Ísafold


Ísafold - 13.07.1887, Qupperneq 3

Ísafold - 13.07.1887, Qupperneq 3
123 Við bæ, er Paks heitir, við Duná, nokkr- ar mílur frá Pest, sóttu nokkur hundruð manna yfir ána í miðjum júní, en skipið var fermt meir en góðu gegndi, en hylgju- gangur í ánni af hvassviðri, og hvolfdi ferj- unni. Við það fórust 209 manna. Mikill hluti þeirra átti það erindi yfir’um, að vitja kirkju þar fyrir handan með mörgum helg- um dómum, og leita sjer þar meinabóta. Um það bil mánaðarins kom sá vöxtur í ár, að akrar, búgarðar og fjenaður eydd- ist í flóðinu. Tjónið metið 8—10 milj. gyllina. Serbía. Svo fór, sem til var getið, að Ristic komst í forstöðu stjórnarinnar. Mil- an konungur hefir um tíma dvalið í Vin, og átt tal við þá Kalnoky utanríkisráðherra og Jósef keisara. Menn segja, að hann hafi beðið þá fyrir alla muni að treysta á tryggðir sínar og hollustu við Austurríki, þó svo hefði um verið skipt. Drottning hans er rússnesk(greifadóttir), og hefir um tíma verið við lúrð Rússakeisara. Sagt, að þeim kon- ungi komi ekki allsvel saman. Auðvitað, aðhúndregur taum Rússlands af alefli, og að Ristic er hennar vinur, en hún og hann eiga í raun og veru mestri vinsæld að fagna þar í landi. BolgaraiíAnd. Landstjórarnir hafa stefnt til þings í Tirnófu. Sumir segja, að nú skuli enn freista höfðingjakosningar. Bágt að vita, hver hnossið hlýtur, en engum verð- ur hjer hetta úr klæði, sem Rússakeisari vill ekki þekkjast. Afganaland. Hjer hefir nýlega verið uppreisn, en sögð nú bæld niður af liði jarlsins. Rússum kennt um hvern þann mótblástur, sem hjer gerist á móti honum, meðan hann heldur tryggð við Englend- inga. Ameríka. í Bandaríkjunum hafa margir fallið á brögðum sjálfra sín í kaffi- og korn- verzlun. Mikið gjaldþrot og markaðarhrun peninga í New-York og Chicago. Alþingi. H. |>ingfundir eru látnir byrja í neðri deild á hádegi, en kl. 1 í hinni. þeir hafa verið stuttir flestir til þessa. Skrifstofa alÞingis. Yfirdómari Kristj- án Jónsson er skrifstofustjóri, enþeirkand. Gestur Pálsson og Bjarni þorsteinsson með honum á skrifstofunni. Innanþingsskrifar- ar í neðri deid eru kand. theol. Morten Hansen og stúdent Guðm. Guðmundsson, og í efri kand. theol. Halldór Jónsson og Jóhannes Sigfússon. Alí>ingistíðindin. Skjalaparturinn og um- ræður neðri deildar eru prentaðar í ísa- foldarprentsmiðju, en umræður efri d. í prentsmiðjn þeirra Sigfúsar Eym. og Sig- urðar Jónssonar. Ritstjórn tíðindanna hefir Björn Jónsson, eins og áður. þiNGSETUBANN. Síra Sveini Eiríkssyni var skipað af biskupi 5. þ. m. eptir úrskurði landshöfðingja að vera farinn hjeðan fyrir 10. þ. m. beina leið austur til brauðs síns, »að viðlögðum embættismissi, ef út af bregð- ur». En síra Sveini hefir tekizt að fá fyrir sig síra Brynjúlf Gunnarsson, er var að- stoðarprestur hjá síra Sigurði heitnum Sí- vertsen á Útskálum, til að fara austur og þjóna Sandfelli, og það hefir biskup tekið gilt, svo síra Sveinn verður kyr á þingi í sumar. Aptur á móti hefir Einar Thorlacius ekki tekið sjer sæti á þessu þingi, með því að hann á ekki annars úrkosti en að fara austur aptur til embættis síns innan fárra daga. Stjórnarskrármálið . Frumvarp var lagt fram í neðri deild í gær, frá þessum flutn- ingsmönnum: Ben. Sveinssyni, þorvarði Kjerúlf, Jóni Jónssyni, Páli Briem og Sigurði Stefánssyni, að mestu leyti sam- hljóða því sem samþykkt var á þingunum 1885 og 1886. Breytingar eru þar á 14 greinum, en sumt af því eru eingöngu orðabreytingar, t. d. bætt inn orðinu *siglingar« í 2. gr. 7 tl.; í 7. gr. sett »bera dbyrgð d peinu fyrir »hafa . . . alla ábyrgð á þeim«; í 22. gr. stafl. b sleppt hinni óþörfu viðbót aptan við orðið »embættismenn«; í 32. gr. sett »án laga-dkvceða« fyrir »nema slíkt sje með lögum ákveðið«; í 58. gr. tfjdrsekt« fyrir »fjesekt«. Loks er stungið upp á, að orða fyrirmælin um stöðu hæstarjettar í »ákvæð- um um stundarsakir« eins og þau eru orðuð í stöðulögunum : . . . nverður engin breyt- ing gjörð á stöðu hœstarjettar sem nðsta dóms, án þess að hið almenna lóggjafarvald ríkisins taki þátt í þvh. Hitt verður að telja efnisbreytingar; en sumt af því er þó ekki nema nánari út- listun eða ákvörðun þess, sem átti að fel- ast í orðum frumvarpsins frá 1885 og 1886. þessar efnisbreytingar eru: 1. í eldra frv., 2. gr., er það látið vera komið bæði undir »alþingi og löggjaf- arvaldi ríkisins«, hvort ísland skuli hafa fulltrúa á ríkisþinginu; en nýja frv. lætur það vera koruið bæði undir thinu sjerstaklega löggjafarvaldi landsins, alþingi og konungi, og löggjafarvaldi ríkisins*. 2. Nýja frv. bætir inn í 6. gr.: Land- stjóri skal vinna eið að stjómarskránni. 3. þar sem gamla frv. lætur í 10. gr. •konung eða landstjóra« veita embætti, víkja mönnum frá embætti eða flytja þá úr einu embætti í annað, þá er í nýja frv. landstjóri einn nefndur til þess. 4. Sömuleiðis er í 18. gr. landstjóra ein- um ætlað að veita leyfi og undanþág- ur frá lögum. 5. í 17. gr. gl. frv. segir um bráðabyrgða- lög, að þau skuli »ávallt lögð fyrir næsta alþingi á eptir«, en nýja frv. hefir í þess stað : tenda falla þau úr gildi, nema ncesta alþingi d eptir sam- þykki þaut. 6. Gl. frv. batt sakaruppgjöf konungs á stjórnarskrárbrotum ráðgjafanna við samþykki neðri deildar, en nýja frv. lætur þá reglu einnig ná til annara brota, er landsdómur hefir dæmt þá fyrir. 7. I 20. gr. er því bætt inn í, að kjör- tíma alþingismanna (6 ár) megi stytta með lögum. 8. Gl. frv. ætlast til, að með lögum megi veita konum kosningarrjett til alþingis, en nýja frv. vill láta þær geta öðlast kjörgengi líka. 9. þá er í 29. gr. þingseta embættis- manna bundin við, að þeir annist um, að embætti þeirra sje gegnt á meðan »d þeirra eigin ábyrgð*, i stað þess að gl. frv. og stjórnarskráin heimta því »gegnt á þann hátt sem stjórnin telur (álítur) nægja«. 10. þá er í 32. gr. stjórninni bannað að •skerða þann hluta viðlagasjóðs, sem d- kveðinn verður með lögum*. 11. Loks er bætt aptan við 33. gr. þess- ari klausu (að nokkru leyti eptir grundvallarlögum Dana): »Enga skatta og tolla má innheimta fyr en fjárlög fyrir það tímabil eru samþykkt af al- þingi og luifa öðlazt staðfestingu*. AUGLYSINGAR j samfeldu máli með smáletri ko-ta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.úti hönd^ Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu amtmannsins yfir norður- og austuramtinu fyrir landssjóðsins hönd, og að undangenginni fjámámsgjörð 2. dag júlim. þ. á., verða jarðirnar Stóru-og Minni-Reyk- ir í Holtshreppi, 45 hundruð að dýrleika fornt mat, seldar við 3 opinber uppboð samkvæmt opnu brjefi 22. april 1817 og

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.