Ísafold - 27.07.1887, Blaðsíða 3
139
um skilizt, að kaffið er ekki einungis gagns-
lítið, heldur leiðir mikið meira illt af sjer
en gott, þegar á allt er litið, og að vjer
hljótum að geta lifað án þess, eins og for-
feður vorir, þá mundi takast að yfirvinna
allar kaffiástríður, með því líka að efna-
hagur vor og verðið á því gerir flestum ó-
mögulegt að brúka það nú eins og að
undanförnu.
Eigum vjer þá ekkert að hafa í kaffi stað ?
Jpað er óþægilegt, að hafa ekkert að drekka
á eptir þurrum mat t. a. m. Útlent te er
oss of kostnaðarsamt.
En *hvert laud bjargast með sínum gæð-
um«. Hjer á landi vaxa margar einkar-
hollar drykkurtir, svo sem : fjallagrös, vall-
humall, einir, rjúpnalauf, blóðbjörg o. fl.
þessar ágætu jurtir mundum vjer kaupa
dýrum dómum, efþærkæmu frá útlöndum.
Eða álítur nokkur betra og heilsusamlegra
seyði af exportkaffi t. a. m., heldur en af
þeim ? (Jeg minnizt ekki að hafa sjeð í s-
1 e n z k u á neinni vörutegund frá útlöndum
nema exportkaffi. Er það gert í virðing-
arskyni (!) fyrir það, hve mikið vjer kaup-
um af því, eða hvað ? Svari þeir sem
vita). þessar vorar eigin jurtir ættum vjer
að nota, því þær geta flestir veitt sjer án
nokkurs veruleg3 kostnaðar. Máske vjer
gætum líka ræktað einhverjar drykkurtir í
sáðgörðum vorum.
Jeg vildi óska þess, að einhverjir, sem
rjettilega þekkja efni þessara jurta, vildu
gefa oss áreiðanlegar leiðbeiningar um,
hvernig bezt og hollast væri að nota þær,
svo enginn þyrfti að óttast, að menn af
vanþekkingu spilltu heilsu sinni með nautn
þeirra.
Hjer á landi er nú hættuleg tíð. Hallæri
eða hungursneyð hefir legið nærri garði um
hríð og liggur enn. Til að víkja þeim voða-
gesti burt duga engin ráð, nema starfsemi
og sparsemi. Með óþreytandi starfsemi ætt-
um vjer því að gera allt sem í voru valdi
stendur, til þess, að framleiða af jörð vorri
sem mest að auðið er af lífsnauðsynjum
vorum, og neyta þeirra með skynsamlegn
sparsemi, en kaupa sem minnst frá útlönd-
um til fæðis og klæðnaðar, meðan verzlun-
in er svona óhagfelld, og um fram allt að
forðast allan óþarfa, þar á meðal kaffið.
Jeg er af reynslunni sanufærður um, að
k aff i ð er ekki nauðsynleg vara.
Narfakoti, 7. júlf 1887.
Árnl Pálsson.
Alþingi.
VI.
Hallæiíi og hallækislánabeiðsluk.
Niðurlag).
2. Samþykkt amtsráðsins í heild sinni,
samkvæmt 43. (sbr. 26.) gr. sveitarstjórn-
arlaganna, til þess að lán sjeu tekin, er
skuldbinda sýslufjelögin um lengri tíma en
árlangt, vantar fyrir 1500 kr. láni til Gull-
bringusýslu (Strandarhrepps), 2200 kr. fyrir
Snæfellsnessýslu,2600kr.fyrirBarðastrandar-
sýslu,14000kr. fyrirHúnavatnssýslu,ogl2000
kr. fyrir Skagafjarðarsýslu ; hefur amtmað-
ur »fyrir hönd amtsráðsins« samþykkt lán-
tökuna, en hvað snertir hin síðastnefndu
tvö lán, ber þess að gæta, að þau voru
samþykkt á sýslunefndarfundum í báðum
sýslum um sama leyti og amtsfundur norð-
ur- og austuramtsins var haldinn.
Af þessum ástæðum leggur nefndin til,
að þingið álykti:
1. að áður en nokkurt hallærislán eptir-
leiðis verður veitt, sjeu útnefndir dóm-
kvaddir menn úr sýslufjelagi, sem ekki
er lánþegi, til þess nákvæmlega að
rannsaka ástandið í þeim hreppi eða
hreppum, sem lánþurfar þykjast vera.
Kostnaðurinn við rannsókn þessa greið-
ist fyrirfram eptir reikningi af jafnað-
aðarsjóði amtsins, en endurgreiðist af
því sýslufjelagi, er lánsins beiðist.
2. að oddviti sýslunefndar og formaður
amtsráðs aldrei veiti samþykki til lán-
töku nema að fyrirfram fengnu samþykki
sýslunðfndar og amtráðs í heild sinni.
3. að það ár, sem alþing kemur saman,
sjeu allar hallærislánabænir frá sýslufje-
lögum, sem samþykktar eru af hlutað-
eigandi amtsráðum sama ár, lagðar fyr-
ir alþingi til ályktunar um, hvort og
hvernig lánið skuli veita.
4. að nákvæmar skýrslur um, hvernig hall-
ærislánum hefur verið varið á fjárhags-
tímabilinu, skuli lagðar fyrir þingið.
5. að vextir sjeu ekki eptir gefnir af hall-
ærislánum, hvorki fyrir lengri eða
skemmri tíma.
6. að lánið renni að eins til þeirra sýslu-
búa, sem eptir áliti hinna dómkvöddu
manna eru sannarlega þurfandi.
7. hvað loks snertir lánbeiðslur Húnavatns
og Skagafjarðar sýslna, þá skuli fyrst
á þann hátt, sem að framan (undir 1.
tölul.) er getið, rannsakað ástandið í
tjeðum sýslum, áður en lánið er veitt
að öllu eða nokkru«.
Ný lagafrumvörp. Enn hafa viðbætzt:
37. Um löggilding verzlunarstaðar á Búða-
strönd.
38. Um löggilding verzlunarstaðar í Vík í
V estur- Skaptafellssýslu.
Fallið frumvarp. 12) Frumvarpið um
sameining Arnessýslu og Rangárvallasýslu
(33) fjell þegar í efri deild með 5 : 4.
Lagatexti. Báðar deildir alþingis liafa
samþykkt svo látandi þingsályktun, neðri
deild með 18 atkv., efri með 6 gegn 5 :
•Alþingi skorar á ráðherrann, að hlutast
til um, að einungis hinn íslenzki texti af
lögum alþingis verði hjer eptir staðfestur
af konungi«.
Danski lagatextinn, sem haldið hefir ver-
ið eins eptir að alþingi fekk löggjafarvald
og áður, við hliðina á hinum íslenzka, er
ekki annað en þýðing, sem ekkert laga-
gildi hefir, og getur því nafn konungs og
ráðgjafa undir honum ekki þýtt annað en
staðfesíing þess, að þýðingin sje rjett. En
nú skilur vitanlega hvorugur þeirra íslenzku,
og í annan stað kann þessi undirskript að
leiða ófróða á þá trú, að danski textinn
sje hennar vegna jafngildur hinum íslenzka.
það er þessa vegna hvorutveggja, að al-
þingi vill hafa þann sið niður lagðan, að
konungur riti undir danska textann.
Áskorun til manna á fslandi um forn skjöl.
það er i ráði, að hið íslenzka bókmennta-
fjelag haldi áfram að gefa út islenzkt forn-
brjefasafn, sem fyrsta bindi er komið út
af fyrir 11 árum, og sem nær fram að
1264, þegar þjnðveldið dettur úr sögunni.
pað þarf ekki að brýna það fyrir mönn-
um, hver nauðsyn beri til að halda sliku
verki áfram, þvi að það mun flestum vera
Ijóst af því, sem út er komið, og þó ncer
það einungis yfir þann tíma í sögu íslands,
sem er einna Ijósastur. pað má svo að
orði kveða, að ekkert lýsir betur og áreið-
anlegar þekkingu á högum tandsins á all-
ar hliðar, en þetta safn mun gera. Svo
öldum skiptir eru hin fornu skjöl og gjörn-
ingar hinar einustu leiðarstjörnur í sögu
viðburðanna, menningar og máls, en mörg
þeirra eru lika skjöldur og verndarengill
gamalla rjettinda og einstakra eigna um
allt land og geta þegjandi skorið úr mörgu
þrasi manna á milli. pó að svo mætti í
snöggu bragði virðast sem nóg efni til
safns þessa lœgju fyrir hendi í hinum
opinberu skjala- og handritasöfnum á fslandi
og í Danmörk og víðar, og sem enda eru
œði mikil, mun þó mega telja það vist,
að mikilla muna sje vant til þess, að þar
sje allt það, sem enn þá er til af slíkn.
s ýmsum opinberum stöðum á íslandi,
svo sem við kirkjur, liggur enn þá margt
af gömlum skjölum og það enda pumbrjef-
um œrið fornum, og er vonandi að lands-
stjórnin sjái svo um, að öll slik skjól verði
nú bráðlega innheimt og þeim safnað á
einn stað, t. a. m. á Landsbókasafnið í
Reykjavík, svo að þau bœði verði örugg-
legar geymd og sje aðgengileg fyrir þá sem
þurfa að nota þau. En auk þessa mun
enn þá á víð og dreif í eign einstakra
manna á íslandi finnast œði margt af forn-
um skrám, máldögum einstakra jarða, doma-
sófnum og fleiru þess konar, sem menn ann-