Ísafold - 22.06.1887, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.06.1887, Blaðsíða 2
110 pitt sverð var vilji traustur eins og stál. pví beittir þú í þarfir landsins kalda, ei þraut ne hcettur léztu cegja þér. — Eins trútt skal minning þinni þjóð vor halda sem þínu dufti gröf í skauti sér. Vér minnumst þín, er júnxsólin stgur með sigurbrosi’ í gljíipa mararsœng. Vor vonarsól i hafsdjúp aldrei hnigur; til himins oss hún ber d léttum vceng. Og meðan vonmál hjarta mannsins hressa og hrímgir tindar mœna yfir sœ, skal landið þitt ce burðardag þinn blessa og blessa þig og verk þin sí og æ. í* Fyrir minni íslands. pó að nafn þitt frónið fróða fölnað hafi meðal þjóða skaltu móðir göfga góða glaðan aptur lita dag. Fósturjörðu fræknir verjum. Fyrir Ingolfs bygðir herjum\ hetjumóðir ! hátt vér sverjum hrausta fylgd að veita þer. M. J. I>ingfararbann. Sauðurinn Bismarck! Opt hefir hann átt í brösum við þingið, þenna mannsaldur eða fram undir það, sem hann hafir staðið fyrir stjórn, og nærri má geta, að hann hafi stundum langað til að þurfa ekki að hafa þá á þingi, suma verstu orðhákana í andvígis- flokki sínum, sem hafa aldrei setið sig úr færi að gera honum Hfið leitt. En hann hefir ekki verið svo gáfaður, að finna ráð til þess, nema ef vera skyldi þetta að gera þá að »sósíalistum« og fá hina þingmenn- ina til að samþykkja lög um að gera alla sósíalista óalandi og óferjandi. Hann hefir þá með öðrum orðum gert það þó með sam- þykki þingsins. f>að er annars eitt af því, sem að hon- um er, þessum Bismarck, að hann skiptir sjer of mikið af því, sem meiri hluti þing- manna vill, eða þá meiri hluti þjóðarinnar, þegar til kosninga kemur. Hann hugsar miklu meira um að laða vilja þings og þjóðar eptir sínum vilja og hafa svo sitt fram, heldur en að brjóta beinlínis bág við þing og þjóð. Hann ætti að líta norður fyrir sig. f>ar eru menn, sem kunna á því tökin, sem þeir eiga að gera. f>að er nú t. d. þetta þjóðráð til að los- ast við menn, sem stjórninni kemur betur að ekki sitji á þingi: að kyrrsetja þá,—láta þá hýrast heirna, hvort sem þeir vilja eða ekki. þetta ráð hefir Bismarck aldri hug- kvæmzt. Svona mikill sauður er hann. Ver má, að hann þykist geta borið það fyrir sig, að hann hafi ekki haft lög til þess. En—eins og þeim þar norður frá yrði vandræði úr öðru eins lítilræði I Til hvers er þá bráðabyrgðarlöggjafarvaldið? það vildi nú svo blessunarlega vel til hjerna, að hjer voru til góð og gild kyrr- setningarlög, sjálf stjórnarskráin, sem segir, að þó að embættismenn þurfi ekki leyfi stjórnarinnar til að taka að sjer þing- mennsku, þá sjeu þeir skyldir til, án kostn- aðar fyrir landssjóðinn að annast um, að embættisstörfum þeirra verði gegnt á þann hátt, sem stjórnin áh'tur nægja. þetta : osem stjornin álitur nægjat, er nú það sem hún hefir hitann úr. Hún hefir hingað til álitið nægja, að t. d. sýslumenn ljetu ólögfróða leikmenn þjóna fyrir sig á sína ábyrgð þennan 2—3 mánaða tíma, sem þingförin tekur, og það því heldur, sem margsinnis hefir orðið að bjargast við slíka menn í sýslumannsemhættum um miklu lengri tíma, jafnvel svo árum skipti, og það á sjálfra þeirra ábyrgð. Hún gerir sig meira að segja eun ánægða með þjón- ustu ólærðra eða óútlærðra manna í öðrum embættum, t. d. læknisembættum, til þess að hjeraðslæknar geti komizt á þing. Líka hefir það verið tíðkað, að sýslu væri þjónað af sýslumanni í næstu sýslu, eins og algengt er að pre3tar þjóni nábúabrauði með. En þetta og því um líkt er nú allt í einu orðið ónógt, hvað sýslumennina snertir. Nú mega sýslumenn, sem þingsetu eiga, ekki fara frá embættinu um þingtímann, nema þeir útvegi fyrir sig löglærðan mann, er sitji innan sýslu. þetta boðorð hefir verið út gefið i vor, af amtmönnunum, sjálfsagt eptir æðri skipun; en hvað langt ofan að, er ekki lýðum ljóst, heldur en önnur stjórnar-leyndarmál. Jafnvel þótt ekki hafi heyrzt annars getið en að allt hafi hjargazt sæmilega með gamla laginu, að láta færa leikmenn þjóna sýslu meðan sýslumaður er á þingi, þá mundu samt fáir hafa hneyxlazt á þessari nýlundu, ef löglærðir menn væru nú orðnir á hverju strái, sem kallað er. En því fer fjarri, að svo sje. f>að er jafnörðugt að fá slíka menn og verið hefir að undanförnu. J>að var eða er til annaðhvort einn eða enginn löglærður maður á lausum kili í þessar þrjár sýslur, er til stóð að sýslumannslausar yrðu um þingtímann. það var því hið sama sem að banna þessum sýslumönnum algjörlega að fara á þing, að skipa þeim að setja fyrir sig löglærðan mann innan sýslu, tveimur þeirra að minnsta kosti, og raunar öllum þremur; því það má heita frágangssök, kostnaðar vegna, að fá mann sunnan fr4 Khöfn, ef hann er þar til, til þess að þjóna hjer sýslu í 2 mánuði: kosta ferð hans fram og aptur í tilbót. þetta er því hreint og beint þingfarar- bann fyrir hlutaðeigandi sýslumenn. Enda munu 2 sýslurnar þingmannslausar í sumar; og það er sýslumanninum sjálfum að þakka, að hin 3. varð það ekki líka. Hann mat svo mikils rjett kjósenda sinna, sýslumað- urinn í Snæfellsnessýslu, Sigurður Jónsson, að hann sagði þegar af sjer þingmennsku, er hann fekk þessa skipan, sem engin ráð voru til að fullnægja; og með því að.hann vatt bráðan bug að nýrri kosningu, er von um,aðþað kjördæmið geti haft mann á þingi í sumar. Hinir, þeir Benidikt Sveinsson og Einar Thorlacius, munu halda sinni þingmennsku, þótt þeir neyðist til að sitja heima; enda mun enginn lá þeim það, þótt þeir vilji ekki láta aðra svipta sig þingmennskunni en þá sem fengu þeim hana, kjósendurna, hvernig sem skipast eptirleiðis. það eru auðvitað mikilsverð og áríðandi embætti, þessi sýslumannsembætti, og því von, þótt stjóminni sje annt um, að ekki sje hlaupið frá þeim í reiðileysi eða því nær, og það í ekki meiri nauðsynjaerind- um en að hringla í stjórnarskrárvafstri á þingi eða öðrum þess háttar bollalegging- um! En þó hefir heyrzt getið um enn merkilegri embætti hjer á landi, og ekki síður ómissandi: amtmannaembættin, sem kölluð eru. Nærri má geta, að þeir eigi þá ekki heimangengt, blessaðir amtmenn- irnir.—Jú, þeir eru báðir kvaddir til þings, og annar þeirra úr öðrum landsfjórðungi. Hann segir við sína sýslumenn, sem sátu á síðasta þingi: »Nú gjörið þið svo vel að sitja heima ; nú fer jeg !« f>að er dálítið keimlíkt þeim kurteisis-sið, að ganga að manni og kippa honum úr sæti; og snara sjer sjálfum í það í staðinn. f>egar Bakkabræður tóku það snjallræði, að stjóra hestinn niður, svo að hann stryki ekki, þá bundu þeir bæði fram og aptur af honum. Sagan segir, að líkt sje nú ástatt með Benidikt Sveinsson, sem auðvitað er mest landhreinsunin að á þinginu, og em- bættisbræður hans hafa orðið að gjalda. Onnur taugin, sem hann er stjóraður með norður á Hjeðinshöfða, er amtsskipunin um að setja fyrir sig löglærðan mann, ef hann eigi að fá að fara á þing; en hin er sakamálsrannsókn í gegn honum fyrir það, að hann hafi átt að hylma með þjóf eða eitthvað á þá áttina, eptir því sem ein- hver kunningi hans þar nyrðra hefir frá skýrt og kært fyrir hans yfirmönnum ; og hefir hann að vísu sjálfur óskað þessarar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.