Ísafold - 18.03.1887, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.03.1887, Blaðsíða 2
60 lögin, en er nú ljettur á voginni, þegar um rjettan skilning þeirra ræðir — já, næstum í falskennara tölu kominn. Á seinustu tímum hafa komizt upp ekki fáir fjeprettir. Mest kveður að þeim, sem uppgötvuðust í bankanum »Privatbanken«, og tveir menn — en hvor í sínu lagi — höfðu framið, og námu rúmlega hálfri miljón króna. Báðir gegndu þar embættis- störfum. Nýlega uppgötvaðist, er skil skyldu gerð í dánarbúi eptir einn mála- færslumann, að ungur kontórmaður, sem hinn látni (Vilh. Rode, valinkunnasti mað- ur) hafði allt gott gert og stutt til frama, hafði ráðið undir sig með falsi 35 þúsund- ir af því sem til búsins heyrði, eða nálega allan arf ekkjunnar. Veðráttan hin bezta, frostlítið og snjó- laust. Nobegub og Svíabíki. I báðum ríkjum tekið til þingstarfa. I Noregi koma líklega nýmæli um safnaðaráð og kviðdóma (?) til umræðu, og á þingi Svía munu helzt verða j kappdeilur um ný tollalög. Af þingmálum beggja þá hægt meira að segja, þegar lengra j sækir fram. I Gautaborg var það til tíðinda fyrir | skömmu, að maður nokkur tók þá vitfirr- ing, að hann þóttist eiga móti öllum líf sitt j og peninga að verja. Hann gekk með, marghleyping, og þar kom, að hann bjó um sig til varna í loptherbergi, Iæsti að j sjer og bannaði öllum aðgöngu. Hann hafði þar nóg af kúlum og púðri, en hirti ekki: um matarforðann. Af þeim föngum ekki annað en brauðhleifar og ein ölflaska. f>eg- i ar að honum skyldi gengið ljet hann skot- j in ríða, og í þeim viðskiptum fjekk einn | maður bana, en tveir særðust til muna. Eptir það hjeldu löggæzlumenn vörð um húsið þar til að hann ljet ginnast til á fjórða eða fimmta degi að taka við vatns-1 könnu til að svala þorsta sínum, og var þá höndlaður. Ófbiðae-dimman. Regnið ekki komið, en sama þykkni í lopti. |>að má nú segja um ríkin, sem Eggert Ólafsson kveður um dýr- in (með vorinu), að þau nfjargviðrast1 stór og smá«. 011 í óðaönn að búa her sinn og varnir; jafnvel hin griðvörðuðu: Sviss og Belgía. í Belgíu hefir þingið samþykkt framlögur 20 miljóna (franka) til hers og kastala. Bæði ríkin vilja girða eptir föng- um fyrir herstraumana frá Frakklandi og þýzkalandi, að löndin verði ekki að vígvelli þeirra ef til ófriðar dregur. Rúmenía hefir sama varann á sjer, og þingið í Bucharest 1) Orðið þýðir ekki það sem ónefndur maður ætlaði: aö stynja undir byröi, heldur að styrma (nú stumra), varast, eiga annsamt. hefir nýlega veitt 30 miljónir til herbúnaðar. j Um stórveldin þarf ekki að tala, og þau hafa nú öll—Englendingar líka(I)—bannað hestasölu út úr landi. Hverjar ýkjur blöð- in hafa heyrt, eða hverjar ofsjónir hafa j borið frjettariturum þeirra fyrir augu, er j ekki hægt að vita, en sögurnar ganga svo, j að bæði Frakkar og þjóðverjar hafi þegar fært mikinn hersæg nær landamærunum, og hið sama er sagt um Austurríkismenn og | Rússa. f>ýzku blöðin segja, að Frakkar hafi dregið saman 80 þús. manna á austurjaðr- inum, auk þess liðs sem í kastölum situr, og láti það liggja í nýjum búðum, en timbr- ið til þeirra flutt þangað um nýjársleitið. Stundum tína blöðin saman olíulauf friðar- ins, flytja smáfregnir til huggunar, t. d. að Moltke greifi hafi verið í heimboði hjá sendiboðanum franska (Herbette), og þeir hefðu átt tal saman í mesta bróðerni, eða, að Herbette hafi verið í hirðveizlu hjá keisaranum, og enginn hafi notið svo kurteisi hansoghlíðu, sem kona sendiherr- ans. En þetta er ekki annað en rof í ský- um, sem hverfur von um bráðara. Ein vonartaugin var fest í kosningarnar nýju á þýzkalandi, eða sigur stjórnarinnar á mótstöðuflokkunum, eða þeim, sem tregð- uðust við framlögunum til heraukans í sjö ár. f>au hafði Bismarck sjálfur sagt bezt af öllu fallin til að tryggja friðinn. Nú er sá sigur fenginn, en friði engu nær en áð- ur, þaðblöðin þykjast vita. Nei, nú syngja þau ný Darraðarljóð, og inntak þeirra er svolátandi: f>að er kominn apturkippur í þakkarþel Rússa (við Bismarck), lymsku- ríkir eins og þeir eru ; þeir láta nú sem sjer sje lítið um Bolgaraland gefið, en blða eptir hverju fram vindur fyrir vestan. Með Bolgaramálið sjálft gerir hvorki að reka eða ganga. |>að er nú komið til I Miklagarðs, ásamt sendinefndinni úr ferð- j inni erindislausu, og hjer þýtur í skjám úr öllum áttum. Rússar segja: »Við þekkjum hann Bismarck; hvað vingjarn- lega sem hann lætur, býr ekki annað und- ir en óleiksráð gegn Rússlandi. Nei, nú er bezt að bíða, og sjá hvað honum tekst móti Frökkum, en það skal hann reyna, að hann fær ekki að leika við þá eptir vild sinni eins og 1870—71, og láta svo þýzkaland dansa öllum þjóðum Evrópu á hálsi á eptir«. Nokkuð í þennan veg var á málum tekið í blaðinu »Le Nord», sem haldið er út í Bryssel á kostnað stjórnar- innar í Pjetursborg. I sama streng tekið í blaði Katkoffs í Moskóvu, »varakeisar- ans«, sem hann kallast í þýzkum blöðum. Nærri má geta, að hinir standa ekki að- gerðalausir, og það sem blöðin hafa sein- ast af þeim sagt, er þetta, að bandalag sje ráðið með Itab'u, Austurríki og þýzka- landi, og svo fyrir skilið, að Italir haldi kyrru fyrir, þó Rússland ráðist á Austur- r.ki, en hlaupi í Frakka, ef þeir rjúfa frið- inn við þjóðverja. þessi fregn kom frá Rómaborg. það er svo sem auðvitað, að það verða Frakkar, sem friðrofið verður um kennt, ef ný styrjöld kemur, og þó lætur hict eigi fjarri, sem sum blöð segja (einkum hin rússnesku): »Bismarck vill þeim fyrst bisa og snúa sjer svo austur á bóginn, ef Austurríki hefir ekki við. Sum- ir koma Englendingum inn í hið rnikla bandalag, en um það er bezt meira að heyra«. Frönsku blöðin fara um allt fæst- um orðum, svo að það verður ekki annað sjeð, en að Frakkar haldi bezt sínu »gefnis- geði«. þÝZKALAND. Bismarck gat ekki vænzt eða óskað sjer betri kosningasigurs en þess, sem hlotnazt hefir. Fullkosið í 337 kjör- dæmum, og þaðan eru yfir 200 nýmælum hans sinnandi. Endurkjósa verður f 60 kjördæmum. þeir, sem verst hefir farið fyrir að svo stöddu, eru Bismarcks verstu fjendur, »frelsis- og framfaramenn«, og sósíalistar eða »sósíaldemókratar«. Hinir fyrnefndu komnir niður í 14, og hinir nið- ur í 6 (úr 67 og 25). Miðflokkurinn (hinir kaþólsku) sundraður, en »þjóðernis- og frelsismenn« mjög efldir að liði. Sósíalist- um hefir til þessa vegnað bezt á Sax- landi, en nú fengu þeir þar engu fram- gengt. Nokkra, en litla uppreisn kunna þeir og hinir þó að fá við eptirkosningarn- ar. Annars var Bismarck hjer ekki einn í leiknum, en hlaut lið af Leó páfa, sem ljet boð berast til biskupanna kaþólsku á þýzkalandi með uppörfun og áminningum að styðja mál stjórnarinnar. þeir einu, sem enn hafa storkað Bismark, eru þegn- arnir nýju í Elsass og Lothringen. þaðan | koma enn 15 (allir) af »mótmælendum« eða «ríkisfjendum«. England. Hjeðan fátt til fregna. Ráð- herrann nýi, Goschen, sem tók við af Churchill, átti að komast um leið í þing- mannssæti í neðri málstofunni, en varð apturreka við kosningu í Liverpool, en náði síðar fulltráakjöri fyrir háskólann í Ox- ford. Á þinginu ekki öðru aflokið en umræð- unum um andsvör þess gegn þingseturæðu drottningarinnar, en nú skal tekið til ný- mæla um þingskapabreyting, en hún á að leggja hömlur á það frelsi, sem opt hefir verið veitt til að lengja umræðurnar og tálma framgöngu málanna. þessu sjerí lagi mið- að móti úrræðum íra. Frá írlandi aptur sögur af leyndarsam- tökum og ódáðaverkum þeirra samsæris-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.