Ísafold - 08.06.1887, Blaðsíða 3
að skipa nýtt ráðaneyti. Sökum flokka-
sundrungar þingsins þykir engum árenni-
legt að taka hjer við veg og vanfla, en allir
ir vita, að einveldisliðar verða í hvert skipti
til taks, þegar færi gefur að reka einhverja
á burt frá stýri þjóðveldisins, og leggja þá
jafnan lið sitt við frekjumenn vinstra meg-
in.
I gær fluttu blöðin frjettir af leikhúsbruna
í París, þess er oOpera comique« heitir.
Húsið gjöreytt, en fjöldi manna hefir farizt
eða lemstrazt. Dauðir fundnir 56, lemstr-
aðir milli 60 og 70. En menn ætla, að
margir fleiri hafi fengið hjer bana, um 200
alls. .
Belgía. Hjer hafa gerzt verkföll—helzt
í sömu hjeruðunum og í fyrra, Hennegau
og Charleroi—, en þeim fylgt miklar róst-
ur, rán og atvígi, Margir hafa fengið
bana í viðureignum við löggæzluliðið. Far-
ið að rjena, er seinast frjettist. Óstjórn-
armönnum um mest kennt, eða þeim held-
ur en forustumönnum verkmannafjelaga og
sósíalista.
Eússland. Alexander keisari hefir á-
samtkonu sinni og krónprinsinumgist Novo-
Tsjerkask, höfuðbæ hinna »donsku Kó-
sakka«, en sonur hans þar vígður — sem
vandi er til um keisaraefni—til höfuðfor-
ustu (»stórhetmanns«) fyrir Kósökkum. Nú
er keisarinn á Krím, og sagt, að þeir ætli
þar að heimsækja hann Georg Grikkja-
konungur og Nikulás SvartfeHingajarl.
Kvisað um nýja morðtilraun á ferðinni,
en því ekki trúað. Annars er svo vand-
lega haldið á varðgæzlunni á þeim ferðum,
að með fram sumum járnbrautunum standa
50 þús. hermanna, þar' sem keisarinn
ferðast.
Nýlega 5 menn teknir af lífi í Pjeturs-
borg, þeir sem höfðn verið í morðráðunum
síðustu. Einn af þeim stúdent, Ilíanoff
að nafni. Hann harmaði það eitt, að til-
ræðið hefði mistekizt.
Italía. Listaverkasýning haldin í Fen-
eyjaborg. þangað kom konungur og
drottning fyrir skömmu, og var þá þar
afhjúpaður minnisvarði föður hans. Til
þess staðar, sem varðinn stendur, var þeim
drottningu róíð í skrautbáti Viktors Em-
anúels, sem hann hafði í Feneyjumn 1866.
Feá spáni. Spánverjar hafa nú líka
eignazt hafnarstöð við Eauðahaf, keypt
þar strandgeira af einum höfðingjanum (í
suður frá landeign Itala).
Kvennleg menntun.
i.
Nú á síðari árum hefir hjer verið ritað
og rætt ýmislegt um menntun og rjettindi
kvenna. Er það að vísu gleðiefni, fyrst og
fremst af því, að málefnið er í sjálfu sjer
rjett og sanngjarnt, og þar næst af því, að
sjerhvert mannfjelag þarfnast þess, að allir
góðir hæfilegleikar, hvort heldur hjá karli
eða konu, og í hverri stöðu sem er, fái að
njóta sín og taka framförum, ef fjelagið á
að geta þrifizt og blessazt. Enginn mun
bera á móti því, að konur sjeu að sínu
leyti eins vel gjörðar af skaparans hendi
eins og karlar, og án þess jeg vilji draga
nokkuð af karlmönnum, eða gjöra lítið úr
stöðu þeirra og störfum í mannfjelaginu, er
þó hitt víst, að störf kvenna og köll-
un þeirra er engu síður þýðingarmikil.
Alla þá stund, sem heimilin verða barns-
vagga og bezti undirbúningsskóli hinnar
uppvaxandi kynslóðar, mun hún búa að
því æfilangt, hvernig heimilin eru á sig
komin. En þar eð nú umhyggja fyrir
börnum og heimili er konunnar helzta
og eðlilegasta ætlunarverk, og henni auð-
sjáanlega fyrir sett af skaparanum, má það
heita mikil blessun, að konan geti orðið
sem færust og bezt undirbúin til að gegna
sínum ótalmörgu skyldum á heimilinu.
Margar af þessum skyldum eru ekki stór-
ar fyrir manna sjónum, en iðja konunnar
verður að vera innifalin 1 mörgum bæði
stórum og smáum hlutum, sem eigi má
án vera til þess að mynda eina heild, er
geti staðið jafnhliða störfum þeim, er góð-
ur og duglegur húsbóndi hefir um hönd,
þótt meira beri á þeim.
Að ungum stúlkum er leyfð aðganga að
opinberum karlmannaskólum hjer á landi,
er að vísu allmerkilegt teikn tímanna, og
getur, ef til vill, orðið til gagns og góðs fyrir
einstöku konur, er eigi fella sig við hin venju-
legu og eðlilegu kvennastörf, og að öðru
leyti hafa dug og hæfilegleika til að keppa
um námið við karlmennina. En vilji menn
eigi hafa endaskipti á öllu, verða menn
þó að játa, að það er annars konar mennt-
un, sem kvennfólkið þarfnast miklu frem-
ur. þegar menn aðgæta, hversu lítið það
er, sem gjört hefir verið, og gjört er enn
fyrir ungar stúlkur til þess að mennta þær
og undirbúa undir þeirra sjerstöku stöðu
og lífsköllun, í samanburði við hið mikla,
sem gjört hefir verið og enn er gjört fyrir
unga karlmenn til að undirbúa þá undir
þeirra lífsstöðu — þá virðist mjer, að það
sje svo mikið, sem nær liggur, til þess að
jafna þenna misniun og þenna órjett, held-
ur en þetta leyfi til að setjast á skólabekki
með karlmönnum. Jeg vildi, til dæmis að
taka, óska, að allir foreldrar, sem eiga góð-
ar og greindar og námfúsar dætur, viidu
álíta það skyldu sína, að kosta eins miklti
að tiltölu til að mennta þær, eins og syn-
ina, og jafnvel stundum láta þær sitja f
fyrirrúmi, ef þeir gefast svo, bæði að náms-
gáfum, námfý8Í og siðferði, að lítil eða
engin von er um, að þeir verði sjer og
sínum eða ættjörðu sinni til gagns og
sóma. Jeg vildi enn fremur óska, að voru
heiðraða alþingi mætti takast að jafna
að nokkru þann mikla mismun, og þar sein
nefnilega eru veittar svo margar og ríku-
legar ölmusur til þess að ljetta námið hin-
um ungu mönnutn í skólum landsins, þú
hefir eigi enn verið veittur einn ölmusu-
-eyrir til þess að ljetta ungum stúlkum
skólanámið hjer innanlands. Hversu marg-
ar yngismeyar, námfúsar og efnilegar, eru
það eigi, er sökum fátæktar er fyrirmunað
að verða það, sem þær bæði gátu orðið
og áttu að verða, sjer og öðrum til gagns
og heilla ? Kvennaskólar þeir, er vjer
höfum, þarfnast ríflegri styrks en nú er,
til þess að geta fullkomnast og orðið það
sem þeir eiga að verða, og hinar ungu og
fátœku stúlkur þarfnast styrks til þess að
geta komizt í skóla. þ>egar ölmusustyrkur
sá, sem árlega er ætlaður námspiltum í ein-
um saman lærða skólanum, er að upphæð
8000 krónur, virðist eigi til of mikils mælzt,
þótt ætlaðar væru árega 2000 kr. til öl-
musustyrks handa námsmeyjum í kvenna-
skólunum. En sanngjarnt væri, að þær
stúlkur, sem styrkinn fengju, væru skyld-
aðar til einkum að læra allt hið nauðsyn-
legasta, t. d. af bóklegum greinum: móð-
urmálið, skript og reikmng, og af hann-
yrðum : fatasaum og ljereptasaum. Og
það, sem ef til vill fyrst og fremst ætti
af þeim að heimta, er, að þær væru látn-
ar taka sem mestan þátt f innanhús-störf-
um. Ef stúlkum yrði veittur styrkur
með þessu skilyrði, mundi af sjálfu sjer
myndast stærri heimili og aukast innan-
hús-störfin í kvennaskólunum, svo að
meira yrði að gjöra og meira að læra en
nú á sjer stað. það væri að minni ætlun
mjög óheppilegt, ef innanhússtörf yrðu
lítils metin í skólunum, og stúlkurnar
látnar vera lausar við þau, því þá er við
að búast, að þær mundu verða þeim frá-
bitnar. Innanhússtörfin ættu að vera
skylduvinna í hverjum kvennaskóla. Megi
stúlkurnar sjálfar velja, munu flestar þeirra
helzt kjósa, að vera lausar við þau störf,
en meta hitt meira: að læra einungig
hannyrðir og bóklegt nám. Og ef talsverð
innanhússtörf yrðu gjörð að skylduvinnu í