Ísafold - 15.04.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.04.1885, Blaðsíða 2
66 Jarðarfcrin fór fram 12. f. m., með mikilli viðhöfn og fjölmenni. — Dáinn í Lemvig á Jótlandi 27. janú- ar Ole Worrn Smith, borgmeistari þar, en sýslumaður í Norðurmúlasýslu 1863—1870, einn með nýtari dönskum sýslumönnum, er verið hafa hjer á landi. Fæddur 1832. — Nýfrjett lát eiganda Siemsens verzlun- ar í Reykjavík, sem kölluð er: Bödigers, stór- kaupmauns í Hamborg. Skipakoma. l0/4 Njal, 34 smálestir, formað- ur Christensen, með vörur til G. Zoega írá K.- Um alþýóumenntun. Eptir Jens prest Pálsson á fúngvelli. III. Um ungmennaskóla. Til úrlausnar hinni almennu menntaþörf alþýðu hef jeg álitið hagkvæmast að hafa ungmennaskóla, handa piltum og stúlkum 12—18 ára gömluin, og gangi 10—20 nem- endur á hvern. Jeg hef gjört ráð fyrir allt að 100 ungmennaskólum, er stundir líða, og verða þá 700—800 landsmanna að með- altali um hvern skóla. Jeg skal nú skýra frá því fyrirkomulagi, sem jeg hygg að hent- ugast sje á þeim að hafa til sveita. Menn koma sjer niður á að stofna ung- menna-skóla, annaðhvort fyrir 1 hrepp eða 2 eða 3, eptir stærð, þ. e. afmarka sjer skólahjerað. Skólahúsið verður að reisa með samskotafje, gjöfum, tombólu-ágóða, eða á einhvern slíkan hátt. I því þurfa að vera, auk eldhúss og geymsluhúss, 4 her- bergi: kennslustofa nægilega stór og þrjú svefuherbergi, eitt i'yrir pilta, annað handa stúlkunum og ráðskonu skólans, þriðja handa kennaranum. Ungmennunum er ætlað að búa í skólanum um skólatímann, sem ætti að vera 4—6 mánuðir hvers vetr-. ar, eptir því sem til hagar í hverjum stað. höfn, en fer síðan á fiskiveiðar, gjörður út af ,,Lálands fiskifjelagi11. — ,0/4 lsafold, 35 smál., norskt hvalveiðagufuskip, form. Christensen, kom frá ísafirði til þess að útvega sjer mælingarbrjef; fór þangað aptur daginn eptir. — n/4 Johannc, 75 smál., form. Nissen, frá K,- höfn til Brydesverzlunar. — u/4 Rolf, 47, form. (iertsen, frá Túnsbergi í Norvegi, til fiskiveiða. Enn fremur nýkomið kaupskip til Keflavíkur (Ásta Málmfríöur), og annað til Hafnarfjarðar, en tvö á Akranes í gær og fyrra dag, sitt til hvors þeirra bræðra Böðvars og Snæbjarnar þorvaldssona, frá Norvegi og Khöfn. Húsbændur ungmennanna leggja til rúm- fatnað og matvæli bæði þeim og kennara; leggur hver það til eptir samkomulagi, sem hann er byrgastur af. Einum áreiðanleg- um manni er falið á hendur að halda reikn- ing yfir allar tillögurnar; við lok skólaárs- ins er öllum þessum kostnaði síðan jafnað niður á ungmennin, og sljettaðar allar þær ójöfnur, er kornið hafa af því, að einn hefir lagt meira fram að tiltölu en annar. Ein- hver sá kvennmaður, er menn bera gott traust til, er fengin til að matreiða handa ungmennunum og kennaranum, þjóna þeim og halda skólanum hreinum; getur hún látið skólastúlkurnar hjálpa sjer til þess, í frítímum þeirra. Kennarinn þarf að vera maður vél að sjer og hafa gengið í skóla sjálfur; mundu efnilegir gagnfræðastúdentar vel hæfir til þess starfa, og svo nýtir lat- ínuskólastúdentar, ef þeirra væri kostur. Skólar þessir ættu að standa undir stjórn kosinnar skólanefndar, og undir yfirstjórn og yfirumsjón stiptsyfirvalda eða landshöfð- ingja. Hin daglega kennsla ætti að standa undir umsjón og afskiptum umsjónarmanns, sem skólastjórnin kysi til þessa starfa; gera má ráð fyrir að til þess starfs yrðu einkum .fyrst um sinn kosnir prestar þeir, sem eru dugandi og framfaramenn og hafa áhuga á alþýðumenntun; þeir ættu og að staðfesta með undirskript sinni þær skýrsl- ur, sem skólanefndir sendu stiptsyfirvöld- um eða landshöfðingja um skólana. Inn- töku-skilyrði ætti að vera.auk aldursins það, að ungmennið sje vel læst. (Kennslu í lestri og kristindómsfræðum ætla jeg heim- ilunum og prestunum, og ætti þeirri kennslu sem næst að vera lokið, áður en ungmenn- ið gengur í skólann. þegar fram líða stund- ir, ættu heimilin að geta kennt skript). Námsgreinunum hef jeg stungið upp á hjer að framan; auk þeirra mætti nefna söng og annaðhvort dönsku eða ensku, ef þeirri kennslu yrði við komið. Kennarinn ætti að geta kennt 5—6 stundir á degi hverjum ; stundakennslu getur verið gott að hafa í einstökum námsgreinum, þar sem hæfa menn má fá til þess. Skólinn þarf að ganga eptir ákveðinni reglugjörð; þarf að skipta tímanum nákvæmlega, og halda vel uppi allri skólareglu ; daglega vitnisburði ætti að gefa, raða við enda hvers mánaðar, og halda opinbert próf við enda hvers skólatíma með tveim prófdómendum, auk kennarans. Sjett væri að stiptsyfirvöld eða landshöfð- ingi tilnefndi sjerstakan mann í hverri sýslu til að vera prófdómara í öllum ungmenna- skólum sýslunnar; þyrfti þá að haga próf- unum svo, að hann gæti verið við þau öll; hinn prófdómandann kysu svo skólanefnd- irnar sjálfar. Mundi af þessari tilhögun leiða meiri samkvæmni í vitnisburðargjöf, og meiri keppni milli skólanna. Að afloknu prófi ætti að gefa hverju ungmenni vitnis- burðarbrjef og láta þess í því gotið, hve marga vetur það hefir verið í skólanum. Nú hef jeg tekið fram helztu atriði þess fyrirkomulags, sem jeg hefi hugsað mjer, að hentugast mundi vera að hafa á þessum skólum. Byggi jeg tillögur þessar að mestu leyti á reynslu; því hjer á staðnum hefir skóli staðið þrjá vetrartíma, og auk þess er jeg vel kunnugur skóla, sem staðið hefir á Reynivöllum fjóra vetur, og hefir fyrir- komulag þeirra verið svo að segja eins og það, sem hjer er stungið upp á, (nema hvað námsgreinarnar hafa ekki verið allar þær sömu),og hefir það reynzt mjög vel, affara- sælt og ódýrt. Með þessu fyriikomulagi kemur eigi annar kennslukostnaður á for- eldra og húsbændur ungmenna, en fæði kennarans, ljós og eldiviður. þotta er nú allur galdurinn til að halda uppi sveitaskól- um, svo að engum -verði mjög tilfinnanlegt. En hvaðan á kennslukostnaðurinn að öðru leyti að koma? Svar: 1. af tekjum skól- ans, ef hann á eignir eða styrktarfje; 2., af frjálsum tillögum einstakra manna ; 3., landssjóður leggur til styrk ; 4., hreppssjóð- ur verður að leggja fram það er til vantar. Verðlagsskrár Sauður Harð- Lambs- •g.s <D 1885-86: Ær vetur^. Hvít ull Smjör Tólg Saltfiskur fiskur Dagsverk fó>'ur w 03 Austur-Skaptafellss. 11,25 7,77 62 59 33 12,00 12,00 2,34 3,35 58 V estur- Skaptafellss. 9,62 6,02 58 55 37 »« 12,00 1,92 2,69 55 Rangárvallasýsla 8,74 7,03 61 63 37 12,67 18,25 2,17 2,95 60 Yestmannaeyjasýsla 9,00 6,50 60 68 40 12,50 22,75 2,00 3,00 62 Arnessýsla 11,58 10,29 62 67 43 12,41 19,35 2,75 3,66 69 Gbr.,K.sýsla ogRvík 13,95 10,62 63 75 44 12,50 19,86 3,06 4,77 72 Borgarf j arðarsýsla 14,11 11,97 62 67 39 12,12 15,00 2,37 3,87 71 Mýrasýsla 14,17 12,23 63 68 41 12,86 15,00 2,77 4,42 72 Snæf. og Hnappad.s. 14,29 12,72 62 73 46 12,76 18,03 2,84 5,00 75 Dalasýsla 16,50 13,72 64 68 44 13,09 15,15 2,77 5,07 75 Barðastrandarsýsla 14,42 11,58 66 75 54 13,57 13,59 2,26 4,52 71 Isaf j .sýsla og kaupst. 15,42 13,66 63 84 59 14,16 13,02 2,66 5,14 75 Strandasýsla 17,00 12,71 64 73 43 12,83 12,40 2,27 5,46 71 Húnavatnssýsla 15,43 12,50* 64 65^ 39 11,15 12,42* 2,24* 4,33* 68 Skagafjarðarsýsla 14,16* 10,70 64* 63 37 10,15 11,44* 2,27 4,10* 62 Eyjafj.s. og kaupst. 13,94 10,47 64* 62 36 10,35* 11,18 2,50* 4,12* 66 þingeyjarsýsla 15,54 11,06 64 63 35* 10,61* 11,11 2,60 4,44 64 N orður- Múlasýsla 15,34 11,31 65 72 34 10,79* 12,12* 2,83 4,32 55 Suður-Múlasýsla 15,76* 11,15* 63 76 36 10,48 12,47* 3,14* 4,31 56

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.