Ísafold - 23.07.1887, Síða 1
Kemur út ú miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlímáu.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
tilútg.fyrir i.okt. Afgreiðslu-
stofa i Isafoldarprentsmiðju.
XIV 33.
Reykjavik, laugardaginn 23. júli.
1887.
129. Innl. frjettir. Um toll á smjöri.
130. Landshagsskýrslur og launabót. Alþingi IV.
132. Auglýsingar.
Brauð ný-losnuð : Reynistaður 16/7 . 1113 kr.
Hvammur í Norðurárdal 1#/7 . 1169 —
Reykjavík 22. júlí 1887.
Kauptíðin. Vöruverð hefir verið þetta
algengast hjer í Eeykjavík í kauptíðinni í
smákaupum og í reikning :
Rúgur tunnan (200 pd.) kr. 16,00
Rúgmjöl — — — 18,00
Bankabygg tunn.— — 26,00
Baunir — — — 24,00
Hrísgrjón, pundið — 0,14
Kaffi — — 0,95
Kandís — — 0,36
Hvítasykur — — 0,28
Brennivín, potturinn — 0,80
Neftók, pundið — 1,40
Munntóbuk, pundið — 2,00
Salt, tunnan — 4,75
Steinkol, skpd. — 3,60
Steinolía, potturinn — 0,20
Harðfiskur nr. 1. — 60,00
— nr. 2. — 50,00
Saltfiskur nr. 1, skpd. — 34,00
— nr. 2, — — 27,00
Smáfiskur skpd. — 28,00
Ýsa — — 25,00
Lýsi, hrátt, tunnan — 22,50
—, soðið, — — 15,00
Hrogn — — 12,00
Sundmagar, pundið — 0,60
Hvít ull, — — 0,60
Mislit ull, — — 0,55
Æðardúnn, — — 15,00
Ein verzlun, P. C. Knudtzons, hefir
selt steinkol á 3 kr. skpd., og C. Knud-
sen frá Newcastle á 2 kr. 50 a. skpd. af
smákolum.
það er talið sjálfsagt, að ull muni kom-
ast upp í 65 a. að minnsta kosti, með upp-
bót. Sömuleiðis gjöra margir sjer vonir
um hœrra verð fyrir fiskinn, og hafa bænd-
ur margir að sögn samtök um að leggja
hann ekki inn fyrir þetta verð.
Verðið mun vera líkt í öðrum kaupstöð-
um hjer nærlendis á íslenzku vörunni að
minnsta kosti; hin nokkuð hærri, að vanda.
Kauptíð varð með síðasta móti nú,
vegna óþerranna 1 f. m.
Mannalát og slysfarir. Hinn 14.
þ. m. andaðist hjer í bænum ekkja síra
Sveinbjarnar Hallgrímssonar (f 1863),
Margrjet Narfadóttir, merkiskona, sjötug
að aldri. þeim hjónum varð 5 barna
auðið, er öll eru á lífi.
Hinn 15. þ. m. týndist maður á Eyrar-
bakka, Halldór bóndi Halldórsson á Syðri-
Rauðalæk í Holtum, um sextugt. Hann
hafði sjezt síðast sitjandi á hlein niður
við flæðarmál, ölvaður lítið eitt. Hattur
hans fannst daginn eptir þar nærri og
ólarreipi, er hann hafði verið með, en
annað ekki; líkið tekið út að líkindum.
EMBÆTTÍ. Sýslumaðurinn í Strandasýslu,
S. E. Sverrisson, var 30. f. m. settur af lands-
höfðingja til að þjóna Dalasýslu með á eigin
ábyrgð þangað til önnur ráðstöfun verður gjörð.
Mœlifell í Skagafirði veitti landshöfðingi
15. þ. m. síra Jóni Magnússyni á Hvammi í
Norðurárdal, samkvæmt kosningu safnaðarins.
Lausn frá prestskap veitti landsh. s. d. síra
Tómasi porsteinssyni á Reynistaö sakir ellilas-
leika, með eptirlaunum.
HEIÐURSMERKI. Síra Eiríkur próf. Kúld
var sæmdur af konungi riddarakrossi danne-
brogsorðunnar 26. mai þ. á.
Um toll á smjöri.
Flest þrengir nú að atvinnuvegunum hjer
á landi, þegar smjörverzlun vor, sem aldrei
hefir verið mikil á seinni tímum, er nú
einnig stödd í miklum háska, og liggur við
að hún takist af, sakir hins útlenda óekta
smjörs, sem farið er nú að flytja inn í
landið.
Smjör þetta, sem sumir eru farnir að
auglýsa í blöðunum og kalla nágætt útlént
smjör« og selja á 50 aura pundið, er ekki
annað en óekta smjör, sem optast er búið
til úr tólg eða svínafeiti, stundum eingöngu,
stundum blandað reglulegu smjöri til þriðj-
unga eða helminga. En opt er það búið til
úr lakari efnum, svo sem úr feiti hrossa og
hunda; stundum soðið úr sjálfdauðum
gripum, og úr öllu, er nöfnum tjáir að nefna,
sem getur gefið feiti af sjer.
A síðari tímum hafa risið upp margar
verksmiðjur, er starfa að smjörtilbúningi
með þessum hætti, einkum í Ameríku.
Sem nærri má geta, hefir þetta spillt
fyrir smjörverzluninni um allan heim, og
þess vegna eru menn nú alraennt farnir
að reisa skorður við þessu.
það eru auðvitað fjárprettir, að kalla
tólg og svínafeiti smjör, og selja það með
því nafni, þó að það sje klætt f annarleg-
an búning; en vegna þess, að fæstir kaup-
endur geta þekkt þetta hvað frá öðru, þá
kaupa þeir þessa vöru eins og hrein væri,
sem þeir myndu ekki gera, ef þeir vissu,
af hvaða efnum hún er saman sett.
Menn eru þess vegna búnir víða eða
eru nú í óðaönn að takmarka þetta og búa
til lög um það. í Damnörku og á þýzka-
landi er nú verið að starfa að þessum lög-
um. Menn vilja ekki einungis leggja á ó-
ekta smjörið háan toll, heldur og skipa að
selja það með öðru nafni en smjör, svo
sem »óekta smjör« eða »margarín-smjör«;
8ömuleiðis að þetta smjör hafi allt annan
lit, og að smjörílátin með óekta-smjörinu
sjeu öðruvísi í laginu en hin, sem eru höfð
undir ekta smjör.
I Bandarikjunum er lagður hár tollur á
smjörið, og miklar sektir lagðar við laga-
brotum í því efni, og í Kanada er öll sala
á óekta-smjöri hreint og beint fyrirboðin.
Nú er þetta óekta-smjör komið hingað
til vor, og farið að spilla smjörverzlun þeirri,
er landsmenn höfðu hjer sín á milli. í
staðinn fyrir að fyrir íslenzkt smjör hefir
fengizt 66—70 aura að jafnaði, er það nú
að hrapa niður í verðið á óekta-smjörinu,
50 aura ; og má ekki svo búið standa lengur.
þó að íslenzka smjörið sje ekki gott að
jafnaði, þá er það þó ófalsað og kjarngott.
Hvers vegna eigum vjer að láta útlendinga
græða á oss með því að selja hjer óekta
vörur og ónýta vora eigin vöru, sem er
betri ? það, sem af því leiðir, að smjörið
fellur þannig í verði, er það, að bændur
hafa almennt stórskaða á því, þar sem smjör-
ið gengur sem verzlunarvara manna á milli,
eða í landskuldir, eða til sölu í kaupstaði
o. s. frv. Enn fremur verður þetta til
þess að spilla allri framtakssemi í að verka
smjörið betur, og þarmeð aðná hærri prís-
um. það dregur enn fremur þann dilk á
eptir sjer, að mjólkurkúm fækkar enn meira
í landinu, og að jaiðaræktin þess vegna
gengur úr sjer meira en áður. það er þó
einmitt smjörið, sem seinna ætti að geta
orðið okkur til gagns sem verzlunarvara á