Ísafold - 18.03.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudaps-
morgna. Verð árgangsins
(60 arka) 4 kr.; erlendis^kr.
Borgist fyrir miðjan júlimán.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til ótg. fyrir i.okt. Afgreiðslu-
stofa f ísafoldarprentsmiðju.
XIV 13.
Reykjavik, föstudaginn 18. marz.
1887.
49. Innlendar frjettir. Útlendar frjettir.
51. Um ráð til aðgminnkaJskiptapaQhjer á landi.
52. Laxalögin nýju (fyrirspurn). Auglýs. THLí
Reykjavík 18. marz 1887.
t Póstgufuskipið, Laura, kom hjer
ekki fyr en í morgun. Hafði tafizt á Fær-
eyjum, eins|og vant er, í 4 daga. Með
því komu: kaupmennirnir J. Coghill, Jón
O. V. Jónsson, Knudsen (frá Newcastle)
og G. Thordal; enn fremur Páll þorkels-
son gullsmiður, er verið hefir í París í
vetur.
Bókmenntafjelagið. Viðvíkjandi
heimflutningsmálinu hefir Hafnardeildin á
fundi 26. f. m. samþykkt í einu hljóði
gjörðardómstillögu Beykjavíkurdeildarinnar
á síðasta fundi (sjá ísaf. 9. f. m.) með
lítilfjörlegri orðabreytingu,—nema fellt frá
gjörð í einu hljóði oddamann þann, er
Beykjavíkurdeildin hafði kosið, gemheime-
etazráð A. F. Kriger, og kosið sjer í hans
stað sem oddamann prófessor Konráð
Maurer í Miinchen. Til gjörðarmanns af
sinni hálfa kaus Hafnardeildin stiptamt-
mann Hannes Finsen (í Bípum).
(Jm ríkisskulda-eign fjelagsins ályktaði
fundurinn í einu hljóði, að »ekki gæti kom-
ið til greina, að nokkuð af fjelagssjóðnum
yrði að sinni sent Bvíkurdeildinni*, enda
hafði »ríkísskuldaforstjórinn» tjáð forseta
Hafnardeildarinnar, að hann mundi útborga
honum, hvenær sem hann æskti þess, all-
ar ríkisskuldbindingarnar , »án allrar skuld-
bindingar af hans nálfu um að senda nokk-
urn hluta fjárins til Beykjavíkur»; — deild-
in hjer hafði farið fram á, að fá hingað
9000 kr. af því, til ávöxtunar hjer á landi,
og bundið samþykki sitt til útborgunarinn-
ar því skilyrði, sem og var skýrt tekið
fram í umboðsskjali því, er forseti deild-
arinnar hjer sendi Hafnarforsetanuin, »no-
tarialiter» staðfestu.
Heiðursmerki. Konungur hefir 24. febr.
sæmt landshöfðingja Magnús Stephensen r. af
dbr., heiðursmerki dannebrogsmanna, og gert
amtmennina báöa, E. Th. Jónassen og Július
Havsten, að ridd. af dbr.
Verzlunarfrjettir frá Khöfn mega heita al-
veg hinar sömu og síðast (ísaf. 9. febr.). Ull ívið
hærri í verði. Um Spánarfisk taka miðlarar
það fram, að það sje einkar-áríðandi, að hann sje
mjög vandlega og strauglega „sorteraður“, eins
og gert var í íyrra, eigi hann að geta selzt.
Æðardúnn að lækka í verði: 14—15 kr.
Verðlagsskrár. Sauður Hvit Salt- Harð- Lambs- Með-
1887-1888. Ær vetur^. ull Smjör Tólg fisknr fiskur Diigsverk fóður alalin
Austurskaftafellssýsla 9,85 6,28 54 54 20 12,00 11,75 2,25 3,33 43
Vesturskaftafellssýsla 9,16 5,65 48 52 28 »« 14,25 1,91 2,89 43
Bangárvallasýsla 7,85 6,06 50 57 31 7,25 17,46 2,17 3,01 45
V estmann aey jasýsla 8,50 7,50 50 50 33 7,25 16,00 2,50 3,50 42
Arnessýsla 10,32 8,06 51 63 34 8,10 19,49 2,35 3,70 52
Gbr. og K. sýsla og E vfk 13,24 8,75 54 67 37 7,42 19,06 2,82 4,27 55
Borgarfjarðarsýsla 12,45 8,55 52 64 34 7,69 16,50 2,21 3,89 51
Mýrasýsla 11,90 8,56 52 64 34 8,65 15,00 2,67 4,44 56
Snæf.- og Hnappad.s. 12,58 9,26 50 59 35 7,72 18,36 2,70 4,87 54
Dalasýsla 12,71 9,26 51 62 38 9,44 14,00 2,67 5,25 55
Barðastrandarsýsla 12,95 9,77 54 66 48 8,76 13,50 2,06 4,79 54
Ísafj.sýsla og kaupst. 13,87 10,08 50 73 45 8,38 13,46 2,38 5,05 53
Strandasýsla 13,52 9,42 52 62 34 8,46 13,67 2,10 5,71 52
Húnavatnssýsla 12.64J 8,12$ 54 60 31 8,65 12,34$ r 2,14$ 4,54 49
Skagafjarðarsýsla 12,45 7,82 55$ 59$ r 27 9,03 11,54$ 2,25 4,33$ 47
Eyjafj.s. og kaupst. 11,75 7,05 56 55 26 8,96 11,28$ 2,57 4,39 47
þingeyjarsýsla 13,58 8,29$ 55 56 23 9,44$ 10,32 2,34$ 4,53 48$
N orðurmúlasýsla 14,20 8,78 55$ 68$ ■ 24$ 9,56$ 11,15 2,72 4,30 50
Suðurmúlasýsla 14,32$ 8,89 54$ 74$ 25 9,05 12,26 3,08 4,22$ 53
Útlendar frjettir.
Khöln 28. febr.
Danmörk. það er öllum kunnugt, að
þegar þingum er slitið í öðrum löndum til
nýrra kosninga fyrir útgöngu kjörtímans,
vilja ráðaneytin hafa reyndina fyrir sjer
um, hverjum höfuðflokki kjósendaaflið fylg-
ir. Svo vjek því þó ekki við fyrir þeim
Estrup, því við kosningasigri í þeirri merk-
ingu gátu þeir ekki búizt. þeir voru á-
nægðir með minna, að vinna fáein kjör-
dæmi frá vinstrimönnum, og geta sagt við
þá á eptir: »Sjáið þið nú, það er þó okk-
ar lið, sem hefir fjölgað, ykkar fækkað»!
þetta tókst, og nú eru þeir 7 atkvæðum
ríkari en áður. þeirra menn boluðu 4 út
í höfuðborginni, 3 á öðrum stöðum. Hin-
ir standa enn í 73 manna fylking — eða
rjettara 75, þegar Holm, sósíalistinn frá
Höfn, og Klein, fyrrum ráðherra, eru með
taldir. Viðkvæði hægri manna er: »Nú
höfum við unnið aptur höfuðborgina úr
ræningja höndum, í næsta skipti náum við
í meiraN Má vera, og getur brugðizt, en
hjer er meira en lítið til jafnaðar eða yfir-
burða að heimta, þar sem að eins 26 —
eða 27, ef Færeyjar ganga undir merki
hægri manna — standa á móti 75. Að svo
stöddu þó ekki fleiri en 22, því fjórar kosn-
ingar eru vefengdar þeirra megin.
Deilumálið milli flokkanna er þá ekki
komið feti fram nær úrslitum, allt heggur
í sama farið og allt horfir eina leið, þ. e.
(að voru áliti) í átt endileysunnar. Til
þingvinnu tekið og margt haft á prjónun-
um og við ekki fátt lokið — og svo segja
vinstri menn: »Nú mega þó allir sjá, að
við erum bæði iðnir og eptirlátir!». En
hinir svara þegar: »Eptirlátir þá og fyr
ekki, þegar þið hættið að jagast um »pró-
vísóríin. (óheimildarlögin) og gangið að
þeim nauðsynjakröfum, sem stjómin fer
fram. Meðal þeirra er víggirðing Hafnar*.
»það gerum við aldrei!«, segja hinir. því
vill enginn trúa, að saman gangi heldur í
ár um fjárhagslögin. Nei, það eru því
miður ekki miklar líkur til, að Danir átti
sig á efnum sjálfra sín, fyr en þeim birt-
ir fyrir augum af leiptran stórtíðinda f
suðri.
»Landsþingið« hefir nýlega kosið menn í
ríkisdóminn, og hjer var A. F. Krieger
gerður rækur. Hann hefir reyndar átt þátt
í samningu og þÍDgræðum um grundvallar-