Ísafold - 02.02.1887, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.02.1887, Blaðsíða 3
19 væna sauði fyrir einungis 3, 4 til 5 krón- uni hærra verð en þeir og aðrir fá fyrir rýrings tvævetra sauði og væna sauði veturgamla. J>að væri annars ekki af vegi, að bænd- ur færu almennt að hugsa vel um, hvernig þeir gætu verzlað fje sínu sem haganleg- ast. Viðskipti manna eru komin í það horf, að ekki er hægt að komast hjá að selja sauðfje, og fjárverzlunin mun heldur fara vaxandi en þverrandi, í minnsta lagi um sinn. En sauðfje er svo notadrjúgt og gott bús-í-lag, að menn ættu ekki að fleygja því frá sjer í hugsunarleysi með of lágu verði, og sízt fyrir ónauðsynjavöru. Ef fjárverzlun vor við England á ekki að kom- ast í gröfina strax á uppvaxtarárunum, þá ríður oss á, að sjá um, að svo vænt fje komi hjeðan á enskan markað, sem kostur ér á að fá hjer; með því einu móti vex eptirsóknin á Englandi eptir fje voru. En ef þangað kemur úrtíningur úr íslenzku fje, þá líður varla á löngu, þangað til að ekki borgar ómakið að flytja það, og þá er slit- inn sterkasti þátturinn í viðskiptum vorum við England. En til þess að vænt fje komi hjeðan til Englands, þarf að hafa tvennt hugfast: 1., að gjöra þann verðmun á fjenu eptir vænleik, að bændum sje tilvinnandi að láta hið vænsta; og 2., að sjá um, að svo vel fari um fjeð, sem unnt er, áður en það er flutt á skip, svo það leggi sem minnst af. |>að er sorglegt að vita til, hvernig stund- um hefir farið um fjeð á haustin, sem hefir átt að flytjast til Englands bæði af Borð- eyri og af Suðurlandi. það hefir verið orðið hrakið og horað, áður en það hefir komizt á skip, og komið að því að falla af hungri. Jeg skal ekki fara mörgum orðum um þessa óhæfilegu meðferð á fjenu: jeg ímynda mjer, að allmörgum sje hún minnisstæð, sem hafa sjeð hana. En það gegnir furðu, að bændur skuli vera svo hugsunarlausir, að horfa á’slíkt með jafnaðargeði ár eptir ár. Halda þeir, að skaðinn, sem fjárkaupa- menn hafa af sllku, komi ekki niður á bændum sjálfum á endanum? Qalda þeir, að fjárkaupamenn hagi ekki boðum sínum í fjeð hjá oss eptir því, sem þeir fá fyrir það á Englandi? Eða halda, þeir að Englendingar gefi eins vel fyrir hrakið fje og horað, eins og hitt, sem er feitt og vel útlítandi? Jeg bið menn að hugsa um þetta vel- ferðarmál. Fjárverzlunin er þýðingarmikil fyrir þjóð vora. Geti hún komizt í gott horf, þá verður hún helzta fjáraflavon bændastjettarinnar framvegis; en fari hún nú út um þúfur, og verði landsmönnum til skaða og skemmdar, þá komast sveita- bændurnir seint úr kútnum. Olafsdal, i janúarmánuði 1887. T. Bjarnason. Nokkrar athugasemdir um alþýðumenntunarmálið. Eptir alþingism. Jakob Guömunclsson. IV. Ef menn kannast við, að umgangskenn- arar sjeu nauðsynlegir jafnframt alþýðu- skólunum, þá er og líklegt, að menn álíti sanngjarnt, að leggja slíkri kennslu nokk- urn styrk af almannafje, eins og skólun- um, t. a. m. að hver sókn, sem umgangs- kennara þarf að hafa, fái styrk til að gjalda kennaranum sanngjarna þóknun í kaupsskyni, ef sóknarmenn fæða kennarann á eigin kostnað. Líka þyrfti að verja nokkru fje til að semja og gefa út hentugar alþýðu- bækur, svo þær yrðu seldar alþýðu með góðu verði, en gefnar hinum fátækustu. |>að er mikill vandi, að semja slíkar alþýðu- menntunarbækur; þeir, sem að undanförnu hafa samið slíkar bækur, hafa einkum lát- ið sjer annt um að gjöra þær svo úr garði, að alþýða ætti sem hægast með að læra af þeim tilsagnarlaust. Af þessu hefir leitt, að slíkar bækur hafa hlotið að vera nokk- uð langar og margorðar um hvað eina, en þegar gjöra mætti ráð fyrir, að flestir eða allir ættu kost á að fá kennara til leið- beiningar jafnframt bókunum, þá mættu kennslubækurnar vera styttri og orðfærri; þá væri mest undir því komið, að velja efnið haganlega fyrir hvern aldur eða hvert menntunarstig og raða því skipulega niður. |>annig ætti hvert kverið að taka við af öðru, eptir því sem unglingum eykst skiln- ingur og menntun; jafnvel í sömu fræði- grein ættu að vera fleiri kennslubækur, sem hver tæki við af annari. f>að mundi líka heillavænlegt, að verja nokkru fje til verðlauna handa þeim ung- lingum, sem skara fram úr öðrum í bók- legri og verklegri framför, og ætti þá vel við, að gefa þeim bækur til fróðleiks og áhöld til verknaðar eptir kringumstæðum. Á hverju ári ættu allir nemendur að ganga undir opinbert próf, hvert heldur þeir lærðu í skólum eða hjá umgangskenn- urum, og ætti síðan að nokkru leyti að miða fjárstyrkinn næsta ár við framfarirn- ar. Menn munu nú hugsa og segja, að til alls þessa muni þurfa mikið fje, og ræður það að líkindum að svo mundi verða; en mjer þykir líklegt, að fáir mundu telja það öfgar, þó að til alþýðumenntunar væri lagt ár hvert af almannafje allt að 36,000 kr. eða 50 aurar fyrir nef hvert á landinu, og þó alþýða legði fram annað eins beinlínis frá sjálfri sjer til menntunar sjálfrar sinn- ar; þegar kostað er ár hvert allt að 60,000 kr. af almanna fje til menntunar embætt- ismannaefnum handa þjóð vorri, þá ættu það ekki að þykja öfgar, þó að jafnvel öðru eins væri kostað til menntunar alþýðu í landinu, sem allt af hlýtur að vera aðal- styttan undir allri fjárlegri velvegnun þjóð- arinnar, því bóndi er bústólpi og bú er landstólpi, og góð hjú gjöra garðinn frægan. f>að mundi því borga sig að sínu leyti eins vel að mennta búenda- og hjúaefni sem bezt undir stöðu sína, eins og að mennta embættismannaefnin vel undir sína stöðu, því allir þessir eru jafn nauðsynleg- ir hlekkir í keðju þjóðfjelagsins. Menn geta búizt við góðum undirtektum alþingis, undir alþýðumenntunarmálið. f>ví hverjir ræða mál þetta á þinginu og ráða úrslitum þess þar? f>að gjöra bændur og embætt- ismenn. J>að eru bæudur, sem gjöra má ráð fyrir að sjeu nokkuð menntaðri en mestur hluti alþýðunnar hjá oss, því þeir bænd- ur, sem bændur kjósa til þings, eru optast nær úrval þeirra, bændur, sem kjósendurn- ir þekkja vel til, það eru bændur, sem optar eða sjaldnar hafa sjálfir reynt að koma til leiðar samtökum almennings til framfara og þjóðþrifa, en opt orðið svo lítið ágeugt, einmitt vegna menntunarleysis alþýðunnar. Jeg er viss um, að bændum þessum hefir opt sárnað, hvað þeir áttu bágt með að koma alþýðu í skilning um ýmislegt það, er til þjóðmenningar og þjóð- þrifa miðaði. Ritstjóri „J>jóðólfs“ og sannleikurinn. Vottorðin i síðasta blaði gegn ósanninda-áburð hans Tiðvíkjandi „Suðra“-kaupunum hafa haft J>ann árangur, að hann er nú hættur við að bera af sjer, að hann hafi fala/.t eptir kaupuni á blaðinu hjá hinum síðara eiganda þess árið sem leið (G. P.). Hvað hitt vottorðið snertir, þá lítur út fyrir að hann ímyndi sjer, að hlutað- eigandi muni ganga frá sínu eigin-handar- nafni undir því, sem erhverjum manni til sýn- is, sem vill. Að öðru leyti heldur hann sip geta skýlt nekt sinni í þessu máli með yfirlýs- ingu frá Einari prentara þórðarsyni; en hve skammgóður vermir honum verður að því, lýsir sjer bezt á þessu vottorði herra Einars:

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.