Ísafold - 25.11.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.11.1885, Blaðsíða 3
203 þeir þöndu líka út seglin og Ijetu vaða með súðum. • #Látum geisa gamminn!« sagði Berg og sat þráinslega við stýrið, þegar á þing var komið 5. október Estrúp lagði ekki fram bráðabyrgðafjár- lögin til umræðu ásamt fjárlögunum fyrir komanda ár; en sagðist koma með þau eptir fyrstu umræðu. »Slíks þarf ekki að bíða« sögðu vinstrimenn, og ljetu þau sjálfir upp borin, þrátt fyrir heimildarneitun Estrúps. Hjer urðu skjót umskipti, og var fyrst hrundið, 12. okt., fjárlögum þessa árs, þ. e. bráðabyrgðarfjárlögunum, er stjórnin gaf út í vor, og daginn á eptir skorubyssnalög- nmim, þ. e. bráðabyrgðalögunum um forboð gegn kaupum þeirra vopna. Sömu leið fór síðan fjárlagafrumvarpið nýja, fyrir fjárhagsárið 1886—87 ; var það fellt frá 2. umræðu 16. okt. með 77 atkv. gegn 21. Eptir þessi afreksverk hjeldu vinstrimenn —þingmenn þeirra og fulltrúar frelsisfje- laganna—hátíðarfund með sjer í leikhúsinu Kasínó. þar voru ný fánamerki vígð, og var þar margt borginmannlega talað. Enn stæltu menn móðinn; enn þótti byrlega blása. þetta var 18. október; en þrem dögum síðar tók annað að þjóta í björgum. Að áliðnum degi kom Estrúp heim að húsporti sínu 21. október, og stóö þar ung- ur maður fyrir, og spurði hann að nafni. Estrúp sagði til sin, og hjelt að hjer væri einhverri bón að svara, en hinn þreif þá marghleyping upp úr vasa sínum og hleyptj úr honum tveim skotum á ráðherrann. Fyrri kúlan kom í hnapp á frakkanum, reif hann af og renndi svo af niður í lafið. Hin síðari hæfði alls ekki, og mun hafa flogið undir armlegg ráðherrans, sem hann hafði álopti, er hann ætlaði að þrífa til mörðingj- ans. I því komu menn að og höfðu hend- ur á hinum unga manni. Hann er prent- sveinn, 19 ára að aldri, og heitir Júlíus Basmussen, vel látinn ella, en skapmikill og uppvægur af hatri við hægrimenn. Hann segist hafa verið aleinn um ráð sitt, og mun það satt vera; en auðvitað, að mórgum mundi ekki þykja ástæóulaust, aðsetja verk- ið í samband við pólitiskar æsingar vinstri- manna og heitunarorð ýmsra á málfundutn og í blöðum. Yinstrimenn ljetu jafnilla og hinir yfir tilræðinu, en vissu þegar á sig hreggið. Tveim dögum síðar var þingfund- um frestað til 18. desembers. Síðan hefir stjórnin ekki verið aðgjörða- laus. Löggæzlumönnum fjölgað um allt land og nýjar hermannásveitir skipaðar til að vaka yfir ró og friði, og vera til taks, ef á öðru skyldi bóla. Enn fremur eru birtar viðaukagreinir við hegningarlögin, sem leggja höft á ritfrelsi og ræðufrelsi. Hjer er mest tekið eptir hegningarlögum þjóðverja, en að sumu þó harðar kveðið Er þetta allt gert að bráðabyrgðarlögum. Hvað vinstrimenn hyggja til úrræða, er ekki hægt að vita; en bágt móti að bera, að þeir hafa rekið þann rembihnút á mis- klíðamálin, sem sumar þjóðir þykjast þurfa eggjar til að reiða. England. Hjer er engu svo sinnt, sem kosningunum, sem nú fara í hönd (24. nóv.). Báðir höfuðflokkar eru tvískiptir að því leyti, að hver um sig hefir deildarfor- ingja—Chamberlain af Viggaliði og Ban- dulph-Churchill af Tórýmönnum—sem egna öngla sína lýðveldisagni, en nú er dýpra rennt en nokkurn tíma áður fyr eptir at- kvæðum lýðsins, þar sem kjósendur eru nú 2 miljónum fleiri en áður, samkvæmt hin- um nýju kosningarlögum Gladstones. Til einkis að leiða getum um kosningasigur, en auðvitað, að hvorir um sig spá því sem þeir óska. Jafnframt því, að verið er að draga línu til landamerkja norðan að Afgaualandi, hverfa Engleudingar af kappi virkjum um borgina Herat og reisa varnarvígi á norð- urtakmörkum landsins, sem henni er sam- nefnt. þíbó Birmakonungur, harðstjórinn ó- þjáli, hefir nú bekkzt svo til við Englend- inga—gert upptækar eignir verzlunarfjelags í Bombay—,að þeir hafa hótað atförum. Láti hann ekki undir eins undan, eru honum þau forlög búin, sem hann hefir verðskuldað fyrir löngu, og kasta Englendingar þá eign sinni á landið. Feakkland. Kosningar gengu í fyrstu þjóðveldinu ekki í vil, en leiðrjettingin kom við eptirkosningarnar, þvi hjer hjeldu þjóð- liðsmenn betur saman. 1 þingliði þeirra eru 382, hinna 202. Menn búast við, að nú taki stríð og stapp við á þinginu meira en áður, og þurfti þó ekki á að gæða. þeir harðdrægu vinstramegin hafa fjölgað, og hinu megin einveldismenn. Einveldis- menn munu halda sjer vel saman í öllu, sem er þjóðveldinu til ógagns og hnekkis, þó þeir hljóti að öðru leyti að vera sundur- leitir; er þá undir komið, að þjóðveldis- menn varist það sjálfir, sem hinir leita bragða til, og að frekjumenn fylli ekki, sem opt fyr, flokk þeirra, þegar svo ber undir. Fynr skömmu komu þau tíðindi frá Ton- kin og Madagaskar, að liði Frakka veitti erfitt á báðinn stöðum, en það eru einmitt leiðangrarnir og landvinningarnir f öðmm álfum, sem stjórnin hefir orðið mestum á- tölum fyrir að sæta. J>ótt of mikið lagt í sölurnar fyrir óvfsan árangur. — Grévy rík- isforseti hefir sagzt mundu taka við nýrri kosningu. DeILA þÝZKALANDS OG SpÁNAB. Eptir uppástungu Bismarcks er ágreiningurinn um Karólínsku-eyjarnar kominn undir gerð Leós páfa. Vera má, að páfanum takist að stilla svo vel gerðinni, að bágt þyki betra að hitta, en málið er þó svo vaxið, að erfitt mun að sigla fyrir allan vanda. það hefir þegar vakið svo miklar flokka- deilur á Spáni, að ósýnt þykir, hvort stjórn- inni tekst að hamla mönnum frá óráði, og það mundi þá lengst komast, ef Spán- verjar vildu halda málinu til kapps við þjóðverja. En á hinn bóginn ugga menn, að óánægjan snúizt að fornu fari móti stjórn og konungi, ef flokkaoddvitarnir kalla, að ríkið hafi orðið fyrir hneysu og látið rjett sinn fyrir þjóðverjum. Fká Balkanslöndum. Málið sjálft, um samband Búmilíu við Bolgaraland, stendur í stað, og afarbágt að segja, til hvers helzt horfi, eða hvert veltast vill. Hver fregnin kemurofan 1 aðra,en á flestu má þó helztskilja, að öllum stórveldunum þykir ráðlegast, að kippa öllu í sama lag aptur. Nú er á erindrekafund gengið í Miklagarði, og engar áminningar sparaðar við Serba og Grikki, sem láta ósteflegast allra, og segjast eigi mega þola, að Berlínarsáttmál- anum sje í neinu raskað Bolgörum í vil, nema líkt hrjóti af til Serbíu og Grikk- lands. Hvern þátt Bússar hafa áttt í önd- verðu í djarfræði Bolgara, skjólstæðinga sinna, mun engum kunnugt; en nú er Bússakeisari orðinn jarli þeirra, Alexander, svo reiður, að hann hefir svipt hann for- ingjatitlum í her Bússa. Sumir ætla, að þetta sje forboði þess, að völdin verði af honum tekin, ef allt gengur saman með stórveldunum. þau óska öll, að halda friðnum órofnum; en allt undir komið, að hömlur verði hafðar á smáríkjunum. Marg- -ir eiga eptir mörgu að líta þar eystra; en rofni friðurinn, þá verður tveggja mest freistað að hlutast til, og það eru Bússar og Asturríkismenn, þvf hvorutveggju hafa lengi teflt um meginráðin í Balkanslönd- unum. það er Austurríki, sem Serbar treysta nú á. Frá Súdan. í austur frá Khartum ligg- ur kastalaborg, sem heitir Kassala. Hjer hefir setulið Egipta haldið lengi vömum uppi, og síðast á móti Osman Digma. það hefir líklega verið eptir eggjan Englend- inga, eða að þeirra undirlagi, að Abessiníu- keisari sendi mikinn her inn í Súdanslönd, að frelsa borgina úr umsát, og taka þar svo lönd undir sig til ómakslauna. Bas Alúla heitir herforingi keisarans, og bar fundum þeirra Osmans saman eigi langt á burt frá

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.