Ísafold


Ísafold - 23.07.1887, Qupperneq 3

Ísafold - 23.07.1887, Qupperneq 3
131 legastan hátt fyrir landið, tekur þingdeildin til uraræðu næsta mál á dagskránni*. Yegalöq. f>að frv. er búið í nefnd í neðri deild (f>ór. Böðv., Gr. Th., Jónas Jónassen, f>orst. Jónsson, Páll Briem).—Vegum skal skipt í aðal-póstvegi; auka-póstvegi, fjall- vegi, og bæja- og kirkjuvegi. Aðal-póstvegir eru : 1) frá Beykjavík til ísafjarðar, 2) frá Bvík til Akureyrar, 3) frá Akureyri til Seyðisfjarðar, 4) frá Bvík til Prestsbakka, 5) frá Prestsbakka til Eski- fjarðar. f>eir skulu vera 6 álna breiðir að minnsta kosti, og eigi með meiri halla en 3—4 þuml. á hverri alin. f>eir skulu yfir höfuð kostaðir úr landssjóði, þar á meðal brýr á læki og smá-ár, en á stærri ám skal fyrst um sinn hafa áreiðanlegar ferj- ur, er lána skal fje til úr landssjóði um 5 ára tíma með hálfum lagavöxtum gegn á- byrgð sýslunefnda. Auka-póstvegi kosta sýslufjelögin með 1 kr. ðO a. gjaldi fyrir hvern verkfæran mann 20—60 ára. f>eir skulu vera ð álna breiðir að minnsta kosti og að öðru eins og aðal- póstvegir. Fjallvegi, sem ekki éru póstvegir, skal því að eins bæta, að brýna nauðsyn ben til. Kostnaðurinn greiðist úr landssjóði. Bæja- og kirkjuvegir skulu vera 3 álna breiðir. Hreppafjelögin kosta þá rneð 1 kr. ðO a. gjaldi fyrir hvern verkfæran karl- mann eða 12 stunda vinnu með fæði og á- höldum. Atvinnuveganefnd. Eptir tillögu f>or- láks Guðmundssonar kaus neðri deild 9. þ. m. ð manna nefnd »til að semja og koma fram með lagafrumvörp eða uppástungur, sem miða til að vernda og endurbæta at- vinnuvegi landsins og sjerstaklega landbún- aðinn«. Við umræðurnar um þessa nefndarkosn- ing mælti porldkur Guðmundsson : »....Mjer finnst, að opt hafi verið þörf á að athuga atvinnu- inál vor, en að nú sje svo knýjandi nauð- til þess, að reyna af fremsta megi að ráða bót á mörgu þar að lútandi, að það eigi að sitja í fyrirrúmi fyrir flestu öðru. f>að er svo ótal margt, sem atiaga fer og umbæta þarf, ótal margt, sem krefst bráðra umbóta; fyrst og fremst vil jeg nefna þenna eldgamla þjóðarmeinvætt, horfellir- inn; hann hefir nú á þessu ári verið svo mik- ill, að hryggilegt er, og afleiðingarnar eru, eins og jafnan á fyrri öldum, að til stór- vandræða og jafnvel manndauða horfir í sumum hjeruðum landsins; meira en þús- und ára sorgleg reynsla hefir enn eigi megnað að kenna mönnum að varast hann; þetta má eigi lengur svo til ganga; löggjafarvaldið hlýtur að láta hjer til sín taka, mannúðin krefst þess, sá rjettur, sem skepnan á, hann krefst þess, að maðurinn beiti því valdi, sem hann hefir yfir henni, sem siðuð og skynsöm vera, en ekki sem ómenntaður »tíranni«, með því að það er mannsins gagn og velferðarspursmál, að tryggja eignarrjett sinn með skynsamlegri heyásetningu; hagur landsins krefst þess því, að löggjafarvaldið geri einhverja tilraun að varna slíkum slysum framvegis. f>á eru skógarnir; þessar litlu leifar, sem land vort á eptir af sínum glæsilegu skóg- um, þær keppast menn við að eyðileggja, ef svo mætti að orði komast, ýmist af fá- vizku eða hirðuleysi, eða þá af hvoru- tveggju; það verður að stemma stigu fyrir þessu eyðileggingarverki, ef unnt er, en ekki leggjast á eitt með óblíðu náttúrunn- ar, eins og gert hefir verið, til að uppræta skóga vora. Enn er eitt, sem til nefna má: það er meðferð eldsneytis hjer á landi, einkum móskurðurinn, sem er jafnvel það eina eldsneyti, sem landið getur misst nú á tímum; vjer getum eigi komizt af án mik- ils eldsneytis, heldur en aðrar þjóðir, en því meiri hvöt ættum vjer að hafa til að fara sparlega með móinn, þetta aðalelds- neyti lands vors; en reynslan sýnir, að menn eru óforsvaranlega hirðulausir í þessu efni. Hver, sem gengur um mó- grafirnar, á hægt með að sannfærast um þetta; hann mun sjá margt stykki ónotað, sem vel mætti hagnýta sjer. f>etta þarf sannarlega umbóta við. Enn skal jeg tilnefna sem aðgæzluvert, að tómthúsafjöldinn í sjávarsveitunum er orðinn voðalegur; þar hrúgast fólkið sam- an til þess að mega eða rjettara sagt mega til að sitja iðjulausir 2—3 mánuði af árinu og jafnvel meira; börnin alast þar upp í aðgerðaleysi og ómennsku ; þar er sann- kallað akurlendi ódugnaðarins og það meira að segja vel frjóvsamt. En í sumum sveitum, t. d. Snæfellsnes- sýslu, leggjast margar góðar jarðir í eyði af ábúendaskorti; já, þar liggur enda við sveitaauðn ef þeirri ástæðu, að ofmikið af fólki flytst að sjónum, og svo hvað rnargir flytja af landi burt. Loks vil jeg minnast á sundurskipting jarða í margbýli, sem mest munu brögð að í austursýslum landsins ; sumstaðar er það svo mikið, að fjöldi af nýtum jörðum er bútaður svo smátt f sundur, að þær með engu móti geta framfleytt ábúendum sín- um ; koma þar því upp margir kotungs- bændur í stað fárra dugandi bændi; af- leiðingin er auðsæ: þverrun framkvæmda- aflsins og dugnaðar, en aukning örbyrgðar- innar, sem er foreldri dáðleysisins og ó- mennskunnar#. Nefnd (f>orl. Guðmundsson form., f>or- varður Kjerúlf, Gunnar Halldórsson, Páll Briem skrif., Ólafur Briem) hefir þegar komið fram með 3 frumvörp: um forðabúr og heyásetning í sveitum, um sölu þjóð- jarða (almennar reglur), og um húsmenn eða þurrabúðamenn. Húsmenn og Þuerabúðarmenn. Frumv. atvinnuveganefndarinnar, flutningsm. f>or- lákur Guðmundsson, vill, að enginn geti orð- ið þurrabúðarmaður, nema hann sanni með vottorðum tveggja skilríkra manna, að hann sje reglumaður og ráðdeildarmaður, og að hann eigi auk alls klæðnaðar fyrir sig og sitt skuldalið, skuldlausa fjármuni í pening- um eða öðrum fjemætum munum, er nemi að minnsta kosti 400 kr. fjárhæð. f>urrabúð má enginn byggja utan kaup- staðar, nema að henni fylgi lóð með á- kveðnum merkjum ekki minni en 400 ferh. faðmar, að meðtöldum matjurtagarði, er byggja skal og rækta við hverja þurrabúð, að þurrabúðin hafi nægileg húsakynni fyrir þaun, sem við tekur, viðunanlega loptgóð og hlý, eptir dómi skilvísra manua, og að þurrabúðin sje afhent með löglegri út- tekt. Sá, sem tekur við þurrabúð með órækt- aðri lóð, skal rækta hana og girða á hverju ári, og hafa fullræktað hana og girt innan 5 ára, að viðlagðri útbyggingu, enda hafa hana endurgjaldslaust þessi ár. f>urrabúð með óræktaðri lóð skal ávallt byggð um 5 ár. Landsdrottinn skal gefa þurrabúðarmanni nákvæmt byggingarbrjef; að öðrum kosti skal þurrabúðin álítast byggð þurrabúðarmanni og ekkju hans æfi- langt, og með þeim leigumála, sem þurra- búðarmaður viðurkennir, nema landsdrott- inn sanni, að öðru vísi hafi verið um samið. Forðabúr og hey-ásetning í sveitum. f>að frv., frá atvinnuveganefndinni, er sam- kynja og fiskiveiðasamþykkta-lögin frá 1877: veitir sýslunefndum vald til, með samþykki § atkvæða á almennum fundi sýslubúa með kosningarrjetti til alþingis, og staðfesting aratmanns eptir á, að semja samþykktir með lagagildi »um forðabúr og heyásetning, svo sem um stofnun heyforðabúrs á kostn- að sýslusjóðs eða sveitasjóðs, reglur um notkun forðabúrsins, stjórn þess og allt fyrirkomulag, að heyskuldir og kornskuldir við forðabúnð megi taka lögtaki, að menn geti tryggt sjer hey og korn til afnota, þegar þörf gerist, að hreppsbúar kjósi menn, er fái þóknun úr sveitarsjóði, til að hafa á hendi heyskoðun og eptirlit með heyásetningi og hirðing á öllum búpeningi manna, vald þessara manna til að setja á hey hjá mönnum, og nauðsynlegar ráðstaf- anir til að framfylgja samþykktinni*. Beglur um sölu Þjóð.jarða. Frv. frá atvinnuveganefndinni er þess efnis, að hver þjóðjarðarlandseti skuli eiga rjett á að fá ábýli sitt keypt, ef eigi er ætlað til emb- ættisbústaðar, skólaseturs eða annara al-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.