í danzinum, ljóm- andi af kæti og óslökkvanda æskufjöri, svo að fiignuði áhorfendanna og lófaklappi ætlaði aldrei að linua, þá höfðu þær ekkert annað sjer til fróunar en að hvísla hver að annari: Uss! Drottinn minn ! hún sem var tvítug fyrir tuttugu árum! En einn góðan veðurdag var ungfrú Martign- ac stefnt vitnastefnu í máli. það þótti heldur en ekki fengur. Vitni eru jafnan spurð eigi einungis að nafni og stöðu, heldur einnig að aldri. Nú mátti hún til að segja til aldurs síns, og segja satt. það varðaði fangelsi, að gegna ekki dómaranum. — Dómsalurinn var fullur af fólki stefnudaginn, troðfullur af for- vitnum áhcyrendum. þar voru komnar eigi einungis allar stallsystur hennar og keppi- nautar í danzlistinni, er hún hafði látið kveljast í forvitni árum saman, heldur einnig fjöldi karlmanna, er ojit höfðu sjeð hana danza og litizt á hana í meira lagi. Allt þetta fólk vildi fyrir hvern mun vera við og heyra rneð eigin eyrum, er hún mætti til að ganga til skripta um aldur sinn frammi fyrir dómaran- um. Menn rjeðu sjer varla fyrir óþolinmæði. þeim fannst dómarinn ætla aldrei að koma, hann sem var annars ekki vanur að láta standa á sjer. þeir voru allt af að líta á klukkuna. Loks sló hún, og i sama bili sást hvar dómarinn koin og gekk til sætis. þá varð þys í salmim, af tómum fögnuði. Nú er málið tekið til meðferðar, sem stúlk- an átti að vitna í. Eptir nokkurn aðdraganda eru vitnin kvödd sagna, þar á meðal danz- mærin. „Hvað heitið þjer?“ spyr dómarinn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.