Ísafold - 13.10.1887, Blaðsíða 3
191
Um kraptaverkin segir hann, að þau
sjeu viðburður, sem um stund ónýti hið
eilífa náttúrulögmííl, en þetta geti ekki
átt sjer stað. þ>að er satt, að þessi skiln-
ingur á kraptaverkum var almennur í
fyrri daga, en hann er fyrir löngu úrelt-
ur, og í raun og veru er það eins fráleitt
að segja, að kraptaverk ónýti náttúrulög-
in um stund, eins og ef vjer segðum, að
það ónýtti lögmál þyngdarinnar um stund,
að vjer getum fleygt steini upp í loptið.
Kraptaverkin eru ekki annað en ný opin-
berun hins sama guðlega máttar, sem líka
ber náttúrulögin og getur vel samþýðzt
við þau, og um það mun sjerhver sann-
færast, sem hleypidómalaust les hina helgu
sögu; en henni virðist höf. vera litt kunn-
ugur.
það er rangt að halda, að vísindin sjeu
hinu yfirnáttúrlega og kraptaverkunum ó-
vinveitt ; þau segja einungis, að þetta mál
liggi fyrir utan sitt umdæmi.
Að því er snertir Krists friðþægjandi
dauða, segir höf., að hann sje gagnstæð-
ur Guðs rjettlæti og kærleika, en minnist
ekki á hitt, sem hæði ritningin og kirkj-
an leggja áherzlu á, að Krists fórnardauði
stendur í óslítandi sambandi við hans hei-
laga llferni og ótakmörkuðu hlýðni við
Guð, og að þaðan sprettur hið nýja líf
hjá manninum. Trúna, sem veitir oss
hlutdeild í Krists friðþægingu, lætur hann
vera innifalda í kaldri og dauðri samsinn-
ingu trúarlærdómanna o. s. frv.
|>að er mikið tilhlýðilegt, að útgef.
Fjallk. ætlar nýjan dálk í blaði sínu fyrir
hókmenntir, því að það er ætlunarverk
dagblaðanna að fræða almenning; en það
er mikið óheppilegt, að hann skuli velja
til umtals annað eins rit og þetta, því að
það kann að koma mörgum til að hugsa,
að útgefandinn ætla að draga vantrúar-
innar taum og vekja efasemdir í hjörtum
lesenda sinna um sannleika kristindóms-
ins, og það því fremur sem þess konar
blæ hefir áður brugðið fyrir í þessu blaði
hans. Kristindóminum er engin hætta
búin af slíku, heldur veiktrúuðum sálum
og ef til vill #Fjallk.« sjálfri.
P. Pjetursson.
Læknir kærður.
Jeg hef nýlega frjett, að Hjörtur læknir í
Stykkiahólmi hafi í sumar klagað hinn alkunna
mannvin og heppna lækni Jón hónda Olafsson
á Hornstöðum í Dalasýslu fyrir ólöglegar lækn-
ingar. Ef þetta er satt, er það mjög svo vont,
því að það er óhætanlegt tjón, ef þetta yrði til
þess, að Jón hætti að hjálpa sjúklingum, ekki
einungÍB fyrir Dalasýslu og Bæjarhrepp í
Strandasýslu, sem hann hefur verið aðallæknir
í um mörg undanfarin ár og er eun, heldur
fyrir mikinn hluta vesturamtsins. þar sem Jón
er virtur og elskaður af flestum, sem hafa haft
nokkur kynni af honum eða leitað lijálpar hans,
væri líklegt að almenningur í vesturamtinu
hlypi undir bagga með honum og horgaði
málskostnað og sektir, ef til þess kæmi, sem
reyndar er næsta ólíklegt; ættu menn að sýna
með þessu, að þeir þekktu hans dæmafáu ó-
sjerplægni, góðvilja og höfðingslund og þar af
leiðandi fátækt.
Menn vinna sjer aldrei til frægðar, með því
að ofsækja þá, er eptir ýtrustu kröptum og
heztu vitund líkna nauðstöddum náunga sinum,
og meðal almennings mun þetta verk hins
fyrnefnda læknis tæpast auka traust eður vin-
sæld og virðing hans. Og rjettast væri, að
hver styikti annan til allra góðra verka, og
að minnsta kosti ættu menn að láta sanna vel-
gjörða- og heiðursmenu óáreitta.
Kjörseyri 24. sept. 1887.
Finnur Jónsson.
Hitt og þetta.
Kona dómari. Óvíða njóta konur jafn-
traustrar lagaverndar sem í Bandaríkjunum í
Norður-Ameríku, og jafnframt hafa dómarar
þar í landi og kviðmenn jafnan látið sjer mjög
annt um, að koma fram eins og traust og at-
hvarf kvennþjóðarinnar.
þessi viðleitni, sem er í sjálfu sjer lofs-
verð, hefir keyrt úr hófi fram opt og tíðum,
og orðið til þess, að kvennfólkið hefir gengið
á það lagið, og haft í frammi margvíslega ó-
svinnu, einmitt af því, að það mátti hjer um
bil ætíð telja sjer víst dómsatkvæðið: „ekki sek“,
en karlmenn látnir verða fyrir lagaskellinum
saklausir.
það var í lög tekið i hjálendunni Wyoming
í Bandarikjunum eigi alls fyrir löngu, að dóm-
araembætti mætti skipa jafnt konum sem
körlum. Mörgum þótti það iskyggilegt og hugðu,
að nú mundi kasta tólfunum með rangsleitni
og hlutdrægni í dómum, er karlar og konur eig-
ast lög við. Fyrir því var uppi fótur og fit
í höfuðborginni Wyoming, i fyrsta skipti er
kona settist þar í dómarasæti.
Dómsalurinn var troðfullur, og ræddu menn
um, að sá mundi eiga von á dyllunni, hann
Bill Evers snikkari, er sat þar á sakamanna-
hekk, og kærður fyrir að hafa vanrækt konu
sína allan þeirra hjúskapartíma, og loks lú-
barið hana svo, að grannar þeirra fundu hana
rænulausa á gólfinu.
Dómarinn var kona um þrítugt, meðalkvenn-
maður á vöxt, snarpleg og þð eigi óviðfeldin
á svip. Hún las upp kæruna hátt og snjallt,
og hljóðaði hún þannig:
„Bill Evers, 32 ára gamall, fæddur í Boston,
snikkari, með 100 dollara launum á mánuði,
hjá þeim Blade & Woods timhurmeisturum
hjer í bænum, er kærður um það af konu
sinni, Marianne Evers, fæddri Gardener, að
hann hafi vanrækt hana árum saman, að hann
sje drykkjumaður, og að hann hafi 1. þ. m.
misþyrmt henni svo með höggum og slögum,
að hún lá i óviti á gólfinu heima hjá þeim.
Kærandi krefst, að manni sinum sje hegnt,
að sjer verði dæmdur skilnaður að borði og
sæng, og að hann verði dæmdur til að greiða
sjer 80 dollara fúlgu á mánuði æfilangt“.
Hinn kærði, sem var laglegur maður og
greindarlegur í útliti, vel og þokkalega búinn,
neitaði þegar í stað afdráttarlaust 2 fyrstu
kæruatriðunum. þar á móti játaði hann, að
hann hefði einu sinni í bræði sinni veitt konu
sinni ómjúka ráðningu, af því hún hefði ekki
svarað sjer nema háði og spotti, er hann hefði
kvartað undan, að hann gæti sjaldan sem al-
drei fengið mat heima hjá sjer.
Kærandinn var kona fagurlega vaxin og
prýðilega búin, og hafði blæju fyrir andliti.
Hún bar fram kæru sína há-kjökrandi, og hafði
það undir eins mikil áhrif á áheyrendurna, ekki
sízt á karlmennina.
Dómarinn hjelt síðan langt próf í málinu,
og sannaðist þá af framburði vitna o. fl., að
maðunnn hafði sagt satt frá og haft á rjettu
að standa. Siðan kvað hún upp dóminn að
vörmu spori, svo látandi:
„Með tilliti til þess, hversu kærandi, sem er
fátæk, er vel útlítandi ogveleða jafnvel prýði-
lega búin, þá er kærði hjer með sýknaður af
þeim áburði, að hann hafi vanrækt hana. Eyrir
drykkjuskap af hálfu hins kærða er engin
sönnun fram komin, og fellur því það kæru-
atriði niður. Að því er snertir misþyrmingu
þá, er kærandi hefir gefið manni sínum að sök,
þá hefir hún að visu átt sjer stað að nokkru
leyti. En þegar iðinn, sparsamur og reglu-
samur maður, eins og hinn kærði er eptir sam-
hljóða atkvæði allra vitnanna, á ekki öðru að
mæta heima fyrir dag eptir dag, í stað nauð-
synlegra málsverða, en úlfúð og ónotum af
hendi kvennmanns, sem hann hefir tekið að
sjer umkomulausa og allslausa og gert að
konu sinni, svo að hann neyðist til að leita
sjer friðar og fæðslu á almennum veitingastað,
þá hefir þessi kona unnið fyllilega til refsingar
þeirrar, er hún hefir hlotið. Kærunni er því
frávísað í öllum atriðum11.
Dómur þessi kom áheyrendunum heldur en
eigi á óvænt, og eigi fannst þeim minna um,
er dómarinn stóð aptur upp, og ávarpaði kon-
una þessum orðum: „fjer hafið hjer fyrir rjett-
inum sagzt hafa fimm um tvítugt. Jeg hef
sannanir fyrir, að þjer eruð 28 ára. Fyrir því
er hjer með sakamál höfðað gegn yður fyrir
rangan framburð fyrir rjetti“.