Ísafold - 10.08.1887, Blaðsíða 2
146
fjenaðar á ný, og fella svo innan skamms
allt saman aptur. |>annig gengur koll af
kolli, ár eptir ár, öld eptir öld; það er þessi
Sisyphus-steinn, sem er eins og vjer sjeum
dæmdir til að velta upp á móti brekkunni
til eilífðar, og missa hann svo ofan aptur
þegar hann er rjett kominn upp á brúnina.
þ>etta er eiginlega hyrningarsteinninn und-
ir framfaraleysisástandi voru og fátækt, van-
blessun og óhamingju.
fess konar búskaparbernska hefir nú átt
sjer stað hjá öðrum þjóðum allt fram á
síðustu aldamót, svo að vjer erum nú ekki
hinir einu, sem höfum sýnt vanhyggju í
þessu tilliti; en þær hafa tekið sjer fram í
þessu sem öðru; vjer þar á móti stöndum
nálega f sömu sporum.
Bn nú má ekki lengur svo bviið standa.
Bezt væri, að menn settu sjer sjálfir tak-
mörk; því það er auðvitað fengin reynsla
fyrir því í hverri sveit, hvað mikið þarf
handa hverri skepnu í hverju meðalári og
í hverju hörkuári. Bara að menn fylgdu
þeirri reglu, að setja ekki meira á en hægt
er að framfleyta, eptir því, sem revnslan
hefir kennt mönnum að óhætt sje í harðasta
ári.
En þegar nú ekki þetta dugar, þá er
ekki annað til en að alþingi skipi fyrir
beinlínis með lögum vissar reglur fvrir hey-
ásetningu, og þær ættu að vera í strang-
ara lagi.
Víst væri ekki gott að ákveða mikla
sekt fyrir horfelli; en þar á móti vægðar-
lausan niðurskurð að haustinu til, er þurfa
þætti, því hollur er »haustskurður«. Væri
óþarflega mikið skorið niður stöku sinnum,
þá mætti setja því fleira á næsta vetur,
sakir fyrninganna frá vetrinum áður; en
þeir gripir, sem lifðu, gerðu þá því meira
gagn.
það er ekki verra að bjóða valdskurð nvv,
en á kláða-árunum; mv yrði kannske slátr-
að J parti af gripum manna, en þá var
öllu sauðfje slátrað niður í heilum sýslum,
og gerðu menn sig þó ánægða með það.
f>að hafa líka margir bændur sagt mjer
frá því, að meðan fjeð var fátt og þeir voru
að koma því upp aptur, hafi 20 ær gjört
jafnmikið gagn og 60—70 áður, og tvævetrir
sauðir lagt sig eins vel og fullorðnir. f>etta
gerði hinn góði viðurgjörningur, sem skepn-
umar fengu á veturna, og það, að ekki var
ofsett í hagana á sumrin. Vjer megum líka
vera fullvi3sir um það, að þegar valdskurði
verður beitt fyrir alvöru, þá líður ekki á
löngu áður en menn fara að skera sjálfir, ó-
tilkvaddir, svo nóg sje, til þess að losast
við óþægindi þau, er hinn valdboðni skurð-
ur hlýtur æfinlega að hafa í för með sjer.
Einmitt nú í sumar ætti alþingi að koma
þessum lögum á, til þess að hægt væri að
beita þeim í haust. En það er auðvitað
að það verður að sjá svo um, að engir,
nema hinir beztu menn úr hreppunum
(helzt eiðsvarnir menn) sjeu látnir ráða
fyrir um valdskurðinn, svo að engin mis-
brúkun geti átt sjer stað hjá framkvæmdar-
valdinu. Onnur ráð en hreinn og beinn
niðurskurður á haustin, hygg jeg ekki að
dugi, eða komi að notum.
Einmitt nú 1 sumar, segi jeg, ætti þetta
að komast í kring, ekki einungis vegna
þess, að það er ekki vert að draga það til
morguns, sem hægt er að gera í dag, held-
ur einkum vegna þess, að það er alveg ó-
víst, að vjer stöndum svo fljótlega eins vel
að vígi eins og nú. J>að er nefnilega bezti
grasvöxtur f ár um land allt, eptir því sem
frjetzt hefir, og ef að nýtingin verður nokk-
urn veginn góð, munu menn nú afla mik-
illa heyja í sumar. Sökum þess að víða er
nú líka fremur skepnufátt eptir fellirinn í
vor, mun hinn valdboðni skurður ekki verða
svo tilfinnanlegur sem ella, og þó geta orð-
ið heyfyrningar næsta vor. jþar á móti
væri þetta mjög örðugt, ef byrja skyldi
í slæmu grasári. f>ví ætti að nota nú tæki-
færið, þegar það er nokkurn veginn gott,
að byrja þetta.
Sveinn búfrœðingur.
Rjúpnatollur.
Opt hefi jeg heyrt getið um heimskuleg
tollfrumvörp, en aldrei þó um annað eins og
rjúpnatollsfrumvarpið þingmannsins ykkar
Beykvíkinga.
Jeg vil heldur kalla það heimskulegt held-
ur en annað lakara.
Heimskan er í því fólgin, að ímynda sjer,
að slík lög mundu gjöra nokkurt gagn í þá
átt að friða rjúpuna eða varna Kóflausri
eyðing hennar í landinu.
Hún verður skotin alveg jafnt eptir sem
áður, þótt að útflutningur hennar minnki
eða takist af. Hún getur aldrei komizt í
svo lágt verð, aðþeim, sem ekki hafa ann-
að að gera, þyki ekki til vinnandi að fara
á rjúpnaveiðar. Hún er og, hvort sem er,
ekki veidd til útflutnings svo neinu nemi
annarstaðar en í nærsveitunum við Beykja-
vík, og hvað mikið sem af henni er skotið
þar, þá safnast að aptur þangað í skarðið
nógur stofn annarstaðar að. Auk þess er
og öll friðun á rjúpu gagnslaus eða tilgangs-
laus vegna þess, að hvað mikið sem hún er
friðuð fyrir mönnum, þá eyðist hún gjör-
samlega í hörðum vetrum af kulda og bjarg-
arleysi, og verður þá jafnframt hröfnum og
öðrum vörgum að bráð. Friðunin yrði mest
fyrir þá gerð eptir því.
Loks er þess að gæta, hve sárlítið land-
sjóð dregur þessi rjúpnatollur.
það yrði með öðrum orðtim enginn sýni-
legur ávöxtur af þessum rjúpnatolli, en að
Beykvíkingar gætu fengið sjer rjúpnasteik
með minni kostnaði eptir en áður; en svo
þröngsýnan föðurlandsvin hefi jeg aldrei
haldið hinn heiðraða þingmann Beykvík-
inga.
Agricola.
Alþingi.
VIII.
Ný lagafeumvöep. Við hafa bætzt enn :
39. Um búnaðarkennslustofnanir á íslandi
(Ben. Sveinsson o. fl.).
40. Um viðauka við veiðitilsltipunina frá
1849, — um 10 til 200 kr. aukasekt
fyrir að drepa æðarfugl af ásettu ráði
(atvinnuveganefndin).
41. Um að nemaúrlögum heimild til fyrir-
framgreiðslu launa, S. gr. í opnu br.
31. maí 1885 (reikningslaganefndin).
42. Um fræðslu ungmenna (Sig. Stefánsson
o. fl. í nefnd).
43. Um fæðispeninga og ferðakostnað al-
þingismanna (Jón Ólafsson o. fl. í
nefnd).
44. Um uppeldi óskilgetinna barna (þór.
Böðvarsson og Jón þórarinsson).
45. Um viðauka við útflutningalögin 14.
jan. 1876 (Jón Ólafsson o. fl.).
46. Um viðauka við lög um horfelli á skepn-
um 12. jan. 1884 (E. Th. Jónassen o.
fl. í nefnd).
47. Um friðun á laxi (Arni Jónsson).
48. Um tölu þingmanna í efri og neðri deild
alþingis, breyting á 15. gr. stjórnar-
skrárinnar — 15 í efri, og 21 í neðri
(Ben. Kristj. og Jón Ól.).
49. Um þegnfræðslu (Jón Ólafsson).
50. Um linun í skatti af ábúð og afnotum
jarða og af lausafje (Arnlj. Ólafsson
o. fl.).
51. Um seðla-útgáfu og seðla-innlausn
landsbankans (Jón Ólafsson).
Fallin feumvöep. 13) Um forðabúr
og heyásetning í sveitum, fellt í efri deild
með 7 : 4. — 14) Um aðflutningstoll á
kaffi, sykri og óáfengum drykkjum, svo
og um afnám ábúðar- og lausafjárskatts
og útflutningsgjalds af fiski og lýsi, að
frátekinni síld, fellt í neðri deild með 11 :
10. 15) Um menntun alþýðu, fellt f
neðri d. með 11 : 10. 16) Um löggilding;
verzlunarstaðar á Búðarströnd.
Stjóbnaeskbábmálið. Fyrsta umræða
í efri deild átti að standa 4. þ. m., en