Ísafold - 01.04.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.04.1885, Blaðsíða 2
B8 hljóti að rísa á fætur, og tilveru þeirra borgið. En nú víkur sögunni aptur til barnaskól- anna. þrátt fyrir kvenna- gagnfræða- og búnaðarskólahreyfinguna, rjenaði ekki á- hugi alþýðu á barnaskólamenntuninni; ept- ir 1874 óx hann með ári hverju. Menn sáu, að að eins fáir, og einkum þeir efnaðri, mundu eiga þess kost, að nota aðra skóla, en vildu eigi lengur láta allan almenning fara allrar skólafræðslu á mis. Sveitaskól- ar handa börnum og unglingum runnu því upp; áhugi almennings var einbeittur; ekki að eins húsbóndinn og húsfreyjan, faðirinn og móðirin, lögðu sumstaðar fram fje, held- ur gaf vinnumaðurinn og vinnukonan, ekkj- an já barnið sjálft einatt sinn skerf, og opt stóran eptir efnum. Hjer var alþýðan ein um hituna, lagði fram allt fjeð, og sýndi hvað hún vildi; sýndi þd föstu og ein- dregnu stefnu, að byrja, d bamamenntuninni sem grundvelli, að byrja að neðan, og leggja þannig grundvöllinn til allrar alþýðumennt- unar, er byggt skyldi ofan d síðar. J>á er þingið hafði fengið fjárforræði, var til þess leitað um styrk handa barnaskólunum ; það tók málínu liðlega og með hlýjum huga, og styrkti þá nokkuð til muna, en setti sem skilyrði fyrir fjárstyrk, að hver skóli ætti sitt eigið hús eða jörð og væri stjómað eptir samþykktri reglugjörð. Hvergi kom annað fram, en að merkustu mönnum þings- ins þætti sjálfsagt að styrkja þessa skóla, ef skilyrðunum væri fullnægt. Glœddist nú áhuginn á barnaskólum enn meira en áður, þareð menn álitu að þeir hefðu fyrirheiti um styrk; fjölgaði þeim óðum, og sýndi alþýða manna, að hún var föst við stefnu sína, að byrja á barnamenntuninni. Arið 1879 samdi þingið lög, er skipuðu, að börnum skyldi kennt að skrifa og reikna. f>essi lög skoð- aði þjóðin eðlilega sem hvöt frá þinginu til að reisa barnaskóla sem víðast, enda sýndi alþýða sumstaðar fræga framgöngu í því máli 1879—1881. Mönnum brá því mjög í brún, er þeir urðu þess varir, að neðri deild þingsins 1881 sýndi tregðu á því að styrkja barnaskólana, rýrði tillag sitt til þeirra, og ljet þann boð- skap útganga í þingræðunum, að það væri stefna deildarinnar, að taka innan skamms allan styrk af þeim. f>að var bert, að þingdeildin skildi ekki eða tók ekki til greina stefnu almennings í alþýðumennta- málinu, og virti vettugi undirtektir og stéfnu undangenginna þinga í því. Núvarlögunum um uppfræðing barna í skript og reikningi ætlað sem nauðungarlögum að vinna hlut- verk bamaskólanna, og það þótt þau væru svo úr garði gjörð, að í mörgum prestaköll- um er ómögulegt að fylgja þeim til hlítar, bema einmitt með því að stofna skóla. f>að komu jafnvel fram jafn-fávíslegar kenning- ar sem bú : að ekki þyrfti að styðja bama- kennslu með fjdrstyrk, því hún vœri lögskip- uð. En hví þarf fje til gagnfræðakennslu á Möðruvöllum, hví er þessi kennsla ekki lögskipuð, og það svo látið duga? Nei, snú- um setningunni við og segjum : »f>að hvíl- ir siðferðisleg skylda á þinginu, að veita fjár- styrk til barnakennslu í skript og reikningi, af því að þéssi kennsla er lögskipuð, og af því að þingið sjálft hefir lögskipað hana«. f>á er setningin rjett. En áður en lengra er farið út í stefnu neðri deildarinnar í mál- inu, verða menn að gjöra sjer ljóst, að hún óttaðist barnaskóla-áhuga alþýðu, og hugði að barnaskólafjöldinn mundi verða átumein landsjóðs, ef þá skyldi alla styrkja framveg- is með fje. Til þess að ráða fram úr vand- kvæðum þessum og koma alþýðumennta- hreyfingunni f fasta stefnu, og þá rás er væri hættulaus og heppileg.var sett sjerstök skóla- málanefnd. Flestum mun kunnugt, að sú nefnd bjó til 14 »alþýðu«-skóla á pappírnum, og skipti landinu í 14 tilsvarandi skólahjeröð, samdi valdboðslegt ágrip um það, hverjar kennslugreinir skylduí þeim kenndar,oglagði þegar fram fj e til slíkra skóla, er kynnu að verða stofnaðir á fjárhagstímabilinu, en veitti þeim, er síðar mundu komast á fót, fyrirheit um 1000 kr. hverjum árlega. — Að veita fje skólum, er eigi voru til, en hóta að svipta þá skóla, er voru til og höfðu starfað lengri eða skemmri tíma með góðum árangri og góðum orðstír, þeim styrk, er þeir höfðu haft, þótti undarleg og lítt skiljanleg aðferð. En sú hugmynd vakti fyrir skólamálsnefndinni, sagði einn nefndarmannanna á þingi tveim árumsíðar, »að alþýðuskólarnir taki við af barnaskólunum, og sjeu eins og milliliður milli þeirra og gagnfræðaskólanna«. f>essi orð, borin saman við skólamálanefndar-álit- ið, sýna stefnu þingsins 1881 og 1883 í al- þýðumenntamálinu. f>að hafði reist álit- legan gagnfræðaskóla á Möðruvöllum; þar næst vill það styrkja allríflega 14 alþýðu- skóla, og loks veita barnaskólum lítinn eða engan styxk. pingið byrjar alþýðumennta- bygging sina að ofan, og byggir niður eptir, en vill fyrst um sinn ekki skipta sjer af byggingu grundvallarins ; stefna þess er því einmitt gagnstœð stefnu alþýðu. f>ess skal viðgetið, að efri deild þingsins hefir verið barnaskólunum hlynnt, og er það henni á- samt einstökum þingmönnum neðri deildar að þakka, að styrkur til barnaskóla eigi hefir verið rýrður nje af tekinn á tveimur síðustu þingum. Vjer sjáum þá,að tvær gagnstæðar stefn- ur hafa ráðið framkvæmdunutn í alþýðu- menntamálinu, og fyrir því að þær hafa verk- að hvor gegn annari, sem tveir gagnstæðir kraptar, hefir dregið mjög úr allri fram- kvæmd þess síðan 1881. Barnaskólum hef- ir lítt fjölgað síðan þeir mættu þessum mótgusti frá þinginu og fyrirheitið um opin- beran styrk fór að sýna sig valt. En nú skyldu menn ætla, að hinir fyrir- huguðu alþýðuskólar þingnefndarinnar, sem hafa fyrirheit um 1000 kr. árlega, og ef til vill meira fyrst í stað, hefðu verið reistir víðsvegar með miklum áhuga og fjárfram- lögum; en á því hefir ekki borið ; ogsá eini alþýðuskóli, sem mjer vitanlega starfaði ept- ir 1881, nfl. Flensborgarskólinn, hefir verið mjög illa sóttur sem slíkur, en vel sóttursem barnaskóli. Að vísu kom það fram á síðasta þingi, að Strandarménn, sem áttu eiun barna- skóla, hefðu breytt honum í alþýðuskólalík- ingu; auðvitað hafa þeir sem hyggnir bú- menn ekið seglum eptir vindi, til þess að ná í hinn ríflega styrk. En þessi skóli er þó eigi ný alþýðuskóla-stofnun frá grundvelli. f>essi atriði má skoða sem þjóð- arinnar þögula dóm um aðgjörðir þingsins 1881 í aþýðumenntamálinu ; með þessu at- ferli virðist þjóðin hafa dæmt þessar aðgjörð- ir þingsins óheppilegar, og stefnu þess skakka. Sjeu nú tvœr andstœðar stefnur komnar inn í alþýðumenntamálið.því til hnekkis, þá er mikil nauðsyn að athuga, hvor stefnan sje rjettari. Hjer skal nú gjörð tilraun til að rannsaka þetta. f>egar skera skal úr því, hvor af þessum stefnum muni rjettari vera og heppilegri, verður að miða við tvennt: nytsemina og kostnaðinn. J>ví betur sem hlutur fullnægir þörf, og því mikilvægari og almennari sem þessi þörf er, þess nytsamari er hann. Hver er nú vor mikilvægasta og almennasta þörf, þegar um alþýðumenntun er að ræða ? Sem stendur er hún án efa sú, og verður lengst af sú, að sem allra flestir þjóðfjelagar, og jeg vil segja nálega hvert hæft uppvaxandi mannsbarn á landinu komist á það stig ménntunar, sem nauðsynlegt er til þess að geta verið nýtur þjóðfjelagi í almenuum skilningi, og staðið sæmilega í hverri al- meunri stöðu þess. í þessu skyni þarfnast sjerhver alþýðumaður þess náms og monnt- unar, er samsvarar sem bezt kröfum tím- ans, högum lands og þjóðar. Menn eru nú sjálfsagt í þessu efni misjafnlega kröfuliarð- ir. Sjálfsagt er að miða kröfurnar við hina brýnustu nauðsyn, en taka þó tillit til krapta þjóðarinnar, er til þess kemur að fullnægja þeim. Jeg fyrir mitt leyti álít sjerhverjum alþýðumanni alveg nauðsynlegt, að komast sem bezt niður í þeim námsgreinum, sem nú skulu taldar: 1. skript, 2. rjettritun,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.