Ísafold - 13.10.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlímán.
ÍSAFOLD.
tTppsögn (skrifl.) bundin við
Sramót, ógild nema komin sje
tíl útg. fyrir i.okt. Afgreiðslu-
stofa í ísafoldarprentsmiöju.
XIV 48.
Reykjavik, fímmtudaginn 13. okt.
1887.
189. Innl. frjettir. finglok.
190. „Trúarbrögð framtíðarinnar".
191. Læknir kærður. Hitt og þetta.
192. Auglýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. I"!—2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3
Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. i
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganirí Reykj avík, eptir Dr.J. Jónassen
Okt. | Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
inóttujum hád. fm. j em. fm. em.
M. 5 O + 5 3°, 30,1 0 b jo b
F. 6 -f- 2 + 3 30,2 30.3 0 b N h b
F. 7 d- 2 + 1 30,5 30,6 0 b A h b
L. 8 -1- 5 + 3 30,6 3°i4 0 b 0 d
S. 9 4- I + 3 30,3 3<J,3 A h d 0 b
M. to +- 5 + 1 30,3 30,3 0 b 0 b
f*. n 0 + 5 3°.i 30,1 V h b V h b
Fyrsta dag þessarar viku var hjer alhvít jörð
af snjó, sem fallið hafði kveldinu áður; gjörði
síðan alveg logn hjer, þótt norðanveður væri
til djúpa og hefur sama stilling haldizt síðan
með vægu frosti. í dag 11. var suðvestan
svækja snemma í morgun, en birti fljótt upp
og var hæg vestangola, rjett að segja logn um
og eptir hádegi.
Reykjavík 3. okt. 1887.
Tíðarfar. Síðan ljetti rigningaókjör-
unum, er stóðu frá þvi í miðjum f. mán.
og til 4. þ. m., — að fráteknu norðan-
kastinu 25.—28. f. m., — hefir verið hjer
góð veðrátta, hæg og stillt, og ekki
tiltakanlega kalt, þótt snjór sje á fjöll-
um.
Ekki hafði orðið minna af rigningunum
fyrir norðan, eptir því sem nýfrjett er
þaðan. Hjeraðið í Skagafirði eins og fjörð-
ur yfir að sjá, og urðu stórmiklir hey-
skaðar af því.
þaðan, úr Skagafirði, er sagt svo af
sumrinu í brjefi seint í f. m.:
„Sumar þetta hefir mátt hoita allgott; þó
hefir nýting á heyjum verið vart i meðallagi :
þokubrælur með nokkru úrfelli. Hinn 9. þ. m.
gerði norðanhríð, alsnjóaði, kom nokkur íönn.
Síðan gerði góðan þurk vikutíma, svo flest
allir liafa níð heyjum sínum, sem þá voru úti,
með góðri verkun. Heymagn í tæpu meðal-
lagi, þó kannske nóg handa þeim fáu skepnum,
sem almenningur á eða hefir til að setja á
vetur. Um málnytu hefir varla verið að tala
i sumar, þar almenningur missti yfir helming
af ám sínum næstliðið vor, og sumir nær því
allar. (irasvöxtur var heldur í betra lagi“.
Úr Vestur-Skaptafellssýslu er sagt svo
af tíðarfari í sumar, í brjefi 1. þ. m.
„Eptir að brá til bata í vor, var um tíma
þurrviðrasamt og stillt veður. Menn náðu þá
eldivið sæmilega þurrum. Eptir það voru hjer
rigningar um hálfsmánaðar tíma, svo aldrei
kom þur slund, en optara logn. En hjer um
bil 10 vikur af sumri brá aptur til þurrviðra,
sem hjeldust til hundadagaenda, að fráteknum
nokkrum dögum um túnasiáttinn, nálægt viku-
tíma, sem rigningasamt var. En um hunda-
dagaenda brá aptur til rigninga og storma, sem
hjeldust þar til 20 vikur af sumri eða þar um
bil. þá kom þerrir með hvassviðri á norðan,
sem feykti viða heyi til skaða, einkum til fjalla;
varð hey eigi höndlað meðan hvassviðrið stóð.
Ut úr því brá aptur til rigninga, þar til nú,
með þessari viku, að aptur kom norðanstorm-
ur, með þerrir og gaddi. ATfir höfuð er hjer
um sveitir vel heyjað, þóað úrkoma seinni part
sláttar og eins norðanstormarnir hafi nokkuð
dregið úr heyskap11.
Gufuskipið Minsk fór hjeðan 10. þ.
m. til Englands, með 60 hesta og 1500
fjár. Útgerðarmaðurinn, Lauritzen kaup-
maður. fór og með. Hann hafði ætlað að
fá 2000 fjár. Verðið var svo lágt, að
bændum þótti sjer óhagur að láta það
öðru vísi en fyrir vörur, sem voru með
lágu verði hjá honum eins og áður, en síð-
ur fyrir peninga. Allt mun fjeð hafa ver-
ið borgað út í hönd, og nokkuð þó enn
eptir af vörum hjá honum bæði hjer og á
Akranesi.
Mannalát. Sigurður Ingjaldsson, nafn-
kunnur merkisbóndi, á Hrólfsskála á Sel-
tjarnarnesi, andaðist 6. þ. m., freklega
áttræður. Hann var búhyggjumaður mik-
ill, enda fjáður vel, hjálpsamur við bág-
stadda, sveitarstoð mikil, ráðsvinnur og
ráðhollur. Menntun unni hann og mjög,
þótt lítt hefði hann hennar notið sjálfur
í æsku, og var mikill hvatamaður og styrkt-
armaður barnaskólastofnunar þeirra Sel-
tirninga. Synir hans eru þeir Ingjaldur
hreppstjóri á Lambastöðum og Pjetur
bóndi á Hrólfskála.
— í sumar andaðist Hjijrtur bóndi Bjarnarson
á Herjólfsstöðum í Álptaveri, hreppstjóri og
sýslunefndarmaður.
Póstskipið Laura, sem blaðið var
látið biða eptir 1. dag, er ókomið enn.
f>inglok.
11.
(Niðurlag.)
Söfnunarsjóðslögin eru skyld atvinnu-
lögunum að því leyti til, að þau eiga að
hjálpa þjóðinni til að' gæta fengins fjár,
er sagt er og segja má með sanni, að ekki
sje minna í varið en að afla þess. Aðal-
atriðið í þeim er, að þar með er stofnun
þessi, söfnunarsjóðurinn, ef lögin öðlast
staðfestingu, lögð undir eptirlit landstjórn-
arintiar og ábyrgð landssjóðs, svo að al-
menningur geti notað stofnun þessa ör-
uggur og áhyggjulaus.
það er eitt af okkar þjóðmeinum, að þá
sjaldan einhver safnar dálitlura auð, sem
hjer er kallaður, þámá ganga að því vísu
optast nær, að hann stendur ekki við
stundu lengur; í næsta lið er hann orð-
inn að reyk. Menntunarstig þjóðarinnar
er ekki hærra en það, að undir eins og
menn eru svo staddir í efnalegu tilliti,
það er að segja frá barnæsku, að þeir
þurfa ekki að þræla fyrir lífinu, þá er ekki
hugsað um annað en að eiga góða daga
og sóa á endann auðsafni hinnar fyrri
kynslóðar. Helzt þannig sama örbyrgðin
við lýði kynslóð eptir kynslóð.
Annarstaðar hefir þessu mikla meini verið
afstýrt að nokkru leyti með þar til gerð-
um erfða- og fasteignarlögum, er úrelt
þykja að vísu nú á tímum, en hafa þó ó-
neitanlega gert mjög mikið gagn. Til-
gangur söfnunarsjóðsins er að gera hið
sama eða svipað gagn með öðru móti, og
væri harla mikilsvert, að slíkt kæmist til
góðra framkvæmda hjer á landi.
I sömu átt, þá átt, að efla og styðja
velmegun landsmanna, fara líka vínveit-
ingalögin, um takmörkun á vínveitingum.
þau eiga að styðja hina mjög svo lofs-
verðu viðleitni einstakra manna, er tals-
vert hefir borið á hjer á landi nú
hin síðustu missiri, til þess með al-
mennum samtökum að útrýma hinni
heimskulegu sóun á fjárinunum manna í
nautn áfengra drykkja, með öllu því feikna-
tjóni og ósóma, sem þar af leiðir. það er
eitt af því, sem margir tala um, að ekki
stoði annað við og ekki eigi annað við en
frjáls samtök. En ekki er það reynsla
annara þjóða. því skyldi eigi meiga beita