Ísafold - 16.12.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 16.12.1885, Blaðsíða 4
216 hús með flötum þökum hvert upp af öðru milli trjánna, og svalir umhverfis; útsjón- in er mjög fögur yfir eyna og hafið; dal- verpin eru ágætlega ræktuð og allt þakið vínviði, skógur í hverri klettasprungu, skringilega lagaðir kaktusar milli ste-inanna og pinjur hjer og hvar. A suðurenda eyjarinnar sjást enn miklar rústir af höll Tíberíusar keisara; þar er klettur 760 fet á hæð, sem heitir Salto; þar ljet Tiberius hrinda mönnum fyrir björg ofan, er hann hafði grunaða um gæzku, og horfði sjálfur á sjer til skemmt- unar. Um kveldið sneri jeg aptur til Neapel; veðrið var mjög gott og útsjónin ljómandi um sólarlagið; var gaman að sjá fiskibát- ana skauta seglum um allan flóann; þeir voru að sigla heim til Neapel með veiði sína. Hitt og petta. A flið í Niagarafossinum. Ameríkskur mannvirkjameistari, er Ehodes heitir, hefir reiknað nýlega aflið í Niagarafossinum. Hann segir, að það renni að meðaltali 275,000 teningsfet af vatni niður fossinn á hverri sekúndu, og ætlar hann, að þungi þessarar vatnsfúlgu muni samsvara 7 milljón hesta afli. Til þess að hagnýta sjer þetta afl í 10 mílna fjarlægð á alla vegu, með vatnshjólum og rafmagnstólum, segir hann muudi þurfa svo mikinn umbúnað, að kosta mundi 5,000 milljónir dollara. Nýlendur. Ekkert ríki á nándarnærri aðrar eins nýlendur í öðrum álfum og Eng- land. það telst svo til, að Englendingar eigi 65 ferh. mílur í öðrum álfum fyrir hverja 1 ferh. mílu í heimaríkinu. Næst er Holland; það á 54 ferh. mílur í öðrum álfum fyrir hverja 1 ferh. mílu í heimarík- inu. þá er Portúgal með 20 á móti 1, Danmörk með 6 : 1, og loks Frakkland með 2 : 1. Lönd Bretadrottningar eru 10,000 ferh. mílum stærri en allt Eússa- veldi, og taka yfir hjer um bil sjötta part allrar jarðarinnar. AUGLÝSINGAR ísamfeidu máli m. smáletri kosla 2 a. (þakicaráv. 3a.) hvert orí 15 siala frekast m. öSra letri eða setning 1 kr. fjrir þumlunj dálks-lengdar. Borjun út í hönd Samkvœmt reglum um „Gjöf Jóns Sigurðssonar", staðfestum af kon- ungi 27. apríl 1882 (Stjórnartíðindi 1882 B, 88. bls.), og erindisbrjefi, samþykktu á alþingi 1885 (Stjórnartiðindi 1885 B. 144. bls.), skal hjermeð skorað á alla þá, sem vilja vinna verðlaun af tjeðum sjóði fyrir vel samin vísindaleg rit, viðvíkjandi sögu landsins eða bókmenntum, lögum þess, stjórn eða framförum, að senda slík rit fyrir lok febrúarmánaðar 1887 til undir- skrifaðrar nefndar, sem kosin var á sið- asta alþingi til að gjöra að álitum, hvort höfundar ritanna sjeu verðlauna verðir fyrir þau, eptir tilgangi gjafarinnar. Bitgjörðir þœr, sem sendar verða i því skyni að vinna verðlaun, eiga að vera nafnlausar, en auðkenndar með einhverri ein- kunn. Nafn höfundarins á að fylgja í lokuðu brjefi með sómu einkunn, sem rit- gjörðin hefir. Keykjavík 9. desember 1885. Magnús Stephensen. Eiríkur Briem. Björn Jónsson. Lögtak verður gert fyrir óloknum gjöldum til dóm- kirkjunnar fardagaárið 1884—'85, ef þau ekki eru greidd innan 8 daga. Bæjarfógetinn í Reykjavík 11. desemb. 1884. E. Tli. Jónassen. Jörð til sölu. Hálflenda jarðarirnnar Kross á Akranesi er laus til ábiiðar í nœstu fardögum. peir sem kynnu að óska að fá þetta jarðnœði, geta snúið sjer til hr. bœjarfógeta E. Th. Jónassens, er hefir byggingarráð á tjcðri hálflendu, innan útgöngu janúarmánaðar nœstkomandi. par eð kaupmaður Finnur Finnsson í Borgarnesi hinn 30. f. m. hefr framselt bú sitt scm gjaldþrota til skiptameðferðar, þá er hjer með samkvœmt lögum 12. aprtl 1878,22. gr., og opnu brjefi 4. jan. 1861, skorað á alla skuldheimtumenn í tjeðu þrota- búi, að lýsa skuldakröfum sínum áður en 12 mánuðir sjeu liðnir frá siðustu birtingu þessarar auglýsingar og sanna þær fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu. Kröfum þeim er seinna er lýst en nú var getið, verður eigi gaumur gefinn. Skrifstofu Mýra-og Borgarfjarðars. 2. nóv. 1885. Guðm. Páísson. A götum bœjarins hefir fundist vefjargarn. Ritstj. vísar á finnanda. ^riðjudag 22. þessa mán. kl. 6. e. m. lield- ur Björn L. Bl'óndal sundkennari hjer í Rvík að öllu forfallalausu fyrirlestur um sundkennslu og nytsemi þess náms. Fyrirlest- urinn verður haldinn á borgarasalnum (i Hegning- arhúsinu) hjer í bænum, og kostar inngangur fyrir hvern mann 20 aura. Inngöngumiðar fást hjá verzlunarm. Konráð Ó. Maurer (Geirsbúð) 21. og 22. þ. m. og við innganginn. Ágóði ef nokkur verður rennur i sjóð Sundfjelags Reykjavikur. Sjerstaklega er skorað á þá, sem eru eða hafa verið lœrisveinar sundkennarans, að scekja vel fyrirlesturinn. Von er um söngskemmtun fyrir og eptir fyrirlesturinn. / iJSF” í skrautbandi f.íst Ljnömirli Stgr. Thor- stcinsons hjá Sigurði Kristjánssyni (i ísafoldar- prentsmiðju) og hjá Halldóri þórðarsyni bók- bindara. Kosta 3 kr. — Hentugar jólagjaflr. Jörðin Reykir i Lundareykjadal með 1 hundr. landskuld Og 3 kúgildum fæst til kaups og ábúðar i næstkomandi fardögum. Lysthafendur snúi sjer til Jóns Kristjánssonar í Reykjavík mánudag 25. janúar 1886. Njóla. I’eir sem hafa fengið hjá mjer Njólu, 3. útg., og ekki eru enn búnir að gera mjer skil fyrir, eru beðnir að gjöra það sem allra fyrst. Rvík 14. des. 1885. JSn Árnason. fieir, er bækur hafa að láni af Landsbókasa/n- inu, áminnast um, að hafa skilað þeim viku fyrir jól (17. des.). u/12 85. Jón Árnason. Til iilmeniiings! Læknisaðvörun. pess hefir verið óskað, að ég segði álit mitt um „bitter-essents“, sem hr. C. A. Nissen hefir búið til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama-lifs-essents. Ég hefi komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Ég verð að segjs, að nafnið Brama-lífs-essents er mjög vill- andi, þar eð essents þessi er með öllu ólíkr inum ekta Brama-iífs-eiixir frá hr. Mans- feld-Bullner & Lassen, og því eigi getr haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn egta. f>ar eð ég um mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld- Búllner & Lassen er kostabeztr, get ég ekki nógsamlega mælt fram með honum einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1884. E. .7. Melchior, læknir. Einkenni ins óekta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egta Brama- lifs-elixir eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-úl Iner & Lassen. sem einir búa til inn verðlaunaða Brama-lífs-elixir. KAUPMANNAHÖFN. [4r. Nærsveitamenn eru beðnir að vitja ísafoldar á afgreiðslustofu hennar, sem er í ísafoldarprentsmiðju, við Bakarastíginn, 1. sal; — nema Seltirningar i búð N. Zim- sens (Knudtzons verzlun), og Kjósarmenn og Kjalnesingar í búð S. Johnsens. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. ph.il. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.