Ísafold - 11.03.1885, Side 3

Ísafold - 11.03.1885, Side 3
43 Komi fiskileysisár — og þau eru nú farin að verða æði tíð tíð hjer syðra, — svo sjó- menn verða að sitja nálega tómum höndum og bjargarlausir, þó nægur þilskipafiskur sje fyrirutan landið,þá er aflinn því minni og hásk- inn fyrir bjargarskorti þvi meiri, því fleirisem stunda sjóinn, og hvílíkur voðahnekkir fiski- leysið sje fyrir þá, er eingöngu lifa af sjó, má getasjertilaf því, að aflamunurinn á vetrar- vertíðinni í fyrra og hitt eð fyrra—en þá var nú vertíð allsæmileg—var fyrirKjósarhrepp, sem þó lifir svo mikið á landbúnaði, milli 9 og 10 þúsund króna virði. Meðan landbúnaðurinn er svo, að harð- indi, þó eigi sjeu fjarskaleg, geta eytt bæði fjárstofninum sjálfum og gagnsmunum af því sem lifir — og þetta á sjer of víða stað, að minnsta kosti á suðurlandi — og meðan sjómenn eigi geta náð fiskinum nema hann komi inn á fjörðu, geta menn eigi búizt við öðru en almennri fátækt og basli; en þetta þarf að breytast, ef unnt er. En er nú landið svo, að ástand landsbúa geti ekki betra verið en það er? Að vísu er iandið, borið saman við mörg önnur lönd, gæðasnautt. En dæmi þeirra, sem bafa fengið sjer þilskip, t. d. Geirs Zoéga o. fl., og ýmsra, sem lagt hafa alúð á jarðræktina, t. d. Svíndælinga, sýnir, að at- vinna til lands og sjávar getur verið miklu öðru vísi en hún er. En hverjar eru þá orsakir til þess, að á- stand landsmanna er eins bágt og það er ? þær liggja langt fram í tímanum, og eru andlegar eigi síður en líkamlegar. |>jóðin, sem til forna var svo ötul, hug- stór og frjálslynd og fjelagslynd, varð um margar aldir að sæta kúgun af kaþólskum klerkalýð, af kaupmönnum og stjórn. þjóð- in, sem áður hafði brennandi löngun á að kynna sjer háttu annara þjóða og leita sjer fjár og frama erlendis, var lokuð úti frá samblendni við önnur lönd, nema í gegnum járngreipar einokunarkaupmanna. Misk- unnarlausum lögum var troðið upp á hana. þetta ásamt landplágum og drepsóttum smádrap dug hennar. það er hörmulegt að hugsa sjer, hvernig þjóðin var komin, þegar beztu menn hennar, t. d. Skúli Magn- ússon og fleiri, hófu að berjast fyrir hana. Málið var orðið herfilega bjagað, menn undu í vesölustu kofum, undir lófastórum skjá- gluggum.og lögðust hálfsofandi og tilfinning- arlitlir í miskurmarfaðm konungs og einok- nnarkaupmanna. En þó margt sje betra nú en þá var, eldir þó því miður mjög eptir af eymdarhugsun landsmanna frá kúgunartímunum, því hugs- unarhátturinn er lengi að breytast, að minnsta kosti sje ekki allt gjört sem gjört verður til að breyta honum. Af þessum hugsunarhætti er sprottin vanafesta og framtaksleysi manna í búnað- arháttum. Af þessum hugsunarhætti er það og kom- ið, að menn einatt gerast upp á sveitina áður en þarf; af honum er það og komið, að menn á stundum áður en þeir hafa gjört allt sem gjört verður biðja stjórnina um lán og aðraum gjafir. þessi hugsunarháttur þarf að breytast, eigi þjóðin að geta tekið nokkrum veruleg- um framförum. það þarf að glæða hjá henni í heild og hjá hverjum manni sjálfs- tilfinningu, fjör og fjelagslyndi og slíta hana út úr vanafestunni; og hið helzta ráð til þess er, að men»ta alþýðu svo mikið, sem kraptar landsins leyfa. Vanafestan, ístöðu- leysið, einræningsskapurinn og ófrjálslyndið er það djöflakyn, sem að eins verður út- rekið með þekkingu. Sem flest börn ættu að eigakostáaðlærat. d. aðskrifaog reiknaog læra rjettritun og landafræði o. s. frv., en þetta verður því að eins, að minnsta kosti nokkuð lengi, að landsjóður leggi að nokkru leyti fje til, enda er hann fær um að leggja töluvert meira til f þeim notum en gjört hefir verið, og það ér hin helgasta skylda þings og stjórnar, enda mundi það fje með tíma beztum vöxtum svara landinu. það sem mjög hnekkir velmegun almenn- ings er og samblöndun atvinnuveganna. það tvennt læra menn vel, hvort heldur eru í sveit eða við sjó, að slá og róa, enda vinna menn það tvennt með mestri alúð. Sjeu menn orðnir 18 vetra, þó uppaldir sjeu í sveit, þykir stór galli, ef menn kunna ekki að róa; en þó sveitamenn læri aldrei að hirða fje, að sljetta tún, að hirða áburð, að hlaða vegg og garð, það telja margir hverjir ekki með göllum. Sveitamenn fara til sjáfar, að minnsta kosti á Suðurlaudi, ár eptir ár vetur og vor, og það þó margir ár eptir ár sjeu eigi matvinnungar eða þó varla það þann tímann. Auðvitað gjöra menn þetta af þörf og í von um hag ; en sveita- mönnum væri efalaust betra, að minnsta kosti flestum, að ráðast í skiprúm upp á kaup, þó ekki væri hátt, heldur en að eyða hinum dýrmæta vortíma í slíkri óvissu um arð. Vildu útgjörðarmenn eigi taka ménn til róðra upp á kaup, mundi það benda á litla arðsvon, og ættu útgjörðarmenn allan aflann, mundu þeir vissulega vanda alla út- gjörð og formennsku, og það ef til vill miklu betur en nú gjörist. Meðan sveitamenn tíðka sjóróðra eins almennt og nú gjörist, þarf ekki að búast við miklum jarðabótum nje almennum áhuga á landbúnaði, og þó er kvikfjárræktin höfuðatvinnuvegur lands- manna; fiskinn taka útlendingar frá oss, en um gæði landsins getum vjer verið ein- 1 ir. Jarðræktin kemst þá fyrst íviðunanlegt j horf, er túnin verða almennt girt og sljettuð, áburður hirtur sem bezt og hagnýttur. En hjer þarf þekkingin að breyta hugsun- arhættinum og . vananum, eins og í mörgu öðru. Til þess að þilskipaútvegurinn vcrði með tíma almennur, þarf að stofna sjómanna- skóla, og til þess menn fari verulega að hugsa um að bæta jarðirnar og landbúnað- inn, þurfa búfræðingar að verða sem flestir og þessvegna verða búnaðarskólarnir að vera sem víðast til. það er eigi aðeins, að þeir sem á slíkum skólum læra, hvort það eru búuaðarskólar eða sjómannaskólar, fái nauð- synlega þekkingu á atvinnunni, en þeir fá og, sem engu er minna í varið, áhuga og ef jeg mætti svo að orði komast, ást á henni, ogerhvortveggja ómissandi tilþessaðatvinn- an sje vel stunduð. Eg er einn af þeim mönnum, sem álít að oss Islendingum ríði miklu meira á að fá búnaðarskóla sem víð- ast, þó þeim kynni í einhverju að vera ábóta- vant, til þess að sem flestir geti lært búfræð- ina, heldur en að fá einn, mikinn og há- menntandi skóla. Vjér þurfum miklu frem- ur marga praktiska búfræðinga, sem bæði gengjuaðvinnu, gætu kennt að vinna og sagt fyrir vinnn, en fáa hálærða, sem þá mundu verða ef til vill dýrari en búnaður hjer á landi getur þolað, að minnsta kosti fyrst um sinn. það þo'tti víst sumum illa sagt af mjer á þinginu síðast, að eg áliti miklu nauðsyn- legra að verja fje landsins til búnaðar- al- þýðu- og barnaskóla heldur en til lagaskóla, en eg er alveg á sömu skoðun enn. Eg held að alþýða og því landið í heild hafi marg- faltmeiri not af að menntast bóklega og verk- lega heldur en þó lagaskóli fengist1. Hvað oss sunnlendinga snertir, þá er oss lífsnauðsynlegt, að fá bæði sjómannaskóla og búnaðarskóla, eigi ekki hvor atvinnuveg- urinn að eyðileggja aunan. Hvað búnaðar- skólann snertir, þá hagar svo sjerstaklega til hjer á Suðurlandi, að hjer má vera mikil garðyrkja í flestum árum.sje hún rjett stund- uð,og til að kenna hana þarf skólinn að vera þar, sem garðyrkjan getur optastnær þrifist og þess vegna á Suðurlandi. Slæmt er, ef búnaðarskólastofnunin á Hvanneyri ferst fyrir, eins og heyrzt hefir; en fari svo, vona eg að Borgfirðingar, sém hafa sýnt svo lofs- verðan áhuga á málinu.leggi ekki árar í bát, heldur haldi því fram með fullu fylgi og fái hinar sýslurnar í amtinu í lið með sjer, því vafalaust má einhverstaðar í amtinu fá hentuga jörð fyrir skólann, þótt Hvanneyrin gangi undan. þá er eitt, sem nokkuð mætti styrkja at- I) Getur ekki lagaskólinn verið landinu jafn- nauðsynlegur fyrir því ? Kitstj.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.