Ísafold - 23.12.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.12.1885, Blaðsíða 3
hversu mikið traust sem maður kann að ] hafa á ráðdeild og dugnaði hinna næstu erfingja sinna, þá getur hann þó eigi haft það traust á niðjum þeirra, sem ófæddir eru. Og þótt fje ávaxtist og aukist mann eptir mann, þá þarf eigi nema að eins einn ráðleysingja til að eyða því öllu ; hann get- ur einn eyðilagt alla ávextina af sparsemi, ráðdeild, iðjusemi og dugnaði hinna fyrri manna. Eins og sá sem fer óvarlega með eld getur á stuttri stund eyðilagt það sem margir menn um langan tíma hafa verið að byggja, þannig getur einn eyðslumaður á skömmum tíma eytt því, sem margir menn hafa varið mikilli fyrirhöfn til að afla. Sá sem setur fje á erfingjarentu fer í tilliti til þess líkt að eins og sá, sem sjer um, að aldrei sjeu óvitar einir heima, er kynnu að brenna bæinn. En fjeð þarf eigi að kom- ast í hendur neinum ráðleysingja, til þess að eptirkomendunum verði það að litlu liði. Sá þykir fara vel með fje sitt, sem eigi lætur það rýrna, þótt eigi bæti hann við, þ. e. þótt hann eyði öllum vöxtunum; en ef hann á fleiri en einn erfingja, þá verða þeir þó fátækari en hann var, og þannig getur efnahagurinn gengið niður á við. Mörgum atorkusömum ráðdeildarmanni geta og brugðist svo fyrirtæki sín, að hann hafi minna að eptirláta erfingjum sínum en hann tók við. Margföld reynsla sýnir einn- ig, hve fljótt jafnvel mikill auður hverfur hjá niðjunum, og þótt leifar hans haldist stundum alllengi við hjá sumum ættliðun- um, þá eru hinir liðirnir optast margfalt fleiri, þar sem hans sjer engan vott eptir svo sem tvo mannsaldra eða jafnvel fyr. |>ótt flestir þurfi yfir höfuð á öllu fje sínu að halda, sjer og sínum til uppeldis.og megi eigi missa það sem neinu nemur frá atvinnn sinni, þá mundu margir þó geta sett nokkuð lítið eitt á erfingjarentu, án þess þeim væri það tilfinnanlegt, ef þeir eru sannfærðir um nytsemi þess; sjerstaklega mundu menn opt geta, án þess að það væri neinum til meins, ákveðið, að þannig skyldi fara með nokkurn lítinn part af því, er þeir láta eptir sig. En þvhfremur hafa þeir sem allvel eru efnum búnir, ástæðu tilþess, að setja að sjer lífs eða liðnum nokkurt fje á erfingjarentu. það má telja víst, að ein- hverjir niðjar þeirra muni áður en á löngu líður sakna þess, ef þeir láta það ógert. |>ví fleiri sem settu fje á erfingjarentu, því optar mundi það koma fyrir, áður en á löngu liði, að vaxtaeigendur að slíku fje giptust saman, og því meira mundi bæði þá og niðja þeirra muna um tekjurnar af því. En með því ættirnar með tímalengd- inni tengjast saman og kvíslast á alla vegu, þá mundi að lokum svo fara, ef slík ráðstöf- 219 P<' uti á fje yrði nokkuð almenn, að hver mað- ur af þjóðinni væri borinn til að fá að for- eldrum sínum látnum sívaxandi æfilangar eignartekjur. Hann mundi þá eigi að eins hafa hina meðfæddu krapta sálar og lík- ama til að vinna fyrir sjer, sem opt reyn- ast ónógir einir sjer til að varna örbyrgð og skorti, heldur mundi hann og eiga hlut- deild í nokkurri eign, hvernig svo sem for- eldrar hans eða næstu forfeður hefðu farið með efni sín; hann mundi vera fæddur til eignar, fæddur með rjetti til nokkurrar hlutdeildar í eign þjóðarinnar, til nokkurr ar hlutdeildar í ávöxtunum af iðjusemi og sparsemi hinna fyrri kynslóða. Eómaborg var ekki byggð á einumdegi, og á skömmum tíma verður eigi komizt langt áleiðis. Svo mjög sem fjeð getur vax- ið með tímanum, er við það er jafnótt bætt nokkru af vöxtunum, og á svo hátt stig sem sem efnahagur manna getur komizt með því að nota það til lengdar, þá gætir þess eigi mikið á fáum árum. Af þessu leiðir, að menn gefa því almennt eigi þann gaum, sem vert er, hve þýðingarmikið þetta er, og þó má álíta víst, að góður efnahagur einnar ættar og velmegun einnar þjóðar sje hvað mest undir því komið, að menn um nokkuð langan tíma hafa þá aðferð, að eyða eigi öllum vöxtunum af fje sínu. Með því að setja fje nokkurt á erfingjarentu, þá tryggja menn, að aðferð þessi sje við það höfð, og sem dæmi þess, hversu mikla þýð- ingu það gæti haft fyrir niðjana má nefna þetta. Vjer getum hugsaðoss; að lslend- ingar settu árlega á erfmgjarentu svo sem 50,000 kr. (þetta samsvarar hjór um bil ein- um tíunda parti af því, sem undanfarin ár hefir verið varið hjer á landi fyrir ölföng),og þótt gert sje ráð fyrir, að ávallt væru árlega teknir hálfir vextirnir af hinu safnaða f je, þá mundi með 4/° ársvöxtum sá helmingur, sem út væri borgaður, eptir 35 ár nema eins miklu á ári eins og það, sem sett væri ár- lega á erfingjarentu; eptir 100 ár mundi að honum vera mikill styrkur, en eptir 215 ár mundi þessi helmingur vaxtanna nema hjer um bil eius miklu árlega, eins og allar þær útlendu vörur kosta, er nú flytjast á ári hverju til landsins. þeir sem þá lifa og þó fyrri sje, mundu sannarlega þakka fyrir, að forfeður þeirra hefðu gert ráðstöfun, sem þeim væri svo mikill styrkur að. Söfnunarsjóðurinn f Eeykjavík er stofn- un, sem sjerstaklega er löguð til þess að gefa þeim kost á að setja fje á erfingja- rentu, er þess kynnu að óska. Ferðapistlar eptir p>tva-0 eTfiotodd'i&n. Cxxivyssr (Síðasta brjef.) Venedig 3. júní 1885. Erá Neapel fór jeg austur til Ancona og svo norður með Adríahafi til Bologna og svo til Venedig; er vfða yndisfagurt á þeirri leið, en jeg verð rúmsins vegna að sleppa að lýsa því í þetta sinn. Við mynnið á Po er sléttan flöt, sem sær í logni, og hver blettur ræktaður; næst ströndinni er orðið mjög votlent, fen og tjarnir fullar af slýi og sefi; þar er lít- ið um trje, nema kring um húsinn og þorpin. Eins og kunnugut er, var farið að byggja Venedig á 5. öld, á smáeyjum fyrir utan Pómynni, þegar Atila og aðrir ófriðarsegg- ir ösluðu um Italíu, svo fjöldi manns varð að stökkva af landi og leita sjer hælis þar, sem illþýðið gat eigi náð til þeirra. Borgin stendur á 118 hólmum; þar eru nú 130,000 íbúa og 15,000 hús. Frá meginlandi er lögð járnbrautarbrú hálfa mílu á lengd út til bæjarins. Um Venedig hefir mikið verið rætt og ritað, enda er það einhver hin einkenni- legasta borg, sem til er, og víðfræg í sög- um og ljóðum; hjer verð jeg sem fyr að eins að minnast á einstök atriði. Á járnbrautarstöðvunum sjest fljótt, að þessi borg er með öðrum hætti heldur en þær, sem eru á meginlandinu; í þeim eru fjölda margir vagnar frá gestgjafahúsunum til þess að taka á móti ferðamönnum, en hjer liggja margir einkennilega lagaðir bát- ar (gondólar), sem flytja ferðamenn um borgina, hvert sem þeir vilja. Bátar þess- ir eru mjóir, hnífþunnir að framan og drag- ast upp í rana; þeir líða hljóðlaust áfram eins og fuglar, og smjúga gegn um hvert sund og hverja holu; stendur ferjumaður- inn aptan á með breiðblaðaða ár f hendi og stýrir bátnum með mesta fimleika; ferju- menn hafa sjerstakan einkennisbúning, rönd- ótta skyrtu og skotthúfu. í miðjum bátn- um er skýli, sem farþegjar sitja inni í; allir eru bátar þessir svartir á lit, og líkir hver öðrum; fyrr á tímum voru þeir pentaðir margs konar htum, opt silfur- og gullbúnir, og jafnvel settir dýrum steinum ; vildi hver hafa semfegurstan bát, og varkapp mannasvomikiðog skrautgirni,að sumirfóru á höfuðið fyrir það; varðþvf bæjarstjómin að láta það boð út ganga, að allir »gondól- ar« skyldu vera eins htir og eins búnir. I öðrum borgum em götumar harðir stein- ar og stjettir; hjer eru þær eintómir skurð- ir, og verða menn að fara allt sjóveg um borgina; rísa húsin þverhnýpt upp úr

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.