Ísafold - 08.09.1886, Page 3
147
þeim skilmálum, sem hann vildi, þrátt fyrir
mikla rekistefnu og legáta-sendifarir til ritstjóra'
Isafoldar, — legátarnir hafa sett nokkurs konar
nótaríal-vottorð frá sjálfum sjer neðan á vott-
orð doktorsins. Fjórði nefndarmaður, Benidikt
Sveinsson, hefir ekki viljað skrifa undir þetta
vottorð, heldur sett neðan.undir, að hann geti
ekki „hermt“ [staðhœft eða svarið] sök upp á.
doktorinn í þessu efni. En hjá hinum hefir
ekkert fengizt.
J>að er vissulega ekki ómaksins vert, að fara
i langa röksemdastælu út úr ekki merkilegra
efni en þessu. Hjer skal að eins hent á, að
það er ekki mikið sagt með því, þó svo væri,
að formaður nefndarinnar hafi haft nefndar-
fundi, ,,þegar Jundar/œrt var“ (hvað gerði hann
til þess, að fundarfært yrði ?), og í annan stað
mun almenningur geta gengið nægilega úr
skugga um, hvernig mál þetta muni vaxið, á
eptirfarandi skýrslu frá einum höfuðmanninum
i nefndinni :
Eptir áskorun yðar, herra ritstjóri, viðvíkjandi
ummælum yðar í ísafold í vetur um frammi-
stöðu Dr. (irríms Thomsens sem formanns í
stjórnarskrárnefndinni 1883, skal jeg lýsa því
yfir, að jeg get alls eigi neitað þvi, að mjer
fannst honum sem formanni hefði verið innan
handar að láta málið ganga mikið greiðlegar
áfram í nefndinni en það gekk, bæði með því
að áminna þá nefndarmenn, sem ekki sóttu fundi
hvað eptir annað, að rækja betur skyldu sína,
og eins með því, að snúa sjer til forseta neðri
deildar, ef hitt hefði eigi reynzt einhlítt. fetta
get jeg því síður dregið dulur á gagnvart á-
skorun yðar, sem jeg verð að viðurkenna, að
jeg man eptir því, að jeg í samtali við yður,
herra ritstjóri, ljet í ljósi megnan kvíða og óá-
nægju mína yfir, að þetta gæti stuðlað til þess,
að málið dagaði uppi á þinginu, eins og raun
varð á.
p. t. Reykjavík 26. ágúst 1886.
B. Sveimson.
ritstjóra „ísafoldar“.
Sálinasafn
yfir guðspjiill allra sunnu- og helgidaga, svo
og við missiraskipti, eptir Pjetur prest
Guðmundsson í Grimsey.
J>etta sálmasafn er, að því er jeg veit
til, hin fyrsta ritsmíð, sem sjezt hefir á prenti
frá þessari nyrztu og afskekktustu byggð
vors lands, og þótt það ekkert annað hefði
til síns ágætis, væri það atvik nóg til þess
að vekja á þvi eptirtekt manna.
HöfundurinD, sjera Pjetur, er og þess
verður, að riti hans eða ritum væri gaum-
ur gefinn, bæði fyrir þá sök, að hann er
áður kunnur sem merkur klerkur og sálma-
skáld, og fyrir því, að flestum mun eins
og furða þykja, að nokkur Grímseyjar-
prestur skuli fást við ritsmíðar, listir og
vísindi. Enda hafa útlendingar, sem kom-
ið hafa við eyna síðan sjera Pjetur fluttist
þangað (1868), borið honum svo sögu, sem
þeir hafi síður en ekki búizt við að hitta
þar mann með hans menntun og mann-
kostum.
En auk þessa verður hver maður, sem
yfir fer nefnda sálma, að játa, að þeir sjeu
í sjálfum sjer þess verðir, að þeirra sje
minnzt í blöðum eða bókatíðindum. Safnið
inniheldur 223 sálma og einstök vers. Jeg
skal játa, að jeg hefi að eins fljótlega lesið
þetta safn, get því ekki samið, nje vil seinja
ítarlegan ritdóm um það, en þar aðrir þegja,
vil jeg segja f fám orðum, hvernig mjer
geðjast að því.
Jeg hafði mjög lítið blaðað í kverinu áð-
ur en jeg þóttist sjá það, sem þeir líka
bera með sjer, að hvorki búningur sálma
þessara nje efni muni falla anda vorra tíma
vel í geð, enda er auðsjeð, að tízkan eða
alþýðuhyllin hefir ekki verið aðal-mark og
mið höfundarins. Hann hefir orkt eptir
eiginni hvöt og eptir sjálfs sín hugsjón.
Hvað búning eða brag- og söngháttu
sálmanna snertir, er það merkilegt, að höf.
hefir alls engan jambislcan hátt í öllu kver-
inu1, sem hefir 80 lög eða háttu; hins
vegar hefir höf. sjálfur myndað nálægt 30
söngbragháttu, og að eins notað 20 lög, sem
finnast í sálmabókum hjer á landi. þessa
einþykknis-stefna höf. (að forðast jambiska
háttu), hefir valdið honum mikilla umsvifa
og baráttu. Sjera Pjetur vandar mjög mál
og kveðandi, og er optlega bæði orðhagur
og gagnorður, en tjeð stefna hans eða fyrir-
tekt hefir þó auðsjáanlega tafið hann mjög
í kveðskapnum, og,— það sem lakara er —
truflað blæ, anda og meðferð efnisins. Að
smíða sjálfur form eða háttu sálma, er tor-
velt verk og seinlegt, og, að minni ætlun,
nálega óvinnandi fyrir aðra en þá, sem
sjálfir hugsa lagið eða sönginn jafnóðum og
þeir hugsa orð og efni. 011 lyrik skapast
eðlilegast gegnum söng, en nú eiga sálmar
(hymnar) að vera hin hreinustu og hrifnustu
söngljóð. Samt sem áður eru sálmar Pjet-
urs á sinn hátt dável kveðnir, og sumir að
búningnum til meðal vorra smellnustu
sálma. Torveldir og miður viðkunnanlegir
eru ekki fáir hættir eða sálmar, svo sem
nr. 51, 95, 130, 135,153, 149, 194 (þó furðu-
vel sje kveðnir), og 212. Annar galli á
formi sálmanna er sá, að þeir eru flestir
of langir. Af braglýtum og smekkleys-
um finnst aptur ótrúlega fátt.
Sálmarnir eru hvað efnið snertir mjög
fornlegir, bæði í þessa orðs betri og lakari
merking. í betri þýðing orðsins eru þeir
flestir fornlegir að biflíulegri trú og ein-
faldri guðrækni, en í lakari merkingunni
eru þeir margir fornir í anda hvað fátækt
nýrri hugmynda og andríkis snertir. |>eir
1) Rök fyrir þeirri stefnu sinni tilfærir höf-
undur í formála kversins. þau fellst jeg alls
ekki á.
eru að vísu margir gáfulegir á sinn hátt,
en fjöldi þeirra nær ekki lengra en að mega
heita guðspjalla-skýringar í ljóðum. Lær-
dómsríkir í gömlum skilningi, eða uppbyggi-
legir, eru sálmárnir nr. 4, 21, 31, 54, 57, 60,
69, 70, 84, 85, W6, 118, 125, 149, 152, 161,
170, 191, 200, o. fl. Fallegir Dýir hættir
þykja mjer nokkrir, helzt nr. 23 (nema
of dýrt kveðinn), 42, 45, 98, 164. Versin
eru flest ljettmeti; bálfleygi, hiti og skörp
tilhrif eru ekki skáldeinkunnir höfund. þ>ó
eru lagleg versin nr. 25, 56, 80, 163 og 169.
Hverjir eru þá kostir þessa sálmasafns?
J>eir eru fyrst og fremst: ekki fáir góðir og
velortir sálmar eða kaflar og vers úr sálm-
um, því sakir lengdarinnar og þess, að
höfund. er ekki hrifið skáld, heldur hugs-
andi, eru fáir sálmarnir jafn-góðir frá upp-
hafi til enda. Af góðum sálmum vil jeg
sjerstaklega nefna nr. 29, 42, 45, 66, 78, 79,
81, 88, 158, 159, 164, 167, 182, 185, 195,
206, 215, 221. Nr. 132, 144 og 141 og fl.
hafa og margt gott að bjóða. Kostir sálma
sjera Pjeturs er einkennileg fegurð, fegurð
meðfædds og óbrjálaðs skarpleiks, sem bæði
kemur fram í orðfæri (diction) og efni eða
röksemdum, þótt hans röksemdaleiðsla sæki
opt dæmi sín of langt, einkum til hins
gamla testamentis. Onnur fegurð sálmanna
er fegurð hjartans, hins hreina hjarta; sú
fegurð er sálmanna góði engill, og þeim,
sem verða hennar varir, mun þykja mest
í þá varið. f>að er fegurð barnanna, sem
frelsarinn hefir blessað og knjesett. — Eius
og áður er sagt: sökum hins fornlega og
einræna forms rnun safnið varla verða
alþýðu-kver, en hins væntir mig, að það
muni með tíð og tíma ávinna sjer ekki
svo fáa vini. Sálmarnir leyna kostum. Á
sinn hátt eru þeir mikið hugsunarverk, sem
ber vott um elju og táp þess manns, sem
ytzt á bekk í hinni sýnilegu kristni hafði
ungur einráðið að helga guðsríki hjarta sitt
og viðleitni. Sálmar þessir eru Pjeturs-
kirkja, byggð norður í hinni eyðilegu Gríms-
ey, harðla ólík þeirri, sem þeir Leó hinn
10. og Júlíus 2. reistu í Rómaborg, en þó
hafa báðar sína hagleiks fegurð, og eru
báðar byggðar fyrir Pjeturs peninga, sú í
Rómaborg fyrir skattpeninga postulans, en
hin fyrir 1000 kr. úr vasa höfundarins.
Hver mun hærri og hreinni frá himnum
að sjá? (Matth. Joch.).
•Nokkur orð um frakkneska fiski-
menn«. Eptir því sem lesa má 1 rjettar-
prófum þeim, er haldin voru yfir hásetum
Tómasar í Gerðakoti eptir slysið 7. apríl,
bæði af bæjarfógetanum í Reykjavík og af
sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósar-