Ísafold - 15.04.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.04.1885, Blaðsíða 3
67 Meðan skólar þessir væru nngir og fátæk- ir, þyrftu þeir raunar miklu meiri styrk, en 200 kr. (sem jeg hef ráðgjört að hver féngi er þeir væru orðnir 100), enda munaði landssjóð lítið, þótt þeir fengi 400 kr. með- an þeir eru fáir. þess meiri sem styrkur- inn væri, þess betur ætti framtíð þéirra að að vera borgið, og þess meiri væri hvötin til að fjölga þeim. Og þegar það stjórnar- vald, sem útbýtir fjenu, miðar upphæðirnar við framfarir og fjölda nemenda, og lengd skólatíinans, þá er þar með fengin hvöt fyrir skólana til kappsmuna og dugnaðar. IV. Um barnaskóla og alþý6u-(sýslu-)skóla. Lesendurnir munu hafa rennt grun í, að jeg ætlast til þess, að ffestir barnaskólar fyrir yngri börn og allir sýslu- eða alþýðu- skólarnir fyrirhuguðu falli burt; stefna sú, sem hjér er fram haldið ætlar þeim ekki rúm, en setur ungmennaskóla í stað þeirra. Nú ber að færa ástæður fyrir þessu. Eiginlegra óarwa-skóla, eða réttara sagt ýmsrar þeirrar skólakennslu, sem framfer í neðsta bekk hinna stærri barnaskóla, get- um vjer án verið alstaðar annarstaðar en í hinum stærri kaupstöðum, því lestur, bif- líusögur og kristileg lærdómsbók eru náms- greinar, sem hvert íslenzkt heiinili getur kennt nokkurnveginn með tilsjón sóknar- prests síns. f>að hefir raunar verið haft að ástæðu móti þessu, að börnum sje víða kennt að nefna stafina skökkum nöfnum, og sje eigi kennt að skipta orðum í rjett atkvæði. það er satt, að lestrarkennslan er viða slæm; en þegar ungmennið lærir rjettritun í skólanum, kemst það að rjettri niðurstöðu, og næsta kynslóð verður fær um að stafa rjett. í vorum stærri kaup- stöðum, einkum Eeykjavík, og svo ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði, er þó þörf á að ætla jafnvel 5—10 ára gömlum börnum skóla, af því að í kaupstöðuin eru feðurnir og mæðurnar opt mikið af deginum frá heimil- um sínum, og geta eigi sjálfir stundað kennsluna, og af því að margur vill fremur kaupa kennslu þessa, heldur en hafa hana á hendi sjálfur; en þar er hinn mesti hægð- arleikur að koma skólum við. Ungmenna- skólarnir, setn jeg heti haldið fram, ættu að mörgu leyti að samsvara efri bekkjum barnaskólanna í kaupstöðunum; að vísu stæðu þeir lakar að vígi að því leyti, að ungmennin hafa ekki notið skólakennslu til undirbúnings, en þau hafa þá ef til vill not- ið þeim mun meiri heirnakennslu; aptur standa þeir betur að vígi að því leyíi, að nemendur yrðu yfir höfuð eldri og þrosk- aðri og væru í undirbúningstímunum undir umsjón kennarans, nytu leiðbeiningar hans j og aðhalds, og ættu því ekki ólesnar lexí-' ur, þegar skila skyldi; enda glepti þá ekk- ert fyrir þeim. þetta er ómetanlegur kost- ur á því fyrirkomulagi, að láta ungmennin eiga heima í skólanum, og er það þessu ein- göugu að þakka, að vel hæf börti læra ef til villeins mikið 2 mánuðum með þessari tilhög- un, eins og á 4 mánuðum með hinni venju- legu barnaskóla tilhögun, er börnin koma að eins í kermslutímana, en eru svo hinn hluta dagsins opt tilsagnarlítil, eptirlitslítil og iðjulítil. það hefir svo opt verið sagt, og sjaldnast mótmælt, að jeg held nærri því það sje orðið trúaratriði sumra, að miklu meiri nauðsyn sje á skólum handa æsku- lýðnum í sjávarhreppum en í sveitahrepp- uin ; en þegar fráskildir eru kaupstaðir, þar sem bæjar- eða borgaralíf er byrjað, þá nær þessi kenning engri átt. Foreldrarnir í sjáv- arsveitum eru allt haustið og allan veturinn fram að vertíð allt eins opt heima, hafa engu meiri störfum að gegna, hafa optar betra húsnæði, og eiga þar að auk opt miklu hægra með aö fá kennslu handa barni sínu hjá nágrannanum vegna þjettbýlisins, held- ur en foreldrar til sveita. Hve margir skyldu t. d. landlegudagarnir vera við Faxa- flóa að meðaltali frá 1. okt. til 14 marz? En hvern dag þessa tímabils hefir sveita- bóndinn optast nóg að starfa utanbæjar. En menu segja : »það glepur svo margt fyrir við sjóinn, allur tíminn lendir í rápi og glensi fyrir krökkunum«. þar til svarast: Stjórnleysi og hirðuleysi foreldra er eigi gild ástæða til að sanna, að í raun og veru sje meiri skólaþörf við sjó en f sveitum. þörfin er eigi meiri í sjávarsveitunum, þótt hægra sje að koma þar skólum við vegna þjettbýlisins ; en það er allur munurinn. Jeg hef og sleppt alþýðu- eður sýslu- skólunum, og ætla þeim að falla alveg í burtu. Nú skulu taldar ástæður mínar fyr- ir því: 1. Sumir hafa skoðað þá sem skóla sjerstaklegs eðlis, og sagt, að þeir ættu að framleiða handa oss barnaskólakennara. Til þessa mundu þeir engan veginn duga, því óhugsandi er, að menn verði færir um að verða dugandi skólakenuarar, þótt þeir hlaupi nokkra mánuði alveg óundirbúnir í hálfgjörðan barnaskóla; enda er engum kennaraskorti til að dreifa, því Möðruvalla- skólinn einn mun fyrst um sinn byrgja land- ið hæfari kennurum handa æskulýðnum, og svo mun Flensborgarskólinn með tím- anum leggja til sinn skerf; líka er hugs- andi að nokkrir af stúdentum latínuskól- ans verði við og við fáanlegir til kennslu- starfa þessara, þar eð bersýnilegt er, að ekki verða nærri nógu mörg embætti til handa ölluin þeitn fjölda, sem nú ganga þann veginn. — 2. Ef vjer skoðum sýslu- : skólana einungis sem alþýðumennta-stofn- ' anir, almenningsskóla, og ætlum þeim að bæta úr nienntunarþörf alls ahnennings, þá duga þeir ekki til þess, því til þess eru þeir of fáir (14 skólar í þessu skyni, með 10—20 lærisveiuum á að gizka hver, handa öllu Is- landi; — það er hjegómi). Að öðru leyti vitna jeg í það, sem að framan er sagt. — 3. þeir eru of dýrir eptir gæðum (sem að fram- an er sýnt).—4. þeir samsvara eigi sem al- menningsskvlar menntunarstigi alþýðu, svo menn veiða eigi færir um að hafa þeirra full not án undirbúnings. þar af flýtur, að án barna- og ungmennaskóla verða þeir einmitt að barna- eða ungmeunaskólum, og geta lítið kennt meira en þeir. — 5. Reynsl- an hingað til sýnir það eitt, að þeir falla eigi alþýðu í geð, og verða því að líkindum ekki sóttir af öðrum en fáeinum efnaðra manna sonum. —6. þar eð þeir þurfa að hafa tvær kennsludeildir, og því tvo eða þrjá kennara, lenda þeir einkum í kauptúnum og verplássum, þar sem hægast er að fá kost og húsnæði, en þessir staðir eru eink- um freistingarstaðir fyrir lærisveina til ó- reglu. — 7. Vegna þess mikla kostnaðar, allt að 3000 kr. á ári hverju, sem að f hlut- um mundi lenda á sýslusjóðunum, og gegn- um þá á breppasjóðunum, mundu þeirverða til fyrirstöðu þarfari stofnunum, ungmenua- skólum í sveitum. þessar og fleiri ástæður hafa sannfært mig um, að hinir fyrirhuguðu sýsluskólar eigi ekki að verða til, að minnsta kosti ekki á almenuing8 kostnað. Beri einstakir efua- menn mikið traust til ágætis þeirra, þá er ekki annað en þeir reisi þá og kosti handa sonum sínum. Læt jeg þar með úttalað um þetta inál að sinni. 8var til síra Jakobs OuðmundsBonar og Ásgeirs íjinarssonar, alþingismanna. — Síra Jakob Guðmundssou á Sauðafelli, tnngmaður Dalamanna, skrifaði í sumar sem leið „Hugleið- ingar um nokkur lielztu |iingmál“, og komu hugleiðingar þessar út í þjóðólfi. í fyrstu hug- leiðingunui, er út kom 21. júní, liefir liaun þókzt finna ástæðu til að slást upp á mig með dóna-skömmum fyrir frammistöðu mína i amt- mannamálinu. Jeg hugsaði nú, að jeg þyrfti ekki að svara þessu nokkru, því álit mitt um málið sæist af þingtíðindunum, og frammistaða mín í því; en af4. blaði Suðra þessa árs, er út kom 14. febrúar seinastliðinn, sje jeg, að jeg hofi farið skakkt í þessu, því vegna þess að jeg svaraði ekki síra Jakobi, hefir alþingismaður Stranda- sýslu,Ásgeir Einarsson, álitið að það kæmi til af því, aðjeggæti það ekki. og með því að honum hefir þannig fundizt, að jeg lœgi hjer uudir fyrir sira Jakobi, hefir hann eptir eðli sínu líka viljað glepsa í mig. Síra Jakobi farast þá þannig orð um mig í hugleiðingum sínum : „Frumvarpið urn afnám amtinannaembættanna var samþykkt.... í efri deildinni með 6 atkvœðum .... þeir 0, er gál’u atkvæði með frumvarpinu í efri deildinni, munu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.