Ísafold - 29.04.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.04.1885, Blaðsíða 3
75 1 samt umbótum á skipum og siglingum, veið-1 arfærum og fl., ekki einungis hjeldist, held-! ur færi allt af vaxandi; en jeg vildi líka óska og vona, að þeir menn, sem með oddi og eggju hafa barizt gegn öllum þeim til- raunum, sem gerðar hafa verið til þess, að koma á einhverjum reglum fyrir fiskiveið- unum, að þeir af reynslunni ljetu sannfær- ast um,að við svo búið má eigi lengur standa. Jeg vil ætla, að skip þau, er veiðiskap stunda með net, allt frá Hólmsbergi inn í Hafnarfjörð, skipti hundruðum ; sje svo, þá skipta netin þúsundum. Mundi ekki verða þröngt á rniðum þeim, sem «innanmeun» hú stunda í Garðssjó, ef öll þessi skip færu með öll sín net þangað? Vilja þeir menn, sem að mestu leyti eru valdir að hinum háska- legu netalögnum í Garðssjó, taka upp á sig þá siðferðislégu ábyrgð, sem af því leiðir, að allur þessi skipafjöldi og öll þessi net eru arðlaus? Allir sjá, að afleiðingin af því hlýtur að verða sultur og seyra allra þeirra íbúa hjeraðs þessa, sem ekki hafa eitthvað annað við að styðjast, sem fæstir eru; já, meira að segja: enginn maður, sem nokkuð er kunnugur sjóplássum þessum, getur ver- ið ugglaus um, að ekki leiði manndauða af ástandi þessu, ef ekki kemur einhver hjálp frá annari hlið. Hvernig mundi ástandið hafa orðið í vetur í Eosmhvalaneshrepp eða Vatnsleysustrandarhrepp, hefði ekki lands- höfðingi veitt hreppum þessum styrk, svo þúsundum króna skiptir, af hinu útlenda gjafafje? Um leið og jeg skilzt við málefni þetta, skal jeg láta það álit mitt í Ijósi, að þorska- netabrúkunin er að mjer virðist komin í svo voðalegt ástand hjer í flóanum, að engin von er til að það verði lagað með samþykkt- um. Eina ráðið álít jeg, að með lögum sje annaðhvort þorskanet alveg aftekin um nokkur ár, og játa jeg að það er nokkuð viðurhlutamikið, eða þá að minnsta kosti að lögum frá 12. nóv. 1875 um þorskaneta- lagnir í Faxaflóa sje þannig breytt, að bann- að sje að leggja þau fyr en í fyrsta lagi 1. apríl ár hvert. Ymislegt annað viðvíkjandi fiskiveiðunum kynni að mega laga með sam- þykktum. Hin fornu Fiskivötn. Eptir Sigurð Vigfússon. (Niðurl.). Sæmundur prestr Magnússon Hólm hefir samið rit á dönsku um Skaptáreldinn 1783: »Om Jordbranden paa Island i Aaret 1783 ved S. M. Holm s. s. theol. cand. Kjöben- havn 1784«. ' Riti þessu fylgja tveir upp- drættir, A og B.. A nær yfir nokkuð ,af ] Skaptártungunni, Síðuna, Fljótshverfið (áð- I ur Skógahverfi, Landbrot og Meðalland), og lengst upp til fjalla; á því eru sýnd fjölda- mörg örnefni. Uppdrátturinn er að sjá vel gerður, og er greinilegur, með öllum helztu vatnsföllum, bæjum og landslagi. Haun er gerður til að sýna, hvernig hjer leit út fyrir Skaptáreldinn, sem mjög umbreytti hjer mörgu,8em kunnugt er; er það því mjög þýðingarmikið fyrir Njálssögu, þar sem ekk- ert annað er til jafn greinilegt fyrir eldinn, og að því er jeg hefi getað borið saman við söguna, kemur það vel heim. Hinn uppdrátturinn er miklu stærri, yfir 20 þuml. á annan veg, og meir en 16 þuml. á hinn. Hann nær vestur fyrir Hjörleifshöfða og austur fyrir Ingólfshöfða og langt upp til fjalla. A þessum uppdrætti er allt eld- hraunið, sem sjera Sæmudur hefir þá sett á í Kaupmannahöfn eptir skýrslum að heim- an; bæir eru hér sýndir eins og verður og mikið af örnefnum. f>etta rit síra Sæmundar og uppdrætti hans hafði jeg aldrei augum litið, og vissi óglöggt að það var til, því það er hjer mjög torgætt. Mig fýsti þó að sjá það, með því hjer kynnu þó vera einhverjar upplýs- ingar um það efni, sem hjer um ræðir; loksins gat jeg fengið rit þetta á landsbóka- safninu. Jeg man það var á sunnudag seint í marz,sem jegleitástóra uppdráttinn. Eg get þess hjer að gamni mínu, vegna þess, að jeg verð að álíta þetta »tímadag« fyrir Njálu. f>egar jeg fór að hyggja að, sá jeg að hjer var dregið upp Bláfjall og nafnið stend- ur þar við, og norðaustan til við það eru vötn þe8si sett, og þar stendur við nafnið »Fiskivötn»; en með því farið var að dimma hugði jeg að mjer mundi Ijá »glám- sýni«, og kveikti því ljós, en því skýrari birta sem kom, því glöggvara varð þetta. Vötnin eru hjer þannig sýnd, að eitt vatn er í miðið, og smávötn í kring. Svo sem 2 mílur (eptir mælikvarðanum á sjálfum uppdrættinum) í suðaustur frá Fiskivötnunum, eru sýnd önnur vötn miklu minni, og þar við stendur nafnið «Alpta- vötn». f>au eru rjett við eldhraunið, um £ mílu frá. f>etta eru þau rjettu Alptavötn, en hljóta nú að vera borfin, því Jón Eiríksson, sem þar er manna kunnugastur, segir: »A þessu svæði eru engin önnur vötn«; jeg spurði hann að þessu sjerstaklega. f>essu mun vera þann veg farið, að Alptavötnin hafi horfið af eldinum eða afleiðingum hans, því miklar urðu þar breytingar bæði á vötn- um og öðru, en nafnið þá flutzt yfir á Fiski- vötnin, því Jón Eiríksson segir mjer, að haun viti dæmi til, að álptir hafi orpið við vötn þessi; en veiði hefir þá með öllu v'erið horfin úr þeim. f>á var það eðlilegt, að hætt væri að kalla þau Fiskivötn, þegar enginn fiskur (silungur) var þar lengur, en nafnið Alptavötn þá orðið fast við þau þar sem álptir urpu þar stundum; það er og kunnugt, að silungur hverfur úr vötnum f eldgosum og miklu öskufalli, eins og hjer varð. f>essi nafnabreyting hefir og þeim þótt eðlilegust, sem vit hafa á þessu máli, þegar jeg bar það undir þá. En víst hlýtur það að vera, að fiskur hefir áður verið í vötnum þessum ; það sýnir nafnið. En hjer er ekki öllum sönnunum lokið um Fiskivötnin. f>egar þetta varð kunnugt kom fleira í ljós; herra landfógeti Á. Thor- steinson á annan uppdrátt eptir síra Sæ- mund Hólm, sem hann hefir gert svo vel að ljá mjer til samanburðar. f>etta er ept- rit af optnefndum uppdrætti. f>ar stend- ur: »Suðursíða Islands samsett í Kaupin- hafn af Sæmunde Magnússyne Holm arid 1776 (cop. af Olafi Sveinssyne arið 1797)«. Uppdrátturinn er 1 al. og 7 þuml. á lengd, og nær vestur fyrir Olfusá og austur fyrir Ingólfshöfða. Á þessum uppdrætti stendur sama og á hinum : Bláfjall og Fiskivötnin fyrir norðvestan það, og í suðaustur þaðan eru Álptavötnin, og nöfnin standa greinileg við allt þetta. Fiskivötnin eru hjer sýnd mörg nokkuð saman, og Álptavötnin lík og á hinum uppdrættinum. f>ar sem nú að hjer er vottorð tveggja merkra manna, og tveir uppdrættir eptir Sæmund prest, og öllu þessu ber alveg/ saman um það, að Fiskivötnin sjeu norðvestantil við Bldfjall, þá verð jeg að álíta, að mál þetta sje full- sannað og leg vatnanna ákveðið; einungis er það eptir, að sjá þetta með eigin augum líka. Síra Sæmundur M. Hólm er borinn og barnfæddur á kirkjustaðnum Hólmaseli, og hann segist hafa verið þar eystra yfir 20 ár; honum var því til trúanda að þekkja þetta, og sem ekki lá lengra frá byggð en Fiski- vötnin. það er kunnugt, að þar sein maður er fæddur og uppalinn, stendur allt lands- lag og örnefni fyrir manni sem uppmálað. U m uppdrættina segir síra Sæmundur: «og ved den samme Leilighed lader jeg med- fölge de Corter, uddragne af det jeg forfer- digede paa Island, efter det nöieste Maal og Situationens rigtigste Beskaffenhed, mig var mueligt». Sama er aðsegja um stóra upp- dráttinn óprentaða. f>að er einungis sett í eina heild í Kaupmh. Síðar í ritinu segir hann um uppdrættina : »og jeg som barn- födt paa Stedet, har otte Gantje aftegnet der inde, hvilken Afritsning er nöie corrigeret og efterseet i Aaret 1771 af Hans Höiær- verdighed Hr. Doct. F. Jonsen, Biskopover Skalholts Bispedömme, som ved sine Visi-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.