Ísafold - 11.03.1885, Side 4

Ísafold - 11.03.1885, Side 4
44 vinnuvegi landsins, og það er að afnema á- búðar- og lausafjárskattinn. Allir sjá, hversu fátæklingar eiga örðugt með að gjalda þetta, eins og hagur manna er og hefir verið nú um æðimörg ár, og eptir því sém landsjóður hefir grætt næstundanfarandi fjárhagstíma- bil, verður eigi betur sjeð, en að hann mætti missa þétta gjald og það þó útgjöld hans hækkuðu nokkuð, enda má hvenær sem þörf krefur auka tekjur hans með nýjum sköttum eða tollum. það er því mín skoðun, að það ætti að vera eitt af mestu áhugamálum þings og stjórnar, að hagur almennings gæti batnað ; en það virðist mjer helzt mega verða með því, að auka sem mest verður bóklega og verklega þekkingu alþýðu, og lina á henni gjöldum, að svo miklu leyti tækt er. Heljarför. Smásaga frá Vesturheimi. (Niðurl.). Ungfrú Dermott gekk til hvílu í dálitlu byrgi af trjágreinum og stráð undir laufi og kvistum. Doktor O’ Hagan breiddi ofan á hana ábreiðurnar og hlúði vel að henni. Karlmennirnir lögðust síðan endilangir við eldinn og sofnuðu. Samtalið milli ferðafólksins hefir efalaust haft góð áhrif. það er hin bezta lækning við allri hugsýki út af böli sjálfra vor, að vjer hrærumst til meðaumkvunar út af böli annara. Að afloknum morgunverði daginn éptir tók Crutter þannig til máls : »Jeg hefi hugleitt vandlega það sem tal- að var í gærkveldi og ætla að koma með eina uppástungu : Ef þjer, doktor O. Hag- en, viljið nú snúa aptur ásamt ungfrú Der- mott og herra Jarnville, þá getið þið þrjú skipt á milli ykkar því sém jeg á til; herra Winden fær herra Jarnville brjef frá sjer til föður síns viðvíkjandi reykjarvjelinni, og við Winden höldum svo áfram ferðinni tveir einir. Hvernig lízt ykkur nú á þetta ?« »Jeg er á því að við förum öll saman í bátinn og sniium aptur«, mælti Jarnville. »Jeg sný ekki aptur nema með því móti að þjer komið líka, herra Crutter* mælti doktor O’ Hagan. »Ef þjer fallizt á það, skal jeg gjöra yður heilan heilsu«. Crutter tók því ekki líklega. »það væri auk þess hin mesta minnkun# mælti hann, »að skilja Winden hjer einan eptir með flug- belginn þann arna. Nei; jeg er búinn að fá nóg af lífinu; jeg vil halda áfram ferð- inni«. »það er þó, hvað sem öðru líður, margt og mikið, sem mælir með uppástungu dokt- orsins* segir Winden. »Hvað þá! þjer hafið þó líklega ekki í huga að breyta áformi yðar, þjer líka ; eða hvað ?« spurði Crutter. »Ja, jeg veit ekki« svaraði Winden, eins og í hálfgerðum bobba. »1 gærkveldi, þeg- ar jeg fór að hugsa málið, fannst mjer það ekki karlmannlegt að fara að stytta sjer aldur fyrir eitt hryggbrot hjá stúlku, og jeg .... »J>jer hafið satt að mæla« anzaði Crutter«; j »það er ekki karlmannlegt. Hvernig væri nú að hafa það svona : ef doktor 0’ Hagan gerir mig heilbrigðan, þá greiði jeg honum fimmtíu þúsund dollara út í hönd, og svo geng jeg í fjelag við hr. Jarnville um reykj- arvjel hans. Við getum talað við hann föður yðar um málið, og ef þjer hverfið apt- ur heiin til hans, þá skal jeg taka ungfrú Dermott mjer í dóttur stað«. »Mjer hefir nú raunar hugkvæmzt nokkuð annað« mælti Winden; »en jeg veit ekki hvort það er nokkur vegur«. »Komið þjer með það!« sagði Crutter. »það verður hver að segja sinn vilja«. »Jeg var að hugsa um« tók Winden apt- ur til máls, »hvort ungfrú Dermott mundi eigi vilja fallast á að verða kona mín í stað þess að verða dóttir yðar. Er það nær yð- ar skapi, að aðhyllast þá uppástungu, ung- frú Dermott ?« Ungfrú Dermott gerðist undirleit nokkuð og vissi ekki hvað hún átti af sjer að gera. »Jeg bið um umhugsunarfrest« mælti hún. »|>að þýðir, að hún samþykkir« mælti Crutter og hló. »Látum hana fylgjast með mjer, meðan hún er að hugsasigum. Eruð þið öll á því að aðhyllast uppástungu mína? f>au játuðu því hvert um sig, og var nú ekki að sjá ógleði á neinu þeirra. »Hvaðernú? Hvað á þetta að þýða?« kallaði ungfrú Dermott upp allt í einu og benti á eitthvað uppi í háa lopti. »Mjer sýnist ekki betur en að það sje flugbelgurinn okkar« mælti doktor O’ Hag- an. »Jú, hann er farinn leiðar siunar. Hann hlýtur að hafa slitið sig lausan með- an við vorum að borða«. »Jæja, látum hann fara« mælti Crutter. »Hver ætli hirði um hann? Jeg skal bæta honum skaðann, honum Cowgill kapteini. En nú skulum við fara að hugsa um að komast heim«. þeir Winden og Jarnville fóru að reyna að vera sjer úti um akfæri og koma aptur með þau að tveim stundum liðnum. það voru þrettán mílur enskar til næstu járn- brautarstöðva, en leiðin sóttist skjótt, og meðan Crutter var að kaupa farseðla með næstu brautarlest, fór doktor O’ Hagan inn í afgreiðsluskálann og sendi svolátandi mál- þráðarskeyti : »Kapteinn W. A. Cowgill! — Flugbelg- urinn horfinn. Yarð mannbjörg. Ferða- fólkið allt í bezta gengi. Komum heim á morgun. — Henry O’ Hagan«. AUGLYSINGAR í samleldu máli m. smáletri kosla 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert ori 15 stafa frekast m. öfru lelri e5a selning 1 kr. I.rir jmralunj dálks-lengdar. Borjun úti hönd. Thorvaldsensfjelagið æltar, svo framarlega sem minnst 25 fátæh stúlkubörn, frá 8 ára til fermivgar, beiðast ínngöngu, að halda ókeypis sauma- og prjóna- skóla mánuðina apríl, maí og júní, kl. 5—7. peir sem vilja sœta þcssu boði, snúi sjer til eínhverrar af oss undirskrifuðum fyrír 20. marz. Elíii Stcphensen. Elína Svcinsson. Lucinde Bernhðft. Sigríður Jónasscn. J»órunn Jónasscn. Aðalfundur hins sunnlenzka síldveiða- fjelags'verður haldinn laugardaginn 18. apr- ílmáu. næstkom. á Hotel Alexandra á hádegi. Keykjavík 7. marz 1885. Fjelagsstjórnin. Til almennings! Læknisaðvörun. pess hefir verið óskað, að ég segði álit mitt um „bitter-essents“, sem hr. C. A. Nissen hefir búið til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama-lífs-esseuts. Ég hefi komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Ég verð að segjs, að nafnið Brama-lífs-essents er mjög vill- andi, þar eð essents þessi er með öllu ólikr inum ekta Brama-Iífs-elixir frá hr. Mans- fetd-Bullner & Lassen, og því eigi getr haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn egta. þar eð ég um mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-1) fs-elixír frá Mansfeld- Bullner & Lassen er kostabeztr, get ég ekki nógsamlega mælt fram með honum einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1884. E. J. Melchior, læknir. Einkenni ins óekta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egta Brama- lífs-elixir eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L i grænu lakki er á tappanum. Munsjeld-Búllner & Lassen, sem einir búa til inn verðlaunaða Brama-lífs-elixir. KAUPMANNAHÖFN. [41ór. Almanak J>jóðvinafjelagsins 1885 er enn til sölu á afgreiðslustofu Isafoldar. ICostar 50 aura. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsraiöja lsafoldar.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.