Ísafold - 08.06.1887, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.06.1887, Blaðsíða 2
102 hann segir Dönum til úrræðanna. |>eir eiga að vísu að víggirða Höfn, en ganga um leið í varnarsamband við f>jóðverja og frændur sína á Norðurlöndum. Fyrir virkjagerðinni eiga þeir helzt að trúa út- lendum skörungi, þvf foringjar þeirra sjálfra munu aldrei koma sjer saman. A stjórn- málahnúta Dana vill hann svo höggið láta, að grundvallarlögin sje um nokkurn tíma svipt gildi, þar til fólkið hefir tamizt og samið sig við aga og reglu. — þó höf- undurinn segi löndum sfnum til margra synda og leggi þeim (að líkindum) mörg heilræði, þá er hættast við, að hann eigi enn þau spámannsforlög fyrir höndum: að verða á ættlandi sínu vettugi virður. I lok aprílmánaðar kom hjer prins frá Japan með konu sína og mikla fylgdar- sveit. Prinsinn hjet Akíhító Kómatsii, og er föðurbróðir Japanskeisara. Hann og sveit hans öll í búningi Evrópumanna. Drottning vor er nvi hjá dóttur sinni þvri (í Austurríki), en hvin hefir verið veik í langan tíma og meðfram geðsturluð. — Krónprinsinn hefir verið á Englandi við júbilhátíð Viktoríu drottningar, en hans er nvv von aptur á morgun, því konungur fór f gær til þýzkalands (Austurríkis). Látinn er vísi-aðmíráll Edouard Suenson (16. þ. m.), sevn hlaut sigur í orustunni við Helguland 9. maí 1864. Nobvegur. Nú hefir kviðdómafrum- varpið verið rætt nokkurn tíma á þinginu, og þykir líkast að fram gangi. Eeyndar kom flestum á óvart, að dómsmálaráð- herrann sjálfur — sem hefir lagt nýmælin til urnræðu — skyldi sýna hik á sjer, og gerast meðmæltari meðdómsmannalögum, en Jóhann Sverdrúp hefir mælt fram með frumvarpinu í löngu erindi og snjöllu. A afmælisdag grundvallarlaganna (17. maf) fóru prósessíur fram og ræðuhöld, sem að vanda í Kristjaníu, en það þó til ný- brigða, að verknaðarmenn og sósíalistar gengu sjer í fylkingu og með tveimur fána- merkjnm hvítum, og stóðu á þeim orðin: »AImennur kosningarrjettur!« og »Akveð- inn vinnutími!« Til nefndar, sem fór á fund Steens for- seta, sagði hann, að málið um breyting á kosningarlögunum mundi tekið til greina á nýju þingi. Svíaríki. Nýlega (17. þ. m.) vígt nýtt háskólahús í Uppsölum. Yfir porti þess letrað: '»Að hugsa frjálslega er mikilsvert, en hitt meira: að hugsa rjett«, þau orð (höfð eptir fræðimanninum Thorild á und- anfarandi öld) gerði Oskar konungur að efni ræðu sinnar, er hann bað háskólan- um heilla og hamingju. England. Síðan 14. þ. m. hafa staðið í Lundúnum margbreytt og viðhafnarmikil hátíðarhöld f minningu þess, að Viktoría drottning hefir setið að ríki í 50 ár. Fyrsta hátíðardaginn ók drottning til hinna stór- kostlegu hallargarða, sem verið er að reisa í austurhluta borgarinnar, eða þess hlut- ans, sem upp er kominn og við drottning- una er kenndur. þetta stórvirki heitir nPeoples Palace« (Fólkshöllin), og er ætlað alþýðunni, verkmannalýð og ungu iðnaðar- fólki tíl fræðingar (af fyrirlestrum, sýning- um, söfnum o. s. frv.), skemmtana, baða, og annara hæginda. það er sagt, að meir enn 700 þús. manna hafi fylgt drottning- unni á leið hennar frá höll hennar og til austurendans á Lundúnum. Fyrir nokkr- um dögum gengu 400 þingmanna — fyrir þeim formaður neðri málstofunnar í al- skrúði — til þakkarmessu, en þar þjónuðu erkibiskupar og biskupar. Nefna skal enn stóra flotasýning við Dover, og skal þar vera 100 herskipa á sveimi. I byrjun mánaðarins (eða fyr) komu á fund í Lundúnum fulltrúar frá nýlendum Englendinga. Aformið var að tengja þær fastari tryggðaböndum við heimaríkið, anka samheldi og samverknað allra landa, sem Englands krúnu lúta. Eitt af ályktar- atriðunum var, að »nýlendum og auka- löndum Englands« skyldi framvegis skotið inn í konungs- (drottningar) titilinn. Enn fremur ákveðið um framlög nýlendanna til landvarna og flotadeilda (t. d. í Astralíu) og kostnað af heimaríkisins hálfu. Seigt og seint ganga umræðurnar um írska málið, eða nýmælin um það, sem við skal lagt í hegninga skyni. Irar og Glad- stones liðar gera þá fvrirstöðu, sem unnt er. Seinast frjettist, að »úníónistar« — Hartingtons liðar og Chamberlains — hefðu beðið þeirri grein skotið út úr frumvarp- inu, sem ákvað flutning dóma í sumum afbrotamálum frá Irlandi til Englands. þÝZKALAND. Svo má segja, að Bismarck — eða þó heldur blöð hans, sjer í lagi *Nordd. allgevi. Zeitung« —- hafi gert Evr- ópu bimbult í nokkurn tíma. Svo stend- ur á, að sum blöð Bússa, einkum »Mosk- ófutíðindi«, blað Katkoffs, hefir ávallt kennt Bismarck um, að Rússar höfðu ekki meira upp úr stríðinu við Tyrkja, og bætt við, að Bismarck hafi viljað launa Gor- tsjakoff fyrir bragðið, er Rússakeisari fyrir hans fortölur hefði bannað þjóðverj- um að vaða að nýju inn á Frakkland 1875. Katkoff stendur líka fast á, að það sje Bismarck, sem hafi skotið Austurríki fram inn á landasvæði Tyrkjans. Blað Bis- marcks ber hvorttveggja aptur, og segir, að Rússland eigi engan vin betri en hann eða Berlínarstjómina. Og hvað þau lönd Tyrkja — Bosníu og Herzegóvínu —snertir, sem nú eru á valdi Austurríkis, þá sje þau þar komin eptir samningi Gortsjakoffs við Andrassy, kansellera Austurríkiskeisara, 1877 (15. jan.) f Reichstadt. Bismarck hefði ekki átt hjer orð að máli, og fengið um samninginn tilkynningu eptir á. Hann hefði verið Rússum svo innan handar á Berlínarfundinum, að honum hefði síðar verið fyrir það þakkir sendar frá Rússlandi. Blaðið endurtók jafnan, að allir ættu ____ og þá einkum stjórn Rússa — að forðast þá villustigu, sem Katkoff vísaði á. Við þessa skýrslu varð mörgum hverft heldur, og allir fóru að leiða getur um, í hvaða skyni Bismarck ljeti leyndarmálin birt. Menn sögðu: »|>að er auðsjeð að hann vill styðja v. Giers, vin sinn, móti Katkoff, og gera alslafavini á Rússlandi tortryggilega og óvinsæla. Svo var hinu bætt við, að hann því vildi blíðkast við Rússakeisara og stjórn hans, að honum byggju ný stór- ræði í skapi gagnvart Frakklandi. Nú hefir Lefló, sem var sendiboði Frakka í Pjetursborg 1875, birt þau skjöl, sem stað- festa það, sem blöð þjóðverja hafa borið aptur um fyrirhugun Bismarcks það ár. ý>ví svarað svo að sinni í þeim, að sendi- boðinn hafi látið skelk einn ráða ímyndun sinni, en Gortsjakoff notað tækifærið til að sýna sig Frökkum vinveittan, og lofað að sjá svo fyrir, að Frakkland skyldi ekki saka. — það sem menn þykjast nú sjá glöggvara en fyr eptir allar þessar birting- ar, er það, að lengi hefir verið meira í efni, en ætlað var, um samdráttartilraunir með Rússum og Frökkum. Frakkland. Fyrir ekki löngu varð ráða- neytið, eða forustumaður þess Goblet, að segja af sjer, er fjárlaganefndin dró meira úr framlögunum, en stjórninni þótti við mega sæma; það fje meðal annars, sem Boulanger, hermálaráðherrann, átrúnaðar- goð lýðsins, beiddist til að reyna það á nokkrum stórdeildum hersins, hvernig hann væri búinn til vopnataks og ferða, ef hann skyldi í skyndingu kveðja til að vísa árásum af hendi. f>ær framlögur námu reyndar ekki nema rúmum fjórum miljón- um franka, tilraunin skyldi gerð á Suður- Frakklandi, og sem lengst frá landamærum þýzkalands; en það setti apturkipp í flesta þingflokkana, er blöðin á þýzkalandi sögðu, að hjer bvggi meira undir, og nú yrðu þjóðverjar að hafa sama viðbúnað að sínu leyti. f>að virðist sem stillingarmenn í liði þjóðveldismanna vilji losast við Boul- anger, ekki sízt vegna þess, að hann þykir friðnum hættulegur, en þegar seinast frjett- ist, hafði Grévy (forseti ríkisins) ekki tekizt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.