Ísafold - 25.03.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.03.1885, Blaðsíða 3
55 önnur hjeröð landsins, ætla (að þvi er jeg hefi margtekið eptir) þessar sýslur, einkum Rargárv. og Vestur-Skaptaf.sýslur, mun betri, hvað bjargræðisástand og menntun snertir, en þær eru, sem eflaust kemur af því, að slíkir menn ýmist líta á graslendið eintómt, eða þá á landshagsskýrslurnar ein- tómar, eða jafnvel þetta hvorttveggja, en sem hvorugt eitt nje hvorttveggja til sam- ans sýnir þessi hjeruð í sönnum spegli eða 1 rjettu hlutfalli við aðrar sýslur. Peningsfjöldi Rangarv.s., t. d. er ekki minni en í ýmsum öðrum sýslum ; en arður pen- ings, ekki einungis sauðfjárins, heldur og kúpeningsins líka (þar sem mýrlendið er), er miklum mun minni af sömu tölu, en á sjer stað í nokkru jafnstóru plássi á Islandi. þetta má og sjá af hinum nýju verðlags- skrám, að ásauður að vorlagi nær varla hálfu verði á móts við ásauð í hinum kost- betri sýslum. þó kemur hin lága verðhæð hjer meðfram af annari orsök, og það eru hin þröngu verzlunarviðskipti. þau eru öll á einn veg, og hin skárstu yfir tvö hin mestu sund- vötn á landinu. þegar menn því flytja sig hingað austur úr eitthvað fjörlegri sveitum, og spyrja: því er hjer ekki meira fjör og framtaks- semi ? því eru hjer ekki meiri samtök ? því eru hjer engin fjelög og engir skólar eða skóla-vísir, og það í svo þjettbýlum, grös- ugum og fjölmennum sveitum ? —þá er ekki nóg að svara og segja, það sje af því, að hjer búi daufingjar tómir, hjer búi menn sligaðir af gamalli eymd, óstjórn, eigin- girni, og smjörkóngakúgun. Nei, allt þetta má fremur kalla afleiðing- ar en orsakir. Helztu og elztu orsakir til hrörnunar þessara byggða og tregðu í fram- förum liggja fremur hjá náttúrunni en hjá fólkinu. Allir menn, sem afskekktir búa, verða meir og meir vanans eða nátttúrunnar börn, og eiga enga framfara von, nema fyrir áhrif utan frá og samblendni við aðra. Að vísu er náttúran hjer erfið, en að öllu samtöldu má segja, að í þessum sýslum sje mildast lopt á Islandi og grasvöxtur mestur; en einmitt þau hjeruð, sem að náttúrunni und- ir það bjargast við sín eigin gæði, eiga mest á hættu ef samgöngur vanta og þau verða afskekkt. þá myndast nokkurs konar Asíu-þjóð í smáum stíl, menn, sem venj- ast á að búa einir að sínu og leggjast fyrir f framkvæmdarleysi. Allt fram yfir Sturlungatíð voru þessar sýslur eflaust Iangfjölbyggðastar og auðug- astar á Islandi, undir fagurri og friðsælli höfðingjastjórn, og ætla eg að hvergi á landi hjer hafi sannur blómi staðið jafn- föstum fótum sem hjer, einkum meðan Haukdælir og Oddaverjar rjeðu mestu. Má finna mörg dæmi þess í Sturlungu og enda eldri sögum, að stórbýli hafa hvergi á landinu verið jafn þjett, sem hjer. þann- ig voru í Landsveit öndverðlega á 13. öld hvert búið hjá öðru, er eflaust hafa stærri verið, en nokkurt bú er nú hjer í sveitum. Á Rangárvöllum voru og «hin mestu rausn- arbú», og á Rangárvöllum rændi Gizur jarl 1200 nauta árið 1264. Hvernig hefir sá auður og blómi horfið? A líkan hátt og annarstaðar á þessu landi. Missir frelsisins, missir höfðingjastjórnar- innar og missir verzlunarinnar hefir hjer sem annarstaðar haft sömu afleiðingarnar, en því varanlegri hjer, sem stórárnar lokuðu líka fyrir framkvæmd og fjör manna. Af viðskiptaleysinu koðnar og ménntalífið að sama skapi, og svo hefir hjer gengið, með- an eldgos, sandur og alls kyns fár ofsótti og eyddi þessar fegurstu og björgulegustu byggðir á Islandi. Að fá brýr á Olfusá og þjórsá er nú hið allra-brýnasta samgöngumál, sem liggur fyrir, og væri sorglegt ef meiri hluta þings- ins skyldi lengur nokkuð blandast hugur um það mál. Að landssjóðurinn einn éigi að kosta fje til þeirra, sýnist auðsætt. Hvernig verður meira heimtað af þessum sýslum en það, að þær, vegalausar og póstskipslausar, borgi jafnt öðrum sýslum, sem bæði hafa vegi og póstskip? Eða er það ekki ærið þungur skattur, sem þessar sýslur hafa nú þegar borgað og borga þangað til brýrnar koma ? Um bankann skal jeg einungis taka fram, að víst er hann afar-nauðsynlegur; en bæði er það mál yngra á dagskrá og þarf ef til vill enn þá undirbúning, og svo má þetta brúarmál með etigu móti lengur dragast. Eg efa og ekki, að alþingismenn allra þeirra kjördæma, sem þetta mál þekkja, muni leggja þær bænarskrár fyrir þingið, sem svo margir hafa undirskrifað, að allt þingið í einum anda afgreiði nú málið með fjöri og fylgi. Um alþýðumenntun. Eptir Jens prest Pálsson á þingvelli. Uppeldismálið er eflaust hið þýðingar- mesta mál mannkynsins. Allar framfara- þjóðir láta sjer því mjög annt um mennt- un æskulýðsins. Allir sannir framfaramenn meðal vor Islendinga eru og á einu máli um það, að fullkomnara uppeldi og meiri mennt- un æskulýðsins sje fyrsta og síðasta skilyrði fyrir vaxandi framförum og farsæld alþýðu og öllum þjóðþrifum ; en eigi eru allir ásátt- ir um það, með hverju móti vexti og viðgangi alþýðumenntunarinnar sje beztborgið. Með því að jeg hef talsvert hugsað um þetta mál, en eigi fyr látið skoðun mína í ljósi í blöðun- um, leyfi jeg mjer að biðja yður, herra rit- stjóri, um rúm í blaði yðar fyrir eptirfarandi ritgjörð: um alþýðumenntamál vort íslendinga. I. Almennar athuganir. Hvers manns manngildi: siðgæði, dyggð- ir og mannkostir, siðferðislegt þrek, fram- kvæmdardugur og allt framferði er að miklu leyti komið undir þeim áhrifum, sem mað- urinn verður fyrir í uppeldinu. Heimilið, sem er umheimur barnsins og þess fyrsti skóli, hefir einkum þessi mikilsverðu áhrif á það. Enginn getur tölum talið nje á vog vegið, hversu mikinn þátt öll háttsemi, eigi aðeins foreldranna, heldur og hvers heimil- ismanns, áí því, hvílíkirmenn þau börn verða, sem á heimilinu alast upp ; og sje þetta rjett, þá er augljóst, að heimilisbragurinn í heild sinni — þess skyldurækni eða hirðuleysi, atorka eða dáðleysi, iðjusemi eða iðjuleysi, siðprýði eða siðleysi, þrifnaður eða óþrifn- aður, kærleiksandi eða illgeðsandi, guðrækni eða guðræknisskortur — hefir ómetanleg á- hrif á börnin, og þar með á þjóðfjelag- ið og alla framtíð þess. »|>etta veit jeg; þetta er ekki ný kenning«, segir þú, ef til vill, lesari góður. Gott er það, en ekki nóg. það er ekki nóg að vita það; það verður líka að gæta þess til hlítar, ef duga skal. En hversumikilsverð áhrif, sem gott heim- ilislíf hefir á tilfinningar, vilja og vitsmuni hinna ungu, þá eru þau þó ekki út af fyrir sig fullnægjandi uppeldismeðal. Ungmenn- ið þarf fræðslu, andlega og veraldlega, bók- lega og verklega. Af þeim andlegu fjár- sjóðum, þeirri reynslu og þekking, sem mannkynið er búið afla sjer á liðnum tíma, og sem er þess dýrmætasta eign, þarf ung- mennið að eiga kost á að tileinka sjer svo mikið, sem það nauðsynlega þarfnast, til þess að ná fljótum og eðlilegum þroska, verða sjálfbjarga og fært um að lifa og starfa samkvæmt kröfum tímans, þörfum þjóðfje- lagsins og sinni háleitu ákvörðun. f>ekk- ingin er voldugt afl og dýrmæt eign, sem kostað hefir langvinna fyrirhöfn og dýr- keypta reynslu; en þessi dýrmæta eign er almennings-fjársjóður mannkynsins, sem allir eru jafnbornir að. f>ví meira sem menn öðlast af þessum fjársjóð, þeim mun auðugri, sjálflærari, fullkomnari og sælli verða menn, og því fleiri sem ná hlutdeild úr honum, því auðugra, sjálffærara, full- komnara og sælla verður þjóðfjelagið, og því meira vex fjársjóðurinn sjálfur, sem fleiri

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.