Ísafold - 02.12.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 02.12.1885, Blaðsíða 4
208 saman, eru alveg óvanir sjómennsku og hafa fengizt við jarðyrkju alla ævi; flestir þeirra eru sjómenn það sem eptir er ævinn- ar; þó skipsvistin sje ekki sem ákjósanleg- ust, er hún þó skárri en það sem þeir hafa vanizt, og arðurinn af ferðinni er 400—500 frankar að meðaltali,og það er ný bóla fyrir þá, að græða svo mikið fje á jafnstuttum tíma. Margir þeirra verða herskipaliðs- menn með tímanum, eða að minnsta kosti tefjast margir þeirra frá Islandsferðum á ári hverju við heræfingaskyldu þá, sem hvílir á þeim, svo það þarf árlega að beita sömu brögðunum til að fá svo marga menn sem þarf á fiskiskipin til Islands. Skipin leggja venjulega af stað í febrúar- mánuði, þegar tíðarfarið er einna harðast við Island, eins og allir vita. Skipin eru ekki búin út nema fyrir 4—6 menn, eins og áður er sagt, svo það ræður að líkind- um, að það sje ekkert sældarbrauð fyrir 12—20 manns, að hola sjer þar niður ; en þó verður einhvern veginn að baslast við það. það eru tvær vistarverur á skipun- um. Onnur er aptur í, en hin fram í. Aptur í eru 3—4 rúm, ef rúm skyldi kalla, hvort uppi’ yfir öðru, eins og kommóðu- skúffur, en fram í eru tvö. Skipstjórinn sefur í einu rúminu aptur í og enginn ann- ar, en í hinum sofa þrír menn til skiptis; því skipshöfninni er skipt í þrjár deildir, og sefur ein þeirra, en tvær fást við fiski- veiðarnar, þegar veður leyfir. það væri synd að segja, að rúmin væru góö: undir eru grjótharðar dýnur, en þunnar ullarvoð- ir ofan á. þarna fl'eygja þeir sjer fyrir í öllum fötunum, og fara ekki einu sinni úr þessum makalausu rosabullum, sem þeir eru í dag eptir dag. þær eru kallað- ar bússur norðanlands. Svo eru þeir nátt- úrlega opt holdvotir þar á ofan. það þarf ekki að lýsa búningnum á frakkneskum fiskimönnum við Island eða Flöndrum (svo eru þeir að minnsta kosti kallaðir við norðurland); því flestir Islend- ingar hafa víst sjeð hann sjer til leiðinda. þarna hanga garmarnir utan um þá, kar- bættir, en bæturnar allavega litar, eða hafa að minnsta kosti verið það í upphafi, en opt er ómögulegt að skera úr því, hvernig þeim hafi verið varið í öndverðu; því það sjer varla í þær fyrir skít, tjöru og grútarbrækju, eða þá að öllu þessu ægir saman. þegarvont er veður, eru sem allra fæstir uppi’ á þilfari, en hinir kotra sjer niður í klefunum, og má nærri geta, að það sje ekki þægilegt. Á íslenzkum þilskipum eru rúmiu víst fleiri að jafnaði, og skipshöfnin líka talsvert fáliðaðri; svo þar er allt hægra um vik. þegar gott er | aptur veður, sefur helmingurinn af Flönd- rum uppi’ á þilfari. Flandrar lifa mest á kexi, saltketi, kart- öplum og þorskhöfðu. Aptur er þeim illa við heilagfiski, og selja stundum Islending- um, sem hitta þá, ósköpin öll af því fyrir gjafverð; en optast sleppa þeir því, sem þeir draga. Auk þess hafa þeir vín eða öl og brennivín, og eru héldur drykkfelldir að jafnaði. Svona lifa þeir dag eptir dag og viku eptir viku, þangað til þeir- fara heimleiðis í ágúst eða september. D. Hitt og þetta. -— Blaðaskýrsla. Eptir hinni nýjustu blaða- skýrslu er tala blaða um allan heim nú sem stend- ur 35,000. par af 20,000 hjer í álfu, Norðurálfunni, og er mest um blöð á þýzkalandi (5,500). þá kemur England með 4000 blöð, þar á meðal 800 dag- blöð. Frakkland er viðlíka byrgt af blöðum; það koma út 1568 blöð í París, og 2506 annarstaðar. Italia 1400 blöð, þar af 160 dagblöð. Austuríkí 1200, þar af I50dagblöð. Spánn 850. Sviss 430. Belgía 400. m Holland 400. I Asíu koma ót um 3000 blöð alls. þar af 20OO í Japan. I K.ína er lítið um blöð; stjórn- arblaðið í Peking kemur samt út þrisvar á dag, sitt með hverjum lit. Á öllu Persalandi eru ekki til nema 6 blöð, I Afríku allri koma ekki út nema 300 blöð. En Amerika bætir það upp. þar koma út í Bandaríkjunum í Norður-Ameríku 12.500 blöð. þar á meðal 20, er Svertingjar standa fyrir. Á ensku eru 16.500 alls í heiminum, á frönsku 7000, á þýzku 8000. — Mannkynssagan getur um 2,540 konunga og keisara í 64 löndum. þar af hafa 199 verið reknir frá ríkjum ; 64 selt af höndum völdin sjálfkrafa; 20 fyrirfarið sjer; 11 orðið vitstola; 100 fallið í hernaði; 25 hlotið píslarvættisdauða : 145 verið myrtir með vopnum eða ofbeldi; 62 verið drepnir á eitri ; 108 verið hengdir eða hálshöggnir eptir dómi. AUGLÝSINGAR í samleldu máli m. smáletri kosia 2 a. (þakkaráv. 3a.) hverl orí 15 siata frekast m. ö5ra letri eía setning 1 kr. tjrir þumlung dálks-lengdar. Borjun úl í hönd- þegar maður vill tryggja líf sitt hjá lífs- ábyrgðar og framfœrslustofnuninni frá 1871, er þannig að farið : 1. Beiðandi tryggingar verður að svara ýms- um spurningum, sem prentaðar eru á eyðublöðum, sem til þess eru ætluð. Svör- in verða að vera á dönsku, eins og spurn- ingarnar. Eyðublöðin fást ókeypis hjá undirskrifuðum og munu innan skamms fást hjá öllum hjeraðslæknum landsins. 2. Ef tryggingin, sem beðið er um, er þess eðlis, að lœknisvottorð þarf samkvæmt hinum prentaða leiðarvísi, verður beið- andi tryggingar að láta lækni skoða sig. Fær hann þá hjá lækninum forsiglað vottorð, sem beiðandi tryggingar ekki má opna nje hnýsast í. 3. Hver sem vill tryggja sig, þarf að senda stofnuninni löglegt aldursskýrteini, ann- aðhvort frumritaða útskript úr kirkju- bókinni (skírnarvottorð) eða eptirrit af slíkri frumritaðri útskript, staðfest á lög- legan hátt. 4. þessi umræddu skjöl—eyðublöðín útfyllt af beiðandanum, aldursshý’rteinið og, ef þarf, lœknisvottorðið—er bezt að senda undirskrifuðum, en beiðandi getur og sent þau beina leið til stofnunarinnar. þeir sem kaupa sjer lífsábyrgð eða þegar hafa keypt hana, verða að muna eptir því, að borga iðgjald sitt á rjettum gjald- daga, því sje iðgjaldið ekki komið á til- teknum degi, liggur sekt við, og, ef of lengi dregst, ógilding ábyrgðarinnar. Bvík 85 J. Jónassen. Til almennings! Læknisaðvörun. þess hefir verið óskað, að ég segði álit mitt um „bitter-essents‘‘, sem hr. C. A. Nissen hefir búið til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama-lífs-essents. Ég hefi komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Ég verð að segja, að nafnið Brama-lífs-essents er mjög vill- andi, þar eð essents þessi er með öllu ólikr inum ekta Brama-lífs-elixir frá hr. Mans- feld-Bullner & Lassen, og því eigi getr haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn egta. þar eð ég um mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld- Bullner & Lassen er kostabeztr, get ég ekki nógsamlega mælt fram með honum einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. K.aupmannahöfn 30. júlí 1884. E. .7. Melchior, læknir. Einkenni ins óekta er nafnið C. A. NiSSEN á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egta Brama- lífs-elixir eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld- úllner & Lassen, sem einir búa til inn verðlaunaða Brama-lífs-elixir, KAUPMANNAHÖFN. [4r. Söfnunarsjóður í Reykjavik. Með þessu blaði fá hinir stærri útsölumenn ísafoldar sjer- prentaða Samþykkt Söfnunarsjóðsins, með skýring- um og athugasemdum. Bitstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja Isafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.