Ísafold - 25.03.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.03.1885, Blaðsíða 2
54 smiðju, með samtals 8500 upplagi. J>að voru 2 blöð af Isafold, 2 af |>jóðólfi og 2 af Fjallkonunni. Ennfremur voru prentaðar þar 4 bóka-arkir með rúmlega 6000 upplagi; auk ýmislegs smávegis. Feróapistlar frá Þýzkalandi Eptir 'pozvaid ‘S’kozoddym. »■ II. Leipzig 26. febrúar 1886. Leipzig er að mörgu leyti einn með merk- ustu bæjum á |>ýzkalandi, og ber margt til þess. f>ar hafa gerzt þeir viðburðir, er lengi munu í minnum hafðir. þar í nánd hafa hinar mestu fólkorustur verið háðar. þar er verzlun mjög mikil; bókaverzlun mest í heimi; þar eru markaðir haldnir, sem menn sækja að ár öllum áttum. þar er einn af stærstu háskólum á þýzkalandi og ótal vís- indastofnanir aðrar. þar er ríkisrjettur þjóðverja. þar er tónlistaskóli nafnfrægur og margt fleira. Leipzig stendur á sljettu, skammt þaðan er tvær smáár falla í Elster; sú á rennur í Saale og hún aptur í Saxelfi. í bænum miðjum eru stór torg samföst og liggja götur þaðan í allar áttir. Við torg þessi eru mörg hin helztu stórhýsi bæjarins ; þar er háskólinn, leikhúsið nýja, pósthúsið, lista- safn og margar hallir fleiri. í suðaustur- horni bæjarins, í götu þeirri er Liebigsstrasse heitir, eptir efnafræðingnum mikla, eru flestar vísinda stofnanir ; þar er hyer höllin annari stórkostlegri; í flestum af stórhýsum þess- um er náttúrufræði og læknisfræði stunduð; þar eru söfn þau, er að þeim greinum lúta, rannsóknar3taðir og flest þau verkfæri, sem mannlegur andi nú á seinni tímum hefir upphugsað til þess að komast fyrir leyndar- dóma náttúrunnar. Eg gat þess, að Leipzig væri mikill verzl- unarbœr. þar eru yfir 300 bókaverzlanir og 80 prentsmiðjur. Flestir útgefendur þýzkra bóka geyma bókaforða sinn í Leipzig, því að þaðan veitir bókaflóðinu í allar áttir út um víða veröld. Tveir markaðir eru ár- lega haldnir í Leipzig, vor og haust, og stendur hver í 4 vikur. þá safnast þangað múgur og margmenni, og eru þá vanalega 30 til 40,000 aðkomumenn í bænum. Aðal- varan er skinnavara, og er þar árlega selt af henni fyrir nær, 20 miljónir króna. Auk þess eru ótal aðrar vörur keyptar og seldar, eink- um þó leður, ullardúkar, lín og gler. Pén- ingaveltan öll á marköðum þessum er um 200 milj. króna á ári hverju. þrír háskólar eru taldir mestir á þýzka- landi: háskólarnir í Berlín, Leipzig og Miinchen. Við háskólann í Leipzig eru um 3500 stúdentar. Flestir eru sem eðlilegt er þýzkir, en þar eru og fjölda margir út- lendið nemendur; frá Englandi og Améríku kvað vera 4—500 stúdentar og auk þess margir úr öðrum löndum: Eússar, Pól- verjar, Svíar, Serbar, Grikkir og Italir og af mörgum öðrum þjóðum. þó ékki sé bærinn ýkja-stór (150,000 íbúar, þegar sam- vaxnar smáborgir eru ekki taldar með), þá verður maður þó fljótt þess var, að maður hjer er í miðjum straumi heimsmenntanna og finnst lífið allt bærast örara og í stærri öldum en vandi er til í smálöndum. Hjer er það fjör og líf 1 framförum og vísindum, sem skapast í stórum löndum, þar sem sam- an eru komin svo margvísleg öfl úr öllum áttum; og er menntalífið hjer mun fjör- ugra en í Kaupmannahöfn t. a. m., enda er það eðlilegt. Höfn er dálítið afskekkt, þjóðin er lítil, fáir tala málið, þangað sækja engvir útlendingar. Háskólanum þar hefir á seinni tímum heldur farið hnignandi hvað vísinda- líf snertir. Svíar eru Dönum miklu fremri í þeim greinum og ef til vill Norðmenn líka. þessu verður ekki á móti borið, ef óvilhalt er dæmt, þótt Danir vilji ekki við það kannast, sem við er að búast. þeir ímynda sjer margir, að heimurinn snúist allur í kring um »Kóngsins-Nýjatorg». — Pólskir menn eru hjer í Leipzig á hverju strái, enda búa þeir í nágrenninu. Jeg hef spurt marga þeirra, hvernig Pólverjum liði og hvernig þeim líkaði stjórnarfyrirkomulagið. Segja þeir, að þeim Pólverjum líði bezt, sem eru undir stjórn Austurríkis; þeim líði allvel sem Rússar stjórna; en öllum kemur sam- an um, að þeir sjeu langverst farnir, sem lúta yfirráðum Prússa. Leipzig hefir lengi verið aðalaðsetur söng- listar og tóníræða, þar er Bichard Wagner fæddur (f. 1813 ; d. 1883) og mörg tónskáld önnur. þar var Sebastian Bach lengi og dó þar (1750). Tónlistaskólinn hefir lengi haft mikið orð á sjer, og samsöngvar (kon- certar) þeir og sá hljóðfærasláttur, sem heyra má hjer í »Gewandhaus«, ber af öllu öðru. Gewandhaus er nokkurskonar sam- söngvahöll, sem stendur í sambandi við tón- listaskólann ; henni stýrði Mendelsohn-Bart- holdy á árunum 1835—41; en nú heitir sá Beinecke, er þar ræður fyrir. Handa sam- söngvum þessum er nýlega búið að byggja fjarska skrautlegt stórhýsi. þar syngja 350 manns og 110 leika á hljóðfæri. Nú sem stendur er tónskáldið Bubinstein hjer í bæn- um, og fara allir, sem vetlingi geta valdið, til þess að hlusta á nýtt, stórkostlegt lista- verk eptir hann, sem heitír «Turninn Babel». Hjer eru stöðugir samsöngvar því nær á hverjum degi, hvér öðrum betri, og hjer er eins og menn varla geti talað um annað en söng og hljóðfæraslátt, eins og Kaupmanna- hafnar-búar ekki geta talað um annað en leikhús og leikara. Hjer eru fjölda margir útlendingar úr öllum áttum, konum og karl- ar, sem koma hingað til að fullkomna sig í hljóðfæraslætti og tónfræðum ; hjer eru svo margir listamenn saman komnir, að eigi þarf smáræði til þess að geta skarað fram úr öllum öðrum. þéssa dagana hefir mikið ver- ið um dýrðir í Halle, stórkostleg hátíða- höld til minningar um tvö hundruð ára af- mæli tónskáldsins Handel. I miðjum bænum er umferðin mest, ámið- torgunum og í næstu götum, einkum þó í »Grimmaische Strasse*; þar eru fegurstar sölubúðir og þar er aðal-æð miðbæjarins, líkt og Austurgata í Kaupmannahöfn. Mik- ið er hjer af gömlum húsum og byggingum frá 17. og 18. öld; eru þau mörg einkenni- leg og stingur mjög í stúf við hinar nýrri byggingar : slúta fram að ofan, og gaflar og bustir útskornar og útflúraðar á ýmsan hátt. A götunum sjást margir stúdentar, endaeru þeir auðþekktir, hafa flestir nokkurskonar einkennisbúning; húfur þeirra eru mjög litlar, úr rauðu, grænu, bláu eða gráu flau- eli; eiga litirnir að tákna stúdentaflokkana eða fjelögin; flestallir hafa þeir ör og plástra um andlitið þvert og endilangt eða eru saumaðir saman eins og blóðmörskeppir. þetta stafar af því, að þeir eiga sífellt í ein- vígum hver við annan ; hvað lítið sem út af ber eða orði hallar, eru vopnin á lopti. I einvígum þessum hafa þeir flókabrynjur, svo það er sjaldan að tjón hlýzt af; þó ber það við; en þeir skaðskemma hver annan í and- liti og á höfði og verða opt að liggja lengi í sárum. Hvað annað fólk snertir, er hjer sjest úti við, þá er það að háttalagi og bún- ingi sem fólk er flest í stórbæjum. Hjer og hvar á stangli sjást þó pólskir Gyðingar á skósíðum sloppum með mikið skegg og loðhúfur á höfði. Brýrnar og bankinn. Ur brjefi af Rangárvöllum. Eptir tveggja ára hvíld hefir náttúran aptur lesið harðan texta yfir þessum sveit- um með mánaðarlöngum sandstormi. það er þó einkum framhluti þessa hrepps, Odd- inn og nærliggjandi jarðir, sem nú hafa orð- ið harðast úti. Um þessar sýsiur þyrfti miklu meira og betur að ræða og rita en gert hefir verið til þessa, og mjer íiunst hvorki blöð nje þing hafa veitt ástandi og þörfum sveita þessara hálft það athygli, sem vert er. þeir sem lrjer eru ókunnugir sjálfir, og þeir sem hjer búa, en ekki þekkja til hlítar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.