Ísafold - 23.06.1886, Side 4
4
a, til endurbótar á póstvepmum frá Kr.
Laugardælaferju út að Kömbum . 150.00
b, til ýmsra kafla á póstveginum frá
Skeggjastöðum austur yfir Lamba-
staða-engjar...................... 50.00
c, til framhalds brúargjöðinni á póst-
veginum fyrir framan Krókskot . . 800.00
d, til Geysisvegarins í Biskupstungna-
hreppi............................ 14.00
e, til viðgerðará veginumyfir furármýri:
1. til endurborgunar láni, er leyft
var að taka fyrra ár . . 28.25
2. til endurbótar í ár . . . 40.00 68.25
f. til vegarins frá Kotferjustað að
Torfeyri:
l.til borgunar vinnu, er unn-
in var f. á. upp á væntan-
legt sambykkinefndarinnar 62.00
2. til vegagerðar í ár . . . 100.00 J62.00
g, til vegarins yfir Grafnings-
háls að Spóastaðaferju.............125.00
og sjeu 25 kr. af þeim brúkaðar til
ruðnings á Grafninghálsi.
h, til vegarins frá Oseyrarnesi að Baug-
stöðum :
1. til endurborgunar láni, er
leyft var að taka 1. á. . . 123.74
2. til vegabótar í ár ... 170.00 293.74
i, til vegarins frá Torfeyri að Vatna-
stekk................................. 50.00
j, til brúar hjá Gilvaði í Hraungerðishr. 12.00
k, til Asavegarins í Villingaholtshreppi 50.00
l, til Ásavegarins í Gaulverjabæjarhr. 80.00
m, til brúarinnar í Ragnheiðarstaðasundi 40.00
n, til Melabrúarinuar.................. 325.25
o, til endurgjalds á skuld sýsluvega-
sjóðsins............................. 633.51
= 2853.75
Ef styrkurinn úr landssjóði verður minni en
um er beðið, er ætlazt til, að vegagerðin undir
staflið c. verði út undan.
Nefndin biður amtsráðið að hlutast til
um, að hinn útlendi vegfræðingur fáist til
að standa fyrir póstvegagerðinni hjer í ár,
og að styrkurinn úr landssjóði gæti þá
orðið allt að 2000 kr. En þó hann fáist
ekki til forstöðu, að hann samt verði send-
ur til að skoða póstvegabrautina, sem þeg-
ar er gerð, og gefa bendingar um: 1. hvort
slíkum brautum mætti eigi án verulegs
kostnaðarauka haga svo, að síðar gætu að
notum komið sem akbrautir; 2. hvað
kosta mundi hentug vjel til að mölva
hraungrjót ofan í vegi, og hvort grjótmuln-
ing með slíkri vjel mundi verða ódýrari,
en með almennum hömrum.
Um framkvæmd sýsluvegavinnunnar var
ákveðið, að hreppsnefndum sje falin um-
sjón og framkvæmd hennar alstaðar, nema
að vinnan að Melabrúnni sje boðin upp á
undirboðsþingi og að póstvegargerðin 1
Hraungerðishreppi sje einnig boðin upp,
nema því að eins, að vegfræðingurinn fáist
þar til forstöðu.—Til aðstoðar oddvita í
að samþykkja undirboðin voru kosnir:
fyrir Melabrúna nefndarmenn Stokkseyrar
-og Ölveshreppa , og fyrir póstveginn
nefndarmenn Hraungerðis -og Skeiða-
hreppa.—Fáist ekki viðunanlegt boð, er
umsjón vinnunnar falin forstöðunefndum ,
og í þær kosnir: fyrir Melabrúna nefndar-
menn Stokkseyrar- Sandvíkur- og Ölves-
hreppa, fyrir póstveginn nefndarmenn
Hraungerðis- Skeiða- og Yillingaholtshreppa.
Lúðvík Alexíussyni, verkstjóra Melabrú-
arinnar í vetur, voru veittar 12 kr. í ferða-
kostnað næstl. haust.
28. Skýrslur um aukavega-vinnu voru
komnar frá öllum hreppum, en frá nokkr-
um þeirra að eins yfirlýsing um, að vel hafi
verið unnið lögum samkvæmt. Anýjar
nefndin áskorun sína til þessara hreppa um
að gefa greinlega skýrslu.
29. Skýrslur um refaveiðar voru komnar
frá þeim hreppum, sem að þeim vinna.
30. Mælt var með beiðni Selvogs-
hrepps um 100 kr. úr landssjóði til full-
gerðar vegabótum á Grindaskarðavegi.
31. 1 kjörstjórn við kosningar til næsta
alþingis voru kosnir: sýslunefndarmaður
Hraungerðishrepps og Isleifur prestur Gísla-
son í Arnarbæli.
32. Nefndarmaður Stokkseyrarhrepps
lagði fram álitsskjal og teikningu Balds
»arkitekts» um fyrirhugaða brú yfir »Sog« ;
ber það með sjer, að brúin muni kosta
10—12,000 kr. Nefndin viðurkennir nauð-
syn þessa fyrirtækis, en sjer ekki fært, að
sinna því nú, þar sem hún hefir orðið að
ráðast í stórkostleg lán fyrir vegasjóðinn til
óumflýjanlegra fyrirtækja.
33. Skýrslur voru komnar frá hlutað-
eigandi hreppstjórum um lögferjur í sýsl-
unni, og lýstu þær því, að ferjur væru al-
staðar í góðu standi.
34. Einar bóndi Einarsson á Gíslastöð-
um hafði beðið um, að lögferjan verði apt-
ur flutt frá Ashrauni að Gíslastöðum.
Nefndin frestar þeirri breytingu að svo
komnu.
35. Oddviti Biskupstungnahrepps biður
um, að ferjubóndanum á hinum nýja ferju-
stað Böðmóðsstöðum verði sendar reglur
fyrir ferjumenn, og gert að skyldu að halda
við ferjubátnum, og skila honum í gildu
standi til eptirmanns síns. Oddvita var
falið, að fullnægja þessum tilmælum.
36. Oddviti og nefndarmaður Sandvíkur-
hrepps skýrði frá, að orsökin til þess, aö
yfirlýsing sú í blaðinu »Isafold« út af
skemmdum á Melabrúnni, sem áskilin var
f. á., enn ekki væri komin, væri sú, að þau
50dagsv., sem vinnast áttusem sektir,yrðu
ekki fullunnin fyr en fyrir næstu fardaga.
37. Oddviti skýrði frá, að reikningur sá
yfir verkfærakaup, sem honum á síðasta
fundi (tölul. 19) var gefinn frestur til að
útvega, væri enn ekki kominn. Nefndin
samþykkti, að láta þetta mál niður falla, í
því fulla trausti, að gangur þessa máls
verði hvöt til þess, að öll slík kaup fyrir
sýslusjóðsins hönd verði betur vönduð
framvegis.
38. Ábúendur Egilsstaða biðja um, að
lögferjan þar yfir J>jórsá verði lögð niður.
Nefndin vill ekki að svo stöddu eiga þátt í,
að sú ferja leggist af.
39. Nefndin samþykkti, að veita þetta
ár af sýslusjóði 200 kr. barnaskólakennara
Hjálmari Sigurðssyni á Eyrarbakka, eptir
beiðni hans, til að veita ungum mönnum
tilsögn í alþýðlegum fræðum, einkum nátt-
úrufræðum, landafræðum, reikningi og rjett-
ritun. Fjárveiting þessi er bundin þeim
skilyrðum :
a. , að námsmennirnir verði að minnsta
kosti 10, og hinir sömu allan náms-
tímann.
b. , að kennslutíminn sje 3 stundir á dag í
5 mánuði, frá októbermán. byrjun til
febrúarmán. loka.
c. , að prófdómendur 3, kosnir af nefndinni,
sjeu við opinbert próf við enda náms-
tímans.
Til þess starfa voru kosnir nefndarmenn-
irnir úr Stokkseyrar- Ölves- og þingvalla-
hreppum.
40. Ákveðið var, að við hafa sömu til
högun á birtingu funda,rgerðanna sem fyrra
ár, og nefndarmanni Ölveshrepps falið að
gera útdráttinn með sömu kjörum og þá.
41. J>á var samin svolátandi
ÁÆTLUN
um tekjur og gjöld sýslunnar fyrir áriö 1886.
G-jöld. Kr.
1. til sýslunefndarmanna .... 300.00
2. til vegabóta........... 2853.75
3. til ljósmæðra........... 660.00
4. til skripta Kr.
a, til hreppstjóra............ 126.00
b, til útdráttar af fundargjörð-
unum og prentunar haus 40.00 [66 00
5. Til óvissra gjalda :
a, árgjald fyrir fundarhöld í Hraungerði 50.00
b, yfirskoðun hreppareikninga . . . 25.00
c, eptirlit með sýsluvegabótum . . . 40.00
d, til starfa milli funda..... 40.00
e, fyrir áætl.um kostn.við brú ylir „Sog“ 100.00
f, til sæluhússhalds á Kolviðarhóli 50.00
g, til prentunar á reglugjörðum, sam-
þykktum, auglýsingum o. fl. . . . 100.00
h, til alþýðufræða-kennslu... 200.00
i, til ófyrirsjáaulegra gjalda .... 200.00
4784.75
Tekjur:
1. Eptirstöðvar frá f. á........... 428.68
2. Vegagjald 1886 ............... 2853.75
3. Jafnað niður á hreppa sýsluunar
fyrir sama ár.................... 1502.32
4784.75
42. Nefndin ákvað, að koma aptursaman
á aukafundi fimmtudaginn hinn 30. septem-
ber uæstkomandi á sama stað og nú.
Síðan var fundi slitið.
ísafoldarprentsmiðja 1886.