Ísafold - 04.08.1886, Síða 2

Ísafold - 04.08.1886, Síða 2
126 til þess, að veita alþingi stjórnskipulega heimild til að gera bæði breyting og við- auka á stjórnarskránni, sem þannig frá öndverðu eigi getur skoðast sem óbreytan- leg, eins sje sjálf uppleysing alþingis með konunglegri auglýsing 2. nóvbr. 1885 samkv. þessari grein órækur vottur þess, að stjórn- in hafi hlotið að viðurkenna, sem og er ó- bifanleg sannfæring vor, að stjórnarskipun sú á Islandi, sem hin endurskoðaða stjórn- arskrá fer fram á, ekki liggi fyrir utan hið stjórnskipulega verksvið, sem 61. gr. heimilar; oghvað sjerstaklega viðvíkur því, sem gengið sje út frá í 6. gr. laga 2. jan. 1871, þá virðist nefndinni einsætt, að sú grein ,sem að öðru leyti ræðir um þá fjár- hagslegu hlið hinnar æðstu stjórnar, eins og hún var þá og framvegis kynni að verða, hlýtur að skiljast í samræmi við hinar und- angangandi greinir laganna, sem gera hin sjerstaklegu málefni Islands hinu almenna löggjafarvaidi óviðkomandi, að einni und- antekinni breytingu á stöðu hæstarjettar sem æðsta dóms í íslenzkum málum. þar sem nefndin þannig hlýtur að líta þeim augum á ofangreint atriði og niður- lag auglýsingarinnar, að þau að eins sje bendingaratriði frá stjórninni um það, að henni sje jafnvel sjerhver breyting á stjórn- arskránni 5. jan. 1874 ógeðfeid, finnur nefndin sjer skylt, að lýsa því yfir, að hún beri það staðfast traust til stjórnarinnar, að hún við nákvæmari íhugun vorra brýnu þjóðþarfa og ítrekaðs vilja hins löggefandi alþingis muni verða því samtaka í, að koma loksins þeirri skipun á bin sjerstak- legu málefni Islands, sem, eins og þráfald- lega er sýnt og sannað, er einka-skilyrðið fyrir sönnum framförum og viðreisn lands- ins, og með því nú nefndin enn fremur ekki getur fundið neina þá galla á hinni endur- skoðuðu stjórnarskrá, sem eigi að valda breytingu á henni, hikar nefndin sjer eigi við, samkv. eindreginni ósk hinnar íslenzku þjóðar, að ráða hinni heiðruðu deild til að samþykkja óbreytt frumvarp það til stjórn- arskipunarlaga um hin sjerstaklegu málefni íslands, sem alþingi 1885 samþykkti og Íujer með fylgirn. Benidikt Sveinsson er formaður nefndar- innar og framsögumaður í málinu, en Sig- urður Jónsson skrifari. Önnur stjórnarlög, til fyllingar stjórnarskránni o. s. frv., eru ýms í smíð- um meðal þingmanna, svo sem kosningar- lög, ráðgjafaábyrgðarlög, lög um afnám em- bætta og fyrirkomulag framkvæmdar- og umboðsstjórnarinnar m. m. Fensmarksmálið. Fimm þingmenn: þorleifur Jónsson, þorlákur Guðmundsson, þorvarður Kjerulf, Lárus Halldórsson og Sigurður Stefánsson, stinga upp á, að neðri deild setji nefnd til »að rannsaka það fjár- tjón, sem landssjóður, sýslusjóður ísafjarð- arsýslu eða aðrir sjóðir, einstakir menn eða stofnanir, hafa beðið af embættisrekstri C. Fensmarks, fyrverandi sýslumanns í ísafjarðarsýslu og bæjarfógeta á ísafirði, svo og aðgjörðir landsstjórnarinnar í því máli. Skal nefnd þessi hafa, samkvæmt 22. gr. stjórnarskrárinnar, rjett til að heimta skýrslur, munnlegar og brjeflegar, bœði af embættismön num og einstökum mönn- um. Nefndin skal koma fram með tillög- ur um málið og leggja þær ásamt áður- nefndum skýrslum fyrir deildina«. Spánarsamningur. Grímur Thom- sen o. fl. þingmenn stinga upp á, að «al- þingi skori fastlega á stjórn H. H. kon- ungsins, að bæta hið bráðasta úr hinni brýnu nauðsyn landsins með því nú þegar að gjöra þær ráðstafanir, sem með þarf, til þess að tollmunur sá, landinu og verzlun þess í óhag, sem spillir markaðinum á Spáni, fyrir fisk þangað fluttan frá Islandi og þar verkaðan, og sem undanfarin ár hef- ir valdið landsbúum ærins fjártjóns, verði sem allra fyrst af numinn*. Póstferðir. Jakob Guðmundsson vill láta alþingi skora á stjórnina að sjá um, að sumarpóstferðum á Islandi verði sem allra fyrst fjölgað svo, að þær að minnsta kosti verði eins margar og vetrarpóstferð- irnar eru nú. . En Jón Ólafsson leggur það til, að al- þingi skori á landsstjórnina að koma ann- ari og hagkvæmari tilhögun á sumarpóst- ferðir, en nú er, einkum þannig, að fella niður aðalpóstferðir milli Reykjavíkur og Isafjarðar og Akureyrar, og milli austur- lands, um það leyti sem strandferðaskipin ganga milli þessara stöðva, en koma á aukapóstferðum frá viðkomustöðum strand- ferðaskipanna í sambandi við þær ferðir og upp um sveitir þær, er fjarri liggja viðkomustöðunum, og fjölga landpóstferðum milli Reykjavíkur og austurlands. Nýir verzlunarstaðir. þessum verzlunarstöðum nýjum er stungið upp á: Við þórshöfn í Gullbringusýslu. Að Haukadal í Dýrafirði. A Höfn í Sljettuhreppi. Við Hagavík í Slcagafjarðarsýslu. Múlahöfn við Hjeraðsflóa. Á Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Nokkur orð um bygging þjóðjarða og samgöngur í Vestur-Skaptafellssýslu. þegar jeg las ipingsdlyktun og pjóðmein* eptir þorlák alþingismann Guðmundsson í Hvammkoti, og undir eins sá, að þingmaður okkar, herra Ólafur Pálsson, hafði «spennt sig megingjörðum þingsályktuninni til mót- stöðu», þá datt mjer í hug framkvæmdir hans sem umboðsmanns þjóðjarða hjer í sýslu. Hver hafi verið tilgangur hans með að mæla á móti þingsályktuninni, ætla jeg ekki að leiða mörgum getum að, að sinni. það lítur svo út, sem hann hafi verið hrædd- ur um, að komið yrði við kaun á sjálfum honum, ef þingsályktunin næði fram að ganga. Jeg fyrir mitt leyti get ekki sjeð, að þingsályktunin geti verið nein grýla fyrir Skaptfellinga; miklu frernur held jeg það hefði verið nauðsynlegt, að hún hefði verið samþykkt, að minnsta kosti lítið eitt breytt, til dæmis þannig, að annar maður- inn, sem til skoðunargjörðarinnar væri út- nefndur, væri þjóðkunnur bóndi innan hjeraðs; með því álít jeg, að rannsóknin gæti orðið nákvæmari og undir eins áreið- anlegri, heldur en ef báðir mennirnir væru utanhjeraðs, því þeim hlyti að verða erfið- ara og undir eins kostnaðarsamara að komast eptir öllu, sem nákvæmlega þyrfti að rannsaka «eptir erindisbrjefi landshöfð- ingja», heldur en ef annar þeirra væri innanhjeraðs. Jeg vil að eins nefna hjer tvær mein- semdir af mörgum, sem Skaptafellssýslu eru mjög til niðurdreps og erfiðleika, hvað búnaðinum viðvíkur, sem að minni hyggju væri sannarlega nauðsynlegt að veita eptir- tekt, ef vera kynni, þó seint sje, að bót yrði ráðin á því, að minnsta kosti að nokkru leyti. þessar meinsemdir eru: 1., hin óhagkvæma tilhögun á byggingu þjóðjarða; og 2., hinar erfiðu og stundum því nær ó- mögulegu samgöngur. Hið fyr talda er einkum innifalið í því, að þegar jarðir losna úr ábúð, þá er bygg- ing þeirra látin vera bundin því skilyrði, hverjir mestu lofa eptirgjaldi eptir þær, án nægilegs tillits til þess, hvort sá, sem þannig sækir um jörð og býðst til að taka hana með svo og svo háu eptirgjaldi, er fær um að taka jörð til ábúðar eða ekki. Af þessu leiðir, að dugnaðarmaðurinn verð- ur annaðhvort að taka jörðina með sama eða jafnvel hærra eptirgjaldi en slóðinn býður, eða fá hana alls ekki byggða. þetta hefur með fleiru þann ókost í för með sjer, að hin skaðlega sundurliðun jarðanna í smábýli helzt við; og þó jarðirnar eyði- leggist árlega af völdum náttúrunnar, t. d. af sandfokum, og vatna-ágangi, helzt samt sem áður hið sama eptirgjald, og stundum hækkar það talsvert sökum hinna óskyn- sömu tilboða. Sakir þessa fylgir hverri ábúð ekki svo mikið jarðarmegn, að mögu- legt sje að komast af með það, og þess vegna verða leiguliðarnir á hinum sundur- liðuðu jarðarpörtum víða að neyðast til að eyðileggja hinar síðustu leifar jarðanna til

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.