Ísafold - 10.08.1887, Blaðsíða 4

Ísafold - 10.08.1887, Blaðsíða 4
148 Jpessum skal höfða og reka sem opinber lögreglumál. 5. Lög um siIdveidi fjelaga í landhelgi. 1. gr. Fiskiveiðar í landhelgi mega fje- lög eigi reka, er þegnar annara ríkja eiga hlut í. f>6 mega hlutafjelög reka síldveiðar i landhelgi, ef meir en helmingur fjelags- fjárins er eign þegna Danakonungs, og fje- iagið hefur heimilisfang á Islandi, og stjórn þess er skipuð þegnum Danakonungs, enda sje að minnsta kosti meiri hluti þeirra heimilisfastur á Islandi. 2. gr. Aður en hlutafjelag tekur til starfa, skulu samþykktir þess sýudar lög- reglustjóra, þar er fjelagið hefir heimilis- fang eður og veiðistöð, svo og breytingar, er síðar verða gjörðar á þeim, og skulu lög- reglustjórar gæta þess, að þær sjeu lögum samkvæmar, og hafa eptirlit með því, að lögum þessum sje fylgt. Að öðru leyti eru slík fjelög, að því er fiskiveiðar snertir, háð landslögum um fiskiveiðar í landhelgi. 3. gr. Með brot gegn lögum þessum skal fara eptir reglum þeiin, er gilda um almenn lögreglumál; varða brotin sektum frá 20— 400 kr., er renna í landsjóð, og skal hið ó- lögmæta veiðifang, eða þess virði, gjört upp- tækt, og falla til Jandsjóðs. AUGLÝSINGAR i samfeldu máli með smáletri kosta 7 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setningl kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. Með því að hú Sigurðar Bjarnarsonar bónda á Bangalóni í Jökuldalshreppi í Norð- ur-Múlasýslu er tekið tii skipta sem þrota- bú, er hjer með skorað á alla þá, er telja til skuldar í tjeðu búi að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá siðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Norður-Múlasýslu, 18. júli 1887. Einar Thorlacius. Proclama. Hjer með er samkv. lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 skórað áallaþá, sem telja til skulda í dánarbúi Ólafs por- leifssonar, veitingamanns í Keflavik, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skipta- rjetti Kjósar- og Gullbringusýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá siðustu birtingu innköllunar þessarar. Skrifstofu Kjósar- og Gullbr.sýslu 15. júli 1887. Hannes Hafslein settur. Proclama. Samkvœmt lögum 12. april 1878 og 0. b. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Einars Eiriks- sonar í pverárkoti í Kjalarneshreppi, að lýsa kröfum sínum og sanna þœr fyrir skipta- ráðandanum í Kjósar- og Gullbringusýslu innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessar- ar auglýsingar. Skrifst. Kjósar- og Gulibr.sýslu 20. júlí 1887. Hannes Hafstein setlur. Með því allmargir skuldunautar lands- bankans hafa á þessu sumri gjört ýmsar fyrirspurnir til bankastjórnarinnar, en hún ekki sjer sjer fœrt að svara hverjum einum brjeflega, leyfir bankastjórnin sjer að skora á þá, sem hlut eiga að máli, að eiga sjer umboðsmann í Reykjavík, er hún geti gefið munnlegt svar upp á fyrirspurnirnar. L. E. Sveinbjörnson. Af því að mjer er kunnugt, að ýmsir kvennmenn, sem ekki eru skipaðar yfirsetu- konur í Beykjavík, fást við Ijósmóðurstörf hjer í bœnum, þá vil jeg fastlega mcelast til, að Beykvikingar noti ekki aðrar yfirsetu- konur en þcer, sem bœjarstjórnin heflr skip- að, en þœr hafa allar leyst af hendi yfirsetu- kvennapróf við fœðingarstofnnnina í Kaup- mannahöfn með 1. einkunn. pessar skipuðu yfirsetukonur i Beykjavik eru: Þorbjörg Sveinsdóttir, Olöf Sigurðardóttir og Sesselja Sigvaldadóttir, er nú hefir verið skipuð í þá sýslan, er Guðrún Tómasdóttir þjónaði um stundar sakir. Reykjavík 8. ágúst 1887. Schierbeck. Alþýðu- og gagnfræðaskól- inn i Flensborg. Mjer er það kunnugt, að piltar, sem sœkja skólann í Flensborg, eiga opt örðugt með að koma sjer fyrir á hentugum stöðum, og sömuleiðis veit jeg það, að flestum veitir örðugt meb að borga með sjer, þó ekki sje lengur en 1—2 vetrartíma, þegar allt þarf að kaupa. En úr þessu hefir ekki orðið bœtt til þessa, vegna þess, að mikill partur af skólahúsinu hefir verið leigður öðrum til íbúðar, svo að ekkert húsnœði hefir verið hœgt að veita piltum. A í höndfarandi vetri stendur ncegilegt húsrúm til boða ókeypis : Lestrarstofa, borðstofa, svefnherbergi, eldhús, geymsluhús fyrir matvœli, eldivið og aðr- ar nauðsynjar. peir, sem vilja nota sjer þetta liúsnœði i skólahúsinu, geta því haft matvœli með sjer, og á þann hátt lifað ódýrara en ef þeir þyrftu að kaupa viðurvœri að öllu leyti þar á staðnum. Rúmföt verða þeir að flytja með sjer. Matreiðslu, rœsting á herbergjum og þjónustu verður þeim hjálpað til að fá svo kostnaðarlitið sem auðið er. pví fleiri, sem verða, því ódýrara verður það fyrir hvern einstakan. pað er nauðsynlegt, að þeir, sem œtla að. sœta þessu boði um heimavist í skólanum, sœki um það til skólanefndarinnar, eða und- irskrifaðs, i seinasta lagi 15. sept. ncestk. Allir, sem tilsagnar vilja njota i skólan- anum á í höndfarandi vetri, verða að vera komnir 1. okt. nœstk. p. t. Beykjavík, 10. ág. 1887. Jón þórarinsson. íslenzk frimerki brúkuð eru keypt með hæsta verði í búð H. Th. A. Thomsens í Beykjavík,- Prís- inn er hækkaður síðan í fyrra. D. Thomsen. Minnisblað l'orscta Jóns sál. Sigurðssonar. þeir háttvirtu þingmenn eður aðrir, sem vildu panta hjá mjer undirskrifuðum þetta snilldarverk, minnisblaðið, geta fengið það i fallegum römmum með gleri og öllu fyrir 3 kr. Rvík 6. ágúst i8s7- þorl. Ó. Johnson. Leiðarvísir til lifsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hja Dr. med. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja lif sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Ágætt úthey fæst til kaups fyrir peninga með góðu verði annað hvort hingað flutt til Reykjavíkur eður i Sjávar- hólum á Kjalarnesi. Best að panta í tima. Reykjavík 8. ágúst 1887. porlákur Ó. Johnson. Passíusálmar, í mjög góðu og fallegu s kr aut b an di, fást á afgreiðslustofu ísafoldar og kosta 2kr. Almanak þjóðvinafjelagsins um árið 1887 er til sölu á afgreiðslustofu Isafoldar. Kostar 45 a. Nærsveitismenn eru beðnir að vitja „ísafoldar“ á afgreiðslustofu henn- ar (i nýja húsinu milli Austurvallar og Austurstrætis). Ritstjóri Björn Jónason, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.