Ísafold - 02.12.1886, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.12.1886, Blaðsíða 1
íeiLur 51 á liÍTitadajsmorjna. Íet9 irjanjsins (55-60 arka) 4b.; erlendis 5 kr. Borjist fjrir miðjan júlfminuð. ISAFOLD. öppsöjn (skhfl) tnndin rið iramít. 5 SilJ nema komin sje til úlj. tjrir L nkí. iljreiísinstola ; Isiloidarprertsmidjn XIII 50. Reykjavik, fimmtudaginn 2. des. 1886. petta LCaS zx, aufizcitís- 197. Innl. lrjettir. Leigulækkun danskra rikis- skuldabrjefa. 198. Ferðaáætlun póstgufuskipanna. 199. Nokkrar athugasemdir um gjaldamál. 200. Hitt og þetta. Leiðrjetting. Auglýsingar. Reykjavik 2. des. 1886. Stjórnarskrármálið. Brjef ráðgjaf- ans til landshöfðingja um synjun konungs- staðfestingar á stjórnarskrárfrumvarpinu er dagsett lð. okt. og svo hljóðandi: »Með þóknanlegu brjefi, dags. 26. ág. þ. á., hafið þjer, herra landshöfðingi, sent hingað frumvarp það til stjórnarskipunar- laga um hin sjerstaklegu málefni Islands, sem samþykkt var á alþingi 1885 og sem síðan var, samkvæmt íyrirmælum 6i. gr. í stjórnarskrá um hin sjerstaklegu máleíni íslands 5. jan. 1874 rætt á alþingi því, er saman kom í sumar og þar samþykkt ó- breytt. . , í k onunglegri auglýsingn þeirri til íslend- nga 2. nóvbr. f. á., sem út jvar gefin í tilefni af því, að stjórnarskipunarlaga-frum- varpið var samþykkt í fyrra skiptið, var það birt, að enda þótt, svo færi, að stjórn- arskrárlaga-frumvarp þetta yrði samþykkt af nýju á hinu nýkosna alþingi, mundi það eigi geta hlotið stafestingu konungs, og voru ástæðurnar fyrir því teknar fram. Samkvæmt þessu hefir hans hátign kon- unginum 29. f. m. allramildilegast þóknazt eptir allraþegnsamlegastri tillögu ráðgjafans aó fallast á, að tjeð frumvarp til stjóruar- skipunarlaga um hiu sjerstaklegu málefoi Islands hljóti ekki staðfestingu konungs. þetta er eigi látið hjá líða hjer með þjónustusamlega að tjá yður, herra lands- höfðingi, til þóknanlegrar leiðbeiningar og til birtingar í B-deild Stjórnartíðindanna«. Þjóðjarðasala. þessar tvær þjóðjarðir hefir ráðgjafinn f haust veitt landshöfðingja heimild til að selja ábúendunum, sam- kvæmt síðustu þjóðjarðasölulögum (8. jan. þ. á.): Böggverstaði í Eyjaf. með Ár- gerði fyrir....................6500 kr. Ásgerðarstaðasel í Eyjaf. fyrir 900 — Kirkj uj arð arS ala. Enn hefir ráðgjaf- inn útvegað, 5. f. m., konungsúrskurð fyr- ir kirkjujarðarsölu, Grímstungu í Undirfells- prestakalli, ásamt afrjettarlandinu Gríms- tunguheiði, til handa Birni bónda Sigfús- syni á Hofi í Vatnsdal, fyrir 6500 kr. Hreppaskipting. Landshöfðingi hefir 8. f. m. úrskuröað, að Broddaneshrepp í Strandasýslu skuli skipt í 2 hreppa, og skuli allar jarðir umhverfis Bitrufjöró frá þamb- árvöllum að Skriðnesenni, að báðum þeim jörðum meðtöldum, vera í Ospakseyrar- hreppi, en allar jaróir umhverfis Kollaíjörð, frá Broddadalsá að Hlíð, aö þeim báðum meðtöldum, vera í Fellshreppi. Mannfjöldi á Islandi. Eptir ágripi af skýrslum presta og prófasta um fædda og dauða, nýprentuðu í Stjórnartíðindun- um, hefir mannfjöldinn á iandinu verið í arslok 1881 72,453 1882 71,175 1883 69,772 1884 70,513 Fækkuniani valda auðvitað Vesturheims- flutniugarnir, enda er ætlazt á, að tala ísleudinga í Vesturheimi muni nú nema nálægt 6000. Enda kemur fækkunin minnst fram í Suðuramtinu, með því að þaðan hafa verið langminnstir manuflutningar til Vesturheims. Má sjá fólkstölu-hlutfallið miili amtanna á þessu yfirhti: u.-a.amt v.amt. s.amt. 1881 .... 27,557 18,143 26,753 1882 ..... 27,310 17,457 26,408 1883 ..... 26,470 16,781 26,521 1884 ..... 26,813 16,843 26,857 Mannslát. Hinn 27. f. m. andaðist hjer í bænum í hárri elli ekkjufrú Marie JSIikoline Finsen, íædd 28. apríl 1803, dótt- ir kaupmanus Ole Möllers í Beykjavík, gipt 1820 þáverandi sýslumanni, sióar yfir- dómara Ólafi Finsen, og varð ekkja eptir hann 1836, með 5 börnum á líh af 10. þessi 5 börn þeirra, er á legg komust, eru Vilhjálmur Finsen hæstarjettardómari, Jón Constant Finsen stiptslæknir (t 1885), Hannes Finsen stiptamtmaður í Eípum, Ole Finsen póstmeistari og frú Valgerður, síðari kona Halldórs prófasts Jónssonar á Hofi.—Frú M. N. Finsen sáluga var merk- iskona, valkvendi, trúlynd, þrekmikil og starfsöm. Vesturlieimsflutningar Vesturfaralínur þær tvær, sem hingað tíl hafa skipt á milli sín því sem slæðzt hefir til Ameriku hjeðan af landi, All- an-linan og Anckor-linan, eiga nú að sögn ekki að fá að vera einar um hituna lengur, heldur er von á þriðju línunni, enn voldugri en hinum báðum, og ætlar sjer auðvitað að bjóða betri kjör en þær gera nú eða hafa gert til þessa. Með næsta póst- | skipi frjettist af eða á, hvort af þessu verður eða : ekki. Leigulækkun danskra rikisskuldabrjefa. það var lauslega á það drepið í síðustu útlendum frjettum hjer í blaðinu, að með- al nýmæla, er boriu hafi verið upp á ríkis- þinginu í haust og þar muni blása byrlega fyrir, sje lagafrumvarp um leigulækkun danskra ríkisskuldabrjefa. Sje svo, sem áætlað hefir verið nokkurn- veginn óyggjandi, að hjer um bil 1 milj. kr. í dönskum ríkisskuldabrjefum sjeu í eigu manna lijer á landi, þá mun ekki óþarft að almenningur viti glöggari deili á þessuin nýmælum, sem nú eru ef til vill orðin að lögum. Breytingin er í stuttu máli sú, að þar sem ríkissjóðurinn danski hefir til þessa greitt 4/o af fje því, er hann hefir tekið að láni og gefið út fyrir konungleg ríkisskulda- brjef, að upphæð alls nú sem stendur 155 milj. kr., þá vill haun nú eigi þiggja þetta lán lengur nema hann þurfi ekki að greiða nema að eins 3£"/• í vöxtu. Vextir af láns- fje hafa lækkað svo mjög í öðrum löndum hin síðustu missiri, að honum býðst nú nóg lán gegn svona lágum vöxtum, 3J/=. Efni nýmælisins er þá það, að hinum eldri lánar- drottnum, þ. e. eigendum ríkisskuldabrjef- anna, eru gerðir tveir kostir: annaðhvort að fá lánið greitt í peningum út í hönd, eins og til er tekið í skuldabrjefinu, t. d. 1000 kr. fyrir 1000 króna-skuldabrjef, eða að fá í þess stað ný ríkisskuldabrjef með að eins 3£“/« í vöxtu, og lJ*/« í þokkabót að auki í eitt skipti fyrir öll og £;!> í rentu-auka. Tveggja mánaða frest eiga þeir að fá til þess að hugsa sig um, hvorn kostinn þeir eigi heldur að kjósa. Orsökin til þess, að peningaleiga hefir lækkað svo mjög í öðrum löndum hin síð- ustu árin, er, að iðnaðar- og verzlunargróða- fyrirtæki m. fl. hafa almennt lánazt svo illa, að peningamenn hafa hrekkjazt á að verja fje sínu til þess konar og vilja miklu heldur kaupa sjer áreiðanleg verðbrjef, — einkum ríkisskuldabrjef — sem ekki þarf annað fyrir að hafa, en að klippa af þeim vaxta-miðana, sem eru peninga-ígildi. Hafa þá orðið svo margir um boðið, að eignast slík brjef, með öðrum orðum: svo margir viljað lána fje sitt í svo áreiðanlegan

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.