Ísafold - 16.12.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.12.1885, Blaðsíða 3
215 Vegagerð á J>orskafjarðarheiði. Mjer hefir komið til hugar, að mmnast með nokkr- um orðum á veginn á forskafjarðarheiði, sem mjer finnst vera einn með helztu þjóðveg- um landsins, en nú um langan tima hefir ekki verið hreyft við, hvorki unnið að honum eða talað um annað en hann væri fullgóður það sem komið er; en mjer virðist hann hafa svo marga og stóra galla, sem hægt er að koma fyrir á jatnstuttum spotta. J>að er fyrst, að hann er lagður á mjög ó- heppilegum stað, og kemur þess vegna aldrei almeuningi að tilætluðum notum, þar sem hann nú er. Annað er það, að það er mjög litið kapp lagt á að gera þann umrædda veg:, þar ekki hafa nú ár eptir ár fengizt peningar til þess. Sýnist það þó mjög nauðs\n)egt, að kapp væri lagt á að gcra veg yfir þá heiði, sem er jafu- fjölfannn þjóðvegur og póstvegur vetur og sum- ar, og þar að auki landssjóðsvegur. En það sjer nú ekki vel á þeim vegi, þvi heiðin er jafn ófær og hún var áður fyrir þann veg sem lands- sjóður kostaði, og getur vel heitið mestan hluta ársins alveg vegleysa, bæöi fyrir menn og hesta; nema þeir, sem verða að nota gamia veginn sem fyrir mörgum árum var talinn ófær og það með rjettu. Og er bágt til þess að hugsa, að menn skuli leggja erfiði og peninga í þann veg, sem verður að engum notum; hann er látinn vera hálfgerður ár frá ári, hann verður ekki farinn nema nokkrar vikur á sumrinu, þegar fara má allt sem fariö verður nokkurn tima. Hann er lagður á þeim óheppilegasta stað, sem orðið gat, yfir algerlega ófæru, og virðist þó sannar- lega þörf á, að gera vegina sem greiðfærasta og leggja þá svo liaganlega, að þeir yrðu sem optast farnir, vetur og sumar, og þó hvergi jafnnauðsynlegt, eins og yfir fjölfarnar heiðar, þar sem almennt er verið að brjótast yfir þær lítt færar og jafnvel ófærar, hvort heldur það er af nattúrunnar völdum eða manna völdum. Nú vil eg lika geta þess, hvar mjer hefir komið til hugar að vegur yrði lagður betri en þessi svokállaði ífyi vegur eða rjettara sagt ó- vegur, og það er heim brúnina á Kollabúðadal, að austanverðu, og ofan Töglin; og mun sá veg- ur optast fær; bæði veröur þar jafnaöarlega mínni fönn og eugin gil eða ár’ sem verða nokkurn tíma ófær, og mjer hefir ekki fundizt það mik- ið lengra en þar sem vegurinn nú liggur heim dalinn sem er jafnaðarlega ófær af fönnum og svo er þar gi), sem optast er ófært. Ekki mundi heldur kosta mikið meira vegur heim brúnina ofan að bæ, heldur en að endurbæta veginn, sem áður var lagður; því það verður aldrei vel gert nema með miklum kostnaði. J>að kann vel að vera, að vegurinn þyki nokkuð bættulegur eptir þessari brún í byljum og myrkviðri; en þó finnst mjer það ekki svo, að ekki mætti þess vegna hafa þar veg, ef honum væri aunars breytt; því það er einung- is brött hlíð, en ekki klettar, og leggur á sum- um stöðum snjóhengjur. En það er svo mjög víða, að þannig hagar til og verður ekki um flúið, og þó talinn lítill galli, sje vegurinn að öðru leyti góður, enda mun það seintverða, að vegur komi á J>orskafjarðarheiði sem ekkert verði að fundið, og getur þó mikið breytzt til batnaðar. Rvík í júlímán. 1885. Arni Gislason (vestanpóstur). Ferðapistlar eptir f.'btua-ÍS eVliotoc’ðoeM. (xxiii)X0_ Neapel 30. maí 1885. Hvergi hefi jeg komið hjer í kring um Neapel, þar sem mjer hefir þótt jafn ynd- islega fagurt, eins og á Capri. Ey þessi liggur fyrir utan Sorrentóskag- ann, og er hún girt háum hömrum nær á alla vegu; þangað er rúmra tveggja stunda ferð á gufuskipi frá Neapel. Gufuskipin, er fara til Capri, liggja út á höfninni, en eigi við land, svo fjöldi báta er á ferðinni fram og aptur með farþegja milli skips og lands. Á þilfarinu var mesti mannfjöldi, ferðamennvir ýmsum löndum, og mátti þar heyra margar tungur. f>ar var stór flokkur af Englendingum, sem hlýddi einum foringja, er benti þeim á, hvað skoða skyldi. það er orðið algengt, að slíkar Englendingalestir fara um löndin sem logi yfir akur; stór verzlunarhús í London aug- lýsa, að maður geti fengið að sjá tiltekið land fyrir visst verð, ef nógu margir fást til þess að verða samferða; geta menn á þann hátt ferðast töluvert ódýrara en ella; en hver sá, sem er í slíkri lest, verður að fylgja forustusauðnum, sem til er fenginn að sýna hið merkasta; verður því lítið frjálsræði fyrir einstaklinginn. í þessari lest voru menn úr öllum áttum. Jeg hafði t. d. tal af einum kaupmanni frá Nýja-Sjálandi, sem var að fara skemmtiferð um Európu; er það hinn eini andfætlingar, sem jeg hefi hitt á ferð minni. Á skipinn var mikil gleði og glaumur; því enginn hugsaði um annað en að skemmta sjer sem bezt; þar var fjöldi af sölumönn- um, sem voru að pranga með kóralla, ýmsa smíðisgripi o. fl. Farþegjarnir sátu á stól- um og bekkjum undir sóltjöldunum og þyrptust saman í smáflokka; voru sumir að reykja, sumir að drekka Capri-vín eða Marsala; unga fólkið að hoppa fram og aptur, segja skrítlur og hlægja, en á miðju skipinu stóðu nokkrir söngmenn frá Neapel, ljeku á »guitara« og sungu þjóðsöngva, en skipið leið áfram fram með ströndunum og hömrunum á Sorrentó-skaganum um sjóinn spegilfagran. f>að er ekki ofsögum sagt af því, hve sjórinn er fagur við Napoli; sama sjávarlit hefi jeg aldrei sjeð á Islandi; hafið er dimm- blátt, eins og blámi í hyldýpis-jökulsprungu; en öldukambarnir loga sem hráðið gull, þeg- ar sólargeislunum slær á þá. Vjer stóðum við dálitla stund í Sorrentó; það er mjög fagur bær; húsin mjallahvít innan um skógana á klettabrúnunum, en þrep höggvin í klettana og hellrar. Vjer stefndum upp undir hæstu hamrana norðan til á Capri til þess að skoða filá- hellir. Eyjan er yfir 1800 fet á hæð og hefir brimið brotið dældir í hamrana og hellisskúta, og erBláhellir frægastur þeirra allra. Hellir þessi fannst eigi fyr en 1826. Er mjög lítið op inn að fara, en stórar hvelf- ingar, þegar inn er komið, og mikill hluti hellisins neðansjávar. f>ar biðu smábátar við hellismunnann, og komust 3 menn í hverja kænu. f>egar inn er farið, verða menn að leggjast niður í bátunum til þess að reka sig ekki upp undir. þegar maður er skroppinn inn fyrir dyrnar, gefur heldur en eigi á að líta; allt sýnist þar inni ljósblátt með einkennileg- um blæ, hvelfingarnar, mennirnir, bátarn- ir; við hvert áratog glitrar sjórinn eins og maurildi, með gylltum og silfruðum blæ. þetta einkennilega litskraut hefir gert hell- irinn frægan um ailan heim. Til þess, að birtan komist inn í hellirinn, verða ljósgeislarnir fyrst að falla gegnum sjóinn; því hellismunninn er svo lítill, og svo slær ljósbláa glampanum frá vatninu upp um hvelfingarnar. Inni í hellinum voru 10 bátar og var gott svigrúm fyrir alla. það var eins og vjer værum komnir í annan heim í þessum kátlegu ljósaskiptum ; þögn var yfir öllu, en bátarnir liðu áfram eins og Karons-ferjur með bleikar vofur, og hurfu f myrkrinu til beggja hliða. þegar vjer vorum búnir að skoða hellir- inn, hjeldum vjer suður með berginu að lendingarstaðnum; þar er hallandi land, en bratt niður að sjó, allt reyfað í skógi og hús- á milli, en allmikið þorp niður við sjóinn. þegar vjer vorum komnir nálægt landi, komu á móti oss bátar með strákum á syngjandi; þeir rjeru að skipinu og buð- ust að sýna íþrótt sína, því þeir eru synd- ir sem selir; köstuðu menn í sjóinn stór- um eirpeningum, og sást þá í sama svip í iljarnar á strákunum, og kom allt af ein- hver þeirra upp aptur með skildinginn í hendinni eða milli tannauna. þegar vjer komum í land og settumst á svalirnar fyrir framan gestgjafahúsin við sjóinn, komu til vor laglegar stúlkur með karfir fullar af kóröllum, er þær buðu til sölu, og var mikið af þeim keypt. Capri er aflöng og söðulbökuð; hæstu klettarnir eru að norðau, en suðurendinn lægri. Jeg fjekk mjer múlasna og reið upp á eyna; hljóp strákurinn, sem átti með asnann, allt af á eptir mjer með prik í hendi, og hottaði og truttaði á asnann; var þess reyndar engin þörf, því reiðskjót- inn var viljugur og brokkaði, þó bratt væri. Uppi á eynni er þorpið Capri; þar eru

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.