Ísafold - 11.02.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.02.1885, Blaðsíða 3
27 ástaudið því miður vera hið sama víðast á landinu, að minnsta kosti hjer sunnan- lands. Hús þau sem venjulega fylgja jörðum eru : baðstofa, búr, eldhús og fjós. Baðstofan er optast talin að vera 3—4 álnir á breidd; lengdin er ýmisleg, máske optast eptir jarðarstærð, og eptir því hvað mörgumskynsemi gæddumverum ætlasthefir verið til að yrði básað á grjót- og torf-bálka þá, sem æfinlega eru fram með hliðveggjun- um. Optast er upprepti langbönd og árepti á sperrum; máske súð á 1 stafgólfi. Orðin #öll óþiljuð og rúmstokkalaus« eru hjer um sjálfsögð í hverri úttektargjörð; »glugga- laus« mun og skjótast með að öllum jafn- aði. f>ví er nú ver, að allur fjöldi Islend- ingahafa eigin reynslu fyrir sjer, hversu þægi- leg íveruhús þetta eru, þegar þau sem optast eru lekafull þá skúr kemur úr loptinu og optast köld ; en þeir sem ekki hafa reynsl- una fyrir sjer í þessu, ættu af lýsingunni nokkuð að geta ímyndað sjer um það. Búr og eldhús eru optast nær talin nálægt því á sömu stærð, 3—4 álnir á hvern veg, með mænirás eða sperrum settum á gaflhlað eða veggi; þykir hæð þeirra í góðu lagi, geti matseljur gengið ókreptar undir mænis- tróðu. Hversu gott muni að búa til og meðhöndla mat í þessum húsum án þess hann blandist mold, pöddum og ýmsum ó- hroða, getur hver maður með meðalskyn- semi ímyndað sjer. Göngin, sem kölluð eru, frá baðstofu til útidyra, eru venjulega ekki af skornum skammti, það er að segja lengdin á þeim, sem opt er 10—15 álnir, en breiddin 1J al.; einstaka sinnum eru þau alveg viðalaus, þ. e. hlaðin saman yfir höfði manns, og verður því ekki neitað, að það er skársta byggingin á göngum eptir því sem gjörist, optast þannig, að heita má, aðflatrept sje yfir, enda mun ekki gott að finna þau göng með þessu sniði, að ekki leki; hefir og jafn- an þótt alveg nauðsynlegt að flóra þau ekki síður en fjós, svo þau þyldu daglegan mokstur og vatnsrennsli. Fjósin eru með ýmislegri stærð, en þó sjaldnast svo, að þau rúmi þann nautpening, sem ætlast mætti til að hver jörð fram- fleytti, en ásigkomulag og bygging þeirra er venjulega ekki betri, heldur áiíka að tiltölu og hinna húsanna. |>au eru gluggalaus, slagafull og sílekandi. Mundu ekki margir leiguliðar hafa næst- liðið sumar viljað vinna það til að hafa góðar, hæfilega stórar heyhlöður fyrir hey- afla sinn, að greiða nokkrum krónum hærra afgjald af ábýli sínu og kosta svo sem einu kindarvirði til viðhalds þeim ? Að fjenaðarhús (fjárhús eða hesthús) fylgi jörðu, er ekki um að tala; þess hefir ekki þótt þörf og þykir ekki enn; af þvi leiðir, að í hvert skipti sem ábúendaskipti verða á jörðum, verður fráfarandi annaðhvort að flytja hús með sjer, ef hann flytur á aðra jörð, eða þá að selja þau, opt með hálfvirði. Állir sjá, hversu mikill vinnumissir þetta er, og hvort ekki mundi heppilegra, að öll nauð- synleg hús fylgdu jörðu hverri, og hvort ekki mundi tilvinnanda, þótt eptirgjald jarða væri almennt hærra en það nú er, en húsaskipun betri. En hvernig verður nú ráðin bót á þessu ? því er nú ekki hægt að svara fullkom- lega. Gestur hinn gætni hefir að vísu dreg- ið upp ágætt sýnishorn af velskipuðum og vönduðum bæ, sem fylgir áminnztri grein hans, sem og glæsileg lýsing á búnaðar- háttum, sjerí lagi hvað byggingarfyrirkomu- lag snertir, hjá bónda einum sem í dal býr, og er það óneitanlega dáfögur fyrirmynd. þó hefði jeg hugsað að í einstöku atriði mætti þar betur fara; þannig get jeg ekki skilið, að bót sje í að hafa mænir á húsum flatan (kálfa í sperrum), því að þótt það sje rjett, að ekki lekur mænir húsa, þá mun, sje húsið flatt að ofan, renna fremur í þekj- una og vatnið fremur inn um hana fara, heldur en ef mænirinn er skarpur upp úr. þetta finnst mjer skiljanlegt; enda hefi jeg reynslu fyrir mjer í þessu efni. Líka hefði jeg ímyndað mjer, að á svo vel byggðum bæ sem dalbóndans er, mundi engin þörf á veggjum milli húsa að innan, heldur mundi miklu heppilegra að hafa einungis bind- ingsvegg úr timbri, getur það jafnvel sparað við; því að í hvert hús með torfveggjum þarf stafi, og ekki er vel byggt nema með skakkstífum sje, en með timburvegg ætla jeg að muni duga sömu stafirnir undir tvö húsin, og skakkstífurnar ekki nema einar. Vilji maður nú hafa bæði þau hús sem sami veggurinn er undir jafn-vönduð, þiljar mað- ur hann beggjamegin, og mun þó ágætt að troða mosa á milli þilja ; það fyrirgirðir allan súg. En líka má þilja einungis öðru- megin. Sperrur á 2 húsum eiga enn frem- ur að setjast á einar og sömu sillur, og er það sparnaður, og myndar þá súð eða árepti beggja húsanna eina kverk, og er auðgert að búa svo um hana, að nægur vatnshalli sje frá miðjunni til beggja enda húsanna, en ágætt er að hafa rennur úr pjátri f kverk- unum; þekki jeg þetta byggingarlag á ein- um bæ hjer í nágrenni og gefst vel. það liggur í augum uppi, að það sparar ekki lít- ið verk að sleppa við innanhússveggi; mundi auk þess verða slagaminni húsin og bæirnir bæði þægilegri og sjelegri. En þetta er nú byggingarfróðra manna að dæma um. Jeg sný mjer aptur að aðalefninu, því | hvernig bót verði ráðin á þessu bágborna ástandi, sem að framan er lýst. Jeg hef frá því jeg fjekk það vit að veita almennum málum nokkra eptirtekt, hugs- að um þetta, og síðan jeg fór að fást nokkuð við hinar svonefndg úttektir, leitazt við að fá umbætur, þótt í litlu væri, frá þeirri hlið, sem jeg áleit sjálfsagt að þar _eigi að koma, en það frá jarðeiðandanna hlið. þannig hefi jeg opt og tíðum farið þess á leit við landsdrottinn, að hann keypti af fráfaranda umbætur þær, er hann hefir gjört á jarðarhúsum, svo sem látið í baðstofu stærri og betri glugga, þiljað hana innan lagt gólf í hana, hækkað hana upp, eður breikkað, svo húsið framvegis ætti að vera og væri í því ástandi. En svarið hefir optast verið það, að hann gæti ekki verið að því, því hann hefði engin not af því; viðtak- anda væri að kaupa, því hans ættu notin að vera, og til lítils fyrir sig einan að gjöra þetta, úr því það er ekki alraennt. Hefir þettasvogengið.koll af kolli,aðalltaf er sama ástandið. Sem von er, leiðir þetta til þess, að fáir leiguliðar gjöra nokkrar verulegar umbætur á húsurn ábýla sinna, og er þeim það ekki láandi, sjer í lagi þegar litið er til hins óvissa ábúðarrjettar, sein almenn- ast á sjerstað; ogþóttþesssjeeinstök dæmi að menn hafi lífsábúðarrjett, þá eiga allir leiguliðar það víst, að einhvern tíma verður ábýli þeirra tekið út af þeim eða þeirra, fyr eða síðar, og mun hverjum ráðdeildarsöm- um manni, sem nokkuð hugsar um hag vandafólks síns (konu og barna) þykja viss- ara að eptirláta þeim fjármuni í öðrum munum en stækkuðum jarðarhúsum á ábýli sínu, því flestirmunu þekkja, hversu lítið er úr því gert bæði af landsdrottni og viðtakanda. (Niðurl.) Hitt og þetta. Pjárkóngar i Norður-Ameríku. Tveir menn, sem voru fátækir kotungar fyrir tuttugu árum, eru nú einhverjir hinir mestu fjárbænd- ur í Norður-Ameríku, og eru aldrei kallaðir annað en Jjárkóngarnir. þeir heita Miller og Lux, og eiga í fjelagi um 90,000 nautgrípa og 115,000 sauðkinda; þeir slátruðu í haust 6000 fjár á mánuði. þeir eiga 600,000 ekrur lands í Kaliforníu og hafa látið gera þar vatnsveit- ingaskurði sem eru 300 mílur (enskar) á lengd og hafa kostað hátt á fjórðu miljón króna (1 milj. doll.). Enn femur eiga þoir 10,000 ekrur í Mebraska og auk þess 15,000 ekrur beitar- lands á ýmsum stöðum öðrum. Eigur þeirra eru sagðar milli 30 og 40 milj. kr. Góður pússunartollur. Auðmaður einn í New-York, sem hjelt brúðkaup sitt í vetur,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.