Ísafold - 18.05.1887, Blaðsíða 4
92
seölarnir Jéllu, og það yrði bankanum hér
kostnaðarsamara að leysa seðlana inn þannig
með útlendum milligöngumanni, en að gera
það sjálfr hér á staðnum.
Ég gæti hæglega sýnt fram á ýmislegt annað
skaðræði við þetta íyrirkomulag; en það er
óþarft; þetta tvent, sem ég hefi tilgreint, er
nóg.
En að það væri æskilegt, að bankinn hér svo
fljótt sem auðið er tæki það að sér sem skyldu
að innleysa sjálfr seðla sína, fram á það hefi
ég reynt að sýna á 83.-88. bls. í riti mínu
,. Um banka“, sem kom út i síðastliðnum mán-
uði sem sérprentun úr þessa árs „Andvara“.
Vísa ég því þeim sem ekki hafa kverið í hönd-
um, í „Andvara11; blaðsíðutalið er þar ið sama.
Ég vona þá að öllum skiljist, að það er alls
ekki sama, hvort bankinn hér leysir sjálfr inn
seðla sina með fullu verði, hver sem þess beið-
ist, eða hann leysir þá að eins inn með fulJu
verði þegar útlendr banki heimtar það, sem
sjálfr hefir tekið þá með aflöllum, af því að
bankinn hér vildi ekki leysa þá inn fyrri en
þeir hefðu fyrst verið seldir útlenda bankanum
með afföllum.
Hr. Tr. G. hefir virzt þetta „hérumbil“ ið
sama. f>að er rúmgott orð, þetta „hér um bil“.
Ég held nú að „Ólafr Pá og Ólafr upp-á“
sé ekki það sama — ekki einu sinni „hér um
bil“ það sama !
Jón Ólafsson.
Hitt og petta.
Ríkisskuldir og hernaðarkostnaður. Hjer
er yfirlit yfir rikisskuldir og rentur af þeim, svo
og herkostnað Norðurálfuríkja og Bandarikjanna i
Norður-Ameriku i fyrra og 20 árum þar á undan.
ríkisskuldir, kr. rentur, kr.
Norðurálfan 1866 47,520,000,000 1,750,000,000
----1886 84,321,000,000 3,847,500,000
Bandarikin 1866 10,800,000,000 526,500,000
----1886 5,202,000,000 184,500,000
þetta voru nú ríkisskuldirnar. |>ær hafa aukizt
i Norðurálfunni þessi 20 ár um nærri þvi helming,
en minnkað í Bandaríkjunum um meira en helming.
jþá er herskatturinn, eða árleg útgjöld til land-
hers og flota. Sá kostnaður er nú
i Norðurálfunni .... 3,256,000,000 kr.
- Bandarikjunum .... 144,000,000 kr.
En sjeu rentur af ríkisskuldum, sem stafa mest
frá hernaðarkostnaði, lagðar saman við ársútgjöldin
til landhers og flota, verður sú upphæð
i Norðurálfunni .... 7, K)5,600,000 kr.
- Bandarikjunum .... 3:4,000,000 kr.
Á Rússlandi er árlegur herkostnaður
711,600,000 kr.
og rentur af rikisskuldum 761.600,000 kr.
Samtals 1,462,600,000 kr.
Enda kvað það riki vera orðið rjett að kalla
gjaldþrota.
Pappirs-stígvjel. J>að er sennilegt, að úr
því að hægt er að búa til hús og haffær skip
úr pappir, þá megi líka fá allra beztu stígvjel
úr þvi efni, enda hefir pappírsgjörðarmaður
einn í Ameríku reynt það og gefizt prýðilega.
Pappírsstígvjel hans kváðu vera miklu ódýrri
og haldbetri en leðurstigvjel, og líka ágætlega
þjett og gljá. Einn aðalkostur þeirra er sá,
að það eru engir saumar á þeim.
AUGLYSINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða
setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd.
Proclama.
Með því að bú Sigurðar Hafliðasonar,
húsmanns á Kleifum í Skötufirði er tekið
til skipta sem þrotabú, er lijer með, sam-
kvœmt opnu brjefi 4. jan. 1861 og lögum
12. apríl 1878, skorað á alla þá, er til
skulda telja í nefndu búi, að sanna kröfur
sinar fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan
6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar
auglýsingar.
Skrifstofu ísaijarðarsýslu, 4. apríl 1887.
Skúli Thoroddscn.
Proclama.
Með þvi að bú porsteins járnsmiðs por-
steinssonar á lsafirði hefir verið tekið til
skipta sem þrotabú, er hjer með samkvœmt
opnu brjefi.4. jan.1861 og lögum 12.aprÚ 1878
skorað á alla þá, er til skulda telja i nefndu
búi, að gefa sig fram og sanna kröfur sinar
fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6
mánaða frá síðustu birtingu þessarar aug-
lýsingar.
Bæjarfógetinn á ísafirði, 4. apríl 1887.
Skúli Tlioroddsen.
Proclama.
Með því að bú pórólfs Sigurgeirssonar,
húsmanns á ísafirði er tekið til skipta sem
þrotabú, er hjer með samkvœmt opnu brjefi
4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 skorað
á alla þá, sem telja til skulda í tjeðu búi,
að gefa sig fram og sanna kröfur s'tnar
fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6
mánaða frá síðustu birtingu þessarar aug-
lýsingar.
Bæjarfðgetinn á ísafirði, 3t. marz 1887.
Skúli Thoroddsen.
Proclama.
Samkvœmt lögum 12. apr. 1878 og
opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með
skorað á pá, sem til skulda telja í dán-
arbúi Magnúsar sál. Magnússonar frá
Garðsvika í Garði, sem druknaði við
Vara-ós 20. marz þ. á., að lýsa kröf-
um sínum og sanna pcer fyrir und-
irskrifuðum skiptaráðanda innan 6 mán-
aða frá síðustu birtingu auglýsingar
pessarar.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu 4. mai 1887.
Haiuics Hafstein,
settur.
Proclama.
Samkvœmt lögum 12. apr. 1878 og
opnu brjefi, 4. jan. 1861 er hjer með
skorað á pá, sem iil skulda telja í prota-
búi Olafs Jónssonar frá Glaumbce í
Rosmhvalaneshreppi, sem paðan fór til
Ameríku á nœstliðnu sumri, að lýsa
kröfum sínum og sanna pær fyrir und-
irskrifuðum skiptaráðanda innan 6 mán-
aða frá síðustu birtingu auglýsingar
pessarar.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu 4. mai 1887.
Hanncs Hafstein,
settur.
Jeg undirritaður gjöri hjermeð kunnugt,
öllum minum heiðruðu skiptavinum á Is-
landi. að jeg kem til Reykjavíkur í júní-
mánaðarlok, eða fyrstijúli, tii að kaupa
600 hesta, sem jeg borga í peningum
eða vörum eptir því sem menn helzt
oska. Markaðardagar verða nánara á-
kveðnir.
Hans Lauritzen & Co.
Newcastle on Tyne.
Jeg hefi ásett rnjer í næstkomandi júni
og júlí, að veita stúlkum tilsögn i nteikn-
ing«, ef nógu margar óska þess, og kostar
hún fyrir 16 klukkustundir um múnuðinn
3 kr. fyrir hverja stúlku; börn 10 vetra
yngst geta tekið þátt i þessari kennslu.
Reykjavík 16. maí 1887.
l>óra Pjetursdóttir.
Fiskiskúta til sölu!
Skipaútgjörðarfjelag eitt á Færeyjum, sem
meðal annara skipa á „kútter“, sem er 22smá-
lestir að stærð, eirseymdur og eirvarinn, ágæt-
lega útbúinn að seglum og köðlum, og íær nú
í vor á sig afbragðsgóðan kaðalreiða, er til
með að selja skip þetta fyrir mjög lágt verð,
vegna þess að það getur ekki borið meira en
lóO skpd. fiskjar, og er því of lítið til að láta
það ganga til fiskiveiða við ísland frá Pæreyj-
um.
Skip þetta, sem er úgætt til siglinga, kostar
eigendurna 7500 kr„ en verður, ef til vill, látið
fyrir minna en hálfvirði gegn peningum út í
hönd.
þeir, sem kaupa vilja, eru beðnir að snúa
sjer til
H. G. Thomsens,
Trangisvaag, Fœreyjum.
Hjer með auglýsist, að fyrir það sem jeg get úti
látið af beina við ferðamenn, hlýt jeg að taka
sanngjarna borgun upp frá þessu.
Gljúfurárholti í ölfusi 16. maí 1887.
Einar Magnússon.
Fundizt hefir á síðastliðnum lestum á vegin-
um milli Hólms og Lækjarbotna kvenn-reið-
hattur, er eigandi má vitja að Steinum uudir
Eyjaljöllum til Einars Einarssonar, gegn sann-
gjörnum fundarlaunum og auglýsingargjaldi.
Fjármark Sigurðar Jónssonar á Múlakoti í
Fljótshlíð: hvatrifað h., heilhamrað v.
Ritstjóri Björn Jónsson, eand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar