Ísafold - 01.06.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(6o arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlímán.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útg.fyrir I.okt. Afgreiðslu-
stofa i Ísafoldurprentsmiðju.
XIV 25.
Reykjavik, miðvikudaginn 1. júni.
1887.
97. Innlendar frjettir. Utlendar frjettir.
98. íslenzk bókfræði í útlöndum. Til herra
Guðmundar Thorgrímsen (kvæði).
99. Fiskiveiðasamþykktir. Auglýsingar.
100. Augl.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3
Strandferðaskipið Thyra fer frá Krik 2. júní að
kvöldi.
Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. i
hverjum mánuði kl. 4—2
Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr.J. Jónassen
mal Hiti (Cels.) Lþmælir Veóurátt.
ánóttu umhád. fm. em. fm. | em,
M. 25. + 8 +10 30,1 30,3 iS h d :0 d
F. 2b. + 8 + G 3°,S 30,5 0 b 0 b
F. 27. + 7 +11 30,6 3°,ö Nv h b 0 b
L. 28. + 8 + n 30,6 30,4 Nv h b 0 b
S. 29. + 7 +10 30,3 3<>,3 bv h d 1 Sv h b
M. 30. + 5 + » 30,3 3o,l Sv h d I Sv h d
þ. 3>. + 6 +11 30,1 30. S h d |S h d
Umiiðna vikn hefir verið mesta veðurhægð, opt-
ast við suður eða rjett að kalla logn nótt sern dag
siðustu dagana hefir verið úði á S.sv. með mestu
hægð. í dag 31. hægur landsunnanvari dimmur
i lopti.
Reykjavík 1. júní 1887.
Landsreikningurinn 1886. Lands-
reikningurinn hefir aidrei verið eins snemm-
buinn og nú, og hefir landshöfðingi gert
svo vel að veita oss kost á, að birta nokk-
ur helztu atriði hans.
í>aö er nú fram komið, sem spáð hefir
verið, og þó í meira mæli en nokkurn varði:
að það vantaði stórmikið á, að tekjur lands-
sjóðs hrykkju fyrir útgjöldum nefnt ár, ekki
minna en 88,400 kr. !
í stað þess að áður hefir jafnan verið
talsverður afgangur, alla tíð síðan landið
fór að eiga með sig sjálft, og það um og
yfir 100,000 kr. á ári í mörg ár, einu sinni
(1882) nær 120 þús.
jþessu skakkafalli veldur mest brenni-
vínstollurinn. Hann var áætlaður í fjár-
lögunum 130,000, en varð ekki nema 80,000
kr. Arið áður, 1885, var hann þó 118,000,
en árið þar á undan 163,000. Hann hefir
þannig minnkað um meir en helming á 2
árum.
Að öðru leyti má sjá mesta skakkafallið
á þessu yfirliti:
Áætl. Reikn.
Brennivínstollur............... 130,000 80,100
Tóbakstollur.................... 18,000 15,300
Ábúðar- og iausafjárskattur 35,000 2Z,200
Tekjuskattur.................... 15,000 12,900
En það er athugavert við ábúðar- og lausa-
fjárskattinn, að hann var gefinn upp að
hálfu með sjerstökum lögum, og hefir því í
raun rjettri farið heldur fram úr áætlun
(nær 5000).
Nokkrar minni háttar tekjugreinir hafa
komizt fram úr áætlun, svo sem húsaskatt-
ur um 1400 kr., gjöld af fasteignarsölum,
óvissar tekjur o. s. frv.
Gjaldamegin er það einkum alþingi (auka-
þingið) og stofnun landsbankans, sem hefir
íþyngt landssjóði umfram áætlun fjárlag-
anna: alþingi um 18,000, og hitt 16,600.
Til vegabóta hefir og verið varið 3000
kr. fram yfir áætlun og til póstfiutninga
sömuleiðis 3000 kr.
Sparazt hefir á árinu eða ekki verið
eytt meðal annars: til að gefa út Lovsam-
ling for Island 2000 kr., af styrknum til
aukalækna 2000 kr., til þjóðvinafjelagsins
300 kr., styrk til gufubátsferða á ísa-
fjarðardjúpi 1500 kr., styrk til læknis J.
Jónassens 500 kr., styrk til útgáfu laga-
safns handa alþýðu 800 kr.
Strandferðaskipið Thyra kom
hingað 26. þ. m. Hafði komizt að Langa-
nesi og lá þar nærri f 3 fyrstu dagana af
uppstigningardagshretinu ; urðu varir við
ís og sneru suður fyrir land og vestur allt
aö Horni á Hornströndum, en lengra ekki
fyrir ís ; fóru þá til ísafjarðar og síðan á
aðra komustaðina vestra og hingað. Earþegj-
ar voru nokkrir með henni á norðurhafn-
irnar, og töluvert af matvöru, sem mjög
mun vera farið að þarfnast þar, að því
er heyrzt hefir.
Aflabrögð. Núna alla vikuna fyrir
hvítasunnu var og er enn að heita má
landburður af fiski hjer á Inn-nesjum,
enda gæftir hinar beztu. Tvfróið á sólar-
hring nær jalmennt. Mikill afii inn á
Kollafirði, við Kjalarnes, og ber það sjald-
an við. Farið að verða tæpt um salt hjá
kaupmönnum, en von saltskipa tveggja
eða fleiri frá Englandi á hverri stundu.
í hÍDum syðri veiðistöðum hjer við fló-
ann er aptur þrotinn allur afli, í Garðsjó
og lengra inn með.
Eptirfarandi greinileg aflaskýrsla fyrir
veiðistöðina á Loptsstöðum í Árnessýslu
um vetrarvertíðina hefir Isafold verið send
af Eygarbakka, og væri vænt, að fá aðrar
eins víðar að.
Skip er gengu til fiskiródra, 12. j
Aflinn alls .... 112,825 fiskar.
Aflanum alls skipt í ltíö'/j hlut.
Fæstir hlutir á skip 13.
Flestir hlutir á skip 15.
Mest í hlut .... títíO fiskar.
Minnst í hlut . . . 450 —
Meðaltal í hlut . . . tí77 —
Mest á skip .... 12,900 —
Minnst á skip . . . 5,850 —
Meðaltal á skip . . . 9,402 —
Mannslát. Einn með nafnkendustu
prestaöldungum laudsins, síra Sigurður
Brynjúlfsson Sivertsen, r. af dbr., andaðist
24. f. m., að Útskálum í Garði, þar sem
hann hafði verið allan sinn prestskap, langt
á 6. tug ára. Hann vígðist þangað aðstoð-
arprestur föður síns Brynjúlfs Sigurðsson-
ar, er áður var prestur í Beykjavík, árið
1831, með konungsleyfi, að eins 22 ára
(fæddur 2. nóv. 1808) og fjekk brauðið
að honum látnum 1837, en sleppti því
1886, þá orðinn blindur fyrir nokkrum ár-
um. Hann var hálfbróðir Helga biskups
Thordersens.
Síra Sigurður sál. var atkvæðamaður, bú-
sýslumaður mikill og fjesæll; fróðleiksmað-
ur var hann og, og eru eptir hann nokkrir
ritlingar prentaðir.
Börn á hann tvö á lífi, en missti einn
son upp kominn, síra Sigurð, er var nýlega
orðinn aðstoðarprestur föður síns.
Útlendar frjettir.
Khöfn 5. mai.
Danmöek. Lítið erhjer um tfðindi — og
lítið um rimmur á borð við það, sem vandi
er til. Á fundunum og í blöðum senda
vin8tri menn og hægri hvorir öðrum enn
tóninn, og verða helzt byrstir út af víg-
girðingamálinu. þó sumirhinir harðskeytt-