Ísafold - 09.02.1887, Síða 3
þess verða, að rjófa vináttusambandið við
Bússland. Ekki get jeg heldur trúað því,
að Eússland ráðist á oss, eða að það ríki
sje að leitast við að fá komið á ríkjasam-
bandi gegn oss.
Oss má, standa alveg á sama, hvað um
Búlgaríu verður, eða hver þar ríkir.
Jeg tek það upp aptur, sem jeg hefi
þegar sagt fyrri: allt austræna málið er
oss ekki svo mikils virði, að fyrir það sje
leggjandi í sölur bein eins einasta »grena-
diers« [einvala-liðsmanns] frá Pommern.
Enginn þarf að ætla, að vjer látum draga
snöru oss að hálsi til að fá oss teygða frá
Bússlandi. Vinátta Bússlands er oss miklu
meira virði en vinátta Búlgaríu og hennar
vina hjer í landi.
Vandinn að fá viðhaldið friðnum liggur
í sambandi Bússlands og Austurríkis, og
vort starf og viðleitni er, að reyna að miðla
þar málum og jafna niður hagsmunastríði
beggja velda. þetta er vandaverk, og
hætt við, að Austurríki, en einkum þó
Ungam, þyki vjer draga taum Bússlands
um of, og að Bússlandi þyki vjer halda
fram hófi framar hluta Austurríkis. En vjer
verðum að halda fram uppteknum hætti
og eiga slíka dóma á hættu.
En þar er til Frakklands kemur, verð
jeg að játa, að oss hefir eigi lánazt að ná
sama sáttarsambandi við það land eins og
við Austurríki .... Oss dettur ekki í hug,
að hefja styrjöld á hendur Frökkum. Jeg
var lengi í efa, hvort jeg ætti að taka
(kastalaborgina) Metz 1871; en þegar menn
sem vit höfðu á hermálum, töldu mjer trú
um, að Metz væri hundraðþúsund manna
virði í ófriði síðar meir, sagði jeg við sjálf-
an mig — þá tökum við hana. [Hlátur].
En bvað getum vjer nú tekið frá Frakk-
landi ? það hefir ekkert að bjóða, er oss
geti leikið hugur á; og hver sem segir, að
vjer búum yfir herhlaupi á Frakkland, hann
lýgur. Gleymið eigi því, að á Frakklandi er
það minni hluti, en ekki meiri hluti, er úr
málum sker. Jeg veit það, að sú stjórn, er
nú situr að völdum, eins og stjórn Frey-
cinets og Ferrys, er friðlynd; en hver
getur sagt fyrir, hver að völdum kunni að
sitja þar eptir 24 klukkustundir? Jeg held
að þar að reki, að vjer megum til að eiga
ófrið við Frakkland. Jeg get ekki sagt,
hvort það muni verða innan tíu daga eða
tíu ára. það er undir því komið, hvað
lengi þessi stjórn situr að völdum, sem nú
er. þegar nú málið er þannig úfað, get
jeg enga vissu von gefið um frið. 011 orð
mín í þá átt yrðu þýðingarlaust mál. Haf-
ið þjer nokkurn tíma heyrt nokkurn frakk-
neskan ráðherra segja: »Vjer beygjum oss
fyrir því sem orðið er og afsöium oss öllu
tilkalli til Elsass-Lothrmgen ?«
Hættan, sem yfir vofir af Frakklands
hálfu, er ástæðan fyrir því, að þetta frum-
varp er borið upp. Gætið að, hvílíkt
böl ófriðurinn við Frakkland hefir í för
með sjer, og þessu böli verður ef til vill
undan stýrt eða skotið á frest um langan
tíma með því að samþykkja frumvarpið;
því ófriðurinn hefst jafnskjótt sem Frakk-
land hyggur sig munu hafa við oss. Und-
ir eins og Frakkar halda, að þeir hafi
meira lið, fullkomnari byssur eða betra
púður en vjer, þá byrjar ófriðurinn að
vörmu spori.
Að vjer munum bera lægra hluta í slík-
um ófriði, held jeg nú ekki; en hættan er
mikil, og er hershöfðingjar vorir, sem
ekki kunna að hræðast, segja afdráttar-
laust, að oss sje nauðsynlegt að auka her
vorn, þá þarf hug til að mótmæla því.
Frakkland er auðugt land ogvoldugt,og vjer
megum vara oss á að gera of lítið úr því.
það er ekki nóg, þótt vjer nöfum sigrazt
á Frakklandi einu sinni ; vjer verðum að
búa svo um, að vjer getum öruggir ábyrgzt
oss nýjan sigur. Ef Frakkland sigrast á
oss, munu hinar sömu hörmungar yfir oss
ganga sem 1807. Elzass-Lothringen mundi
verða tekið frá oss og Bínarlöndin, kon-
ungsríkið Hannóver sett á stofn aptur, og
vjer pmdir til hins síðasta blóðdropa. i
Neyðumst vjer aptur á móti til ófriðar [
við Frakkland, og komumst vjer þá til Par- J
ísar aptur, þá munum vjer ekki heldur I
fara vægilega, heldur ganga svo frá, að j
j Frakkland geti ekkert illt af sjer gert hinn j
næsta mannsaldur.
Friðurinn, sem saminn var 1871, yrði
barnaleikur í samanburði við friðarsamn-
inginn segjum t. a. m. 1890«.
Aldrei þykir Bismarck hafa orð bermálli
á þingi en nú, aldrei voðalegri í rödd, nje
ófrýnni álits. Níu kollur af köldu »groggi« j
tæmdi karlinn meðan hann ljet dæluna
ganga.
En þrátt fyrir allar fortölur hans,Moltkes
og hermála-ráðgjafans, felldi ríkisdagurinn
frumvarp stjórnarinnar 14. jan., með því
að samþykkja, að lögin skyldu ná að eins
til þriggja ára, og sleit þá Bismarck þingi
í fundarlok og boðaði til kosninga 21.
febrúar. þykir mönnum helzt líkur til, að
glímuskjálfti taki nú þjóðverja, svo að!
Bismarck fái öflugan meirihluta með sjer I
á þingi, og hafi fram mál sitt eins og
honum líkar.
Bendingar
um
hagnýtingu hunaóarstyrksins ur landssjcði.
(Niðurlag).
Víða mun nokkrum hluta styrksins vera
varið til að launa búfræðingum, sem ferð-
ast um á sumrum til að leiðbeina mönn-
um. En ekki er kunnugt, að það sje
nein venja, að fela þeim aðrar erindagjörð-
ir en þær: að koma til þeirra bænda, sem
beiðast þess, skoða það sem borið er und-
ir álit þeirra og leiðbeina í þeim efnum,
sem þeir eru spurðir um.
þetta er þó ekki nema önnur hliðin af
gagni því, er þeir gætu gert og ættu að
gera með því, að ferðast um hjeröðin.
Jafnframt ætti að fela þeim, að afla sjer
kunnngleika um ásigkomulag sem flestra
jarða í sveitum þeim, er þeir ferðast um,
aðgæta í hverju þær geta einkum tekið
umbótum, halda bók yfir það og skýra
frá því, eigi að eins hlutaðeigendum munn-
lega, heldur og opinberlega í skýrslum,
sem prenta ætti, t. a. m. í búnaðarriti.
Auðvitað er, að eigi getur einn maður
afkastað miklu á stuttum tíma í þessu
efni; en komist þetta á rekspöl, mætti
með góðri alúð gera mikið með tímanum.
það er líka í von, að búnaðarskólarnir
fari bráðum að fjölga búfræðingum og þá
verður fleirum á að skipa.
Gagnið af þess gæti orðið ómetanlegt:
með því mætti safna góðum fjársjóði
þekkingar á þvi, hvað helzt má vérða til
eflingar búnaði á þeim og þeim stað, og á
því, hver framfaravon landsins er yfir
höfuð. Sú hvöt og sú leiðbeining, sem með
þessu fengist, gæti orðið einhver bezta
framfara-undirstaða.
það segir sig sjálft, að hjer er gjört ráð
fyrir, að búfræðingarnir sjeu menn »prakt-
iskir«, er jöfnum höndum kunni að nota
sínar eigin athuganir og reynslu greindra
búmanna, og sjeu færir um að draga þar
af heppilegar ályktanir. En það segir sig
bka sjálft, að verk þeirra verður sífellt að
standa til bóta, því heldur sem eigi verð-
ur gert ráð fyrir öðru, en að til þess verði
jafnan að eins litlu fje varið, þar eð svo
margt og mikið annað er við búnaðar-
styrkinn að gera. Br. J.
Nokkrar athugasemdir
um alþýðumenntunarmálið.
Eptir
al|iingÍ8tn. Jakob Guðmundsson.
V.
(Niöurl.).
A þingi eru líka einbættismenn, sem
margir hverjir eru frjálslyndir og þjóðlegir
framfaramenn, og sem opt hafa gjört
sjer far um að fá alþýðu manna í lið með
sjer, til að efla margt það, sem til fram-
fara og þjóðþrifa miðaði, en sem opt
hafa, ekki síður en framfarabændurnir,
átt um sárt að binda, einmitt vegna þess,
hvað meiri hluti alþýðunnar hefur verið
sljófskyggn að sjá, hvað til sannarlegs þjóð-
frekis og þjóðþrifa horfði, og það einmitt
vegna menntunarleysis. A þinginu eru
líka nokkrir menn, sem hafa tekið sjer
þá stöðu, að vera, jeg vil ekki segja ófrjáls-
lyndir apturhaldsmenn, heldur vareygðar-
samir íhaldsmenn, sem reynt hafa að halda
j því föstu og óbreyttu, sem verið hefir, með-