Ísafold - 03.11.1886, Blaðsíða 3
179
|>egar barnið vex upp, ber að hafa það
einkum hugfast, er nú skal greina :
Sorg og áhyggjur lyfja mönnum elli.
Að festa hugann við það, sem á móti hef-
ir blásið fyrir manni, að hafa margs kon-
ar heilabrot um, hvernig farið hefði, ef
það og það hefði ekki snúizt svona og
svona, og rifja upp fyrir sjer harma sína,
— þetta er allt saman skaðlegra en margt
verulegt áfall. Að vera jafnan eitthvað að
iðja og hafa nýtt og nýtt fyrir stafni, er
hið bezta ráð til að verjast gáfnatjóni og
ólagi á geðsmunum.
Hatur lyfjar þeim elli, er yfir því býr.
f>að heldur geðinu í sífeldum kyrkingi,
kreppir að heilanum og skilningarvitunum,
og truflar allt eðli manns. f>að dregur
mátt úr magavöðvunum, en þá dregur apt-
ur úr meltingunni, og þar með tekur lífs-
fjörið að þverra.
Ofund styttir þeim og aldur, er hana
bera í brjósti. Hún gerir ungt fólk elli-
legt útlits. Ofundin er nagandi ormur.
Ofundsjúkir menn eru því jafnan mótlætt-
ir og armæddir, og verða skammlífir. Jeg
hefi aldrei vitað öfundsjúkan mann lifa
langa æfi eða nytsömu lífi. Ráð við öf-
undsýki er að gera sjer far um að stunda
annara hag.
Óskírlífi lyfjar mönnum elli. Sjerhvað
það, er kemur í bága við skírlífislögmálið,
er banvænt lífsfjöri manns, og veldur veik-
indum, ef mikið kveður að, en veikir kyn-
stofninn og bakar honum skammlífi. Skír-
lífi ver ýmsum þeim kvillum, er ellinni
fylgja að jafnaði.
Sama er að segja um óhóf í mat og
drykk. f>ví betur sem vjer gröfumst eptir
undirrót andlegra og líkamlegra annmarka
kynslóðar vorrar, og því meir sem rætt er
og ritað um apturför hennar og spillingu,
því betur kemur það í ljós, að óhóf í mat
og drykk á verulegan þátt í þessum mis-
smíðum, þótt fæstir viti af því sjálfir.
f>egar ellin sjálf ríður í garð, má seinka
ferð hennar með því, að haga sjer ræki-
lega eptir þeim reglum, er bezt eru til
þess fallnar að halda lífinu við með sem
minnstri áreynslu.
f>að er þá meðal annars, að hafa auð-
melta fæðu, en þó næringargóða, og þá
mest mjólkurmat, ýmislega tilbúinn eptir
árstímum ; að hafa hlý föt, en þó Ijett, og
8vo, að líkaminn hafi jafnan hita árið um
í kring; að hafa hæfilega bkamshreyfingu
og láta hugann hafa eitthvað fyrir stafni
og eitthvað að skemmta sjer við; að
gefa gaum því sem við ber í heiminum
og taka þátt í hægri vinnu og saklausum
skemmtunum; að hafa nægan svefn og
á rjettum tíma, með sem jöfnustum hita
í svefnherberginu á öllum árs tímum;
að varast miklar geðshræringar og hvers
kyns óhóf.
Sýnishorn af visnakveðskap tslendinga á
síðari tímum er prentað í hinu fróðleiksmikla
riti Dr. (ruðbrands Yigfússonar „Corpvs Poeti-
cum Borealeu, Oxford 1883, Vol. II., 412.—418.
bls. Jeg gat eigi á mjer setið að skyggnast í
það, og hugði jeg mjer til hreyfings að afla
mjer fróðleiks um höfunda vísnanna og heim-
ildir þeirra; því að jeg taldi sjálfsagt, að höf-
urinn myndi hvervetna til færa það, þar sem
eitthvað verður um það vitað; enda gerir hann
það sumstaðar. Bn mjer varð eigi að því, er
jeg hafði við búizt. Fróðleikurinn, er þar var
að fá, var allt minni, en jeg hafði vænzt, enda
saknaöi jeg mikillega þeirrar vandvirkni og
nákvæmni, er heimtandi virðist af honum. Skal
hjer nefna fáein dæmi þess.
Bls. 412. tölulið 8.:
.,Liýnar hagur nú á ný“.—
þá vísu eignar höfundurinn „.Takob Samsons-
svni“. Jeg þekki engan hagyrðing með því
nafni. Mun hjer farið manna villt eða nafna
villt. Jóhann Samsonsson hjet maður á Sól-
heimum í Laxárdal í Dölum (f nál. 1833).
Hann þótti hagorður vel og kvað ýms ljóðmæli
og mun vísan vera eptir hann.
BIs. 13. tölul. 28. :
„Níu á eg börn en nítján kýru.—
Höfundur hennar er talinn Eiríkur prestur
Magnússon á Auðkúlu (f 1598): Espól. Árb. Y.
bls. 47. Hjer er höfundar hennar látið óget-
ið.
Bls. 414. tölul. 30.:
„ Ýtar sigli austur um sjóu.—
Höfundur hennar er Páll Jónsson á Staðar-
hóli („Staðarhóls-Páll“ f 1598: Espól. Árb. V.
47), en hjer er hún höfundar- og heimildar-
laus.
Sömu bls. tölul. 44.:
„Enginn veit um afgang hansu.—
Ogetið er höfundar að vísunni, en venjulega
er hann talinn Hreggviður bóndi Eiríksson á
Kaldrana í Húnaþingi (f nálægt 1830).
BIs. 415., tölul. 46. :
„Furbar mig á frjettum þeim11.—
Sú vísa er eignuð Galdra-Lopti (um 1720)
og á að vera kveðin um þorleif prest Skapta-
son á Hólum (síðar að Múla í Reykjadal), er
Loptur gerði skráveifur. (Espól. Árb. IX. 41.;
ísl. þjóðs. I. 582). Hjer getur eigi höfundar
nje heimildar.
Sömu bls. tölul. 47.:
„Biskups hefi eg beöið meö raunu.—
Höfundur hennar er talinn „Barna-þórður“,
bóndi í Möðrudal á Fjöllum (nál. 1616), er
einhverju sinni beið Odds biskups Einarssonar
árangurslaust í ódáðahrauni, svo sem efni vís-
unnar bendir til. G. V. tilfærir um vísu
þessa: „Espól. 1616“, sem eflaust mun eiga að
merkja, að hún standi í Árbókum Espólíns við
árið 1616; en greinir eigi framar frá.
Sömu bls. tölul. 48.:
„Kristur minn Jyrir kraptinn þinnu,—
Visan er helzt eignuð þorvaldi skáldi Rögn
valdssyni á Sauðanesi á Upsaströnd (f nál.
1680). 1 íslenzkum þjóðsögum (er O. V., sem
kunnugt er, hefir fjallaö um), er hún á einum
stað (1.551) eignuð þórði Magnússyni á Strjúgi
(f nál. 1570), en á öðrum stað (I. 551) þor-
máði Eiríkssyni í Gvendareyum (uál. 1741).
Hjer er alls þessa látið ógetið.
Sömu bls. tölul. 50. :
„Hrajn á situr hárri stöng".—
Hún er eignuð Sveini lögmanni Sölvasyni á
Munkaþverá (f 1782) og á að vera kveðin vid
frú Ingibjörgu Sigurðardóttir á Hólum, konu
Gisla biskups Magnússonar (Espól. Árb. XI.
10). Hjer er hún til færð án höfundar.
Sömu bls., tölul. 59.:
„Gakktu fram á Gýgjarsteinu. —
í ævisögu Sigurðar Gíslasonar „Dalaskálds“
(f 1688) eftir Gísla Konráðsson (handr.) segir,
að eptir drukknan Sigurðar hafi konu hans
dreymt, að hann kvæði vísu þessa við sig (sbr.
Isl. þjói's. I. 536.). Hjer er vísan heimildar-
laus.
Sömu bls., tölul. 61.:
„Enginn finna okkur máu.—
Vísan á að vera drautfivísa, er Bjarni Hall-
dórsson frá Reynistað, er ásamt Einari bróður
sínum varð úti í Kjallirauni 1780—81, hafi Sið-
ar um veturinn kveðið við Björgu systur sína,
eða, að þvi er sumir segja, aðra konu á Reyni-
stað (Espól. XI. 29—30; „íslendingur“ II.
66—67, neðanm., Rvík 1862). Hjer er hún heim-
ildarlaus.
Bls. 416., tölul. 63.:
„Rauðlitaöur er rœfill minnu.—
Hún er eignuð Guðbrandi Arngrimssyni á
Lækjamóti i Víðidal, þá er hann brann þar
inni árið 1719 (Espól. Arb. IX. 45). Hjer er
þess látið ógetið.
Sömu bls., tölul. 68.:
„pótt eg hrópi (kalli) þrátt til þínu.—
Hana eignar G. V. Gunnari próf. Pálssyni
(f 1791), en Sveinbjörn Egilsson, skólameistari
(f 1852), er höfundur hennar (sjá Ljóðmælihans,
Rvík 1856, 81. bk.).
Sömu bk., tölul. 77.:
„Fiskurinn he/ur /ögur hljóöu.—
Vísan er hin 7. í röðinni í „Afugmælum"
Bjarna skálda Jónssonar á Húsafelli (f á ofan-
verðri 17. öld). Hjer er hún höfundar-og heim-
ildarlaus.
Bls. 418., tölul. 94.:
„Margir hjeldu mig málugau.—
Hún á að vera kveðin í nafni kerlingar nokk-
urrar, sem, eptir að Skálholtskirkja brann 1526,
á að hafa orðið á munni: „Mörgum þótti jeg
málug, en þó gat jeg þagað, þegar Skálholts-
kirkja brann“ (sbr. Espól. Árb. III. 84). Hjer
erþess látið ógetið.
Sömu bls., tölul. 96.:
„Hani, krummi, hundur, svínu—.
Margir eigna þá vísu Páli lögmanni Vidalín
(f 1727), en í „Stöfunarbarni“ Gunnars próf.
Pálssonar (Hrappsey 1782, 61. bls.)—það þekkir
G. V.— segir höfundurinn: „Eg hygg Steins
Jónssonar biskups“ (f 1739). Hvor þeirra, sem
væri höfundur, er vísan frá sama tíma. Hjer
er höfundar hennar látið ógetið.
Sömu bls., tölul. 98.:
„Dóma grundar hvergi hannu.—
Sú vísa er prentuð í tveimur útgáfum „Snót