Ísafold - 18.05.1887, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.05.1887, Blaðsíða 3
91 láta fyrir nanðsynjavöruna 71 Fiskinn og fjenaðinn. Já, en nú fellur fiskurinn í verði, fjenaðurinn einnig, og fækkar þar að auki. Hvað á þá til bragðs að taka? Á þá að hætta að borða kornmat, hætta að byggja hús o. s. frv., en klæðast silki og líni ? Nei. Hjer er alvarlegt efni fyrir hönd- um. Látum oss aðgæta, hvað vjer getum gert, til að koma lögun á í þessum efn- um. f>að hlýtur að liggja hverjum manni í augum uppi, hver hagur það væri fyrir landið, ef vjer gætum unnið úr vorri eigin ull allt eða mestallt það fataefni, sem vjer þurfum, og gætum svo selt, einnig unnið, í fötum, dúkum eða bandi, það af ullinni, sem fram yfir vorar þarfir væri. Yjer ykjum atvinnu landsmanna stórum, fengj- um traustari og hollari fatnað, og hefðum meira verð upp úr því, sem vjer seldum. En þótt vjer eigi getum búizt við að komast á svo hátt stig að sinni, mundum vjer þó geta aukið svo mikið innlenda ull- arvinnu til eigin nota, að vjer spöruðum töluvert af útlendu fataefni, og væri þá þegar mikið unnið. Má telja víst, að það gæti tekizt, þó eigi sje um að gjöra nema handverkfæri ein. En mikil bót mundi að því, ef smá handavjelar, líkt og á Hall- dórsstöðum í Laxárdal, kæmust upp, ef upp kæmist litunargerð og þófaramylnur, þar sem dúkar einnig væru kembdir og pressaðir, til að laga áferðina á þeim o. s. frv. Mundi það flýta fyrir vinnunni, að fá ullina kembda, og yrðu svo voðirnar þæfðar, litaðar, kembdar yfir og pressaðar í verksmiðju; þá mundi það verða ódýr- ara en að gera það heima fyrir, og auk þess gæfi það dúkunum svo miklu betri á- ferð og útlit, að þeir mundu eigi standa á baki danska vaðmálinu, sem vjer erum að kaupa. f>ess eru mörg dæmi, að vaðmáls- bætur hafa verið látnar »sigla« til að pressa þær. Varla mun þurfa að gjöra sjer miklar vonir um, að »hið opinbera« ýti undir slík fyrirtæki; en það má vera frámunalegt rænuleysi, ef það dregst enn lengi, að »privat«-fjelög eða einstakir menn reyni að koma þessu í verk. það þyrfti að vera einn þófari og litari í hverju hjeraði, en helzt fleiri kennarar. Vjer skulum hjer leiða athygli að því, hve einkar-hentugt mundi að koma slík- 1) Utlendar vörur, sem oss eru nauðsynleg- ar, má telja helztar: kornvöru, drykkjurtir, sætvöru, salt, þvottefni, litefni, lyf, steinolíu, kaðlavöru, kol, járnvöru, glasvöru, pappír, við, tjöru, ýmsa málma og máske kalk. um smáverksmiðjum upp við hinar volgu smáár og læki frá laugum og hverum, sem aldrei frýs á. Vjer erum öfundsverðir af að eiga þessar sí-heitu ár og lindir, sem alltaf, vetur og surnar, eru boðnar og bún- ar til að vinna hvað sem vera skal, ef vjer einungis hefðum þekkingu, vilja og krapta til að nota þær. Skyldi ekki geta þrifizt hjer einn eða tveir sútarar ? Svo mikið er þó víst, að vjer kaupum árlega fyrir 60 til 70,000 kr. af sútuðum skinnum, en sendum til ann- ara landa svo hundruðum þúsunda skiptir af skinnum, ósútuðum ; vjer sendum þau til sútarans og kaupum af honum verkun- unina á þeim. Skyldi þetta ekki eins mega takast við innlendan sútara ? Ef hann fengi skinnin eins ódýr eins og vjer seljum þau út, og vjer keyptum þau eins dýr eins og frá útlöndum, eða borguðum hon- um sútunina sem verðmuninum svarar, þá efumst vjer eigi um, að haun gæti stað- izt, og veitt nokkrum mönnum atvinnu. Niðurl. 9 • „Olafr Pá og Olafr Upp-á er ekki það sama“. (Svar til hr. Tryggva Gunnarssonar). —o— Herra Tryggvi Gunnarsson er í 21. bl. „ísaf.“ þ. á. að reyna að vera fyndinn og gera hlægi- legt það er ég hefi sagt um bankann og seðla hans í „ísaf.“, 10. blaði þ. á. J>ví sem hann þannig beinir að mér sjálfum, ætla ég að svara því einu, að ég hefi aldrei sagzt standa „á herð- um samtíðar minnar“ i þekkingu á bankamál- um. Ég sagði að eins, að „til þess að dæma um slík mál“ [þjóðmeganfræðileg mál yfir höfuð] Tparf maðr þó, ef svo mætti scgja, að standa á herðum samtíðar sinuar í þeirri íræði“. Hvað ég kallaði svo, er auðskilið; það er nefnilega að þekkja rit helztu samtíðarmanna í fræðigrein- inni. því er nú miðr, að ég hvorki í þessari grein né neinu því, er að stjórnmálum lýtr, er eins fróðr og ég vildi vera og eins og mér finst að ég pyrjti að vera. Engu að síðr ver ég mestöllum tima mínum og kröftum til að reyna að kynna mér sem mest ég get af því sem merkilegt er, nýtt og gamalt, í þessum fræðum, hversu skoplegt sem hr. Tr. G. kann að virð- ast þetta. Hr. Tr. G. er nefnilega stakr lánsmaðr; hann gat blaupið frá búskapnum án þess að hafa þefað af verzlunarfræði eða komið nálægt verzl- un á æfi sinni og, án allrar þeklcingar á verzl- un, stofnað stórt verzlunarfyrirtæki og stjórn- að því öllum til blóma og hagnaðar (eða er ekki svo?); hann getr, undir eins og hann heyr- ir nefndar listakosningar, sagt oss, hvað þær þýða, þótt hann hafi aldrei einn staf lesið um þær; hann getr borið stjórnarskrárfrumvarp vort saman við stjórnarskrár allra þjóða í heimi, þótt hann hafi enga þeirra heyrt eða lesið; hann getr dæmt um frumvarp til kosninga, áðr en hann les það. Hann þarf ekki þekkingar- innar með; hann hefir þá hamingjunnar vöggu- -gáfu, að sjá í gegn um holt og hæðir í andana riki. Hann er ekki eins og gömlu spámenn- irnir, sem að eins sáu fyrir ókomna hluti; hann sér einnig „frá sér“ í samtiðinni og liðinni tíð; af spámannlegri andagift og skygni sér liann f sýn söguna og visindin sem opna bók, án þess að þurfa að mæða sig á að afla sér þekkingar; hún er honum meðfædd; því hann er hvorki sá fimti af stóru spámönnunum og þvi siðr sá þrettándi af inum smærri; hann er inn eintr stœrsti. En hann ætti að vera svo nærgætinn að gæta þess, að þeir eru fáir, sárfáir, sem. fæðast þannig „skygnir“, sem gæddir eru slík- um kynjagáfum hamingjunnar. Við hinir smá- mennin, lánleysingjarnir, sem okki erum gæddir þessari gáfu, en viljum þó reyna að1 vinna gagn i okkar verkahring, við verðum, úr því við ekki erum fæddir „skygnir“ og sjá- um þvi ekki gegn um holt og hæðir, að þrælka eins og maur í mold, safna saman með erfiðis- munum molum þekkingarinnar og múra okkr úr þeim stiga þangað til við náum svo hátt „á herðum samtíðarinnar“ að við getum sé5 yfir holtin og hæðirnar. En hann, lánsmaðrinn með skygndar-gáfuiva, ætti að vera það góðmenni, að vera ekki að gera gys að maurnum í moldinni, og molnm þekkingarinnar ! Og nú sleppi ég hr. Tr. G.; hann er ekki mitt meðfæri. En svo sný ég mjer að málinu. Hr. Tr. G. segir: „Hvort bankinn gerir sér að skyldu að inn- leysa sjálfr fyrir gull vissa uppliæð af seðlum sínum, eða lætr aöra gera það fyrir sig, ketnr honum hér um bil í sama stað niðr“. Ja svo! Ef þetta „kemr í sama staö niör“, þá hefir hr. Tr. G. rétt í því að skopast að mótsögn hjá mér og hringiðu í hugsun minni. En ef það er allr munr á þessu tvennu, þá er það í höfði hr. Tr. G., sem hringiðan er, og þá bítr skop hans sjálfan hann, en ekki mig. A þessu veltr alt saman, Við skulum því líta á, hvort það kemr alveg i sama stað, hvort bankinn hér leysir sjálfr inn seðla sina, eða hann fær „landmands“-bankann í Höfn (eða einhvern annan erlendan banka) til að gera það. Hvað skyldi „landmands“-bankinn gera vit> seðla þá, sem hann innleysti fyrir bankann hér, ef þeir samningar hefðu komizt á? Hefir hr, Tr. G. ekki neina hugmynd gert sér um það? Auðvitað sendi hann þá landsbankanum. sem yrði svo að senda aftr fullvirði þeirra i gulli. Með öðrum orðum : „Landmands“-bankinn leysir inn islenzka seðla með ö°/o afslætti: borg- ar 94 kr. i gulli fyrir 100 kr. i seðlum; sendir svo seðlana hingað, og bankinn hér verðr að svara þeim út í gulli, 100 kr. fyrir hverjar 100 kr. og burðareyri undir þær til Hafnar aö anki. Hver yrði afleiðingin ? Seðlamir féllu þegar í staö í verði; kaup- menn tækju þá að eins með afföllum (H°/0). En bankinn hér byndi sér engu að siðr jajnþunga byrði með gullforða, eins og þótt hann leysti seðlana inn sjálfr beinlínis, því að hann leysir hvort sem er inn sömu upphæðina, og tæki á sig þar aö auki kostnaðinn við sending seðla og gulls milli landa. Afleiðingin yrði meðal annars þetta tvennt:

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.