Ísafold - 22.06.1887, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.06.1887, Blaðsíða 3
111 raDnsóknar, til þess að fá hrundið af sjer tilhæfulausri sakargipt, en aðrir að líkind- um ráðið því, að rannsókn þessi þurfti að fara fram svo nærri þingtímanum, að hann yrði að setjast aptur fyrir það, þótt ekki væri öðru til að dreifa. f>essum mönnum þarf ekki ráð að kenna. f>að er munur eða sauðurinn Bismarck ! Um tekjur presta. Eptir alþingismann Sighvat Arnason. (Niðurlag). II. Ef þetta tekjumál verður tekið fyrir á annað borð, sem öll þörf er á, þá er vand- sjeð, að sje nema um tvo vegi að velja til að bæta brauðunum tekjumissinn. þessir vegir eru: að leggja hið nýja gjald á allt verkfært fólk í prestakallinu, karla og konur, á til- teknu aldursskeiði, í hverri stjett eða stöðu sem er; eða þá, að leggja brauðunum úr landssjóði. Að leggja gjaldið á allt verkfært fólk hefir marga kosti og er annmarkaminna en flest annað, sem til greina getur kom- ið. Með því móti getur gjaldið náð til allra, bæði til sjós og sveita, í hverri stjett eða stöðu, sem maðurinn er, hvort maður hefir nokkra jörð eða enga, er einhleypur eða ekki, o. s. frv. Yinnukrapturinn er líka stofn, sem bú manns byggist á, og vinnukrapturinn er auk þess talsvert sam- fara efnahagnum. Landjarðir eru að vísu mikið mis-mannfrekar, en þar mætti koma við nokkurri takmörkun, t. d. að gjaldskyld- an lægi ekki á fleirum en 2 verkfærum fyrir hver 5 jarðarhundruð. Báðlegast mundi vera, að hver húsfaðir ætti að bera gjaldið fyrir sig og sitt heimafólk. Hvernig hið nýja prestsgjald mundi koma niður eptir þessum grundvelli, má nokkuð sjá á dæmi því, sem hjer fer á eptir. Prestakall með 70 búendum. f>ar af 40 í skiptitíund. Lausafjártíund þeirra 90 áln., sem verður eptir 50 aura meðalverði.....................kr. 45,00 Dagsverk hinna 30, 150 álnir . — 75,00 Jarðartlund, 100 álnir ... — 50,00 Offur, 8 að tölu, 64 álnir . . — 32,00 Fermingartollar1...................— 84,00 Skírnart. og fyrir kirkjuinnleiðslu — 34,00 Líksöngseyrir .....................— 30,00 Samtals kr. 350,00 1) það er að vísu efamál, hvort' borgun fyrir Með þessu er átt við, að tekjurnar komi þannig niður í prestakallinu eptir 5—10 ára meðaltali. Upphæðinni (350 kr.) skal síðan skipta árlega niður á verkfært fólk í prestakall- inu. í prestakallinu eru t. d. 120 verkfærir karlmenn og 160 kvennmenn. Gjaldið skal vera hálfu minna fyrir kvennmanninn. Kemur þá niður á hvern karl- mann . . kr. 1,75, alla kr. 210,00 og á hvern kv.m.— 0,87£, alla — 140,00 Samtals kr. 350,ÖÖ Gjald þetta haggaðist ekki ár af ári að öðru en því, sem hið verkfæra fólk í presta- kallinu þokaðist upp eða niður að tölunni til. Yæru nú lambsfóðrin tekin með, 70 að tölu, á 3 kr. hvert, sem er eitt hið lægsta verð á þeim á öllu landinu, þá bætast við inn í upphæðina 210 kr.; verður þá allt gjaldið á ári hverju 560 kr. Og kæmi þá á hvern karl- mann . . kr. 2,80, alla kr. 336,00 hvern kv.mann — 1,40, alla — 224,00 Samtals kr. 560,00 A þessu má sjá, að gjaldið yrði æði þungbært, ef lambsfóðrin eru tekin með inn í hið nýja gjald. Taki maður töluna á undan lambsfóðr- unum, yrði t. a. m. prestsgjald þess manns, sem hefir 3 karlmenn og 3 kvennmenn verkfæra í heimili, kr. 7,87. Tómthúsmannsins eða einyrkjans t. d. fyrir sig og konuna kr. 2,62. Bn ef lambsfóðrin eru með, á hinn fyr- nefndi að gjalda kr. 12,60; einyrkinn fyrir sig og konuna kr. 4,20, o. s. frv. Hvað innheimtuna snertir, þá efast jeg um. að hún sje annarstaðar betur komin en hjá prestinum sjálfum; þar er hún vanalegust og þar er hún að mínu áliti vinsælust. Jeg er þar á sama máli og Torfi Bjarnason, að óvinsæld presta, ef hún annars á sjer stað, stafi af allt öðru en gjaldheimtuuni. Innheimtan yrði bæði torsóttari og óvinsælli í annara höndum, og auk þess væri hart að fleygja henni upp á aðra án endurgjalds; en ætti að greiða þóknun fyrir hana, mundi það draga frá tekjunum. Hvað hinn veginn snertir, að leggja brauðunum úr landssjóði fyrir tekjumissinn, þá mætti með því móti að vísu slá fleiri flugur í einu höggi, þ. e. jafna brauð- þetta aukaverk ætti að falla niður, því það kynni að baka hirðuleysi í barnauppfræð- iugu. in um leið og spara fje. Bæta hinum tekjuminni brauðum að fullu eða máske ríflega; aptur hiuum tekjumeiri sumum nokkuð og sumum máske ekkert, sem þá gæti komizt í kring smátt og sraátt við næstu prestaskipti, en bæta þeim að fullu þangað til. Jeg er viss um, að þetta væri hinum tekjulitlu brauðum betra en talsverður tekjuauki í þessum gömlu prestsgjöldum, þó þau fengju ekki nema sitt krónutal á móti. Mjer er næst að halda, að borgun úr landssjóði fyrir þessar tekjur yrði þeim á við um 100 kr. uppbót í móti marg- brotnum og óvissum gjaldareytingi. þessi vegur yrði líka vinsælastur allra, og það á báða bóga, bæði hjá prestum og söfnuðum, en þó því að eins, að landssjóður gæti fengið í skarðið á ótilfinnanlegan hátt. Ef menn vildu fara þennan veg með málið, er að líkindum ráðlegra að hafa biðlund með það, þangað til búið væri að koma fram umbótum á tollmálunum, sem útlit er fyrir að verði á prjónunum á næsta þingi, og sjá hvað setur ,neð afdrif þeirra og árangur; því annars pota menn blint í sjóinn með gjaldþol landssjóðsins. í april 1887. Hjer með lýsi jeg því yfir, aö jeg hefi ekki fengið nokkurt brjef frá nokkrum stúdent í Kaupmannahöfn viðvíkjandi kornkaupum Jóns kaupmanns (Juðmundssonar á Flatey. — (Sjá ísafold 30. marz 1837). Stórholti 9. júní 1887. .70» B. Thorarensen. AUGLÝSINGAR í samí'eldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stala frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. Af því að kaffi allt af hækkar í verði utanlands, og verður því svo dýrt hjer, að tilfinnanlegt verður fyrir hvern og einn fá- tækling að neyta þess eingöngu, hef jeg flutt hingað ýmsar sortir af kaffiblending, sem bæði má brúka eingöngu, en þó mun verða bezt að blanda með kaffi, nefnilega: Bú-kaffi (kaffiblending), sem kostar 55 aura pundið, og má brúka ein- göngu. Mokka-kaffi, sem brúkast til að blanda með kaffi og drýgja það, á 40 aura pundið; og Mynda-kaffi, sem líka brúkast til að blanda með og til drýginda, á 36 aura pundið. þessar sortir af kaffiblendingi fást hvergi á Islandi nema hjá undirskrifuðum. Reykjavik 7. d. júnimán. 1887. H. Th. A. Thomscn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.