Ísafold - 01.06.1887, Blaðsíða 2
98
ari lasti samkomulags-stefnuna, já, bann-
syngi henni, þykir flestum sem að snjall-
ræði hafi hjer verið horfið — þó þeir eigi
bágt með að sýna, hvað fyrir komi.
Tvo má nefna meðal þeirra, sem látizt
hafa. þeir eru J. C. Jacobsen, ölgerðar-
maðurinn auðugi, sem dó í Rómaborg, og
Haffner hershöfðingi, sem var (1869—72)
fyrir stjórn innanríkismálanna í ráðaneyti
Frijs greifa, og síðar tvö ár í ráðaneyti
Estrúps fyrir hermálastjórn. Jakobsen
gaf nvísindafjelaginu danska« fyrir nokkrum
árum 2 miljónir króna, en leigunum svar-
ar ölgerðarstofnunin mikla, sem »Gamle
Carlsberg« heitir, og nú kemst undir stjórn
og tilsjón fjelagsins.
Fká öðkum löndum. Allt stórtíðinda-
laust; og nú þykir friðinum loksins full-
borgið. Reyndar vildi svo til fyrir skömmu,
að Frökkum þótti sem jpjóðverjar ætluðu
að egna sig til ófriðar. Einn löggæzlu-
maður Frakka austur við landamerki hafði
lagt sig mjög í framkróka um njósnir og
fleira í Elsass, en þýzkur embættismaður
ginnti hann yfir landamærin, og þar var
hann höndlaður. — Uppþot í blöðum ekki
lítið, en franska stjórnin hjelt stillingu
sinni, og Bismarck tók svo vel í málið af
sinni hálfu, að hann ljet sleppa manninum,
fyrir þá sök, að svo var við hann leikið,
þó hann annars hefði átt harða hegning
skilið. Ginningin var sú, að löggæzlustjór-
inn þýzki bauð honum til sín að tala um
embættismál, og það þótti Bismarck hefði
átt að helga hann á leiðinni.
— Bolgaramálið liggur í dái, og Tyrkinn
er nú sá eini, sem er að bisast við það
og reyna áð flýta fyrir úrslitum. Lítill
trúnaður lagður á að það takist.
— Rússar hafa þegar dæmt þá, sem
náðust og sekir urðu um morðræðið síð-
asta við keisarann — 7 til lífláts, hinum
vísað til Slberíu.
|>ing Englendinga situr yfir úrræða-
lögunum á Irlandi, en hjer hefur sleg-
ið í meiðingaryrði með sumum Ira og
mönnum af liði Torýmanna. Stór-
blaðið nThe Times« átti hjer í fyrstu höf-
uðþátt að máli, er það flutti brjef, sem
Parnell var eignað og var með hans und-
irskript (eiginhandar nafni), en skrifað til
eins af þeim, sem eiga að hafa verið í
vitorði og ráðum, þegar morðin í Fönix-
garðinum voru undirbúin. Brjefið átti að
sanna hið sama um Parnell sjálfan. Allir
Vigga-megin og fleiri trúa því, sem Parnell
segir, að brjefið sje falsbrjef.
íslenzk bókfræði í útlöndum.
það er óhætt að fuilyrða, að fáir eða
engir útlendir menn hafa á hinum síðari
tímum sýnt Islandi jafnmikla tryggð og góð-
vild og prófessor W. Fiske frá Iþöku í
Bandafylkjunum í Norður-Ameríku. Síðan
hann ferðaðist hjer um árið 1879, hefir
hann gefið söfnum vorum og menntastofn-
unum stórgjafir, einkum lærða skólanum
og bókasafni hans og lestrarfjelagi skóla-
pilta, og hann hefir ekki þreyzt á þessu,
heldur hefir hann í öll þau 8 ár, sem síð-
an eru liðin, haldið áfram að sýna sama
örlæti. Hann hefir með þessu sýnt, að
honum var það alvara, sem hann sagði
í veizlu þeirri, sem íslendingar nokkrir
hjeldu houum að skilnaði, áður hann fór
hjeðan : »Úr minni mínu líður aldrei ís-
land nje íslenzka þjóðin«.
Prófessor Fiske býr nu í Fórenz á I-
talíu. En þó að hann sje oss fjarri,
fylgir hann með athygli öllu því, sem
fram fer hjer á landi. Hann hefir um
langan tíma safnað að sjer íslenzkum bók-
um, gömlum og nýjum, og á nú víst stærra
safn af þeim, en nokkur annar einstakur
maður, sem nú er á lífi. Hann er manna
fróðastur um íslenzka bókfræði, og hefir
nýlega gefið vit tvær ritgjörðir mjög fróð-
legar um það efni. Er önnur þeirra um
»Islenzkar bækur á 16. öld« («Icelandic
Books of the 16th Centurys), en hin nefn-
ist »BókfræðiIegar athugasemdir, I., Bæk-
ur prentaðar á íslandi frá 1578—1844«
(«Bibliographical Notices, I., Books prin-
ted in Iceland 1578—1844»). í hinni síð-
arnefndu ritgjörð eru taldar bækur þær í
safni prófessors Fiskes, sem ekki eru til í
hinu mikla safni íslenzkra bóka í British
Museum, alls 139 bækur. Árið 1885 kom
út í London skrá yfir íslenzku bækurnar
í British Museum, og er ritgjörð prófess-
ors Fiskes viðbætir við þá skrá. Titlar
bókanna eru tilfærðir stafrjett með mestu
nákvæmni, og fylgja þeim athugasemdir
höfundarins, sem bera vott um einstakan
fróðleik hans f þessari grein.
I safni prófessors Fiskes er meðal ann-
ars ágætt exemplar af hinni elztu útgáfu
Jónsbókar (Hólum 1578). Bókin er í eins
góðu standi eins og hún væri ný. Hún
var fyrst eign Friðriks konungs annars.
Eptir dauða konungs (1588) komst hún
árið 1594 í hendur Jóhanns Bockholts, sem
var hjer höfuðsmaður á síðari hlut 16.
aldar (t 1602). Arið 1630 er hún orðin
eign Christophers Besolds, þjóðversks lög-
fræðings og sagnaritara, og nokkru síðar
eignaðist klaustur eitt í Weingarten á
þýzkalandi bókina. þaðan komst hún f
bókasafn konunganna í Wiirtemberg og úr
því safni var hún nú seld prófessor Fiske
fyrir 200 kr., og mun það sjaldgæft verð
á íslenzkri bók ekki stærri, en þessi er,
Bókin er í skrautbandi og er framan á
bandinu merki Friðriks konungs annars,
en aptan á því merki drottningar hans.
P-
Jm
■ficz-ta
á 40. afmælisdegi hans
á Eyrarbakka, 18. maí 1887.
Tökum glaðir glas í mund,
gott er enn að finnast;
notum tímans naumu stund,
nú er góðs að minnast.
Fjörutíu frægðar-ár
firðar allir rómi;
blessi Guð þín gráu hár,
gamli hjeraðs sómi!
Blessi Guð þitt göfga sprund,
gleði þína og sóma;
fyrir hennar heimanmund
hús þitt skein í ljóma.
Blessi Guð þín blómstrin fríð,
beztu hnossin gjafa;
ótal barna börnin þýð
blómum krýni afa.
Beggja hjóna dáð og dyggð,
dæmi, snilld og gæði,
þakkar skóli, þakkar byggð,
þakkar allt vort svæði.
Ægisdætur brims við band
beztu minnast hjóna,
meðan hjer við svalan sand
silfurhvítar tóna.
Lengi gullin gleðistund
gafst oss hjer í ranni,
þar sem flest er ljettir lund
ljek við komumanni.
Kraptaskáld og klerkalið,
komum nú og reynum,
krýnum aldinn vildis-við
vori og nýjum greinum!
Höfðingsmanna hjer um slóð
haukur jafnan varstu,
aðals svip hjá allri þjóð
ættarlands þíns barstu.
Lengi Guð þitt líf og fjör,
listamanna blómi,
lifi glaður, ern og ör
Eyrarbakka sómi!
/*■ !■